Ferill 163. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 793  —  163. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Péturs H. Blöndals um skuldbindingu Lífeyrissjóðs starfs­manna ríkisins, lífeyrisdeildar alþingismanna, lífeyrisdeildar ráðherra og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga.

     1.      Hversu háar eru væntanlegar árlegar greiðslur (í b-lið lífeyrisgreiðslur og kostnaður að frádregnum iðgjöldum) Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, lífeyrisdeildar alþingis­manna, lífeyrisdeildar ráðherra og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga vegna:
       a.      réttinda sem sjóðfélagar hafa þegar öðlast (áunnin réttindi),
       b.      réttinda sem sjóðfélagar hafa og munu öðlast með greiðslu iðgjalda, þ.e. framreiknuð réttindi?
        Svar óskast sundurliðað eftir árum, 1998–2075. Enn fremur komi fram hvað sjóðirnir geti greitt með eignum sínum, væntanlegum iðgjöldum, sbr. b-lið, og vöxtum umfram hækkun launa og hvað muni falla á launagreiðendur. Reiknað verði með þeim sjóð­félögum sem áttu réttindi hjá sjóðunum í árslok 1997.
        Hversu stórt hlutfall af tekjusköttum hvers árs eru þessi útgjöld að óbreyttum tekju­skattslögum?

    Fyrir liggur áætlun um greiðslur úr Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, LSR, miðað við stöðu sjóðsins í árslok 1996. Ekki var talið rétt að leggja í sérstaka úrvinnslu upplýsinga miðað við árslok 1997, sbr. það sem síðar kemur fram um vinnu að þessum málum á vegum sjóðsins. Framangreind áætlun nær til ársins 2072 og tekur til allra skuldbindinga við þá sem áttu réttindi í sjóðnum í árslok 1996. Í henni er miðað við að vextir á ári séu 2% umfram launahækkanir. Enn fremur er gert ráð fyrir að framlag launagreiðenda vegna lífeyrishækk­ana verði 47% af áföllnum skuldbindingum í árslok 1996 en tæp 52% af skuldbindingum sem falla á eftir það. Tafla sem sýnir áfallna skuldbindingu, framtíðarskuldbindingu, iðgjöld, framlag launagreiðenda, bakábyrgð ríkisins og stöðu sjóðsins á hverju þessara ára er í fylgi­skjali I með svari þessu. Þar kemur fram að árlegar greiðslur frá launagreiðendum, iðgjöld, framlög vegna lífeyrishækkana og greiðslur vegna bakábyrgðar, sem voru um 4 milljarðar króna á árinu 1997, verða á bilinu 4 til rúmlega 8 milljarðar króna fram til ársins 2030 en fara síðan lækkandi. Taflan sýnir enn fremur að eignir sjóðsins munu þverra miðað við þetta á árinu 2027.
    Ekki hefur verið gerð áætlun um hlutfall framangreindra stærða af tekjum ríkissjóðs á hverju ári eða einstökum tekjutegundum en til samanburðar má hafa að tekjuskattar til ríkis­ins eru áætlaðir rúmlega 40 milljarðar króna á yfirstandandi ári.
    Nauðsynlegt er að túlka þessar tölur með fyrirvara. Niðurstöðurnar eru mjög háðar þeim forsendum sem gefnar eru og hafa þegar tekið miklum breytingum, m.a. vegna stofnunar A-deildar LSR og flutningi úr eldra réttindakerfi LSR í þá deild. Enn fremur hafa skuldbinding­ar verið gerðar upp við sjóðinn á undanförnum árum og má reikna með að framhald verði á því.
    Ekki hafa verið gerðir sambærilegir útreikningar fyrir aðra sjóði sem spurt er um og ekki var talið rétt að leggja í sérstaka vinnu við þá. Samkvæmt upplýsingum frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga, LR, er nú á vegum þeirra unnið að áætlun um fjárhag þeirra á næstu árum og áratugum. Í þeim áætlunum er reynt að taka tillit til sem flestra þátta sem áhrif hafa á stöðu sjóðanna og ekki hefur verið unnt að taka til greina hingað til, m.a. áhrifa af uppgreiðslu skuldbindinga. Talið er að áætlanir þessar muni liggja fyrir síðar á þessu ári. Með hliðsjón af þessu var ekki talið rétt að leggja í kostnaðar­sama útreikninga að þessu sinni.

