Ferill 621. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1066 – 621. mál.



Tillaga til þingsályktunar



um fullgildingu samnings um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum.

(Lögð fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd samning um bar áttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum sem undirritaður var í París 17. desember 1997.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til fullgildingar á samningi um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum sem undirritaður var í París 17. desember 1997. Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal með tillögu þessari.
    Á undanförnum missirum hefur á vettvangi Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar (OECD) verið unnið að gerð sérstaks samnings til að berjast gegn og fyrirbyggja mútugreiðsl ur til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Frumkvæðið að gerð þessa samnings átti Bandaríkjastjórn. Viðræðum um gerð samningsins lauk með samþykkt hans 21. nóvember 1997 og var samningurinn eins og áður segir undirritaður í París 17. desember sama ár. Öll aðildarríki OECD, að Ástralíu undanskilinni, undirrituðu samninginn og enn fremur eftirtalin ríki sem ekki eiga aðild að stofnuninni: Argentína, Brasilía, Búlgaría, Chile og Slóvakía. Samhliða undirritun samningsins var undirrituð sérstök yfirlýsing þar sem undirrit unaraðilar skuldbinda sig til að gera ráðstafanir til að samningurinn öðlist gildi fyrir árslok 1998.
    Þar til samningurinn öðlast gildi liggur hann frammi til undirritunar fyrir aðildarríki OECD og þau ríki sem eru ekki aðilar að stofnuninni en hefur verið boðið að gerast fullgildir þátttak endur í vinnuhópi hennar um mútugreiðslur í alþjóðlegum viðskiptum. Samningurinn er háður fullgildingu undirritunaraðila. Eftir að samningurinn öðlast gildi er öllum þeim ríkjum heimilt að gerast aðilar að honum sem ekki eru undirritunaraðilar en eru aðilar að OECD eða fullgildir þátttakendur í áðurnefndum vinnuhópi.
    Megintilgangur samningsins er að skuldbinda aðila hans til að setja í löggjöf sína ákvæði sem gera það refsivert að bjóða erlendum opinberum starfsmönnum mútur í þeim tilgangi að ná eða halda viðskiptum eða öðrum ótilhlýðilegum ávinningi í alþjóðaviðskiptum, sbr. 1. gr. samningsins.
    Fullgilding Íslands á samningi þessum mundi kalla á eftirfarandi breytingar á lögum hér á landi:
    Samkvæmt 109. gr. almennra hegningarlaga skal hver sá sem gefur, lofar eða býður opin berum starfsmanni gjafir eða annan ávinning til þess að fá hann til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert, er hann með því bryti gegn starfsskyldu sinni, sæta fangelsi allt að 3 árum, eða séu málsbætur fyrir hendi, varðhaldi eða sektum. Þetta ákvæði tekur ekki til slíkrar háttsemi gagnvart erlendum opinberum starfsmönnum og því þyrfti að útvíkka ákvæðið þannig að það næði til þeirra.
    Í 2. og 3. gr. samningsins er gert ráð fyrir að viðurlög verði m.a. við mútugreiðslum lög aðila til erlendra opinberra starfsmanna. Í íslenskum lögum er ekki að finna almenn ákvæði sem leggja refsiábyrgð á lögaðila og því yrði að lögfesta sérstaka heimild þar að lútandi.
    Í 4. gr. samningsins er að finna ákvæði um refsilögsögu vegna þeirra brota sem hann tekur til. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. skal hver samningsaðili, sem hefur lögsögu til að sækja ríkisborg ara sína til saka vegna brota sem framin eru erlendis, gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að tryggja lögsögu sína vegna mútugreiðslna til erlends opinbers starfsmanns sam kvæmt sömu meginreglum. Í 3. mgr. 10. gr. samningsins er síðan kveðið á um að samningsaðili skuli gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að tryggja annaðhvort að hann geti fram selt eigin ríkisborgara eða að hann geti ákært eigin ríkisborgara fyrir mútugreiðslur til erlends opinbers starfsmanns. Samkvæmt 2. gr. laga nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra að stoð í sakamálum verða íslenskir ríkisborgarar ekki framseldir og því væri nauðsynlegt að gera þær breytingar á lögum sem tryggðu að þeir yrðu sóttir til saka hér á landi fyrir mútu greiðslur til erlendra opinberra starfsmanna.
    Við mat á því hvernig ákvæði almennra hegningarlaga um refsilögsögu yrði best löguð að samningnum verður að hafa hliðsjón af því að almennt má ætla að umrædd brot séu framin er lendis. Einnig er rétt að hafa í huga 4. mgr. 4. gr. samningsins, en þar segir að hverjum samn ingsaðila beri að taka til athugunar hvort núverandi grundvöllur lögsögu hans skili árangri í baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna. Sé ekki svo skuli ráðist í við eigandi úrbætur. Með hliðsjón af þessu væri heppilegast að nýjum tölulið yrði bætt við 6. gr. almennra hegningarlaga, þess efnis að refsað verði samkvæmt íslenskum lögum fyrir brot af þessu tagi, þótt það sé framið utan íslenskrar lögsögu og án tillits til þess hver er valdur að því.
    Dómsmálaráðuneytið hefur hafið undirbúning að framangreindum lagabreytingum.




