Ferill 258. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 421 – 258. mál.



Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Péturs H. Blöndals um lífeyrisréttindi opinberra starfs manna.

     1.      Hversu mikið hækkaði annars vegar áunnin og hins vegar framreiknuð lífeyrisskuldbinding ríkissjóðs vegna síðustu kjarasamninga grunnskólakennara og sveitarfélaga? Svarið óskast skipt á kennara í starfi, kennara sem komnir eru á eftirlaun og aðra. Hvað eru margir í hverjum flokki og hvað var meðalhækkunin mikil á mann? Hvað er hækkunin mikil að meðaltali á hvern starfandi grunnskólakennara?
    Áfallnar lífeyrisskuldbindingar hjá Lífeyrisssjóði starfsmanna ríkisins vegna grunnskóla kennara í árslok 1996 voru áætlaðar 24,6 milljarðar kr. þegar miðað er við 2% ávöxtun um fram launabreytingar. Mat á heildarskuldbindingu fyrir grunnskólakennara eina liggur ekki fyrir en miðað við heildarskuldbindingar sjóðsins og hlut grunnskólakennara í honum má áætla að heildarskuldbinding þeirra vegna sé um 36 milljarðar kr. Af áfallinni skuldbindingu eru um 7 milljarðar kr. vegna 1.027 lífeyrisþega í árslok 1996 en 17,6 milljarðar kr. vegna annarra. Er þar bæði um að ræða u.þ.b. 3.600 starfandi kennara og tæplega 8.000 aðra ein staklinga sem eiga geymd réttindi í sjóðnum vegna kennslustarfa.
    Vegna þeirra breytinga, sem urðu við flutning kennara til sveitarfélaganna, liggur að greining skuldbindinga vegna þessara hópa ekki fyrir. Hækkun lífeyrisskuldbindinganna er að mestu í hlutfalli við launahækkanir kennara og skólastjóra með fullan starfsaldur. Ekki liggur fyrir hjá fjármálaráðuneytinu mat á launahækkunum sem felast í kjarasamningi sveitarfélaga við grunnskólakennara og hvernig þær skiptast eftir starfsaldri og er því ekki unnt að svara spurningunni af nákvæmni. Hins vegar má áætla þessar hækkanir miðað við tilteknar launabreytingar. Þannig mundi 10% hækkun launa kennara með fullan starfsaldur leiða til samsvarandi hækkunar lífeyrisskuldbindinga og áfallnar skuldbindingar mundu hækka um 2,5 milljarða kr. en heildarskuldbindingar um u.þ.b. 3,6 milljarða kr. Áfallnar skuldbindingar vegna lífeyrisþega mundu með sama hætti hækka um u.þ.b. 700 millj. kr. eða sem samsvarar tæplega 700 þús. kr. á hvern lífeyrisþega.
    Hækkun áfallinna skuldbindinga vegna annarra við 10% hækkun launa er um 1,8 milljarð ur kr. eða um 158 þús. kr. á hvern einstakling að jafnaði. Hækkun heildarskuldbindinga er 50% hærri eða um 240 þús. kr. á mann. Sökum þess hve skuldbindingarnar dreifast mikið, m.a. á mikinn fjölda einstaklinga sem eiga lítinn rétt og ekki starfa lengur sem kennarar, eru framangreind meðaltöl ekki góður mælikvarði á áhrif launahækkana á lífeyrisskuldbindingar. Í því efni er e.t.v. betra að miða hækkunina eingöngu við starfandi kennara. Hækkun áfall inna skuldbindinga vegna annarra en lífeyrisþega við 10% launahækkun er um 500 þús. kr. sé henni jafnað á starfandi grunnskólakennara og hækkun heildarskuldbindinga um 750 þús. kr.

     2.      Hvert er launaígildi lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna umfram almenna launþega vegna réttinda þeirra í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins annars vegar og B-deild hins vegar? (Hvað mætti hækka laun opinberra starfsmanna mikið að jafnaði í hvorri deild ef þeir nytu almennra lífeyriskjara, 10% af launum, miðað við að ríkis sjóður og aðrir launagreiðendur töpuðu hvorki né græddu á breytingunni?)
    Samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt, sem gerð var á lífeyrisréttindum opinberra starfs manna til undirbúnings breytingar á lögum um LSR, sem gerð var í lok síðasta árs, og lögð var til grundvallar ákvörðun iðgjalda fyrir A-deild sjóðsins, var iðgjaldaþörf fyrir réttindin sem deildin veitir talin vera sem svarar til 15,5% af heildarlaunum. Réttindi úr A-deild voru miðuð við að vera jafngild réttindum úr B-deildinn að viðbættu auknu framlagi sjóðfélaga til A-deildarinnar vegna greiðslu iðgjalds af öllum launum í stað þess fyrirkomulags semn var hjá hjá B-deildinni. Þennan mismun má áætla um 1% að jafnaði og að iðgjaldaþörf til B-deildarinnar svari því til um 14,5% af heildarlaunum.
    Sé þetta borið saman við það að greiða 10% í lífeyrissjóð kemur í ljós að launaígildi mis munar á lífeyrisréttindum er 4,5–5,5% af launum.