     2.      Hver er heildarskuldbinding þessara lífeyrissjóða og hversu langt dugir eign þeirra til greiðslu hennar?
    Eftirfarandi tafla sýnir höfuðstól sjóðanna og skuldbindingar þeirra eins og þær voru áætlaðar í árslok 1997. Höfuðstóllinn er að meðtöldu endurmati vegna mismunar á vöxtum á bundnum eignum sjóðanna og þeim vöxtum sem skuldbindingar þeirra eru miðaðar við.

Í þús. kr. Lífeyrissjóður
starfsmanna
ríkisins, B-deild
Lífeyrissjóður
alþingismanna
Lífeyrissjóður
ráðherra
Lífeyrissjóður
hjúkrunarfræðinga
Höfuðstóll 37.677 0 0 4.712
Framtíðariðgjöld 23.684 2.212
Áfallin skuldbinding 140.690 2.662 345 15.698
Heildarskuldbinding 190.090 21.404

    Ekki liggur enn fyrir mat á því hversu lengi eign LSR og LH dugir fyrir skuldbindingum. Eins og fram kemur í svari við 1. lið var áætlað að eignir LSR dygðu til að greiða skuldbind­ingar til ársins 2027. Enn fremur var áætlað að sá sjóður þyrfti að vera um 34 milljörðum meiri en hann var í árslok 1996 til að standa undir öllum skuldbindingum sínum.

     3.      Hvernig skiptist heildarskuldbinding að frádreginni eign sjóðanna á
       a.      ríkissjóð, sundurliðað eftir A- og B-hluta,
       b.      sveitarfélög,
       c.      aðra?

    Eftirfarandi tafla sýnir skiptingu skuldbindinga LSR og LH milli A-hluta og B-hluta stofnana ríkissjóðs, sveitarfélaga og annarra.

Lífeyrissjóður
starfsmanna
ríkisins, B-deild
Lífeyrissjóður
hjúkrunarfræðinga
Ríkissjóður A 88.019 1.762
Ríkissjóður B 7.776 0
Sveitarfélög 6.347 660
Aðrir 38.548 13.276

     4.      Hversu margir sjóðfélagar eiga „eign“ allt að 1 millj. kr., hversu margir eiga þar yfir, allt að 2 millj. kr., hversu margir eiga þar yfir, allt að 3 millj. kr. o.s.frv. ef gengið er út frá því að „eign“ hvers sjóðfélaga sé fundin með því að skipta heildarskuldbindingu sjóðanna á sjóðfélaga þeirra samkvæmt áunnum réttindum hvers og eins?
    Tafla í fylgiskjali II sýnir skuldbindingar sjóðanna brotnar niður eftir fjárhæð réttinda sjóðfélaga. Miðað er við árslok 1997.

     5.      Hversu margir sjóðfélagar kusu að greiða til A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í stað B-deildar, sbr. 4. og 5. mgr. 4. gr. laga nr. 1/1997, eða í stað Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga, sbr. 4. mgr. 17. gr. laga nr. 2/1997? Hvað kostar þetta val ríkis­sjóð og aðra launagreiðendur þegar greitt er í A-deild hærra iðgjald og af öllum laun­um í stað daglauna einvörðungu þó að á móti komi lægri skuldbindingar í B-deild?
    Til B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins var á árinu 1997 greitt iðgjald vegna rúm­lega 19.600 sjóðfélaga. Af þeim ákváðu rúmlega 4.000 að færa sig yfir í A-deild sjóðsins. Til Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga var á árinu 1997 greitt iðgjald vegna rúmlega 2.100 sjóðfélaga. Af þeim ákváðu rúmlega 700 að færa sig yfir í A-deild LSR. Auk þeirra sem þannig fluttu sig í A-deild LSR greiða um 4.000 nýráðnir starfsmenn til deildarinnar þannig að í árslok 1997 voru félagar í henni um 8.700.
    Réttindi samkvæmt reglum sem gilda um A-deild sjóðsins voru miðuð við að þau væru sambærileg þeim réttindum sem B-deildin veitir. Kostnaður ríkissjóðs og annarra launa­greiðenda við það að starfsmaður velji aðild að A-deild sjóðsins er því að jafnaði ekki meiri en verið hefði við aðild að B-deild. Kostnaðurinn fellur hins vegar til með mismunandi hætti og á mismunandi tímum eftir aðild að þessum deildum. Ekki hefur verið gerður útreikningur sem sýnir þennan samanburð.