Fylgiskjal.


Samningur
um baráttu gegn mútugreiðslum
til erlendra opinberra starfsmanna
í alþjóðlegum viðskiptum.


Inngangsorð.


Samningsaðilarnir

hafa í huga að mútugreiðslur eru algengar í alþjóðlegum viðskiptum, meðal annars á vettvangi verslun ar og fjárfestinga, en það vekur upp mikilvæg álitamál á sviði siðferðis og stjórnmála, grefur undan góðri stjórnsýslu og efnahagsþróun og raskar samkeppnis skilyrðum á alþjóðavettvangi,

hafa í huga að öllum löndum ber að axla sameiginlega þá ábyrgð að vinna gegn mútugreiðslum í alþjóð legum viðskiptum,

hafa hliðsjón af endurskoðuðum tilmælum um baráttu gegn mútugreiðslum í alþjóðlegum viðskiptum sem samþykkt voru af ráði Efnahags- og framfarastofnun arinnar (OECD) 23. maí 1997, C(97)123/FINAL, en þar var meðal annars leitað eftir skilvirkum ráðstöf unum til þess að forðast, koma í veg fyrir og vinna gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfs manna í alþjóðlegum viðskiptum, einkum að slíkar mútugreiðslur séu sem fyrst gerðar refsiverðar á skil virkan og samræmdan hátt og á grundvelli sameigin legra umsaminna þátta sem fram koma í téðum til mælum, svo og í samræmi við lögsögureglur og aðrar meginreglur laga í hverju landi,


fagna þeirri þróun sem átt hefur sér stað annars staðar að undanförnu og stuðlar enn frekar að alþjóðlegum skilningi og samstarfi í baráttunni gegn mútugreiðsl um til opinberra starfsmanna, en þar á meðal eru að gerðir Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans, Al þjóðagjaldeyrissjóðsins, Alþjóðaviðskiptastofnunar innar, Samtaka Ameríkuríkja, Evrópuráðsins og Evrópusambandsins,

fagna framtaki fyrirtækja, samtaka atvinnurekenda, stéttarfélaga og annarra félagasamtaka í baráttunni gegn mútugreiðslum,

viðurkenna að stjórnvöld hafa hlutverki að gegna við að koma í veg fyrir að óskað sé mútugreiðslna frá ein staklingum og fyrirtækjum í alþjóðlegum viðskiptum,

viðurkenna að eigi árangur að nást á þessu sviði nægir ekki að brugðist sé við innanlands heldur þarf einnig að koma til alþjóðlegt samstarf, vöktun og eftirfylgni,

viðurkenna að einn helsti tilgangur og markmið samningsins er að ná fram jafngildum ráðstöfunum hjá samningsaðilum, en það krefst þess að samningur inn verði fullgiltur án nokkurra fyrirvara sem vinna gegn þessu markmiði,

og hafa komið sér saman um eftirfarandi:

1. gr.

Mútugreiðslur til erlendra opinberra starfsmanna

sem lögbrot.
    1. Hver samningsaðili skal gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að gera það að refsiverðri háttsemi í löggjöf sinni, hver sem í hlut á, að bjóða er lendum opinberum starfsmanni, gefa honum loforð um eða færa honum, vísvitandi, beint eða í gegnum milliliði, óhæfilegar ívilnanir, hvort sem er fjármuni eða annað, sem ætlaðar eru honum sjálfum eða þriðja aðila, til þess að fá hann til að vinna eða láta ógert að vinna einhver þau verk sem tengjast opinberum skyldum hans í því skyni að ná eða halda viðskiptum eða öðrum ótilhlýðilegum ávinningi í alþjóðaviðskiptum.
    2. Hver samningsaðili skal gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að gera það að refsiverðri háttsemi að eiga hlutdeild í mútugreiðslum til erlends opinbers starfsmanns, þar á meðal með því að hvetja til þeirra, veita aðstoð við þær eða veita leyfi til þeirra. Tilraunir og samsæri um mútugreiðslur til er lends opinbers starfsmanns skulu vera refsiverð hátt semi að því leyti sem tilraunir og samsæri um mútu greiðslur til opinbers starfsmanns samningsaðilans sjálfs eru refsiverð háttsemi.
    3. Lögbrotin, sem tilgreind eru í 1. og 2. mgr. hér að framan, eru hér á eftir nefnd „mútugreiðslur til er lends opinbers starfsmanns“.
    4. Í þessum samningi
     a.      merkir „erlendur opinber starfsmaður“ hvern þann sem gegnir starfi hjá löggjafarvaldi, í stjórn sýslu eða við réttarvörslu í erlendu ríki, hvort sem hann er skipaður til starfans eða kjörinn, hvern þann sem gegnir opinberum störfum á vegum er lends ríkis, þar á meðal fyrir hönd opinberrar stofnunar eða fyrirtækis, og hvern þann embættis mann eða starfsmann sem starfar á vegum opin berrar alþjóðastofnunar;
     b.      nær „erlent ríki“ yfir öll stig og deildir stjórnsýslunnar, frá ríkisstjórn til sveitarstjórna;
     c.      felur „að vinna eða láta ógert að vinna einhver þau verk sem tengjast opinberum skyldum“ í sér hvers kyns beitingu opinbers starfsmanns á stöðu sinni, hvort sem það er á valdsviði hans eða ekki.

