Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Þriðjudaginn 15. desember 1998, kl. 15:25:30 (2321)

1998-12-15 15:25:30# 123. lþ. 41.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 123. lþ.

[15:25]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Við í þingflokki óháðra lögðum til við 2. umr. málsins að því yrði vísað frá með rökstuddri dagskrá þannig að við erum í grundvallaratriðum andvíg þeim miðlæga gagnagrunni sem hér er til umræðu en við hljótum hins vegar að líta á þær breytingar sem enn er verið að gera á þessu máli því kannski er ekki öll nótt úti enn, við erum í 3. umr. málsins. Ég vil spyrja hv. framsögumann meiri hlutans að því er snýr að aðgengi vísindamanna að gagnagrunninum sem Rannsóknarráð telur að sé nú verr fyrir komið. Telur hv. þm. að þessu sé betur fyrir komið núna? Telur hv. þm. að það standist, virðulegur forseti, að fella samninga við einstaka vísindamenn að samningum við heilbrigðisstofnanir og ætla einstökum vísindamönnum að fá aðgang á sérkjörum?