Ferill 573. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 940  —  573. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um staðfestingu samninga um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen.

(Lögð fyrir Alþingi á 123. löggjafarþingi 1998–99.)



    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd eftirtalda samn­inga um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen sem gerðir voru í Reykjavík 18. júní 1998:
     1.      Samning milli Íslands, Grænlands/Danmerkur og Noregs um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen.
     2.      Samning um gagnkvæmar veiðar í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands.
     3.      Tvíhliða samkomulag milli Íslands og Noregs.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til þess að staðfesta eftir­talda samninga um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen sem gerðir voru í Reykjavík 18. júní 1998: 1. Samning milli Íslands, Grænlands/Danmerkur og Noregs um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen. 2. Samning milli Íslands og Grænlands/Danmerkur um gagnkvæmar veiðar í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands. 3. Tvíhliða samkomulag milli Íslands og Noregs. Samningarnir eru prentaðir sem fylgiskjöl I–III með þingsályktunartillögu þessari.
    Loðnuveiðar á hafsvæðinu milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen hafa á undanförnum árum farið fram á grundvelli samnings milli Íslands, Grænlands/ Danmerkur og Noregs frá 29. júní 1994, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 32/1995 þar sem samningurinn er birtur. Sá samningur tók við af samningi milli landanna frá 25. júní 1992, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 27/1992. Sá samningur tók við af samningi landanna frá 12. júní 1989, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 2/1989. Fram að gildistöku þess samnings höfðu loðnuveiðar farið fram á grundvelli samkomulags milli Íslands og Noregs frá 28. maí 1980, en sá samningur tók ekki til veiða innan grænlenskrar lögsögu, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 9/1980.
    Í fyrri þríhliða samningum um stjórnun veiða úr loðnustofninum hefur leyfilegum há­marksafla verið skipt þannig milli aðila að 78% hafa komið í hlut Íslands og 11% í hlut Grænlands og Noregs hvors um sig. Byggt hefur verið á formi eins heildarsamnings þar sem kveðið hefur verið á um skiptingu heildaraflans, fyrirkomulag kvótaúthlutunar og aðgang til veiða í lögsögu landanna.
    Samningnum frá 29. júní 1994 var sagt upp af hálfu Grænlands og Íslands og féll hann úr gildi samkvæmt ákvæðum sínum 1. maí 1998. Í viðræðum landanna þriggja um gerð nýs loðnusamnings var af hálfu Íslands lögð áhersla á að hlutur þess af leyfilegum hámarksafla yrði í samræmi við dreifingu loðnustofnsins og raunverulegan hlut í veiðunum undanfarin ár. Enn fremur var það afstaða Íslands að ekki ætti að kveða á um veiðiheimildir aðila í lögsögu hvers annars í þríhliða samningi heldur ættu aðilar að semja um þær í tvíhliða samningum. Loks var af Íslands hálfu talið brýnt að bæta skýrslugjöf um afla.
    Á viðræðufundi íslenskra, grænlenskra og norskra embættismanna í Reykjavík dagana 18.–20. maí 1998 náðist samkomulag um nýjan þríhliða samning milli Íslands, Grænlands/Danmerkur og Noregs um skiptingu leyfilegs hámarksafla og fyrirkomulag kvótaúthlutunar. Enn fremur tókst samkomulag um þrjá tvíhliða samninga um gagnkvæmar veiðiheimildir í fiskveiðilögsögu landanna. Samningarnir voru undirritaðir í Reykjavík 18. júní 1998.
    Í þríhliða samningnum felst að hlutur Íslands í heildaraflanum eykst úr 78% í 81%, hlutur Grænlands er 11% eða óbreyttur, en hlutur Noregs minnkar úr 11% í 8%. Hinn nýi samning­ur gerir ekki ráð fyrir öðrum breytingum á skiptingu heildaraflans eða fyrirkomulagi kvóta­úthlutunar. Íslandi er því t.d. áfram heimilt, komi í ljós að hlutur Grænlands eða Noregs veiðist ekki að fullu, að veiða það magn sem óveitt er. Samningurinn hefur að geyma skýrara ákvæði um skýrslugjöf aðila en áður var.
    Í tvíhliða samningunum um gagnkvæmar veiðiheimildir felast verulegar breytingar frá ákvæðum þríhliða samningsins frá 1994. Í samkomulagi Íslands og Noregs er kveðið á um að norskum skipum sé heimilt að veiða allt að 35% af veiðiheimildum sínum í íslenskri lög­sögu, norðan 64°30'N, fyrir 15. febrúar. Íslenskum skipum er heimilt að veiða sama hlutfall veiðiheimilda sinna innan lögsögu Jan Mayen. Samkvæmt samningnum frá 1994 var miðað við 60% af veiðiheimildum. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að veiðimöguleikar hafa um langan tíma verið litlir sem engir innan lögsögu Jan Mayen gagnstætt því sem er í ís­lenskri lögsögu.
    Samningur Íslands og Grænlands/Danmerkur gerir ráð fyrir að íslensk skip geti áfram stundað loðnuveiðar í grænlenskri lögsögu. Grænlenskum skipum eru heimilaðar veiðar í ís­lenskri lögsögu, með þeirri takmörkun þó að eftir 15. febrúar og sunnan 64°30'N er þeim að­eins heimilt að veiða 23 þúsund lestir af loðnu. Samkvæmt samningnum frá 1994 var græn­lenskum skipum ekki heimilt að stunda loðnuveiðar í íslenskri lögsögu eftir 15. febrúar eða sunnan 64°30'N, en hins vegar hefur verið vikið frá því með sérstökum samningum milli Ís­lands og Grænlands árin 1997 og 1998. Í tvíhliða samningi Íslands og Grænlands/Danmerkur eru loks ákvæði sem heimila hvorum aðila veiðar á allt að 50% af úthlutuðum veiðiheimild­um sínum í úthafskarfa innan lögsögu hins aðilans. Ákvæði þessi eru nýmæli og geta reynst mjög þýðingarmikil vegna göngu úthafskarfastofnsins.
    Samningunum skal beitt til bráðabirgða frá og með upphafi loðnuvertíðar 20. júní 1998 og öðlast þeir gildi þegar aðilar hafa tilkynnt hver öðrum að stjórnskipulegum skilyrðum fyr­ir gildistöku sé fullnægt. Samningarnir gilda til og með 30. apríl 2001 og framlengjast um tvö ár í senn nema einhver aðilanna segi þeim upp innan sex mánaða fyrir lok upprunalegs gildistíma samninganna eða framlengds gildistíma.