2. gr.

Ábyrgð lögaðila.


    Hver samningsaðili skal, í samræmi við meginregl ur eigin laga, gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að lögaðilar verði ábyrgir vegna mútugreiðslu til erlends opinbers starfsmanns.

3. gr.

Viðurlög.


    1. Við mútugreiðslum til erlends opinbers starfs manns skulu vera virk, hæfileg og letjandi refsiviður lög. Refsiramminn skal vera sambærilegur við þann sem gildir um mútugreiðslur til opinberra starfs manna samningsaðilans sjálfs og fela meðal annars í sér, þegar um einstaklinga er að ræða, frjálsræðis sviptingu um nægilega langan tíma til að skilvirk gagnkvæm réttaraðstoð og framsal geti átt sér stað.
    2. Nú háttar svo til í réttarkerfi einhvers samnings aðila að refsiábyrgð nær ekki til lögaðila og skal samningsaðilinn þá sjá til þess að við mútugreiðslum lögaðila til erlendra opinberra starfsmanna liggi virk, hæfileg og letjandi viðurlög, þar á meðal sektir.


    3. Hver samningsaðili skal gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að tryggja að leggja megi hald á og gera upptækar mútur til erlends opinbers starfsmanns og hagnað af þeim, ellegar eignir sem samsvara að verðmæti slíkum hagnaði, eða að beita megi fjársektum sem hafa sambærileg áhrif.
    4. Hver samningsaðili skal taka til athugunar hvort beita beri viðbótarviðurlögum einkamálaréttar eða stjórnsýsluréttar gagnvart þeim sem beittur er viður lögum fyrir mútugreiðslur til erlends opinbers starfs manns.

4. gr.

Lögsaga.


    1. Hver samningsaðili skal gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að tryggja lögsögu sína vegna mútugreiðslna til erlends opinbers starfsmanns þegar brotið á sér stað að öllu leyti eða að hluta til á forráðasvæði samningsaðilans.
    2. Hver sá samningsaðili, sem hefur lögsögu til að sækja ríkisborgara sína til saka vegna brota sem fram in eru erlendis, skal gera þær ráðstafanir sem nauð synlegar eru til að tryggja lögsögu sína vegna mútu greiðslna til erlends opinbers starfsmanns samkvæmt sömu meginreglum.
    3. Nú hafa fleiri en einn samningsaðili lögsögu yfir meintu broti sem þessi samningur nær til og skulu þeir þá hafa samráð sín í milli, samkvæmt ósk eins þeirra, til að ákveða hver fari með saksókn.

    4. Hver samningsaðili skal taka til athugunar hvort núverandi grundvöllur lögsögu hans skilar árangri í baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna og skal, sé ekki svo, ráðast í viðeigandi úrbætur.

5. gr.

Fullnusta.


    Um rannsókn og ákæru vegna mútugreiðslna til er lends opinbers starfsmanns skal fara eftir þeim regl um og meginreglum sem eiga við hjá hverjum samn ingsaðila. Þar mega ekki hafa áhrif ástæður sem varða efnahagslega hagsmuni landsins, hugsanleg áhrif á tengsl við annað ríki eða deili viðkomandi einstak lings eða lögaðila.

6. gr.

Fyrningarfrestur.


    Ákvæði um fyrningu brots, sem felur í sér mútu greiðslur til erlends opinbers starfsmanns, skulu vera nægilega rúm til að tími gefist til rannsóknar og ákæru vegna brotsins.

7. gr.

Peningaþvætti.


    Hver sá samningsaðili, sem hefur gert mútugreiðsl ur til eigin opinberra starfsmanna að yfirlýstu lögbroti í eigin löggjöf um peningaþvætti, skal fara eins að með mútugreiðslur til erlendra opinberra starfsmanna án tillits til þess hvar brotið á sér stað.


8. gr.

Bókhald.


