Ferill 106. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 112  —  106. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um kostun dagskrár Ríkisútvarpsins.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvaða reglur gilda um kostun dagskrárliða Ríkisútvarpsins:
                  a.      á Rás 1,
                  b.      á Rás 2,
                  c.      í Sjónvarpinu?
     2.      Sinna einhverjir starfsmenn stofnunarinnar kostunarmálum eingöngu? Ef svo er, hversu margir?
     3.      Hversu miklar tekjur hefur Ríkisútvarpið haft af kostun dagskrárliða?
     4.      Gilda einhverjar reglur um það hvernig slíkum tekjum er ráðstafað? Nýtur Rás 2 t.d. þeirra tekna sem þannig er aflað þar?


Skriflegt svar óskast.