Fylgiskjal I.



SAMNINGUR
milli Íslands, Grænlands/Danmerkur og Noregs
um loðnustofninn á hafsvæðinu
milli Grænlands, Ísland og Jan Mayen.


1. gr.


    Aðilar skulu eiga samvinnu um verndun og nýt­ingu loðnustofnsins á hafsvæðinu milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen.

2. gr.


    Aðilar skulu leitast við að ná samkomulagi um leyfilegan hámarksafla á loðnu fyrir hverja vertíð. Náist ekki samkomulag mun Ísland, sem sá aðili sem mestra hagsmuna hefur að gæta varðandi loðnustofn­inn, ákveða leyfilegan hámarksafla. Noregur og Grænland skulu þó ekki bundin af þeirri ákvörðun sé hún bersýnilega ósanngjörn. Leitast skal við að ákveða fyrir 1. júní ár hvert leyfilegan hámarksafla til bráðabirgða og fyrir 1. desember endanlegan leyfilegan hámarksafla fyrir vertíðina sem hefst 20. júní og stendur til 30. apríl árið eftir.

3. gr.


    Leyfilegur hámarksafli skiptist milli aðila þannig:
    Grænland     11     af hundraði,
    Ísland     81     af hundraði,
    Noregur     8     af hundraði.


4. gr.


    1. Eftir að vertíð hefst geta Grænland og Noregur hvort veitt sinn hlut af þeim leyfilega hámarksafla sem búist er við að verði ákveðinn fyrir vertíðina („væntanlegum leyfilegum hámarksafla“). Við mat á því munu aðilar taka mið af vinnureglum Alþjóða­hafrannsóknaráðsins um að leyfilegur hámarksafli, sem ákveðinn er til bráðabigða fyrir sumar- og haust­vertíðina, nemi að jafnaði tveimur þriðju hlutum af endanlegum leyfilegum hámarksafla á vertíðinni.
    2. Ef í ljós kemur að hlutur Noregs eða Grænlands veiðist ekki skal Íslandi heimilt að veiða það magn sem óveitt er.

