Ferill 583. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 885  —  583. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um staðfestingu breytinga á stofnsamningi Evrópustofnunar fjarskipta um gervitungl, EUTELSAT.

(Lögð fyrir Alþingi á 125. löggjafarþingi 1999–2000.)



    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir hönd Íslands breytingar á stofnsamningi Evrópustofnunar fjarskipta um gervitungl, EUTELSAT, sem gerðar voru í Cardiff 19. maí 1999.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta breytingar á stofnsamningi Evrópustofnunar fjarskipta um gervitungl, EUTELSAT, sem gerðar voru á 26. þingi aðila stofnunarinnar sem haldið var í Cardiff 18.–20. maí 1999. Stofnsamningurinn með umræddum breytingum er prentaður sem fylgiskjal með tillögu þessari.
    EUTELSAT á upphaf sitt að rekja til ársins 1977 þegar stofnunin var sett á laggirnar með bráðbirgðasamkomulagi. Endanlegur stofnsamningur var undirritaður 15. júlí 1982 í París þar sem stofnunin hefur aðsetur. Samningurinn öðlaðist gildi að því er Ísland varðar 12. júní 1987, en Alþingi hafði með ályktun 18. mars 1987 heimilað ríkisstjórninni að fullgilda samninginn.
    Samhliða undirritun stofnsamningsins undirrituðu símastjórnir aðildarríkjanna rekstrarsamkomulag. Hafa þær sem rekstraraðilar lagt fram hlutafé til stofnunarinnar og haft æðsta vald í daglegum rekstri hennar.
    Gervitungl EUTELSAT veita svæðisbundna fjarskiptaþjónustu, þ.m.t. flutning á sjónvarpsmerkjum. Rekstraraðilar hafa haft einkarétt á aðgangi að gervitunglunum og því að veita fjarskiptaþjónustu um þau.
    Hin almenna stefna Evrópusambandsins um afnám einkaréttar í fjarskiptum og markaðssjónarmið hafa valdið vaxandi gagnrýni á núverandi fyrirkomulag EUTELSAT. Það er talið hindra eðlilegan vöxt stofnunarinnar, enda sé einkaréttur sá sem felst í stofnsamningnum í ósamræmi við ríkjandi markaðsaðstæður. Á þingi aðila EUTELSAT í París 18.–20. maí 1999 var ákveðið að breyta rekstrarformi stofnunarinnar með breytingum á stofnsamningi hennar til að gera henni kleift að laga starfsemi sína að breyttum aðstæðum. Helstu breytingarnar eru eftirfarandi:
     1.      Stofnað verður nýtt fyrirtæki, Eutelsat SA, í samræmi við frönsk lög og verður það í upphafi staðsett í Frakklandi. Samkomulag verður gert milli EUTELSAT og Eutelsat SA í þeim tilgangi að skilgreina samband stofnunarinnar og nýja fyrirtækisins og skyldur þeirra hvors gagnvart öðru. Markmiðið með samkomulaginu er þó einkum að skapa EUTELSAT grundvöll til að hafa umsjón með Eutelsat SA til þess að tryggja að félagið virði grundvallarreglur stofnunarinnar.
     2.      Fyrirtækið Eutelsat SA mun starfrækja gervitunglakerfi og veita þjónustu um það. Í því skyni verða eignir EUTELSAT og starfsemi yfirfærð til Eutelsat SA. Um rekstur fyrirtækisins fer eftir stofnsamþykktum þess og gildandi lögum í skráningarlandi fyrirtækisins.
     3.      Meginverkefni EUTELSAT verður að tryggja að Eutelsat SA fari að grundvallarreglum stofnunarinnar sem felast í eftirfarandi:
                  a.      Skyldur til að veita almenna þjónustu og alþjónustu. Skyldur þessar eiga við um geimskor og notkun þess til að veita þjónustu sem tengist almennum talsímanetum. Hljóð- og myndþjónusta verður boðin í samræmi við innlendar reglur og alþjóðasamninga, eftir því sem við á, einkum ákvæði Evrópusamnings um sjónvarp yfir landamæri, með hliðsjón af hugmyndum um alþjónustu og upplýsingasamfélaginu.
                  b.      Skyldur varðandi þjónustusvæði gervitunglakerfisins. Eutelsat SA skal með hagkvæmni að leiðarljósi leitast við, með alevrópsku þjónustusvæði gervitungla sinna, að þjóna öllum svæðum þar sem þörf er fyrir fjarskiptaþjónustu í aðildarríkjum EUTELSAT.
                  c.      Jafnræði. Notendum skal veitt þjónusta á réttlátum grundvelli með fyrirvara um sveigjanleika í viðskiptum og í samræmi við viðeigandi lög.
                  d.      Heiðarleg samkeppni. Eutelsat SA skal fara eftir öllum viðeigandi lögum og reglum er lúta að heiðarlegri samkeppni.
     4.      EUTELSAT skal einnig hafa að markmiði að tryggja órofið ástand að því er varðar réttindi og skyldur samkvæmt þjóðarétti, einkum samkvæmt radíóreglugerðinni um notkun tíðna, að því er varðar starfrækslu EUTELSAT geimskorsins sem yfirfærist til Eutelsat SA.
     5.      EUTELSAT og Eutelsat SA skulu komast að samkomulagi um greiðslu á kostnaði og útgjöldum stofnunarinnar. Samkomulagið á að tryggja að Eutelsat SA beri kostnað af stofnun og starfrækslu skrifstofu EUTELSAT, þ.m.t. húsaleigu og kostnað tengdan rekstri skrifstofu, laun og aukagreiðslur til starfsliðs, kostnað við að halda þing aðila samningsins, kostnað við fundi stofnunarinnar og aðilanna og annarra stofnana og kostnað við ráðstafanir til þess að tryggja að Eutelsat SA virði grundvallarreglur EUTELSAT.
     6.      Innan stofnunarinnar skal annars vegar vera þing aðila og hins vegar skrifstofa undir stjórn framkvæmdastjóra.
     7.      Aðilar geta lagt EUTELSAT niður ef tveir þriðju hlutar þeirra rifta stofnsamningi hennar. Lok samningsins skulu ekki hafa áhrif á áframhaldandi tilvist Eutelsat SA. Án samkomulags við fyrirtækið skal ekki tekin ákvörðun um endalok stofnunarinnar á meðan alþjóðleg réttindi og skyldur sbr. 3. lið að framan eru í gildi.
    Sérstök ákvæði gilda á tímabilinu meðan breytingar á rekstrarformi EUTELSAT eiga sér stað og eru þau eftirfarandi, sbr. viðauka A við samninginn:
     1.      Sérhver samningur, sem EUTELSAT er aðili að og er í gildi þegar Eutelsat SA er stofnað, skal gilda áfram nema honum sé breytt eða bundinn endi á hann í samræmi við ákvæði hans. Sérhver ákvörðun, sem tekin er af stofnuninni og er í gildi þegar fyrirtækið er stofnað, skal gilda áfram nema ákvörðuninni sé breytt eða hún falli úr gildi.
     2.      Ef stjórnunareining EUTELSAT hefur hafið eitthvert verk sem hún hefur heimild til eða er skylt að framkvæma en ekki lokið því þegar Eutelsat SA er stofnað skulu framkvæmdastjóri EUTELSAT eða framkvæmdastjóri fyrirtækisins, innan valdmarka sinna og í samræmi við samkomulag milli stofnunarinnar og fyrirtækisins, vera í forsvari fyrir þá stjórnunareiningu í þeim tilgangi að ljúka verkinu.
     3.      EUTELSAT skal gera samning við Eutelsat SA um að yfirfæra eignir sínar og skuldir sem lúta að starfsemi stofnunarinnar til fyrirtækisins.
     4.      Yfirfærslan skal fela í sér allsherjaryfirfærslu á öllum réttindum, eignarrétti, hagsmunum og hagsbótum og öllum skuldbindingum og skyldum sem tengjast eignum og skuldbindingum sem yfirfærð eru. Eignir og skuldbindingar sem þannig eru yfirfærðar skulu mynda heildstæðan og sjálfstæðan rekstrarþátt.
     5.      Yfirfærslan skal, með fyrirvara um það sem áður segir, öðlast almennt gildi á þeim degi sem tilgreindur er í yfirfærslusamningnum, án þess að tilkynna þurfi eða fá samþykki frá neinum aðila, þ.m.t. aðilum sem EUTELSAT hefur framangreindar skuldbindingar og skyldur gagnvart.
    Hinn 24. mars 2000 höfðu fjögur ríki, Danmörk, Litháen, Malta og Mónakó, staðfest umræddar breytingar á stofnsamningi EUTELSAT. Breytingarnar munu öðlast gildi 120 dögum eftir að tveir þriðju hlutar aðildarríkja samningsins, þ.e. 32 af 47 ríkjum, hafa staðfest breytingarnar.
    Að mati samgönguráðuneytisins kallar staðfesting breytinganna á samningnum ekki á lagabreytingar hér á landi. Heimildar Alþingis er þó leitað til að staðfesta breytingarnar í ljósi þess að leitað var heimildar Alþingis til að fullgilda stofnsamning EUTELSAT á sínum tíma og þess að um grundvallarbreytingar á samningnum er að ræða.


