Ferill 401. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 722 – 401. mál.

                        

Fyrirspurn



til samgönguráðherra um útboðsskilmála í vegagerð.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvaða reglur hafa gilt um fjárhag, veltu og skil á opinberum gjöldum hjá fyrirtækjum sem valin hafa verið til verktöku í vegagerð á sl. fimm árum í ljósi almennra útboðs- og samningsskilmála ÍST 30:1997 um verkframkvæmdir með sérskilmálum sem gilda m.a. fyrir útboð á vegaframkvæmdum (kafli 7.5(b) og 7.5.1)? Er gerð krafa um ákveðið eiginfjár- eða lausafjárhlutfall? Ef svo er, hvaða viðmiðanir eru notaðar? Er gert að skilyrði við tilboðsgerð að verktaki sé ekki í vanskilum með opinber gjöld?
     2.      Er hægt með breyttum samningsskilmálum að skilyrða greiðslur til verktaka því að þeir standi í skilum við undirverktaka sína eða herða kröfur um viðunandi fjárhagsstöðu verktakafyrirtækja sem gengið er til samninga við um vegaframkvæmdir?


Skriflegt svar óskast.