Ferill 718. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1509 – 718. mál.



Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um vaxtatekjur Ferðamálasjóðs.

     1.      Hverjar voru vaxtatekjur Ferðamálasjóðs árið 1997 af útlánum sjóðsins í Bandaríkjadölum?
    Vaxtatekjur Ferðamálasjóðs af útlánum í Bandaríkjadölum árið 1997 voru 686.288 Bandaríkjadalir (49.536.260 ísl. kr. á árslokagengi 72,18 ísl. kr./USD).

     2.      Hverjar voru dráttarvaxtatekjur Ferðamálasjóðs árið 1997 af útlánum sjóðsins í Bandaríkjadölum?
    Dráttarvaxtatekjur sjóðsins af vanskilum í Bandaríkjadölum árið 1997 voru 79.862 Bandaríkjadalir (5.764.410 ísl. kr. á árslokagengi 72,18 ísl. kr./USD).

     3.      Hve hárra dráttarvaxta krafðist Ferðamálasjóður vegna vanskila af útlánum í Bandaríkjadölum á árinu 1997?
    Þrenns konar reglur gilda um reikning dráttarvaxta af USD-lánum:
     a.      Gjaldfallin fjárhæð breytist í íslenskar krónur á gjalddaga og ber nú 16,5 % dráttarvexti.
     b.      Gjaldfallin fjárhæð helst í Bandaríkjadölum og ber 5% álag á samningsvexti, nú u.þ.b. 13%.
     c.      Almenn regla Seðlabankans um dráttarvexti af erlendum lánum, reiknað af heildarskuld.
    Samkvæmt elstu bréfum sjóðsins eru ákvæði um hæstu lögleyfðu dráttarvexti. Í yngri bréfum sjóðsins var tekið upp ákvæði um 5% álag á samningsvexti, nú u.þ.b. 13%. Gjald fallin fjárhæð helst í Bandaríkjadölum. Í nýjustu bréfum sjóðsins breytist gjaldfallin upphæð í íslenskar krónur á gjalddaga og ber nú 16,5% dráttarvexti.