Fylgiskjal.

STOFNSAMNINGUR
Evrópustofnunar fjarskipta um gervitungl,
EUTELSAT

INNGANGUR

    Aðildarríki samnings þessa,
    leggja áherslu á mikilvægi fjarskipta um gervitungl í sambandi við þróun fjarskipta og viðskipta þjóða sinna, svo og óska þeirra um að styrkja samvinnu sína á því sviði,
    líta til þess að bráðabirgðastofnun Evrópu varðandi fjarskipti um gervitungl, INTERIM EUTELSAT, var komið á fót í þeim tilgangi að reka geimskor evrópskra fjarskiptakerfa um gervitungl,

    hafa í huga viðeigandi ákvæði samningsins um rannsóknir og not ríkja af geimnum, þ.á m. tunglinu og öðrum hnöttum, sem gerður var í Lundúnum, Moskvu og Washington hinn 27. janúar 1967,

    vilja halda áfram uppsetningu og rekstri EUTELSAT fjarskiptagervitunglakerfis sem hluta af fjarskiptaneti um alla Evrópu til að veita öllum þátttökuríkjum fjarskiptaþjónustu, með fyrirvara um réttindi og skyldur aðildarríkja að viðeigandi samningum Evrópusambandsins og öðrum alþjóðasamningum,
    viðurkenna þörf þess að hafa til athugunar og, eftir því sem nauðsynlegt reynist, að aðlaga sig tæknilegri, efnahagslegri, stjórnsýslulegri og stjórnmálalegri þróun í Evrópu og um heim allan, og sér í lagi vilja til að færa rekstur og tilheyrandi eignir EUTELSAT til hlutafélags sem stofna á innan lögsögu ríkis; slíku hlutafélagi er ætlað að starfa á heilbrigðum efnahagslegum og fjárhagslegum grundvelli með hliðsjón af viðurkenndum viðskiptareglum og samkomulaginu,
    hafa orðið ásátt um eftirfarandi:


I. gr.
(Skilgreiningar.)

    Í samningi þessum:
    a) merkir „samningurinn“ stofnsamning Evrópustofnunar fjarskipta um gervitungl, EUTELSAT, sem lagður var fram til undirritunar ríkisstjórna í París hinn 15. júlí 1982 og með seinni breytingum, þ.á m. inngang hans og viðauka;

    b) merkir „bráðabirgðasamningurinn“ samning um stofnun bráðabirgðastofnunar Evrópu varðandi fjarskipti um gervitungl, INTERIM EUTELSAT, sem gert var í París hinn 13. maí 1977 milli stofnana eða viðurkenndra einkafyrirtækja og komið í vörslu franskra stjórnvalda;

    c) merkir „ECS samningurinn“ viðbótarsamning við bráðabirgðasamninginn varðandi geimskor fjarskiptakerfisins um gervitungl fyrir fastaþjónustu (ECS) sem gerður var í París hinn 10. mars 1978;

    d) merkir „aðili“ ríki sem samningurinn hefur gengið í gildi gagnvart eða sem hefur framfylgt honum til bráðabirgða;
    e) merkir „aðalforstjóri EUTELSAT“ yfirmann framkvæmdastjórnar EUTELSAT;
    f) merkir „framkvæmdastjóri EUTELSAT“ yfirmann skrifstofu EUTELSAT;
    g) merkir „EUTELSAT SA“ fyrirtæki sem komið er á fót samkvæmt lögum eins af aðildarríkjunum; það verður í upphafi staðsett í Frakklandi;
    h) merkir „geimskor“ safn fjarskiptatungla ásamt sporun, fjarmælingu, skipunum, stýringu, eftirliti og skyldri aðstöðu og búnaði til stuðnings rekstri gervitunglanna;

    i) merkir „gervitunglakerfi“ einingu sem geimskor myndar með jarðstöðvunum er aðgang hafa að geimskorinni;
    j) merkir „fjarskipti“ hvers kyns flutning, sendingu eða móttöku tákna, merkja, skriftar, mynda og hljóða eða upplýsinga, hverju nafni sem nefnast, eftir þráðum, radíó, ljósgeislum eða öðrum rafsegulkerfum;
    k) merkir „grunnreglur“ reglur sem vísað er til í a- lið III. gr. samningsins;
    l) merkir „samkomulagið“ samkomulagið milli EUTELSAT og Eutelsat SA sem hefur að markmiði að skilgreina sambandið milli EUTELSAT og Eutelsat SA og skyldur hvors aðila og einkum að setja ramma sem gerir EUTELSAT kleift að fylgjast með því og tryggja að Eutelsat SA virði grunnreglurnar.