5. gr.


    Ef í ljós kemur að Grænland og/eða Noregur hafa samkvæmt ákvæðum 4. gr. veitt stærri hlut en þann sem þeir hafa til ráðstöfunar skal draga það magn sem umfram er frá hlut þeirra á næstu vertíð og út­hluta því til Íslands.


6. gr.


    1. Verði endanlegur leyfilegur hámarksafli ákveð­inn hærri en væntanlegur leyfilegur hámarksafli og veiði Grænland og/eða Noregur ekki sinn hlut af því sem kemur til viðbótar og úthlutað er til þeirra skal Íslandi heimilt að veiða það magn sem óveitt er. Fari svo skal Grænland og/eða Noregur fá bætur frá Ís­landi á næstu vertíð sem nema 11 af hundraði og 8 af hundraði af afla Íslands úr viðbótaraflanum, eftir því sem við á.
    2. Bætur skv. 1. mgr. skulu minnka að því marki sem Grænland og/eða Noregur veiðir úr sínum við­bótarhlut.
    3. Hafi Ísland, beint eða óbeint, fengið framseldan hlut frá Grænlandi og/eða Noregi skal ekki reikna með því magni við bótaútreikning.

    4. Leiði bætur samkvæmt þessari grein til þess á einhverri vertíð að skiptingin verði bersýnilega ósanngjörn skulu aðilar reyna að ná samkomulagi um það hvernig bótum skuli háttað.

7. gr.


    1. Ákveði aðili að framselja sinn hlut að fullu eða að hluta skal hann tilkynna það hinum aðilunum.

    2. Framseldur hlutur skal dreginn frá hlut þess að­ila er framselur. Afli skal dreginn frá heildarkvóta þess aðila er fær hlut framseldan til sín.

8. gr.


    Aðilar skulu heimila löndun loðnuafla í höfnum sínum.

9. gr.


    Aðilar skulu eigi síðar en 15. hvers mánaðar upp­lýsa hver annan um veiðar undanfarandi mánaðar, skipt eftir lögsögu.

10. gr.


    Í ljósi umræðu um gervihnattaeftirlit innan NEAFC skulu aðilar hafa samráð varðandi gagn­kvæmt eftirlit með fiskiskipum í lögsögu aðila, með það að markmiði að taka slíkt kerfi í notkun 1. janú­ar 2000.

11. gr.


    Aðilar skulu m.a. vinna saman að vísindalegum rannsóknum á loðnustofninum. Þeir skulu enn frem­ur upplýsa um þær aðgerðir sem þeir grípa til innan eigin lögsögu til verndunar smáloðnu og aðrar vernd­unaraðgerðir.

12. gr.


    1. Aðilar skulu hafa gagnkvæmar heimildir til að veiða í lögsögu hver annars eftir því sem þeir ná samkomulagi um. Hafi aðilar ekki ákveðið annað í tvíhliða samningi eða samkomulagi skulu heimildir til veiða í lögsögu hinna aðilanna nema 35 af hundr­aði af þeim hlut sem aðilar hafa fengið, sbr. 3. gr., auk framseldra hluta frá öðrum aðila.

    2. Semja má um frekari ákvæði um veiðiheimildir og önnur skilyrði varðandi veiðar skv. 1. mgr. í tví­hliða samningi eða samkomulagi milli aðila.


13. gr.


    Aðilar skulu halda fund a.m.k. einu sinni á ári, til skiptis í löndunum þremur, til að ræða framkvæmd samningsins.

14. gr.


    Samningnum skal beitt til bráðabirgða frá og með 20. júní 1998. Samningurinn öðlast gildi þegar allir aðilar hafa tilkynnt hver öðrum skriflega eftir dipló­matískum leiðum að nauðsynlegum stjórnskipuleg­um skilyrðum fyrir gildistöku sé fullnægt. Samning­urinn skal gilda til og með 30. apríl 2001 og fram­lengist um tvö ár í senn nema einhver aðilanna segi honum upp innan sex mánaða fyrir lok upprunalegs gildistíma samningsins eða framlengds gildistíma.

Reykjavík, 18. júní 1998.