     3.      Hversu mikið mætti að jafnaði hækka laun eftirtalinna opinberra starfsmanna sem greiða í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins annars vegar og A-deild hins vegar (hlutfallslega og í krónutölu) ef þeir nytu almennra lífeyriskjara:
       a.      starfsmanns sem fær 80.000 kr. í föst laun og enga yfirvinnu eða aukagreiðslur,
       b.      starfsmanns sem fær 80.000 kr. í föst laun og 80.000 kr. í yfirvinnu og aukagreiðslur,
       c.      starfsmanns sem fær 100.000 kr. í föst laun og 200.000 kr. í yfirvinnu og aukagreiðslur?

    Iðgjald launagreiðanda til A-deildar LSR er 11,5% af heildarlaunum í stað 6% eins og algengast er. Samkvæmt því gætu laun þeirra sem greiða í A-deild LSR hækkað um 5,5% ef greitt væri 6% iðgjald í stað 11,5% án þess að launakostnaður ríkisins aukist. Er þá ekki tekið tillit til skatta af hærri launum og lægri lífeyri. Framangreind hlutfallshækkun á við um þá sem eru félagar í A-deild sjóðsins og er hlutfallslegt launaígildi iðgjaldanna óháð tekju samsetningu. Fjárhæðin í þeim tilvikum sem nefnd eru í fyrirspurninni eru:
    a) 4.400 kr.,
    b) 8.800 kr. og
    c) 16.500 kr.
    Fyrir félaga í B-deild sjóðsins mætti á sama hátt með tilvísun til svars við 2. spurningu hækka laun þeirra að jafnaði um 4,5%. Er sá útreikningur miðaður við meðaltal auka greiðslna sem er um 40% til viðbótar við dagvinnulaun. Ekki liggja fyrir athuganir á því hvert launaígildi sé miðað við breytilega samsetningu launa en það má áætla sem hér segir í þeim tilvikum sem um er spurt:
    a) 5.000 kr. eða 6,2%,
    b) 5.000 kr. eða 3,1% og
    c) 6250 kr. eða 2,1%.

     4.      Er samið um lægri laun til opinberra starfsmanna í kjarasamningum í samanburði við launþega á almennum vinnumarkaði vegna launaígildis lífeyrisréttinda þeirra?
    Í kjarasamningum við opinbera starfsmenn eins og aðra eru umsamin laun ákveðin á milli aðila með hliðsjón af fjölmörgum atriðum sem snerta starfskjör. Þannig er m.a. tekið tillit til mismunandi lífeyrisréttinda, án þess að unnt sé að tilgreina vægi þess þáttar fremur en annarra.

     5.      Hvaða launaígildi hefði það fyrir opinbera starfsmenn ef 0,35% eignarskattur yrði lagður á lífeyrissjóði í samanburði við sjóðfélaga í almennum lífeyrissjóðum þar sem ríkissjóður mundi greiða eignarskatt Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins?
    Lífeyrissjóðir eru ekki skattskyldir til eignarskatts. Væru þeir skattlagðir eftir sömu regl um og gilda um skattskylda aðila yrði eignarskattur lagður á nettóeign þeirra, þ.e. eignir að frádregnum skuldum. Þar sem gera má ráð fyrir að nokkur jöfnuður sé á milli eigna og skuld bindinga, auk þess sem verulegur hluti eigna sjóðanna er í eignarskattsfrjálsum verðbréfum má ætla að eignarskattsstofn þeirra verði enginn eða neikvæður. Á þetta við um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins sem aðra sjóði. Eignarskattur á lífeyrissjóði samkvæmt þeim reglum sem um þann skatt gilda mundu því væntanlega ekki hafa nein áhrif á lífeyrisréttindi sem sjóðirnir veita eða launaígildi þeirra.