II. gr.
(Stofnun EUTELSAT og Eutelsat SA.)


    a) Aðilarnir stofna hér með Evrópustofnun fjarskipta um gervitungl sem í samningi þessum nefnist EUTELSAT.
    b) i) Eutelsat SA verður stofnað til að starfrækja gervitunglakerfið og bjóða gervitunglaþjónustu og í þeim tilgangi verða eignir EUTELSAT og rekstur fært til Eutelsat SA.

    ii) Eutelsat SA skal stjórnað samkvæmt stofnsamþykktum fyrirtækisins og lögum sem gilda á skráningarstað þess.
    iii) Sérhvert aðildarríki, þar sem höfuðstöðvar Eutelsat SA eru staðsettar eða þar sem eignir fyrirtækisins eru staðsettar og/eða starfræktar, skal, í samræmi við fyrirkomulag sem gengið skal frá milli aðildarríkisins og Eutelsat SA, gera þær ráðstafanir sem kunna að vera nauðsynlegar til að greiða fyrir stofnun og rekstri Eutelsat SA.
    c) Samskiptareglur EUTELSAT og Eutelsat SA skulu skilgreindar í samkomulaginu.

    d) Viðeigandi ákvæði viðauka A við samninginn koma til framkvæmda í þeim tilgangi að tryggja órofið samhengi milli starfsemi EUTELSAT og Eutelsat SA.

III. gr.
(Markmið EUTELSAT.)

    a) Megintilgangur EUTELSAT er að tryggja að Eutelsat SA virði grunnreglurnar sem settar eru fram í þessari grein, þ.e.:
    i) skyldur um almenna þjónustu/alþjónustu: slíkar skyldur eiga við um geimskorið og notkun þess til að bjóða þjónustu sem tengist almenna talsímanetinu; hljóð- og myndþjónusta og framtíðarþjónusta mun verða boðin í samræmi við viðeigandi innlendar reglugerðir og alþjóðasamninga, einkum ákvæði Evrópusamningsins um sjónvarp yfir landamæri, með hliðsjón af þeim ákvæðum sem eiga við um alþjónustuhugtakið og upplýsingasamfélagið;

    ii) þjónustusvæði gervitunglakerfisins yfir alla Evrópu: Eutelsat SA skal með hagkvæmum hætti leitast við að láta gervitunglakerfi sitt ná til allrar Evrópu og þjóna þannig öllum svæðum þar sem þörf er fyrir fjarskiptaþjónustu í aðildarríkjunum;
    iii) jafnræði: þjónusta skal veitt notendum á jafnræðisgrundvelli, með fyrirvara um sveigjanleika í viðskiptum og í samræmi við viðeigandi lög;
    iv) heiðarleg samkeppni: Eutelsat SA skal framfylgja öllum viðeigandi lögum og reglugerðum um heiðarlega samkeppni.
    b) EUTELSAT skal einnig hafa að markmiði að tryggja órofið ástand að því er varðar réttindi og skyldur samkvæmt þjóðarétti, sér í lagi radíóreglugerðinni um notkun tíðna, sem leiðir af starfrækslu EUTELSAT geimskorsins sem fært hefur verið til Eutelsat SA.

IV. gr.
(Lögaðili.)

    a) EUTELSAT skal vera lögaðili.
    b) EUTELSAT skal vera fyllilega bær stofnun til að stunda starfsemi sína og ná tilgangi sínum og getur:
    i) gert samninga;
    ii) eignast, leigt, haft og látið af hendi lausafé og fasteignir;
    iii) verið aðili að málaferlum;
    iv) gert samninga við ríki eða alþjóðastofnanir.


V. gr.
(Kostnaður.)

    a) Gera skal samkomulag milli EUTELSAT og Eutelsat SA um greiðslu kostnaðar og útgjalda EUTELSAT í samræmi við samkomulagið.



    b) Kostnaður vegna stofnunar og starfrækslu skrifstofunnar, þ.m.t. húsaleiga og kostnaður við rekstur skrifstofu, laun og aukagreiðslur til starfsliðs, kostnaður við að skipuleggja og halda þing aðila, kostnaður við viðræður milli EUTELSAT og aðilanna og annarra stofnana og kostnaður við að beita ráðstöfunum sem gerðar eru af EUTELSAT samkvæmt III. gr. til að tryggja að grunnreglurnar séu virtar af Eutelsat SA, skal borinn af Eutelsat SA í samræmi við a-lið V. gr. innan viðeigandi hámarks sem ákveðið er í samkomulaginu.



VI. gr.
(Skipulag EUTELSAT.)

    a) Stjórnunareiningar EUTELSAT skulu vera:
    i) þing aðilanna;
    ii) skrifstofa, undir stjórn framkvæmdastjóra.

    b) Hver stjórnunareining skal starfa innan þeirra valdmarka sem henni er veitt í samningnum.

VII. gr.
(Þing aðilanna – skipan og fundir.)

    a) Þing aðilanna skipa allir aðilarnir.

    b) Á fundi þings aðilanna getur aðili mætt fyrir annan aðila, en enginn aðili getur verið fulltrúi fleiri en tveggja annarra aðila.
    c) Boðað skal til fyrsta reglulegs fundar þings aðilanna innan eins árs frá gildistökudegi samningsins. Síðan ber að halda reglulega fundi annað hvert ár, nema þing aðilanna ákveði á reglulegum fundi að halda beri næsta fund á öðrum tíma.


    d) Þing aðilanna getur einnig haldið aukafundi að beiðni eins eða fleiri aðila sem studd er af a.m.k. þriðjungi aðila eða að beiðni Eutelsat SA. Í slíkri beiðni ber að geta tilgangs fundarins.

    e) Sérhver aðili greiðir eigin kostnað vegna fulltrúa sinna á fundum þings aðilanna.