    1. Til þess að baráttan gegn mútugreiðslum til er lendra opinberra starfsmanna skili árangri skal hver samningsaðili grípa til þeirra ráðstafana sem nauð synlegar eru, innan ramma eigin laga og reglugerða um bókhald og bókhaldsskráningu, reikningsskila upplýsingar og staðla um bókhald og endurskoðun, til að leggja bann við að fyrirtæki, sem falla undir þessi lög og reglugerðir, haldi óskráð bókhald, stundi við skipti sem ekki eru skráð eða eru tilgreind með ófull nægjandi hætti, skrái útgjöld sem ekki eru greidd, skrái lánaskuldbindingar undir fölsku yfirskini og notist við fölsuð skjöl, með það fyrir augum að greiða erlendum opinberum starfsmönnum mútur eða hylma yfir slíkar greiðslur.
    2. Hver samningsaðili skal setja virk, hæfileg og letjandi viðurlög í einkamála-, stjórnsýslu- eða refsi rétt vegna slíkrar vanrækslu eða fölsunar í bókhaldi, skrám, bókhaldsreikningum og reikningsskilum téðra fyrirtækja.

9. gr.

Gagnkvæm réttaraðstoð.


    1. Hver samningsaðili skal, eftir því sem lög hans og viðeigandi alþjóðasamningar frekast leyfa, veita öðrum samningsaðilum skjóta og skilvirka réttarað stoð við rannsókn og málsmeðferð í sakamálum sem samningsaðili hefur með höndum vegna brota sem falla undir þennan samning og við dómsmál, önnur en sakamál, sem falla undir þennan samning og samn ingsaðili rekur gegn lögaðilum. Samningsaðilinn, sem leitað er til, skal án tafar senda samningsaðilan um, sem leggur beiðnina fram, upplýsingar um hvert það atriði eða hver þau skjöl sem nauðsynlegt er að leggja fram til viðbótar til að styðja beiðni um aðstoð og, sé þess óskað, upplýsingar um hvernig farið hafi verið með beiðnina um aðstoð.
    2. Nú gerir samningsaðili að skilyrði fyrir gagn kvæmri réttaraðstoð að brotið sé refsivert í báðum löndunum og skal það þá teljast eiga við ef brotið, sem er tilefni beiðninnar, fellur undir þennan samn ing.
    3. Samningsaðili má ekki neita að veita gagn kvæma réttaraðstoð í sakamálum, sem falla undir þennan samning, á grundvelli bankaleyndar.

10. gr.

Framsal.


    1. Mútugreiðslur til erlends opinbers starfsmanns skulu teljast til þeirra brota sem leitt geta til framsals samkvæmt lögum samningsaðila og framsalssamning um sem þeir gera með sér.
    2. Nú fær samningsaðili, sem gerir það að skilyrði fyrir framsali að framsalssamningur sé fyrir hendi, framsalsbeiðni frá öðrum samningsaðila sem hann hefur ekki gert framsalssamning við og má hann þá líta á þennan samning sem lagalegan grundvöll fram sals að því er varðar mútugreiðslur til erlends opin bers starfsmanns.
    3. Hver samningsaðili skal gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að tryggja annaðhvort að hann geti framselt eigin ríkisborgara eða að hann geti ákært eigin ríkisborgara fyrir mútugreiðslur til er lends opinbers starfsmanns. Nú synjar samningsaðili beiðni um framsal manns vegna mútugreiðslna til er lends opinbers starfsmanns af þeirri ástæðu einni að um er að ræða hans eigin ríkisborgara og skal hann þá vísa málinu til eigin lögbærra yfirvalda til ákæru.
    4. Framsal vegna mútugreiðslna til erlends opin bers starfsmanns lýtur þeim skilyrðum sem sett eru í landslögum og gildandi samningum hvers samnings aðila um sig. Nú gerir samningsaðili að skilyrði fyrir framsali að brotið sé refsivert í báðum löndunum og skal það þá teljast eiga við ef brotið, sem er tilefni framsalsbeiðninnar, fellur undir ákvæði 1. gr. þessa samnings.

11. gr.

Lögbær yfirvöld.


    Að því er varðar 3. mgr. 4. gr. um samráð, 9. gr. um gagnkvæma réttaraðstoð og 10. gr. um framsal skal hver samningsaðili senda framkvæmdastjóra OECD tilkynningu um yfirvald eða yfirvöld sem annast send ingu og móttöku beiðna og taka að sér samskipti vegna þessara mála af hálfu samningsaðilans, með fyrirvara um aðra tilhögun milli samningsaðilanna.


12. gr.

Vöktun og eftirfylgni.


    Samningsaðilarnir skulu starfa saman að gerð áætl unar um kerfisbundna eftirfylgni til að stuðla að og fylgja því eftir að þessum samningi sé beitt til fulls. Geri samningsaðilarnir ekki með sér samkomulag um annað skal þetta gert á vettvangi vinnuhóps OECD um mútugreiðslur í alþjóðlegum viðskiptum og í sam ræmi við umboð þess hóps, eða á vettvangi hvers þess hóps sem kann að taka við af honum og í samræmi við umboð hans, og skulu samningsaðilarnir bera kostnað af áætluninni í samræmi við reglur sem gilda um þennan hóp.

13. gr.

Undirritun og aðild.


