Ferill 382. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 744 – 382. mál.



Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar um fjöldatakmarkanir við Há skóla Íslands.

    Menntamálaráðuneytið leitaði umsagnar Háskóla Íslands og eftirfarandi upplýsingar bár ust frá framkvæmdastjóra kennslusviðs HÍ.

     1.      Hvaða deildir Háskóla Íslands beita fjöldatakmörkunum (numerus clausus)?
    Fjöldatakmörkun er beitt í tannlæknadeild og læknadeild, þ.e. í læknisfræði, námsbraut í hjúkrunarfræði, námsbraut í sjúkraþjálfun og lyfjafræði. Einnig er beitt fjöldatakmörkunum í nám í ljósmóðurfræði í hjúkrunarfræði (18 mánaða nám að loknu BS-prófi í hjúkrunar fræði) og í viðbótarnám í félagsvísindadeild (eins árs nám að loknu BA-, BS- eða BEd-prófi) í hagnýtri fjölmiðlun, námsráðgjöf, félagsráðgjöf og kennslufræði til kennsluréttinda.

     2.      Hvernig er framkvæmd háttað?
    Í læknisfræði, hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun, lyfjafræði og tannlæknisfræði fara fram samkeppnispróf í desember að lokinni kennslu haustmissiris. Öllum sem hafa stúdentspróf er heimilt að skrá sig til námsins og þreyta samkeppnisprófin. Í lyfjafræði er þó gerð sú krafa við skrásetningu að nemendur verða að hafa lokið stúdentsprófi af stærðfræði-, eðlisfræði- eða náttúrufræðibrautum framhalds- eða menntaskóla. Samkeppnisprófin eru með svipuðu sniði í hverri fræðigrein (námsbraut), en prófgreinar og vægi einstakra greina í heildareink unn eru eðli máls samkvæmt nokkuð mismunandi. Yfirleitt er prófað í 4–5 greinum, svo sem líffæra- og lífeðlisfræði, efnafræði, eðlisfræði, sálarfræði og félagsfræði. Nemendur verða að taka öll prófin á sama missiri og valið fer fram og ekki er unnt að fá eldri próf viðurkennd. Þeim sem ná prófum í öllum greinum haustmissiris fyrsta árs er raðað eftir lækkandi heildar einkunn. Sá fjöldi sem ákveðinn hefur verið í hverri fræðigrein fær að halda áfram námi á öðru missiri (vormissiri) fyrsta árs. Verði tveir eða fleiri jafnir í síðasta sæti fá báðir eða all ir að halda áfram námi. Ef sá fjöldi sem fjöldatakmörkun miðast við nær ekki lágmarkseink unn eru haldin endurtekningarpróf, ýmist í janúar eða ágúst. Þeir sem ekki ná að komast áfram geta reynt aftur að ári (í desember). Engin takmörk eru á því hversu oft þeir mega reyna.
    Í ljósmóðurnám í námsbraut í hjúkrunarfræði er inntökuskilyrði BS-próf í hjúkrunarfræði. Sérstök nefnd velur úr umsóknum eftir ákveðnum reglum.
    Í viðbótarnám í félagsvísindadeild er inntökuskilyrði baccalaureus-próf eða hliðstætt próf, auk starfsreynslu í sumum tilvikum. Nefnd í hverri fræðigrein velur úr umsóknum eftir ákveðnum reglum.

     3.      Hversu margir eru teknir inn í viðkomandi námsbrautir?
    Í læknisfræði eru teknir inn 36, hjúkrunarfræði 60, sjúkraþjálfun 18, lyfjafræði 12 og í tannlæknadeild 6. Í ljósmóðurnám (að loknu BS-prófi í hjúkrunarfræði) eru teknir 8. Í við bótarnám í félagsvísindadeild (að loknu BA-námi) eru teknir inn 15 í hagnýta fjölmiðlun, í námsráðgjöf 12, félagsráðgjöf 15 og kennslufræði til kennsluréttinda 70 (50 í fullt nám til 30 eininga í eitt ár og 20 sem taka námið á tveimur árum).

     4.      Hversu margir þreyta að jafnaði „síupróf“ við þær?
     5.      Hversu margir þeirra sem ná í gegn hafa þreytt þau áður, og hversu oft?
    Samkeppnispróf í læknisfræði, hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun, lyfjafræði og tannlæknisfræði fara fram í desember ár hvert, sem fyrr greinir. Fjöldi þeirra sem þreytt hafa prófin haustin 1991–96 kemur fram á meðfylgjandi yfirliti (í lyfjafræði var fjöldatakmörkun tekin upp að nýju síðasta haust, áður (um nokkurra ára skeið) var aðgangur öllum opinn sem höfðu stúdentspróf af stærðfræði-, eðlisfræði- eða náttúrufræðibrautum framhalds- eða mennta skóla, án frekari takmarkana).

Yfirlit yfir fjölda þeirra sem þreyttu samkeppnispróf
í heilbrigðisgreinum við Háskóla Íslands 1991–96.


Læknisfræði.
1** 2 3 4 5
Ár S* F S F S F S F S F Fjöldatak-markanir
1991 95 86 36
1992 52 59 56 11 36
1993 31 73 33 10 12 2 30
1994 40 54 43 9 13 3 2 1 30
1995 37 67 36 9 17 4 0 1 1 0 30
1996 25 54 36 15 9 1 4 2 0 0 30


Tannlæknadeild.
1** 2 3 4 5
Ár S* F S F S F S F S F Fjöldatak-markanir
1991 9 10 6
1992 5 12 5 1 6
1993 2 17 6 2 1 1 7
1994 3 3 4 2 2 0 0 0 6
1995 2 9 1 1 4 0 0 0 0 0 6
1996 0 5 3 1 0 0 0 0 0 0 6


*    S: Stóðust próf (óháð fjöldatakmörkunum).
    F: Féllu.
**    Dálkar 1–5 standa fyrir í hvaða skipti prófið var þreytt. Þó er ferill stúdenta ekki rakinn lengra aftur en til 1991.
Sjúkraþjálfun.
1** 2 3 4 5
Ár S* F S F S F S F S F Fjöldatak-markanir
1991 33 39 20
1992 16 37 9 10 21
1993 20 49 6 7 3 2 20
1994 24 39 24 9 2 1 1 20
1995 13 37 20 5 6 0 18
1996 19 18 9 1 1 18



Hjúkrunarfræði.
1** 2 3 4 5
Ár S* F S F S F S F S F Fjöldatak-markanir
1994 52 91 13 14 0 1 60
1995 62 39 15 17 1 2 60


*    S: Stóðust próf (óháð fjöldatakmörkunum).
    F: Féllu.
**    Dálkar 1–5 standa fyrir í hvaða skipti prófið var þreytt. Þó er ferill stúdenta ekki rakinn lengra aftur en til 1991.