VIII. gr.
(Þing aðilanna – fundarsköp.)

    a) Sérhver aðili fer með eitt atkvæði á þingi aðilanna. Aðilar, sem sitja hjá við atkvæðagreiðslu, teljast ekki greiða atkvæði.

    b) Ákvarðanir um efnisatriði ber að taka með samþykki a.m.k. 2/3 atkvæða aðilanna sem mættir eru eða eiga fulltrúa og greiða atkvæði. Aðili, sem er fulltrúi eins eða tveggja annarra aðila samkvæmt b- lið VIII. gr. samningsins, getur greitt atkvæði sérstaklega fyrir sérhvern aðila sem hann er fulltrúi fyrir.
    c) Ákvarðanir um fundarsköp ber að taka með samþykki einfalds meiri hluta atkvæða viðstaddra aðila sem atkvæði greiða, og hafa þeir eitt atkvæði hver.
    d) Fundur þings aðilanna telst ákvörðunarbær ef um er að ræða fulltrúa einfalds meiri hluta allra aðilanna, að því tilskildu að fulltrúar eigi færri en þriðjungs aðilanna séu viðstaddir.
    e) Þing aðilanna samþykkir fundarsköp sín sem skulu vera í samræmi við ákvæði samningsins og einkum fela í sér ákvæði um eftirfarandi:

    i) kosningu formanns og annarra embættismanna;
    ii) fundarboðun;
    iii) fulltrúa og umboð;
    iv) reglur um atkvæðagreiðslu.


IX. gr.
(Þing aðilanna – störf.)

    Þing aðila skal hafa eftirfarandi hlutverk:

    a) að meta og endurskoða starfsemi Eutelsat SA sem lýtur að grunnreglunum. Eutelsat SA getur gert tilmæli í þessu sambandi sem þing aðila mun taka til umfjöllunar;

    b) að tryggja að Eutelsat SA virði grunnreglurnar í samræmi við samkomulagið.

    c) að taka ákvarðanir um framkomnar tillögur um breytingar á samkomulaginu, enda séu slíkar breytingar háðar gagnkvæmu samkomulagi milli aðila samkomulagsins;
    d) að taka viðeigandi ákvarðanir til að tryggja órofið ástand mála að því er varðar réttindi og skyldur samkvæmt þjóðarétti, einkum samkvæmt radíóreglugerðinni um notkun tíðna sem leiðir af starfrækslu EUTELSAT geimskorsins sem fært hefur verið til Eutelsat SA;
    e) að taka ákvarðanir um formlegt samband milli EUTELSAT og ríkja, hvort sem þau eru aðilar eða ekki, eða alþjóðastofnana, og þá sérstaklega að gera samning um höfuðstöðvar sem um getur í c-lið XII. gr. samningsins;
    f) að taka ákvarðanir um allar tillögur um að rifta samningnum samkvæmt c-lið XIV. gr. samningsins;


    g) að íhuga kvartanir sem aðilar bera fram við það;

    h) að taka ákvarðanir samkvæmt b-lið XIII. gr. samningsins um úrsögn aðila úr EUTELSAT;

    i) að taka ákvörðun um hvers kyns tillögu um breytingu á samningnum samkvæmt XIV. gr. hans og senda Eutelsat SA sérhverja breytingartillögu sem kann að hafa áhrif á afkomu starfsemi fyrirtækisins;

    j) að taka ákvörðun um hvers kyns beiðni um aðild sem fram kemur samkvæmt e-lið XVIII. gr. samningsins;
    k) að taka ákvörðun, eins og kveðið er á um í X. gr. samningsins, um skipun og brottrekstur framkvæmdastjóra, og, í samræmi við tillögu frá framkvæmdastjóranum, um fjölda, stöðu og skilmála fyrir ráðningu alls starfsfólks skrifstofunnar með viðeigandi tilliti til samkomulagsins;

    l) að útnefna yfirmann á skrifstofunni til að gegna hlutverki staðgengils framkvæmdastjóra hvenær sem framkvæmdastjórinn er fjarstaddur eða ófær um að gegna störfum framkvæmdastjóra, eða ef staða þessi losnar;
    m) að samþykkja fjárhagsáætlun til eins eða tveggja ára;
    n) að samþykkja breytingar á staðsetningu Eutelsat SA í samræmi við samkomulagið.


X. gr.
(Skrifstofan.)

    a) Skrifstofan skal vera undir stjórn framkvæmdastjóra sem þing aðila skipar.
    b) Framkvæmdastjóri skal skipaður til fjögurra ára, nema þing aðila ákveði annað.

    c) Þing aðila getur vikið framkvæmdastjóra úr starfi að gefnu tilefni áður en ráðningartíma hans lýkur.
    d) Framkvæmdastjórinn skal vera lögbær fulltrúi EUTELSAT. Framkvæmdastjórinn starfar undir stjórn þings aðila og skal vera ábyrgur gagnvart því að því er varðar starfsemi skrifstofunnar.

    e) Framkvæmdastjóra skal heimilt að ráða allt starfslið skrifstofunnar með fyrirvara um samþykki þingsins samkvæmt k-lið IX. gr.
    f) Á meðan embætti framkvæmdastjóra er laust eða þegar framkvæmdastjórinn er fjarverandi eða ófær um að gegna störfum sínum skal staðgengill framkvæmdastjóra, sem réttilega hefur verið útnefndur af þingi aðila, hafa á hendi völd framkvæmdastjóra samkvæmt samningnum.

    g) Framkvæmdastjórinn og starfslið skrifstofunnar skulu forðast allar gjörðir sem ekki samræmast skyldum þeirra gagnvart EUTELSAT.

XI. gr.
(Réttindi og skuldbindingar.)

    a) Aðilarnir skulu nýta réttindi sín og standa við skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum á þann hátt sem er í fullu samræmi við meginreglur og ákvæði samningsins og þeim til framdráttar.
    b) Allir aðilar geta mætt á og tekið þátt í öllum ráðstefnum og fundum sem þeir eiga rétt á að hafa fulltrúa á samkvæmt ákvæðum samningsins, svo og í öllum öðrum fundum sem boðaðir eru eða haldnir á vegum EUTELSAT samkvæmt ráðstöfunum sem stofnunin hefur gert varðandi fundina, án tillits til þess hvar þeir kunna að vera haldnir.
    c) Áður en nokkur slík ráðstefna eða fundur er haldinn utan landsins þar sem höfuðstöðvar EUTELSAT eru staðsettar ber framkvæmdastjóranum að tryggja að ráðstafanir gagnvart gistiaðilanum um fyrirkomulag ráðstefnunnar eða fundarins feli í sér ákvæði um inngöngu og dvöl í gistilandinu fyrir fulltrúa allra aðilanna sem rétt eiga á að mæta meðan ráðstefna eða fundur stendur.

