Ferill 585. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1104  —  585. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

Frá meiri hluta iðnaðarnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Árna Magnússon frá iðnaðar­ráðuneyti, Eggert J. Hilmarsson frá fjármálaráðuneyti, Breka Karlsson frá Kvikmyndasjóði Íslands, Guðjón Rúnarsson og Birgi Ármannsson frá Verslunarráði Íslands og kvikmynda­gerðarmennina Ara Kristinsson, Jón Þór Hannesson og Snorra Þórisson.
    Í frumvarpinu er lagt til að ákveðið hlutfall framleiðslukostnaðar við kvikmyndagerð sem til fellur hér á landi verði endurgreitt að verkinu loknu, að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Er gert ráð fyrir að þessar ráðstafanir komi til með að laða að erlenda kvikmyndagerðarmenn og leiði það til þess að íslenskt fagfólk þjálfist til sjálfstæðra verka á þessu sviði. Þá er gert ráð fyrir að tækjakostur kvikmyndaiðnaðarins hér á landi muni batna auk þess sem náttúru landsins og menningu verði komið á framfæri.
    Meiri hlutinn telur ljóst að ef auka á veg kvikmyndaiðnaðarins hér á landi verði að mæta kröfum kvikmyndaframleiðenda um stuðning með einhverjum hætti. Telur meiri hlutinn að sú ráðstöfun sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu sé kvikmyndaiðnaðinum til verulegra hags­bóta og komi til með að auka tekjur ríkis og þjóðar af greininni.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 9. mars 1999.



Stefán Guðmundsson,


form., frsm.


Hjálmar Árnason.


Pétur H. Blöndal.



Katrín Fjeldsted.


Guðjón Guðmundsson.


Sigríður A. Þórðardóttir.



Magnús Árni Magnússon.


Gísli S. Einarsson.