Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 555  —  1. mál.




Breytingartillögur



við frv. til fjárlaga fyrir árið 1999.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (JónK, StB, ArnbS, ÁJ, ÁMM, HjálmJ, ÍGP, KHG).



    1.     Við 7. gr. Nýr liður:
         1.9    Að fella niður stimpilgjöld vegna veðsetningar Flugfélags Íslands hf. á tveimur flugvélum sem bera einkennisstafina TF-JME og TF-JML.
    2.     Við 7. gr. Nýir liðir:
         2.34    Að selja þjónustuhús Ferðamálaráðs við Gullfoss, Biskupstungnahreppi, Árnessýslu.
         2.35    Að selja fasteignina Laugaveg 176, Reykjavík, og verja andvirðinu til að innrétta aðstöðu fyrir Sjónvarpið í Útvarpshúsinu, Efstaleiti 1, Reykjavík.
         2.36    Að selja fasteignina Tjarnarbraut 39a, Egilsstöðum, og láta andvirðið renna í Framkvæmdasjóð fatlaðra.
         2.37    Að selja fasteignina Tjarnarbraut 39b, Egilsstöðum, og láta andvirðið renna í Framkvæmdasjóð fatlaðra.
         2.38    Að selja fasteignina Tjarnarbraut 39c, Egilsstöðum, og láta andvirðið renna í Framkvæmdasjóð fatlaðra.
         2.39    Að selja fasteignina Austurstræti 16 og verja andvirðinu til að greiða upp lán sem tekin voru vegna kaupa á húsinu og til bygginga í þágu Háskóla Íslands.
         2.40    Að selja fasteignina Bjarkargötu 6 og verja andvirðinu til bygginga í þágu Háskóla Íslands.
         2.41    Að selja íbúðarhús að Eiðum, Eiðahreppi, Suður-Múlasýslu.
         2.42    Að selja fasteignina Axelshús í landi Reykja í Hveragerði og ráðstafa andvirðinu til hinnar nýju garðyrkjumiðstöðvar Garðyrkjuskóla ríkisins.
         2.43    Að hafa makaskipti á húsnæði Vegagerðarinnar í Borgarnesi og öðru hentugra.
    3.     Við 7. gr. Nýir liðir:
         3.29    Að selja eignarhlut ríkissjóðs í fasteigninni Aðalstræti 26, Þingeyri, Ísafjarðarbæ, og verja andvirðinu til að ljúka byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar og dvalar- og hjúkrunarheimilis á sama stað.
         3.30    Að selja eignarhlut ríkisins í fasteigninni Klausturhólum, Flatey, Reykhólahreppi, Austur-Barðastrandarsýslu.
         3.31    Að selja eignarhluta ríkissjóðs í fasteigninni Vesturbergi 100, Reykjavík.
         3.32    Að selja eignarhluta ríkissjóðs í fasteigninni Hringbraut 119, Reykjavík.
         3.33    Að selja eignarhluta ríkissjóðs í fasteigninni Ásgarði 18, Reykjavík.
         3.34    Að selja eignarhluta ríkissjóðs í fasteigninni Hrafnhólum 6, Reykjavík.
         3.35    Að selja eignarhluta ríkissjóðs í fasteigninni Sigtúni 37, Reykjavík.
    4.     Við 7. gr. Nýir liðir:
         4.21    Að selja jörðina Arnhólsstaði í Skriðdal, Suður-Múlasýslu.
         4.22    Að selja jörðina Traðir í Staðarsveit, Snæfellsbæ.
         4.23     Að selja land ríkissjóðs innan þéttbýlismarka í Grundarfirði, Eyrarsveit.
         4.24    Að selja eyðijörðina Laugaból í Arnarfirði, Ísafjarðarbæ.
         4.25    Að selja jörðina Stekk, Hafnarfirði.
         4.26    Að selja jörðina Glaumbæ í Staðarsveit, Snæfellsbæ.
         4.27    Að selja spildur úr landi Reykhóla, Reykhólahreppi, Austur-Barðastrandarsýslu.
    5.     Við 7. gr. Nýir liðir:
         6.5    Að selja hluta af heitavatnsréttindum jarðarinnar Mosfells í Mosfellsdal, Kjalarnesprófastsdæmi.
    6.     Við 7. gr. Nýir liðir:
         7.19    Að kaupa læknisbústað á Blönduósi og taka til þess nauðsynleg lán.
         7.20    Að kaupa eða leigja húsnæði í Þorlákshöfn fyrir aðstöðu fyrir lögreglu og sýslumannsembættið og taka til þess nauðsynleg lán.
         7.21    Að kaupa íbúðarhúsnæði fyrir heilsugæslulækni á Eskifirði og taka til þess nauðsynleg lán.
         7.22    Að kaupa eða leigja húsnæði á Sundasvæðinu fyrir afgreiðslu og eftirlit hjá tollstjóranum í Reykjavík og taka til þess nauðsynleg lán.
         7.23    Að kaupa eða leigja húsnæði fyrir Náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi og taka til þess nauðsynleg lán.
         7.24    Að kaupa jarðirnar Vestaraland I og III og Vestaraland II í Öxarfirði vegna þjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum og taka til þess nauðsynleg lán.
         7.25    Að kaupa viðbótarhúsnæði til nota fyrir embætti sýslumannsins í Búðardal og taka til þess nauðsynleg lán.
         7.26    Að kaupa eða leigja húsnæði í nágrenni Alþingishússins fyrir starfsaðstöðu Alþingis og taka til þess nauðsynleg lán.
         7.27    Að kaupa eða leigja húsnæði í Grundarfirði fyrir aðstöðu fyrir lögreglu og sýslumannsembættið og taka til þess nauðsynleg lán.
        7.28    Að kaupa eða leigja húsnæði fyrir Brunamálastofnun ríkisins og taka til þess nauðsynleg lán.
    7.     Við 7. gr. Nýir liðir:
         8.13    Að endurgreiða Vegagerðinni kostnað vegna slita félagsins Skallagríms hf.
         8.14    Að ráðstafa, að fengnum tillögum iðnaðarráðherra, allt að 80 m.kr. til verkefna á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar í atvinnulífinu. Sérstaklega skal huga að at­vinnusköpun á þeim landsvæðum sem ekki njóta góðs af atvinnustarfsemi sem tengist uppbyggingu á orku- og stóriðjusviði.
         8.15    Að semja, í samráði við fjárlaganefnd, við Breiðdalshrepp um niðurfellingu vaxta og verðbóta af skuld hreppsins við Hafnarbótasjóð.
         8.16    Að semja við Reykjavíkurborg um uppgjör skuldbindinga samkvæmt samningi ríkis og Reykjavíkurborgar frá 17. desember 1998 um Sjúkrahús Reykjavíkur.
         8.17    Að semja, að fengnum tillögum nefndar um þjóðhagslega hagkvæmni graskögglaframleiðslu, við framleiðendur um endurskipulagningu graskögglaframleiðslu í landinu, stuðningsaðgerðir við greinina, skuldbreytingu og niðurfellingu lána.
         8.18    Að veita kvikmyndafélögum stuðning vegna framleiðslu kvikmynda hér á landi, enda verði sett sérstök lög þar sem nánar verði kveðið á um þær reglur sem um stuðning þennan eiga að gilda.
         8.19    Að semja um lokauppgjör á skuldum lítilla hitaveitna við ríkissjóð.
         8.20    Að semja við Reykhólahrepp um lokauppgjör skulda vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar í kjölfar sölu á hitaveitu Reykhólahrepps.