     6.      Hver hefur verið árleg meðalávöxtun Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins umfram meðalhækkun dagvinnulauna opinberra starfsmanna árin 1978–97? Hvaða ávöxtun er lögð til grundvallar útreikningnum?
    Ekki liggja fyrir upplýsingar um þennan samanburð og er hann óraunhæfur með tilliti til þeirra reglna sem giltu um LSR allt til ársins 1997. Samkvæmt þeim fékk sjóðurinn ekki greidda vexti eða verðbætur á 40% af heildarútlánum sínum. Hrein raunávöxtun eigna í vörslu sjóðsins hefur samkvæmt reikningum sjóðsins verið um 5,5% undanfarin ár. Í útreikn­ingum sem getið er um hér að framan var miðað við að vextir væru 2% umfram launahækk­anir.

     7.      Hvernig er iðgjald til A-deildar háð raunávöxtun miðað við framreikning eigna sjóðsins samkvæmt vísitölu neysluverðs (t.d. 4,5%, 3,5%, 2,5%, 1,5%)?
    Nauðsynlegt iðgjald til A-deildar LSR var 15% og var miðað við 3,5% raunávöxtun. Sé öðrum forsendum en ávöxtun haldið óbreyttum er áætlað að með 1,5% ávöxtun þyrfti ið­gjaldið að vera 26,1%, með 2,5% ávöxtun yrði það 20,1% og með 4,5% ávöxtun 12,0%.




Fylgiskjal I.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.
Áætlun um skuldbindingar, iðgjöld og greiðslur.

    Miðað er við stöðu sjóðsins í árslok 1996. Gert er ráð fyrir að vextir verði 2% umfram launahækkanir og miðað er við að framlög launagreiðenda vegna lífeyrishækkana verði 47% af skuldbindingu, sem áfallin er í árslok 1996 en 51,9% af skuldbindingum sem falla á eftir það. Allar fjárhæðir eru í millj. kr.


Ár
Áfallin
skuldbinding
Framtíðar­skuldbinding
Iðgjöld
Framlag
launagreiðenda
Bakábyrgð
Sjóður
1997 3.761 3.762 2.100 1.768 0 35.980
1998 3.873 3.878 2.066 1.823 0 36.807
1999 3.985 4.002 2.028 1.882 0 37.554
2000 4.106 4.144 1.986 1.949 0 38.211
2001 4.182 4.246 1.947 1.999 0 38.765
2002 4.263 4.363 1.907 2.055 0 39.237
2003 4.332 4.475 1.866 2.110 0 39.618
2004 4.396 4.590 1.823 2.167 0 39.906
2005 4.489 4.750 1.773 2.245 0 40.097
2006 4.564 4.896 1.725 2.317 0 40.160
2007 4.630 5.047 1.674 2.392 0 40.102
2008 4.691 5.199 1.622 2.468 0 39.913
2009 4.766 5.382 1.565 2.559 0 39.592
2010 4.819 5.549 1.510 2.644 0 39.114
2011 4.865 5.715 1.454 2.728 0 38.488
2012 4.913 5.901 1.394 2.822 0 37.709
2013 4.963 6.109 1.330 2.928 0 36.762
2014 5.019 6.329 1.266 3.039 0 35.626
2015 5.056 6.539 1.201 3.146 0 34.294
2016 5.087 6.756 1.135 3.257 0 32.767
2017 5.108 6.980 1.066 3.372 0 31.034
2018 5.115 7.195 997 3.484 0 29.088
2019 5.131 7.445 922 3.612 0 26.928
2020 5.130 7.683 849 3.736 0 24.528
2021 5.120 7.917 776 3.858 0 21.889
2022 5.083 8.122 705 3.966 0 19.011
2023 5.017 8.261 642 4.042 0 15.907
2024 4.933 8.376 582 4.105 0 12.612
2025 4.829 8.446 526 4.147 0 9.139
2026 4.717 8.502 473 4.182 0 5.511
2027 4.580 8.492 426 4.183 0 1.735
2028 4.438 8.470 379 4.179 0 -2.152
2029 4.287 8.437 334 4.169 2.152 -3.952
2030 4.120 8.351 293 4.132 3.952 -3.974
2031 3.948 8.251 254 4.089 3.974 -3.964
2032 3.772 8.144 214 4.042 3.964 -3.947
2033 3.592 8.021 176 3.987 3.947 -3.927
2034 3.402 7.847 144 3.906 3.927 -3.897
2035 3.204 7.629 116 3.803 3.897 -3.835
2036 3.004 7.397 90 3.692 3.835 -3.748
2037 2.804 7.128 68 3.562 3.748 -3.651