XII. gr.
(Höfuðstöðvar EUTELSAT, fríðindi,
undanþágur og friðhelgi.)

    a) Höfuðstöðvar EUTELSAT skulu vera í Frakklandi.
    b) Innan athafnasviðs þess, sem samningurinn heimilar, eiga EUTELSAT og eignir stofnunarinnar á landssvæði aðilanna að vera undanþegin tekjuskatti og beinum eignarsköttum, svo og tollum.

    c) Í samræmi við bókun sem um getur í þessum lið ber sérhverjum aðila að veita EUTELSAT viðeigandi fríðindi, undanþágur og friðhelgi, svo og embættismönnum stofnunarinnar og þeim flokkum starfsmanna hennar sem í bókuninni greinir, aðilum og fulltrúum þeirra, svo og þátttakendum í gerðardómsmálum. Sér í lagi ber sérhverjum aðila að veita þessum einstaklingum friðhelgi að því er varðar lögsókn vegna gerða eða skriflegra eða munnlegra ummæla við framkvæmd starfs þeirra og innan marka skyldustarfa þeirra, að svo miklu leyti og í þeim tilvikum sem gert er ráð fyrir í bókuninni sem um ræðir í þessum lið. Aðilinn, sem ræður landssvæði því þar sem höfuðstöðvar EUTELSAT eru staðsettar, skal. eins fljótt og auðið er, gera eða, eftir atvikum, gera aftur samning við EUTELSAT um höfuðstöðvarnar sem nái til fríðinda, undanþága og friðhelgi. Hinum aðilunum ber einnig, eins fljótt og auðið er, að ganga frá bókun varðandi fríðindi, undanþágur og friðhelgi. Í samningnum um höfuðstöðvarnar og bókuninni, sem eru óháð samningi þessum, skulu greind skilyrði uppsagnar þeirra.


XIII. gr.
(Úrsögn.)

    a) Sérhver aðili getur hvenær sem er sagt sig úr EUTELSAT með skriflegri tilkynningu til vörsluríkisins sem skilgreint er í XXI. gr. Slík úrsögn skal taka gildi þremur mánuðum eftir móttöku vörsluríkisins á tilkynningunni.
    b) Virðist aðili hafa látið undir höfuð leggjast að fullnægja einhverjum skuldbindingum samkvæmt samningnum getur þing aðilanna, eftir móttöku tilkynningar þess efnis eða að eigin frumkvæði og eftir að hafa athugað hvers kyns yfirlýsingar aðilans, ákveðið, ef það kemst að þeirri niðurstöðu að skuldbindingum hafi ekki verið fullnægt, að aðilinn teljist hafa sagt sig úr EUTELSAT og að samningurinn falli frá þeim degi úr gildi að því er þann aðila varðar. Boða má aukafund þings aðilanna í þessum tilgangi.
    c) Aðili, sem sagt hefur sig úr EUTELSAT eða er talinn hafa gert það, missir rétt til setu á þingi aðilanna og bakar sér enga skuldbindingu eða ábyrgð eftir gildistökudag úrsagnar, utan skuldbindinga er leiðir af aðgerðum eða vanrækslu fyrir þann dag.


    d) Sérhverja tilkynningu um úrsögn og allar ákvarðanir varðandi ætlaða úrsögn ber vörsluríkinu að senda öllum aðilum þegar í stað.


XIV. gr.
(Breytingar og endalok.)

    a) Sérhver aðili getur flutt tillögur um breytingar á samningnum og ber að senda framkvæmdastjóra þær, en honum ber þegar að dreifa tillögunum til allra aðilanna. Þingi aðilanna ber að athuga breytingatillöguna eigi fyrr en sex mánuðum eftir dreifingu hennar, að teknu tilliti til hvers kyns tilmæla Eutelsat SA en álits fyrirtækisins skal leitað ef tillaga um breytingar á samningnum eru líklegar til að hafa áhrif á starfsemi þess. Í einstökum tilvikum getur þing aðilanna stytt þetta tímabil með ályktun sem gera ber samkvæmt fundarsköpum um meðferð efnisatriða.

    b) Ef þing aðilanna samþykkir breytinguna tekur hún gildi eitt hundrað og tuttugu dögum eftir að vörsluríkið hefur móttekið tilkynningu um samþykkt frá 2/3 þeirra ríkja sem voru aðilar þegar þing aðilanna gerði samþykktina. Þegar breytingin gengur í gildi verður hún bindandi fyrir alla aðilana.

    c) Aðilar geta ákveðið að leggja EUTELSAT niður með því að rifta samningnum með samþykki 2/3 allra aðila.
    d) Riftun samningsins skal ekki hafa áhrif á áframhaldandi tilvist Eutelsat SA.

    e) Nema öðruvísi verði samið við Eutelsat SA skal engin ákvörðun tekin um að binda endi á EUTELSAT samkvæmt c-lið þessarar greinar á meðan alþjóðleg réttindi og skyldur sem nefnd eru í b-lið III. gr. hafa ekki að fullu verið afnumin.


XV. gr.
(Lausn deilumála.)

    a) Öll deilumál, sem rísa milli aðilanna eða milli EUTELSAT og eins aðila eða fleiri í sambandi við túlkun eða framkvæmd samningsins, ber að setja í gerð samkvæmt viðauka B við samninginn ef þau hafa ekki verið leyst á annan hátt innan eins árs frá því aðili að deilunni tilkynnir hinum aðilanum ætlun sína að leysa deiluna á vinsamlegan hátt.

    b) Öll deilumál, sem rísa í sambandi við túlkun og framkvæmd samningsins milli aðila og ríkis sem hefur hætt aðild, eða milli EUTELSAT og ríkis sem hefur hætt aðild, og rísa eftir að ríkið hætti aðild, ber að leggja í gerð samkvæmt ákvæðum viðauka B við samninginn ef þau hafa ekki verið leyst á annan hátt innan eins árs frá því að aðili að deilunni tilkynnir hinum aðilanum ætlun sína að leysa deiluna á vinsamlegan hátt, svo fremi að ríkið sem hætt hefur aðild fallist á það. Hætti ríki að vera aðili eftir að deila, sem það er aðili að, hefur verið lögð í gerð samkvæmt a-lið þessarar greinar ber að halda gerðinni áfram og ljúka henni.





XVI. gr.
(Undirritun – fyrirvarar.)

    a) Hvaða ríki sem er, þar sem fjarskiptastofnun eða viðurkennt einkafyrirtæki er eða ber réttur til að verða undirritunaraðili bráðabirgðasamningsins, getur orðið aðili að samningnum með:

    i) undirritun, án fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki, eða
    ii) undirritun, með fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki, ásamt eftirfarandi fullgildingu, staðfestingu eða samþykki, eða
    iii) aðild.
    b) Samningurinn skal liggja frammi til undirritunar í París frá og með 15. júlí 1982 þar til hann gengur í gildi og skal síðar opinn fyrir aðild.
    c) Enga fyrirvara má gera við samninginn.

