1999-03-08 11:40:59# 123. lþ. 80.14 fundur 9. mál: #A brottför hersins og yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar# þál., KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 123. lþ.

[11:40]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Oft er talað um sögulega atburði í þessum ræðustóli og ekki alltaf af miklu tilefni. En hér er svo sannarlega um sögulegan atburð að ræða því eftir því sem ég hef komist næst í samráði við skrifstofu Alþingis, hafa tillögur um endurskoðun varnarsamningsins við Bandaríkin ekki komið til atkvæða á hv. Alþingi síðan 1956. Það er merkileg staðreynd. Það er merkileg staðreynd að þingmenn sem hafa þó haldið á lofti því viðhorfi að hér skuli ekki vera erlendur her á friðartímum skuli ekki treysta sér til að styðja þá tillögu sem hér er til atkvæða þrátt fyrir gerbreytta heimsmynd og gerbreyttar aðstæður í heimshluta okkar. Það er óskiljanlegt, herra forseti, og ég segi að sjálfsögðu já við tillögunni.