    Fyrir Ísland
     Jóhann Sigurjónsson

    Fyrir Grænland/Danmörku
     Klaus Otto Kappel

    Fyrir Noreg
     Knut Taraldset


AVTALE
mellom Island, Grønland/Danmark og Norge
om loddebestanden i farvannene mellom
Grønland, Island og Jan Mayen


Artikkel 1


    Partene skal samarbeide om bevaring og forvalt­ning av loddebestanden i farvannene mellom Grøn­land, Island og Jan Mayen.

Artikkel 2


    Partene skal søke å bli enige om den største tillatte totalfangst (TAC) for lodde for hver enkelt sesong. Hvis det ikke oppnås enighet, skal Island som den Part som har den største interesse i loddebestanden, fastsette den største tillatte fangstmengde. Norge og Grønland skal imidlertid ikke være bundet av denne fastsettelse dersom den er åpenbart urimelig. Man skal innen 1. juni og 1. desember hvert år, forsøke å fastsette henholdvis den foreløpige og den endelige TAC for den sesong som begynner 20. juni og varer til 30. april påfølgende år.

Artikkel 3


    Den største tillatte totalfangst skal fordeles mellom Partene som følger:
    Grønland:     11     prosent,
    Island:     81     prosent,
    Norge:     8     prosent.

Artikkel 4


    1. Etter sesongstart har Grønland og Norge adgang til å fiske sine respektive andeler av den TAC som antas å ville bli fastsatt for hele sesongen (den for­ventede TAC). Ved vurderingen legger Partene til grunn de retningslinjer som er vedtatt av ICES, om at den foreløpige TAC for sommer og høstperioden som regel skal utgjøre 2/3 av den endelig TAC for hele sesongen.

    2. Hvis det viser seg, at de norske og grønlandske kvotene ikke oppfiskes, tillates Island å fiske det resterende kvantum.

Artikkel 5


    Hvis det viser seg, at Grønland og/eller Norge i henhold til bestemmelsene i artikkel 4 har fisket et større kvantum enn disse Parters disponible kvoter, skal det overskytende kvantum komme til fradrag på disse Parters kvote i den påfølgende sesong, og over­føres til Island.

Artikkel 6


    1. Hvis den endelige TAC fastsettes høyere enn den forventede TAC, og Grønland og/eller Norge ikke fisker sin andel av tilleggskvoten, som dermed er til disposisjon for dem, tillates Island å fiske det resterende kvantum. I så tilfelle skal Grønland og/eller Norge få kompensasjon fra Island i den på­følgende sesong, som tilsvarer henholdsvis 11 pro­sent og 8 prosent av Islands fangst av tilleggskvoten.

    2. En eventuell kompensasjon i henhold til punkt 1 reduseres i det omfang Grønland og/eller Norge har fisket av sin tilleggskvote.
    3. Hvis Island, direkte eller indirekte, har fått over­ført kvote fra Grønland og/eller Norge, medregnes ikke dette kvantum ved beregning av kompensa­sjonen.
    4. Hvis kompensasjon i henhold til denne artikkel i en sesong fører til en fordeling som er klart urime­lig, skal Partene søke å bli enige om på hvilken måte kompensasjonen skal gjennomføres.

Artikkel 7


    1. Hvis en av Partene beslutter å overføre sin kvote, helt eller delvis, skal de øvrige Parter infor­meres om dette.
    2. Overførte kvoter fratrekkes den overførende Parts kvote. Fangster fratrekkes de samlede kvoter som den mottakende Parten har til disposisjon.

Artikkel 8


    Partene skal tillate landing av loddefangster i de respektive Parters havner.

Artikkel 9


    Partene skal, senest den 15. i hver måned infor­mere de øvrige Parter om fiskeriet i forrige måned, fordelt på soner.

Artikkel 10


    Partene skal i lys av behandlingen av satelitt­sporing innenfor NEAFC, konsultere vedrørende gjensidig sporing av fiskefartøy i Partenes respektive fiskerisoner, med sikte på implementering av et slikt system fra 1. januar år 2000.

Artikkel 11


    Partene skal bl. a. samarbeide om gjennomføring av vitenskapelig forskning vedrørende loddebestan­den. Videre skal Partene informere om de tiltak som de iverksetter innenfor egne soner for å verne om smålodde og andre bevaringstiltak.