    1. Þar til þessi samningur öðlast gildi skal hann liggja frammi til undirritunar fyrir aðildarríki OECD, auk þeirra ríkja sem eru ekki aðilar að stofnuninni en hefur verið boðið að gerast fullgildir þátttakendur í vinnuhópi hennar um mútugreiðslur í alþjóðlegum viðskiptum.
    2. Eftir að þessi samningur hefur öðlast gildi skal öllum þeim ríkjum heimilt að gerast aðilar að honum sem eru ekki undirritunaraðilar en eru aðilar að OECD eða fullgildir þátttakendur í vinnuhópnum um mútugreiðslur í alþjóðlegum viðskiptum eða hverjum þeim hópi sem kann að taka við af honum. Að því er varðar hvert það ríki, sem er ekki undirritunaraðili, skal samningurinn öðlast gildi á sextugasta degi eftir að aðildarskjal þess er afhent til vörslu.

14. gr.

Fullgilding og vörsluaðili.


    1. Þessi samningur er háður staðfestingu, samþykki eða fullgildingu af hálfu undirritunaraðila í samræmi við lög þeirra hvers um sig.
    2. Skjöl um staðfestingu, samþykki, fullgildingu eða aðild skulu afhent framkvæmdastjóra OECD til vörslu og skal hann vera vörsluaðili þessa samnings.


15. gr.

Gildistaka.


    1. Þessi samningur öðlast gildi á sextugasta degi eftir að fimm lönd af þeim tíu, sem eiga stærstan hlut í útflutningi (sjá viðauka) og flytja út samtals að minnsta kosti sextíu hundraðshluta samanlagðs heild arútflutnings þessara tíu landa, hafa afhent skjöl sín um staðfestingu, samþykki eða fullgildingu til vörslu. Að því er varðar hvern undirritunaraðila, sem afhend ir skjal sitt til vörslu eftir slíka gildistöku samnings ins, skal samningurinn öðlast gildi á sextugasta degi eftir að hann afhendir skjalið.
    2. Hafi samningurinn ekki öðlast gildi 31. desem ber 1998 samkvæmt 1. mgr. getur hver sá undirritun araðili, sem hefur afhent skjal sitt um staðfestingu, samþykki eða fullgildingu, lýst því yfir skriflega við vörsluaðilann að hann sé reiðubúinn að samþykkja að samningurinn öðlist gildi samkvæmt þessari 2. mgr. Samningurinn öðlast gildi að því er varðar þann und irritunaraðila á sextugasta degi eftir að slík yfirlýsing hefur verið afhent til vörslu af að minnsta kosti tveim ur undirritunaraðilum. Að því er varðar undirritunar aðila, sem afhendir yfirlýsingu sína til vörslu eftir slíka gildistöku samningsins, öðlast samningurinn gildi á sextugasta degi eftir að yfirlýsingin er afhent til vörslu.

16. gr.

Breytingar.


    Sérhver samningsaðili getur lagt til breytingar á þessum samningi. Breytingartillöguna skal senda vörsluaðila en hann skal dreifa henni til hinna samn ingsaðilanna að minnsta kosti sextíu dögum áður en hann boðar samningsaðila til fundar til að fjalla um tillöguna. Sérhver breyting, sem samningsaðilarnir ná samstöðu um eða samþykkt er með hverjum þeim hætti öðrum sem þeir koma sér saman um, skal öðlast gildi sextíu dögum eftir að allir samningsaðilarnir hafa afhent skjöl um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki til vörslu, eða í samræmi við önnur skilyrði sem samningsaðilarnir kunna að tilgreina þegar breyt ingin er samþykkt.

17. gr.

Uppsögn.


    Samningsaðili getur sagt þessum samningi upp með skriflegri tilkynningu sem er afhent vörsluaðila. Uppsögnin öðlast gildi einu ári eftir að tilkynningin berst. Eftir uppsögn skal samstarf haldast milli samn ingsaðilanna og samningsaðilans, sem sagt hefur samningnum upp, vegna allra beiðna um aðstoð eða framsal sem lagðar eru fram áður en uppsögnin öðlast gildi.

Viðauki.
Tölur yfir útflutning frá OECD-ríkjum.


Útflutningur frá OECD-ríkjum

1990–1996
milljónir
USD
1990–1996
% af OECD
í heild
1990–1996
% af 10
stærstu
Bandaríkin 287 118 15,9 19,7
Þýskaland 254 746 14,1 17,5
Japan 212 665 11,8 14,6
Frakkland 138 471 7,7 9,5
Breska kon-
ungsríkið

121 258

6,7

8,3
Ítalía 112 449 6,2 7,7
Kanada 91 215 5,1 6,3
Kórea (1) 81 364 4,5 5,6
Holland 81 264 4,5 5,6
Belgía-
Lúxemborg

78 598

4,4

5,4
10 stærstu
samtals

1 459 148

81,0

100
Spánn 42 469 2,4
Sviss 40 395 2,2
Svíþjóð 36 710 2,0
Mexíkó (1) 34 233 1,9
Ástralía 27 194 1,5
Danmörk 24 145 1,3
Austurríki* 22 432 1,2
Noregur 21 666 1,2
Írland 19 217 1,1
Finnland 17 296 1,0
Pólland (1)** 12 652 0,7
Portúgal 10 801 0,6
Tyrkland* 8 027 0,4
Ungverja-
land**

6 795

0,4
Nýja-Sjáland 6 663 0,4
Lýðveldið
Tékkland***

6 263

0,3
Grikkland* 4 606 0,3
Ísland 949 0,1
OECD
samtals

1 801 661

100

Athugasemdir: * 1990–1995; ** 1991–1996;
*** 1993–1996.
Heimild: OECD, (1) Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn.

