Ferill 579. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1228  —  579. mál.




Svar



landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um verðlagningu sauðfjárafurða og kjör sauðfjárbænda.

     1.      Hvert var skilaverð á dilkakjöti til bænda árin 1995–98?

Tegund. Kr./kg 1995 1996 1997 1998
Skilaverð á dilkakjöti til bænda; innanlandssala 212 212 232 237
Skilaverð, útflutningur* 100 130 155 **

* Meðalverð til allra markaða.
** Ekki fyrirliggjandi.

     2.      Hvernig hefur verð á dilkakjöti til neytenda þróast árin 1995–98?

Hámarkssmásöluverð samkvæmt ákvörðun fimmmannanefndar* kr./kg
Tegund 1995 1996 1997 1998
Heilir skrokkar óniðurhlutaðir DIA** 469 469 460
Heilir skrokkar óniðurhlutaðir 3. verðflokkur 483

* Frjálst verð frá 1. september 1998.
** DIA er sambærilegur við 3. verðflokk, nýtt mat.

Áætlað smásöluverð dilkakjöts samkvæmt vísitölu neysluverðs árin 1995–98, kr./kg
Tegund 1995 1996 1997 1998
Dilkakjöt, súpukjöt 501 490 498 497
Lambakótilettur 778 776 799 820
Dilkakjöt, læri 716 750 802 847
Dilkakjöt, lærissneiðar 1.064 1.087 1.034 1.061
Dilkakjöt, hryggir 739 752 794 804

     3.      Hver var hlutur milliliða í verði dilkakjöts árin 1995–98 og hvernig skiptist sá hlutur milli þeirra innbyrðis, annars vegar á innanlandsmarkaði og hins vegar á erlendum markaði?
    Upplýsingar um hlut milliliða og skiptingu hans milli aðila innbyrðis er ekki til. Eftirfar­andi tölur sýna slátur- og heildsölukostnað eins og hann hefur verið ákveðinn af fimmmanna­nefnd. Um frávik frá þeim tölum getur verið að ræða í formi afsláttar og því eru þessar upp­lýsingar settar fram með fyrirvara.

1. janúar
1994
19. september
1995
1. júlí
1997
2. mars
1998
Slátur- og heildsölukostnaður* kg 136,3 136,3 136,3 136,3

* Frjálst verð frá 1. september 1998.
Heimild: Verðlistar fimmmannanefndar.

    Úttekt á hlut milliliða og skipting hans innbyrðis liggur ekki fyrir. Með því að bera saman verð einstakra skrokkhluta og verð til bænda má fá hugmynd um þessar stærðir. Til frekari upplýsingar eru hér enn fremur birtar tölur um þróun verðs á frystu dilkakjöti í heilum skrokkum á Færeyjamarkað. Verð á útflutningi til Færeyja er með því hæsta sem fæst á er­lendum mörkuðum, sem gerir þessar tölur ekki sambærilegar við svar sem gefið er við 1. lið. Það á einkum við um árin 1995 og 1996 þar sem verið var að draga úr birgðauppsöfnum, sbr. ákvæði samings um framleiðslu sauðfjárafurða frá 1. október 1995.

1995 1996 1997 1998
Meðal fob-verð kr./kg á frystu dilkakjöti í heilum skrokkum á Færeyjamarkað, tollfl. 0204.3000
268,87

266,59

245,42

256,95

     4.      Hvaða áform liggja fyrir um fækkun sláturhúsa og mjólkursamlaga og hverjir eru eigendur þeirra, skipt eftir kjördæmum?
    Hvað varðar fækkun sláturhúsa er unnið eftir reglum um veitingu hagræðingar- og vöru­þróunarstyrkja samkvæmt samningi um framleiðslu sauðfjárafurða frá 1. október 1995. Styrkt eru skilgreind hagræðingarverkefni sem fela í sér lækkun sláturkostnaðar. Úrelding samkvæmt þessum ákvæðum hefur farið fram á sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands í Vík, sláturhúsi Norðvesturbandalagsins á Borðeyri og sláturhúsi Höfn-Þríhyrnings á Selfossi. Frekari áætlanir um hagræðingu eru í undirbúningi en umsóknarfrestur árið 1999 er til 1. júní nk. og því er ekki vitað um væntanleg áform sláturleyfishafa um úreldinguna. Hvað varðar fækkun mjólkurbúa lauk skipulögðu átaki til hagræðingar í mjólkuriðnaði á seinni hluta árs 1997 samkvæmt reglum um ráðstöfun á verðmiðlunarfé til hagræðingar í mjólkur­iðnaði og mjólkurframleiðslu frá 18. mars 1996.