Ferill 202. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 235  —  202. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um verndun náttúruperlna.

Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Hvernig hyggst ráðherra vernda náttúruperlur eins og Þórsmörk, Dimmuborgir og Landmannalaugar fyrir átroðslu sívaxandi fjölda gangandi og akandi vegfarenda? Hefur verið mörkuð stefna um hvort:
                  a.      leggja eigi göngustíga, gera tröppur upp fjöll, reisa brýr og vegi og leggja skólplagnir til að hindra varanlegar skemmdir,
                  b.      takmarka eigi aðgang með aðgangseyri, happdrætti eða ítölu?
     2.      Hvernig hyggst ráðherra koma í veg fyrir sjón- og hávaðamengun af umferð fólksbifreiða, jeppa, langferðabifreiða og flugvéla við og yfir náttúruperlur á hálendinu auk venjulegrar mengunar?