Belgía-Lúxemborg: Hagskýrslur fyrir Belgíu og Lúxemborg eru ekki til nema fyrir bæði löndin í sam einingu. Að því er varðar 1. mgr. 15. gr. samningsins skal litið svo á, ef annaðhvort Belgía eða Lúxemborg afhendir skjal sitt um staðfestingu, samþykki eða full gildingu, eða ef bæði Belgía og Lúxemborg afhenda skjöl sín um staðfestingu, samþykki eða fullgildingu, að eitt þeirra tíu ríkja sem eiga stærstan hlut í útflutn ingi hafi afhent skjal sitt og samanlagður útflutningur beggja ríkjanna skal talinn með upp í þá 60 hundraðs hluta samanlagðs heildarútflutnings þessara tíu ríkja sem krafist er til að samningurinn geti öðlast gildi samkvæmt þessu ákvæði.

Convention
on Combating Bribery
of Foreign Public Officials
in International Business Transactions


Preamble


The Parties,

Considering that bribery is a widespread phenomenon in international business transactions, including trade and investment, which raises serious moral and politi cal concerns, undermines good governance and econo mic development, and distorts international competi tive conditions;

Considering that all countries share a responsibility to combat bribery in international business transac tions;

Having regard to the Revised Recommendation on Combating Bribery in International Business Trans actions, adopted by the Council of the Organisation for Economic Co-operation and Development (OECD) on 23 May 1997, C(97)123/FINAL, which, inter alia, called for effective measures to deter, pre vent and combat the bribery of foreign public officials in connection with international business transac tions, in particular the prompt criminalisation of such bribery in an effective and co-ordinated manner and in conformity with the agreed common elements set out in that Recommendation and with the jurisdictional and other basic legal principles of each country;

Welcoming other recent developments which further advance international understanding and co-operation in combating bribery of public officials, including actions of the United Nations, the World Bank, the International Monetary Fund, the World Trade Or ganisation, the Organisation of American States, the Council of Europe and the European Union;


Welcoming the efforts of companies, business organisations and trade unions as well as other non-govern mental organisations to combat bribery;

Recognising the role of governments in the prevention of solicitation of bribes from individuals and enter prises in international business transactions;

Recognising that achieving progress in this field requires not only efforts on a national level but also multilateral co-operation, monitoring and follow-up;

Recognising that achieving equivalence among the measures to be taken by the Parties is an essential object and purpose of the Convention, which requires that the Convention be ratified without derogations affecting this equivalence;

Have agreed as follows:

Article 1
The Offence of Bribery of Foreign Public Officials


    1. Each Party shall take such measures as may be necessary to establish that it is a criminal offence under its law for any person intentionally to offer, pro mise or give any undue pecuniary or other advantage, whether directly or through intermediaries, to a for eign public official, for that official or for a third par ty, in order that the official act or refrain from acting in relation to the performance of official duties, in order to obtain or retain business or other improper advantage in the conduct of international business.

    2. Each Party shall take any measures necessary to establish that complicity in, including incitement, aiding and abetting, or authorisation of an act of brib ery of a foreign public official shall be a criminal of fence. Attempt and conspiracy to bribe a foreign pub lic official shall be criminal offences to the same ex tent as attempt and conspiracy to bribe a public offi cial of that Party.


    3. The offences set out in paragraphs 1 and 2 above are hereinafter referred to as “bribery of a foreign public official”.
    4. For the purpose of this Convention:
     a.      “foreign public official” means any person holding a legislative, administrative or judicial office of a foreign country, whether appointed or elected; any person exercising a public function for a foreign country, including for a public agency or public enterprise; and any official or agent of a public in ternational organisation;


     b.      “foreign country” includes all levels and subdivisions of government, from national to local;
     c.      “act or refrain from acting in relation to the performance of official duties” includes any use of the public official's position, whether or not within the official's authorised competence.

Article 2
Responsibility of Legal Persons

    Each Party shall take such measures as may be nec essary, in accordance with its legal principles, to es tablish the liability of legal persons for the bribery of a foreign public official.