XVII. gr.
(Gildistaka.)

    a) Samningurinn gengur í gildi sextíu dögum eftir að hann hefur verið undirritaður samkvæmt i-lið a- liðar XVI. gr. hans eða fullgiltur, staðfestur eða samþykktur af 2/3 þeirra ríkja sem lögsögu hafa yfir undirritunaraðilum bráðabirgðasamningsins daginn sem samningurinn er lagður fram til undirritunar, svo fremi að þessir undirritunaraðilar eða tilnefndir aðilar er undirritað hafa ECS samninginn eigi a.m.k. 2/3 hlutafjár samkvæmt ECS samningnum.


    b) Samningurinn gengur ekki í gildi innan átta mánaða eftir að hann er lagður fram til undirritunar. Samningurinn gengur ekki í gildi ef hann hefur ekki verið undirritaður, fullgiltur, staðfestur eða samþykktur samkvæmt a-lið þessarar greinar innan þrjátíu og sex mánaða frá þeim degi er hann er lagður fram til undirritunar.
    c) Að því er varðar ríki, sem leggur fram skjal sitt um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild eftir gildistökudag samningsins, gengur hann í gildi daginn sem slíkt skjal er lagt fram.

    d) Við gildistöku samningsins kemur hann til bráðabirgðaframkvæmda að því er varðar sérhvert ríki sem hefur undirritað hann með fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki og hefur beiðst þess við undirritun eða síðar, fyrir gildistökudag. Bráðabirgðaframkvæmd lýkur:
    i) þegar ríkið leggur fram skjal um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki, eða
    ii) að tveimur árum liðnum frá gildistökudegi samningsins án þess að hann hafi verið fullgiltur, staðfestur eða samþykktur af því ríki, eða
    iii) þegar það ríki tilkynnir, fyrir lok tímabilsins sem um getur í ii-lið þessa liðar, um ákvörðun sína um að fullgilda, staðfesta eða samþykkja ekki samninginn.
    Þegar bráðabirgðaframkvæmd lýkur samkvæmt ii- eða iii-lið þessa liðar skal farið með réttindi og skyldur aðila í samræmi við c-lið XIII. gr. samningsins.
    e) Þegar samningurinn tekur gildi kemur hann í stað bráðabirgðasamningsins sem þá er lokið. Ekkert í samningnum hefur þó áhrif á réttindi eða skuldbindingu aðila sem hann hefur öðlast áður sem undirritunaraðili bráðabirgðasamningsins.


XVIII. gr.
(Aðild.)

    a) Hvaða ríki sem er, þar sem fjarskiptastofnun eða viðurkennt einkafyrirtæki var eða bar réttur til að verða undirritunaraðili bráðabirgðasamningsins þegar samningurinn er lagður fram til undirritunar, getur gerst aðili að honum frá og með þeim degi er hann hættir að liggja frammi til undirritunar þar til tveimur árum eftir gildistöku hans.

    b) Ákvæði c- til e-liða þessarar greinar gilda um aðildarbeiðni eftirfarandi ríkja:

    i) ríkis, þar sem fjarskiptastofnun eða viðurkennt einkafyrirtæki var eða bar réttur til að verða undirritunaraðili bráðabirgðasamningsins þegar samningurinn var lagður fram til undirritunar, sem hefur ekki orðið aðili að samningnum samkvæmt i- eða ii-lið a- liðar XVI. gr. hans eða a-lið þessarar greinar;



    ii) hvaða annars evrópsks ríkis sem er sem er aðili að Alþjóðafjarskiptasambandinu og óskar að gerast aðili að samningnum eftir gildistöku hans.
    c) Sérhverju ríki, sem óskar að gerast aðili að samningnum við þær aðstæður sem greinir í a-lið þessarar greinar („umsóknarríki“), ber að tilkynna framkvæmdastjóranum það skriflega og láta honum í té allar upplýsingar um umsóknina.

    d) Framkvæmdastjórinn skal taka við umsókn umsóknarríkis og skal leggja hana fyrir þing aðila.

    e) Þing aðilanna skal taka ákvörðun um beiðni umsóknarríkisins innan sex mánaða frá þeim degi er framkvæmdastjórinn ályktar að hann hafi undir höndum allar þær upplýsingar er á þarf að halda samkvæmt c-lið þessarar greinar. Ákvörðun framkvæmdastjórans ber þegar að tilkynna þingi aðilanna. Ákvörðun þings aðilanna ber að taka með leynilegri atkvæðagreiðslu og samkvæmt þingsköpum um ákvarðanir um efnisatriði. Boða má aukafund þings aðilanna í þessum tilgangi.


    f) Framkvæmdastjóra ber að tilkynna umsóknarríkinu um skilyrði fyrir aðild sem þing aðilanna hefur sett og sem komi fram í bókun er fylgi aðildarskjali sem ríkinu ber að leggja fram hjá vörsluríkinu.



XIX. gr.
(Ábyrgð.)

    Enginn aðili ber einn ábyrgð á gerðum og skuldbindingum EUTELSAT, nema þá ábyrgð leiði af milliríkjasamningi sem aðilinn og ríki er krefst bóta eru aðilar að. Í því tilviki ber EUTELSAT að halda viðkomandi aðila skaðlausum að því er varðar hvers kyns slíka ábyrgð, nema síðarnefndur aðili hafi beinlínis skuldbundið sig til að taka slíka ábyrgð á sig óskipt.

XX. gr.
(Ýmis ákvæði.)

    a) Opinber tungumál og starfsmál EUTELSAT skulu vera enska og franska.
    b) EUTELSAT ber með tilliti til almennra skoðana þings aðilanna að hafa samvinnu um sameiginleg hagsmunamál við Sameinuðu þjóðirnar og sérstofnanir þeirra, einkum Alþjóðafjarskiptasambandið, svo og aðrar alþjóðastofnanir.

    c) Í þeim tilgangi að framfylgja ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna nr. 1721 (XVI) ber EUTELSAT að senda aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og viðkomandi sérstofnunum ársskýrslu um starfsemi sína þeim til upplýsinga. Ársskýrslan skal einnig send Eutelsat SA.