Artikkel 12


    1. Partene skal ha gjensidig adgang til å fiske i hverandres fiskerisoner i slikt omfang som Partene måtte ble enige om. Fiskeadgangen i de andre Par­tenes respektive fiskerisoner skal utgjøre 35 prosent av de respektive kvoter Partene har fått tildelt jfr. ar­tikkel 3, samt overføringer fra en av Partene, dersom Partene ikke har bestemt annet i bilaterale avtaler eller arrangementer.
    2. Supplerende bestemmelser om fiskeadgang og andre betingelser for utøvelse av fisket i henhold til punkt 1, vil kunne avtales etter bilaterale avtaler eller arrangementer mellom Partene.

Artikkel 13


    Partene skal møtes minst en gang i året, vekselvis i hvert av de tre land, for å drøfte gjennomføringen av Avtalen.

Artikkel 14


    Avtalen skal anvendes midlertidig fra og med 20. juni 1998. Avtalen trer i kraft når alle Parter skriftlig har meddelt hverandre gjennom diplomatiske kanal­er at de nødvendige konstitusjonelle krav for ikraft­tredelse er oppfylt. Avtalen skal gjelde til og med 30. april 2001, og forlenges med 2 år om gangen, med mindre en av Partene sier opp Avtalen senest 6 måneder før utløpet av Avtalens opprinnelige peri­ode, eller en tilleggsperiode.

Reykjavik, den 18. juni 1998.



    For Island
     Jóhann Sigurjónsson

    
For Grønland/Danmark
     Klaus Otto Kappel

    For Norge
     Knut Taraldset



Fylgiskjal II.



SAMNINGUR
um gagnkvæmar veiðar í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands.


1. gr.


    Samningur þessi nær til veiða grænlenskra skipa á loðnu og karfa í fiskveiðilögsögu Íslands og veiða íslenskra skipa á loðnu og karfa í fiskveiðilögsögu Grænlands.

2. gr.


    Skipum sem skráð eru í Grænlandi og fullnægja skilyrðum grænlenskra fiskveiðilaga um eignaraðild er heimilt að stunda loðnuveiðar úr kvóta Grænlands í fiskveiðilögsögu Íslands til 15. febrúar, norðan 64°30'N. Eftir 15. febrúar og sunnan 64°30'N nær þessi heimild einungis til veiða á 23.000 lestum.
    Skipum sem skráð eru á Íslandi og fullnægja skil­yrðum íslenskra fiskveiðilaga um eignaraðild er heimilt að stunda loðnuveiðar úr kvóta Íslands í fisk­veiðilögsögu Grænlands, austan Hvarfs og norðan 64°30'N.

3. gr.


    Skipum sem skráð eru á Íslandi og fullnægja skil­yrðum íslenskra fiskveiðilaga um eignaraðild er heimilt að veiða allt að 50 af hundraði af úthafs­karfakvóta Íslands í fiskveiðilögsögu Grænlands, austan Hvarfs.
    Skipum sem skráð eru í Grænlandi og fullnægja skilyrðum grænlenskra fiskveiðilaga um eignaraðild er heimilt að veiða allt að 50 af hundraði af úthafs­karfakvóta Grænlands í fiskveiðilögsögu Íslands.

4. gr.


    Fiskistofa í Reykjavík og Fiskistofa í Nuuk annast umsóknir um veiðileyfi og útgáfu þeirra.


5. gr.


    Grænlensk skip er stunda veiðar innan fiskveiði­lögsögu Íslands og íslensk skip er stunda veiðar inn­an fiskveiðilögsögu Grænlands skulu, auk gildandi löggjafar fyrir viðkomandi lögsögu, fylgja eftirfar­andi reglum:
     1.      Tilkynna skal fyrir fram um komu inn í fiskveiðilögsögu með staðarákvörðun við sendingu tilkynningar og við væntanlega komu í lögsöguna, auk upplýsinga um afla um borð.

     2.      Tilkynna skal daglega milli kl. 10.00 og 12.00 UTC um staðarákvörðun og afla undanfarandi sólarhrings.
     3.      Þegar farið er út úr fiskveiðilögsögu skal tilkynna um heildarafla um borð.

6. gr.