Article 3
Sanctions

    1. The bribery of a foreign public official shall be punishable by effective, proportionate and dissuasive criminal penalties. The range of penalties shall be comparable to that applicable to the bribery of the Party's own public officials and shall, in the case of natural persons, include deprivation of liberty suffi cient to enable effective mutual legal assistance and extradition.
    2. In the event that, under the legal system of a Par ty, criminal responsibility is not applicable to legal persons, that Party shall ensure that legal persons shall be subject to effective, proportionate and dissua sive non-criminal sanctions, including monetary sanc tions, for bribery of foreign public officials.
    3. Each Party shall take such measures as may be necessary to provide that the bribe and the proceeds of the bribery of a foreign public official, or property the value of which corresponds to that of such proceeds, are subject to seizure and confiscation or that mone tary sanctions of comparable effect are applicable.
    4. Each Party shall consider the imposition of addi tional civil or administrative sanctions upon a person subject to sanctions for the bribery of a foreign public official.


Article 4
Jurisdiction

    1. Each Party shall take such measures as may be necessary to establish its jurisdiction over the bribery of a foreign public official when the offence is com mitted in whole or in part in its territory.

    2. Each Party which has jurisdiction to prosecute its nationals for offences committed abroad shall take such measures as may be necessary to establish its jurisdiction to do so in respect of the bribery of a for eign public official, according to the same principles.

    3. When more than one Party has jurisdiction over an alleged offence described in this Convention, the Parties involved shall, at the request of one of them, consult with a view to determining the most appropri ate jurisdiction for prosecution.
    4. Each Party shall review whether its current basis for jurisdiction is effective in the fight against the bribery of foreign public officials and, if it is not, shall take remedial steps.


Article 5
Enforcement

    Investigation and prosecution of the bribery of a foreign public official shall be subject to the applic able rules and principles of each Party. They shall not be influenced by considerations of national economic interest, the potential effect upon relations with an other State or the identity of the natural or legal per sons involved.

Article 6
Statute of Limitations

    Any statute of limitations applicable to the offence of bribery of a foreign public official shall allow an adequate period of time for the investigation and prosecution of this offence.

Article 7
Money Laundering

    Each Party which has made bribery of its own pub lic official a predicate offence for the purpose of the application of its money laundering legislation shall do so on the same terms for the bribery of a foreign public official, without regard to the place where the bribery occurred.

Article 8
Accounting

    1. In order to combat bribery of foreign public offi cials effectively, each Party shall take such measures as may be necessary, within the framework of its laws and regulations regarding the maintenance of books and records, financial statement disclosures, and ac counting and auditing standards, to prohibit the estab lishment of off-the-books accounts, the making of off-the-books or inadequately identified transactions, the recording of non-existent expenditures, the entry of liabilities with incorrect identification of their object, as well as the use of false documents, by companies subject to those laws and regulations, for the purpose of bribing foreign public officials or of hiding such bribery.
    2. Each Party shall provide effective, proportionate and dissuasive civil, administrative or criminal penal ties for such omissions and falsifications in respect of the books, records, accounts and financial statements of such companies.

Article 9
Mutual Legal Assistance

    1. Each Party shall, to the fullest extent possible under its laws and relevant treaties and arrangements, provide prompt and effective legal assistance to an other Party for the purpose of criminal investigations and proceedings brought by a Party concerning of fences within the scope of this Convention and for non-criminal proceedings within the scope of this Convention brought by a Party against a legal person. The requested Party shall inform the requesting Party, without delay, of any additional information or docu ments needed to support the request for assistance and, where requested, of the status and outcome of the request for assistance.

    2. Where a Party makes mutual legal assistance conditional upon the existence of dual criminality, dual criminality shall be deemed to exist if the offence for which the assistance is sought is within the scope of this Convention.
    3. A Party shall not decline to render mutual legal assistance for criminal matters within the scope of this Convention on the ground of bank secrecy.

Article 10
Extradition

    1. Bribery of a foreign public official shall be deem ed to be included as an extraditable offence under the laws of the Parties and the extradition treaties be tween them.
    2. If a Party which makes extradition conditional on the existence of an extradition treaty receives a re quest for extradition from another Party with which it has no extradition treaty, it may consider this Conven tion to be the legal basis for extradition in respect of the offence of bribery of a foreign public official.

    3. Each Party shall take any measures necessary to assure either that it can extradite its nationals or that it can prosecute its nationals for the offence of bribery of a foreign public official. A Party which declines a request to extradite a person for bribery of a foreign public official solely on the ground that the person is its national shall submit the case to its competent authorities for the purpose of prosecution.

    4. Extradition for bribery of a foreign public official is subject to the conditions set out in the domestic law and applicable treaties and arrangements of each Party. Where a Party makes extradition conditional upon the existence of dual criminality, that condition shall be deemed to be fulfilled if the offence for which extradition is sought is within the scope of Article 1 of this Convention.

Article 11
Responsible Authorities

    For the purposes of Article 4, paragraph 3, on con sultation, Article 9, on mutual legal assistance and Article 10, on extradition, each Party shall notify to the Secretary-General of the OECD an authority or authorities responsible for making and receiving re quests, which shall serve as channel of communica tion for these matters for that Party, without prejudice to other arrangements between Parties.