XXI. gr.
(Vörsluríki.)

    a) Ríkisstjórn lýðveldisins Frakklands skal vera vörsluríki samningsins og skulu henni afhent skjöl um fullgildingu, staðfestingu, samþykki og aðild, beiðnir um bráðabirgðaframkvæmd og tilkynningar um fullgildingu, staðfestingu eða samþykkt breytinga, ályktana um úrsögn úr EUTELSAT eða niðurfellingu bráðabirgðaframkvæmdar samningsins.

    b) Samninginn ber að varðveita í skjalasafni vörsluríkisins. Vörsluríkinu ber að senda staðfest afrit af texta samningsins til allra ríkja sem hafa undirritað hann eða lagt fram skjöl um aðild að honum, svo og til Alþjóðafjarskiptasambandsins.

    c) Vörsluríkinu ber þegar að tilkynna öllum ríkjum, sem hafa undirritað samninginn eða gerst aðilar að honum, og, ef nauðsyn krefur, Alþjóðafjarskiptasambandinu um eftirfarandi:
    i) allar undirritanir samningsins;
    ii) afhendingu allra skjala um fullgildingu, staðfestingu, samþykki og aðild;
    iii) upphaf sextíu daga tímabilsins sem um getur í a-lið XVII. gr. samningsins;
    iv) gildistöku samningsins;
    v) allar beiðnir um bráðabirgðaframkvæmd samkvæmt d-lið XVII. gr. samningsins;
    vi) skipun framkvæmdastjóra samkvæmt a-lið X. gr. samningsins;
    vii) samþykkt og gildistöku allra breytinga á samningnum;
    viii) allar tilkynningar um úrsagnir;
    ix) allar ályktanir þings aðilanna samkvæmt b-lið XIII. gr. samningsins þess efnis að aðili sé talinn hafa sagt sig úr EUTELSAT;

    x) allar aðrar tilkynningar og orðsendingar um samninginn;

    d) Þegar samningurinn tekur gildi ber vörsluríkinu að senda skrifstofu Sameinuðu þjóðanna staðfest endurrit af samningnum til skrásetningar og útgáfu samkvæmt 102. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna.



    ÞESSU TIL STAÐFESTU hafa undirritaðir, sem til þess hafa fullt umboð ríkisstjórna sinna, undirritað samning þennan.

    Lagt fram til undirritunar í París 15. dag júlímánaðar 1982 í einu frumriti á ensku og frönsku, og skulu báðir textarnir jafngildir.


VIÐAUKI A
(Bráðabirgðaákvæði.)

1. Framhald starfsemi.
    a) Hvers kyns samningur, sem EUTELSAT hefur gert og er í gildi þegar Eutelsat SA er stofnað, gildir áfram nema og þar til honum er breytt eða rift samkvæmt ákvæðum þess samnings. Hvers kyns ákvörðun, sem EUTELSAT hefur tekið og er í gildi þegar Eutelsat SA er stofnað, gildir áfram nema og þar til þeirri ákvörðun er breytt eða hún felld niður.


    b) Fari svo þegar Eutelsat SA er stofnað að einhver stjórnunareining EUTELSAT hafi hafið en ekki lokið einhverju verki sem henni er heimilað eða skylt að framkvæma ber framkvæmdastjóranum eða framkvæmdastjóra Eutelsat SA, innan valdmarka þeirra og í samræmi við samkomulag milli EUTELSAT og Eutelsat SA, að koma í stað þeirrar stjórnunareiningar í þeim tilgangi að ljúka verkinu.



2. Aðferð við yfirfærslu.
    a) EUTELSAT skal gera yfirfærslusamning við Eutelsat SA um að yfirfæra einhverja eða allar eignir og skuldir sem tengjast starfsemi þess (eins og nánar er kveðið á um í yfirfærslusamningnum) til Eutelsat SA („yfirfærslan“).

    b) Yfirfærslan mun leiða til almennrar yfirfærslu á öllum réttindum, eignarrétti, hagsmunum og hagsbótum og öllum skyldum og skuldbindingum sem tengjast eignum og skuldbindingum sem þannig eru yfirfærðar og skulu þær eignir og skuldbindingar sem þannig eru yfirfærðar mynda heildstæðan og sjálfstæðan rekstrarþátt. Slík yfirfærsla skal hafa sömu áhrif og frátengd yfirfærsla starfsemi sem um getur í 382. gr. og eftirfarandi greinum í frönskum lögum nr. 66-537 frá 24. júlí 1966 um viðskiptafélög, að því undanskildu að engar af skuldbindingum og formsatriðum sem venjulega hvíla á aðilanum sem yfirfærir samkvæmt lögunum skulu eiga við um EUTELSAT.
    c) Sér í lagi og án þess að hafa áhrif á framangreint skal yfirfærslan eiga sér stað almennt frá þeim degi sem tilgreindur er í yfirfærslusamningnum, án þess að krefjast tilkynningar til eða samþykkis nokkurs aðila, þ.m.t. sérhvers aðila sem slíkar skyldur og skuldbindingar eiga við. Yfirfærslan skal taka gildi á sama hátt að því er varðar hvern aðila sem EUTELSAT hefur gert samkomulag við með eðli intuitu personae.


3. Stjórnun.
    a) Með tilliti til c-liðar 2. mgr. að framan skal allt starfslið framkvæmdastofnunar EUTELSAT eiga rétt til að flytjast til Eutelsat SA og einstaklingar, sem nýta sér þennan rétt, skulu frá og með þeim degi er þeir flytjast njóta starfskjara og skilmála sem eru, að því leyti sem samræmist frönskum lögum, að minnsta kosti jafngild þeim sem þeir nutu fyrir daginn sem þeir voru fluttir.
    b) Með tilliti til einstaklinga, sem á þeim degi sem yfirfærslan á sér stað eru móttakendur greiðslna samkvæmt reglum lífeyrissjóðs EUTELSAT, skulu slíkar greiðslur áfram inntar af hendi í samræmi við öll viðeigandi ákvæði reglnanna sem voru í gildi á þeim degi þegar yfirfærslan fór fram.
    c) Með tilliti til einstaklinga, sem á þeim degi þegar yfirfærslan fór fram hafa öðlast rétt til greiðslna samkvæmt reglum lífeyrissjóðs EUTELSAT, skal gera viðeigandi ráðstafanir til þess að varðveita réttindin.
    d) Samkvæmt 1. mgr. þessa viðauka gilda ráðningarskilmálar starfsliðs, sem í gildi voru, áfram þar til Eutelsat SA hefur samið nýja ráðningarskilmála.


    e) Þar til fyrsti formaður stjórnar Eutelsat SA og fyrsti framkvæmdastjóri taka við starfi ber aðalforstjóra EUTELSAT að annast störf hvors þeirra.



4. Yfirfærsla til Eutelsat SA og framkvæmdastjórans á starfsemi EUTELSAT.
    a) Á stofnunardegi Eutelsat SA og skrifstofunnar ber aðalforstjóra EUTELSAT að upplýsa alla sem hlut eiga að máli.
    b) Aðalforstjóra EUTELSAT ber sem lögbærum fulltrúa EUTELSAT að gera allar ráðstafanir til þess að öll réttindi og allar skuldbindingar sem EUTELSAT hefur öðlast yfirfærist á réttum tíma til Eutelsat SA.

VIÐAUKI B
(Gerðardómsmeðferð.)