Ár
Áfallin
skuldbinding
Framtíðar­skuldbinding
Iðgjöld
Framlag
launagreiðanda
Bakábyrgð
Sjóður
2038 2.603 6.839 48 3.422 3.651 -3.533
2039 2.404 6.520 33 3.266 3.533 -3.402
2040 2.208 6.179 21 3.099 3.402 -3.253
2041 2.017 5.815 12 2.919 3.253 -3.090
2042 1.834 5.434 7 2.730 3.090 -2.912
2043 1.658 5.041 4 2.535 2.912 -2.724
2044 1.492 4.652 1 2.341 2.724 -2.527
2045 1.334 4.268 0 2.150 2.527 -2.332
2046 1.187 3.891 0 1.961 2.332 -2.139
2047 1.051 3.528 0 1.779 2.139 -1.949
2048 925 3.182 0 1.606 1.949 -1.766
2049 809 2.854 0 1.442 1.766 -1.591
2050 703 2.546 0 1.287 1.591 -1.427
2051 607 2.257 0 1.142 1.427 -1.272
2052 521 1.989 0 1.007 1.272 -1.127
2053 444 1.741 0 882 1.127 -992
2054 375 1.513 0 767 992 -868
2055 315 1.305 0 662 868 -753
2056 262 1.116 0 567 753 -649
2057 216 947 0 481 649 -555
2058 176 795 0 404 555 -471
2059 142 662 0 337 471 -395
2060 114 545 0 277 395 -329
2061 90 443 0 226 329 -270
2062 70 356 0 181 270 -220
2063 54 282 0 144 220 -176
2064 41 221 0 113 176 -140
2065 30 170 0 87 140 -109
2066 22 129 0 66 109 -84
2067 16 96 0 49 84 -64
2068 11 70 0 36 64 -47
2069 8 50 0 26 47 -35
2070 5 35 0 18 35 -25
2071 0 0 0 0 25 -17
2072 17 0




Fylgiskjal II.



Réttindi sjóðfélaga í LSR og LH eftir fjárhæð skuldbindinga.
Taflan sýnir fjölda sjóðfélaga og réttindi miðað við árslok 1997.


LSR, B-deild LSR, B-deild LH LH Lífeyrissjóður
alþingismanna
Lífeyrissjóður
ráðherra
Réttindi
í millj. kr.
Heildarskuld-
binding
Áfallin
skuldbinding
Heildarskuld-
binding
Áfallin
skuldbinding
Áfallin
skuldbinding
Áfallin
skuldbinding
–1 12.173 16.340 325 542 73 2
1–2 3.673 7.093 165 480 58 2
2–3 3.190 4.610 105 354 98 10
3–4 3.083 3.243 87 285 46 7
4–5 3.069 2.275 67 267 41 7
5–6 3.073 1.715 79 258 22 8
6–7 2.742 1.376 144 217 25 5
7–8 2.312 1.139 241 187 11 6
8–9 1.966 889 321 135 12 3
9–10 1.650 685 326 120 10 1
10–11 1.268 618 336 86 11 3
11–12 1.003 486 302 69 7 1
12–13 743 345 264 44 10 1
13–14 566 297 164 30 5 0
14–15 402 236 100 29 7 1
15–16 298 180 62 23 4 0
16–17 252 159 34 15 3 0
17–18 152 113 20 9 5 0
18–19 123 90 14 8 4 1
19–20 90 68 7 5 3 0
20–21 78 55 0 0 4 0
21–22 59 43 0 0 1 0
22–23 63 45 0 0 2 0
23–24 60 50 0 0 2 0
24–25 35 25 0 0 1 0
25–26 30 16 0 0 3 0
26–27 25 16 0 0 3 0
27–28 15 15 0 0 1 0
28–29 20 19 0 0 0 0
29–48 104 76 0 0 0 0