Article 12
Monitoring and Follow-up

    The Parties shall co-operate in carrying out a pro gramme of systematic follow-up to monitor and pro mote the full implementation of this Convention. Un less otherwise decided by consensus of the Parties, this shall be done in the framework of the OECD Working Group on Bribery in International Business Transactions and according to its terms of reference, or within the framework and terms of reference of any successor to its functions, and Parties shall bear the costs of the programme in accordance with the rules applicable to that body.

Article 13
Signature and Accession

    1. Until its entry into force, this Convention shall be open for signature by OECD members and by non-members which have been invited to become full participants in its Working Group on Bribery in Inter national Business Transactions.

    2. Subsequent to its entry into force, this Conven tion shall be open to accession by any non-signatory which is a member of the OECD or has become a full participant in the Working Group on Bribery in Inter national Business Transactions or any successor to its functions. For each such non-signatory, the Conven tion shall enter into force on the sixtieth day following the date of deposit of its instrument of accession.


Article 14
Ratification and Depositary

    1. This Convention is subject to acceptance, ap proval or ratification by the Signatories, in accordance with their respective laws.
    2. Instruments of acceptance, approval, ratification or accession shall be deposited with the Secretary-General of the OECD, who shall serve as Depositary of this Convention.

Article 15
Entry into Force

    1. This Convention shall enter into force on the sixtieth day following the date upon which five of the ten countries which have the ten largest export shares (see annex), and which represent by themselves at least sixty per cent of the combined total exports of those ten countries, have deposited their instruments of acceptance, approval, or ratification. For each sig natory depositing its instrument after such entry into force, the Convention shall enter into force on the six tieth day after deposit of its instrument.
    2. If, after 31 December 1998, the Convention has not entered into force under paragraph 1 above, any signatory which has deposited its instrument of accep tance, approval or ratification may declare in writing to the Depositary its readiness to accept entry into force of this Convention under this paragraph 2. The Convention shall enter into force for such a signatory on the sixtieth day following the date upon which such declarations have been deposited by at least two signatories. For each signatory depositing its declara tion after such entry into force, the Convention shall enter into force on the sixtieth day following the date of deposit.


Article 16
Amendment

    Any Party may propose the amendment of this Con vention. A proposed amendment shall be submitted to the Depositary which shall communicate it to the other Parties at least sixty days before convening a meeting of the Parties to consider the proposed amendment. An amendment adopted by consensus of the Parties, or by such other means as the Parties may determine by consensus, shall enter into force sixty days after the deposit of an instrument of ratification, acceptance or approval by all of the Parties, or in such other circumstances as may be specified by the Parties at the time of adoption of the amendment.


Article 17
Withdrawal

    A Party may withdraw from this Convention by submitting written notification to the Depositary. Such withdrawal shall be effective one year after the date of the receipt of the notification. After with drawal, co-operation shall continue between the Par ties and the Party which has withdrawn on all re quests for assistance or extradition made before the effective date of withdrawal which remain pending.

Annex
STATISTICS ON OECD EXPORTS


Statistics on OECD Exports

1990–1996
US$
million
1990–1996
% of total
OECD
1990–1996
% of total 10
United States 287 118 15 .9 19 .7
Germany 254 746 14 .1 17 .5
Japan 212 665 11 .8 14 .6
France 138 471 7 .7 9 .5
United
Kingdom

121 258

6 .7

8 .3
Italy 112 449 6 .2 7 .7
Canada 91 215 5 .1 6 .3
Korea (1) 81 364 4 .5 5 .6
Netherlands 81 264 4 .5 5 .6
Belgium-
Luxembourg

78 598

4 .4

5 .4

Total 10

1 459 148

81 .0

100
Spain 42 469 2 .4
Switzerland 40 395 2 .2
Sweden 36 710 2 .0
Mexico (1) 34 233 1 .9
Australia 27 194 1 .5
Denmark 24 145 1 .3
Austria* 22 432 1 .2
Norway 21 666 1 .2
Ireland 19 217 1 .1
Finland 17 296 1 .0
Poland (1)** 12 652 0 .7
Portugal 10 801 0 .6
Turkey* 8 027 0 .4

Hungary**

6 795

0 .4
New Zealand 6 663 0 .4
Czech Re-
public***

6 263

0 .3
Greece* 4 606 0 .3
Iceland 949 0 .1

Total OECD

1 801 661

100

Notes: * 1990–1995; ** 1991–1996; *** 1993–1996

Source: OECD, (1) IMF

Concerning Belgium-Luxembourg: Trade statistics for Belgium and Luxembourg are available only on a combined basis for the two countries. For purposes of Article 15, paragraph 1 of the Convention, if either Belgium or Luxembourg deposits its instrument of acceptance, approval or ratification, or if both Bel gium and Luxembourg deposit their instruments of acceptance, approval or ratification, it shall be consid ered that one of the countries which have the ten larg est exports shares has deposited its instrument and the joint exports of both countries will be counted towards the 60 percent of combined total exports of those ten countries,which is required for entry into force under this provision.