Ferill 424. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 747 – 424. mál.



Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um húshitunarkostnað.

Frá Einari K. Guðfinnssyni.



1.      Hvað líður störfum nefndar er ráðherra skipaði 23. nóvember 1995 til þess að vinna að því markmiði stjórnarsáttmálans að lækka húshitunarkostnað í landinu?
2.      Hvert er markmiðið með störfum nefndarinnar og er að því stefnt að tillögur hennar feli í sér tiltekna lækkun orkukostnaðar á ári?
3.      Eru á döfinni frekari aðgerðir til þess að vinna að því að lækka húshitunarkostnað á þeim svæðum þar sem hann er mestur nú?