    Hvor aðili skal senda hinum aðilanum allar reglur sem gilda um veiðar á loðnu og karfa í fiskveiði­lögsögu sinni. Enn fremur skal senda yfirlit þar sem gildandi reglum er lýst. Aðilar skulu auk þess leitast við að samræma viðkomandi reglur svo sem kostur er.

7. gr.


    Samningnum skal beitt til bráðabirgða frá og með 20. júní 1998. Samningurinn öðlast gildi þegar allir aðilar hafa tilkynnt hver öðrum skriflega eftir diplómatískum leiðum að nauðsynlegum stjórnskipu­legum skilyrðum fyrir gildistöku sé fullnægt. Samn­ingurinn skal gilda til og með 30. apríl 2001 og framlengist um tvö ár í senn nema einhver aðilanna segi honum upp innan sex mánaða fyrir lok uppruna­legs gildistíma samningsins eða framlengds gildis­tíma.

Reykjavík, 18. júní 1998.



    Fyrir Ísland
    Jóhann Sigurjónsson

    Fyrir Grænland/Danmörku
    Klaus Otto Kappel


AFTALE
om gensidigt fiskeri i Islands og Grønlands fiskerizoner


Art. 1


    Denne aftale omfatter grønlandske fartøjers lodde­fiskeri og fiskeri efter rødfisk i Islands fiskerizone og islandske fartøjers loddefiskeri og fiskeri efter rød­fisk i Grønlands fiskerizone.

Art. 2


    Fartøjer, som er registrerede i Grønland, og som opfylder den grønlandske fiskerilovs krav til ejer­skab, tillades at fiske lodde på grønlandsk kvote i is­landsk fiskerizone ind til 15. februar, nord for 64°30'N. Efter 15. februar og syd for 64°30' N gælder denne adgang kun for 23.000 tons.
    Fartøjer, som er registrerede i Island, og som op­fylder den islandske fiskerilovs krav til ejerskab, til­lades at fiske lodde på islandsk kvote i Grønlands fiskerizone øst for Kap Farvel og nord for 64°30' N.


Art. 3


    Fartøjer, som er registrerede i Island, og som op­fylder den islandske fiskerilovs krav til ejerskab, til­lades at fiske pelagisk rødfisk i Grønlands fiskeri­zone øst for Kap Farvel inden for 50% af den is­landske kvote.
    Fartøjer, som er registrerede i Grønland, og som opfylder den grønlandske fiskerilovs krav til ejer­skab, tillades at fiske pelagisk rødfisk i islandsk fiskerizone inden for 50% af den grønlandske kvote.

Art. 4


    Fiskistofa i Reykjavik og Grønlands Fiskeri Licens Kontrol i Nuuk behandler ansøgninger og udstedel­ser af licenser.

Art. 5


    Et grønlandsk fartøj, der fisker inden for Islands fiskerizone, og et islandsk fartøj, der fisker inden for Grønlands fiskerizone, skal ud over eksisterende lov­givning for den pågældende zone overholde følgende:

     1:      Melding sendes på forhånd om ankomst til fiskerizonen med angivelse af position for meldingens afsending og forventet position for indsejling i zonen samt med angivelse af fangst om bord.
     2:      På daglig basis informeres mellem kl. 10:00 og 12:00 UTC om aktuel position og foregående døgns fangst.
     3:      Ved udsejling af fiskerizonen informeres om den totale fangst om bord.

Art. 6


    Hver af Parterne udleverer til den anden Part alle de regler, som er relevante for fiskeri efter lodde og rødfisk i sin fiskerizone. Videre udleveres en over­sigt, som beskriver de gældende regler. Parterne skal herudover søge at samordne relevante regler i så høj grad som muligt.

Art. 7


    Aftalen skal anvendes midlertidigt fra og med 20. juni 1998. Aftalen træder i kraft når Parterne skrift­ligt har meddelt hinanden gennem diplomatiske kanaler at de nødvendige konstitutionelle krav for ikrafttrædelse er opfyldt. Avtalen skal gælde til og med 30. april 2001 og forlænges med 2 år ad gangen, med mindre en af Parterne opsiger aftalen, senest 6 måneder før udløbet af aftalens oprindelige periode, eller en tillægsperiode.


Reykjavik, den 18. juni 1998.



