Ferill 523. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 896 – 523. mál.



Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um starfsemi Umsýslustofnunar varnarmála, „Sölu varnarliðseigna“.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Hefur það stoð í lögum að fella niður aðflutningsgjöld af vöru, þar með töldum bifreiðum, sem Umsýslustofnun varnarmála, „Sala varnarliðseigna“, flytur inn og selur hér á landi í samkeppni við annan verslunarrekstur? Ef svo er, um hvaða lagaheimild er þar að ræða?
     2.      Hvernig er háttað eftirliti með uppboðum og sölu Umsýslustofnunarinnar á bifreiðum?