Ferill 423. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 746 – 423. mál.



Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um túnfiskveiðar.

Frá Kristjáni Pálssyni.



     1.      Er ástæða til frekari tilraunaveiða á túnfiski innan íslensku fiskveiðilögsögunnar? Ef svo er, hvers vegna?
     2.      Ef ekki verður um frekari tilraunaveiðar að ræða mun ráðherra þá beita sér fyrir nauðsynlegum lagabreytingum svo að hægt verði að heimila erlendum túnfiskveiðiskipum veiði innan landhelginnar?
     3.      Er samstarf við Færeyinga um gagnkvæmar veiðiheimildir á túnfiski innan fiskveiðilögsögu landanna til athugunar?