    For Island
     Jóhann Sigurjónsson

    For Grønland/Danmark
     Klaus Otto Kappel


Fylgiskjal III.



TVÍHLIÐA SAMKOMULAG
milli Íslands og Noregs.


    Í tengslum við samning milli Íslands, Græn­lands/Danmerkur og Noregs um loðnustofninn á haf­svæðinu milli Grænlands, Ísland og Jan Mayen, sem gerður er í Reykjavík 18. júní 1998, hafa Ísland og Noregur gert eftirfarandi tvíhliða samkomulag fyrir tímabilið sem áðurnefndur samningur er í gildi:

    1. Ísland heimilar norskum skipum að veiða 35 af hundraði af þeim hlut í loðnu sem Noregur fær skv. 3. gr. í áðurnefndum samningi, auk framseldra hluta frá öðrum aðila, í efnahagslögsögu Íslands norðan 64°30'N til 15. febrúar á hverri vertíð.
    2. Við veiðar í efnahagslögsögu Íslands takmark­ast fjöldi norskra skipa, sem fá leyfi til að veiða sam­tímis, við 30 þar til 1. desember. Eftir þann tíma tak­markast fjöldi þeirra við 20.
    3. Noregur heimilar íslenskum skipum að veiða 35 af hundraði af þeim hlut í loðnu sem Ísland fær skv. 3. gr. í áðurnefndum samningi, auk framseldra hluta frá öðrum aðila, í fiskveiðilögsögu Jan Mayen til 15. febrúar á hverri vertíð.
    4. Umsóknir um leyfi má senda saman fyrir öll skip sem til greina koma og skal fjallað um þær í Fiskistofu í Reykjavík og Fiskistofu í Björgvin, eftir því sem við á.
    5. Veiðarnar skulu stundaðar samkvæmt reglum sem gilda um veiðar erlendra skipa í lögsögu land­anna eða samkvæmt reglum sem aðilar koma sér saman um.
    6. Hvor aðili skal senda hinum aðilanum allar reglur sem gilda um loðnuveiðar í fiskveiðilögsögu sinni. Enn fremur skal senda yfirlit þar sem gildandi reglum er lýst. Aðilar skulu leitast við að samræma reglurnar svo sem kostur er.

Reykjavík, 18. júní 1998.



    Fyrir Ísland
     Jóhann Sigurjónsson

    Fyrir Noreg
    Knut Taraldset


BILATERALT ARRANGEMENT
mellom Island og Norge


    I tilknytning til Avtale mellom Island, Grøn­land/Danmark og Norge om loddebestanden i far­vannene mellom Grønland, Island og Jan Mayen, inngått i Reykjavik 18. juni 1998, er Island og Norge blitt enige om følgende bilaterale arrangement for den periode nevnte Avtale er gyldig:

    1. Island tillater norske fartøy å fiske 35% av den andel som tilfaller Norge i henhold til artikkel 3 i nevnte Avtale, samt overføringer fra en av Partene, av lodde i Islands økonomiske sone nord for 64.30'N, i hver sesong inntil 15. februar.
    2. Ved fiske i Islands økonomiske sone, begrenses det antall norske fartøy som får tillatelse til å fiske samtidig i sonen til 30 inntil 1. desember. Etter den tid begrenses antall fartøy til 20.
    3. Norge tillater islandske fartøy å fiske 35% av den andel som tilfaller Island i henhold til artikkel 3 i nevnte Avtale, samt overføringer fra en av Partene, av lodde i fiskerisonen ved Jan Mayen i hver sesong inntil 15. februar.
    4. Søknader om lisenser kan sendes samlet for alle aktuelle fartøyer og skal behandles av henholdsvis Fiskistofa i Reykjavik og Fiskeridirektoratet i Ber­gen.
    5. Fisket skal foregå i henhold til de regler som gjelder for utenlandske fartøyers fiske i landenes soner, eller i henhold til de regler som Partene blir enige om.
    6. Hver av Partene skal sende den andre Parten, alle regler som er relevante for loddefisket i sin sone. Videre skal følge en oversikt som beskriver de gjeld­ende regler. Partene skal forsøke å samordne reglene i så stor grad som mulig.

Reykjavik, den 18. juni 1998.



    For Island
     Jóhann Sigurjónsson

    For Norge
    Knut Taraldset