    1. Í þeim tilgangi að úrskurða í hvers kyns deilumálum sem um getur í XV. gr. samningsins ber að stofna gerðardóm samkvæmt eftirfarandi málsgreinum.
    2. Sérhver aðili að samningnum getur gengið í lið með öðrum hvorum deiluaðila fyrir gerðardómi.
    3. Gerðardómsmenn skulu vera þrír. Sérhverjum deiluaðila ber að tilnefna einn gerðardómsmann innan tveggja mánaða frá móttökudegi beiðni annars aðilans um að vísa deilunni til gerðardóms. Þegar þess er krafist í XV. gr. samningsins að deiluaðilar nái samkomulagi um að vísa deilunni til gerðardóms ber að reikna tveggja mánaða frestinn frá og með dagsetningu þessa samkomulags. Innan tveggja mánaða frá tilnefningu síðari gerðardómsmannsins ber fyrstu tveimur gerðardómsmönnum að tilnefna þriðja gerðardómsmanninn sem skal vera formaður gerðardómsins. Hafi annar hvor gerðardómsmanna ekki verið tilnefndur innan tilskilins frests skal hann, að beiðni annars hvors aðila, tilnefndur af forseta Alþjóðadómstólsins eða, ef samkomulag næst ekki milli aðilanna, af framkvæmdastjóra Alþjóðagerðardómsins. Sömu aðferð ber að beita ef formaður gerðardómsins hefur ekki verið tilnefndur innan tilskilins frests.


    4. Gerðardómurinn ákvarðar aðsetur sitt og setur sér sjálfur reglur um málsmeðferð.
    5. Sérhver aðili skal bera kostnað af þeim gerðardómsmanni sem honum ber að tilnefna, svo og kostnað af fulltrúa sínum við gerðardóminn. Útgjöld vegna formanns gerðardómsins skiptist jafnt á deiluaðila.

    6. Úrskurður gerðardómsins skal felldur af meiri hluta gerðardómsmanna sem mega ekki sitja hjá við atkvæðagreiðslu. Úrskurður þessi skal vera endanlegur og bindandi fyrir alla deiluaðila og verður honum ekki áfrýjað. Aðilunum ber að hlíta úrskurðinum tafarlaust. Fari svo að deilt verði um þýðingu eða umfang hans ber gerðardóminum að túlka hann að beiðni annars hvors deiluaðila.


CONVENTION
establishing the European Telecommunications
Satellite Organization “EUTELSAT”


PREAMBLE

    The States Parties to this Convention,
    Underlining the importance of telecommunications by satellite for the development of relations between their peoples and their economies, and their desire to strengthen their co-operation in this field,
    Noting that the Provisional European Telecommunications Satellite Organization “INTERIM EUTELSAT” was established for the purpose of operating space segments of European telecommunications satellite systems,
    Considering the relevant provisions of the Treaty on Principles Governing the Activities of States in the Exploration and Use of Outer Space, Including the Moon and Other Celestial Bodies, done at London, Moscow and Washington on 27 January 1967,
    Wishing to continue the establishment and operation of the EUTELSAT telecommunications satellite system as part of a trans-European telecommunications network for providing telecommunications services to all participating States, without prejudice to the rights and obligations of the States parties to the relevant European Union and other international agreements,
    Recognizing the need to keep under review and, as necessary, to adapt to technical, economic, regulatory and political developments in Europe and globally, and, in particular, the will to transfer the operational activities and associated assets of EUTELSAT to a limited liability company to be established under a national jurisdiction, such company to operate on a sound economic and financial basis having regard to accepted commercial principles, and to the Arrangement ,
    Agree as follows:

ARTICLE I
(Definitions)

    For the purposes of this Convention:
    a) “Convention” means the Convention establishing the European Telecommunications Satellite Organization “EUTELSAT”, including its Preamble and its Annexes, opened for signature by Governments at Paris on 15 July 1982 as subsequently amended;
    b) “Provisional Agreement” means the Agreement on the Constitution of a Provisional European Telecommunications Satellite Organization “INTERIM EUTELSAT”, done at Paris on 13 May 1977 between Administrations or Recognized Private Operating Agencies and deposited with the French Administration;
    c) “ECS Agreement” means the Supplementary Agreement to the Provisional Agreement relating to the space segment of the Satellite Telecommunications System for Fixed Service (ECS), done at Paris on 10 March 1978;
    d) “Party” means a State for which the Convention has entered into force or has been provisionally applied;
    e) “The Director General of EUTELSAT” means the head of the executive organ of EUTELSAT;
    f) “The Executive Secretary of EUTELSAT” means the head of the Secretariat of EUTELSAT;
    g) “The Company Eutelsat S.A.” means a corporate entity established under the laws of one of the Parties; it will initially be located in France;
    h) “Space Segment” means a set of telecommunications satellites, and the tracking, telemetering, command, control, monitoring and related facilities and equipment for the operational support of those satellites;
    i) “Satellite system” means the unit formed by a space segment and the earth stations having access to that space segment;
    j) “Telecommunications” means any transmission, emission or reception of signs, signals, writing, images and sounds or intelligence of any nature, by wire, radio, optical or other electromagnetic systems;
    k) “The Basic Principles” means the principles referred to in Article III a) of the Convention;
    l) “The Arrangement” means the Arrangement between EUTELSAT and the Company Eutelsat S.A. having as its purposes to define the relationship between EUTELSAT and the Company Eutelsat S.A. and their respective obligations and in particular to provide the framework that will enable EUTELSAT to oversee and ensure the observance by the Company Eutelsat S.A. of the Basic Principles.

ARTICLE II
(Establishment of EUTELSAT and
the Company Eutelsat S.A.)

    a) The Parties hereby establish the European Telecommunications Satellite Organization, hereinafter referred to as EUTELSAT .
    b) i) The Company Eutelsat S.A. will be established to operate the satellite system and to provide satellite services and for this purpose, EUTELSAT's assets and operational activities will be transferred to the Company Eutelsat S.A.
    ii) The Company Eutelsat S.A. shall be governed by its constituent instruments and by the laws of the place of its incorporation.
    iii) Any Party in whose territory the Company Eutelsat S.A. headquarters are settled or in which assets are located and/or operated shall, in accordance with arrangements to be made between the Party and the Company Eutelsat S.A., take such measures as may be necessary to facilitate the establishment and operation of the Company Eutelsat S.A.
    c) The relationship between EUTELSAT and the Company Eutelsat S.A. shall be established in the Arrangement.
    d) The relevant provisions of Annex A to the Convention shall apply for the purpose of continuity between the activities of EUTELSAT and those of the Company Eutelsat S.A.

ARTICLE III
(Purposes of EUTELSAT)

    a) The primary purpose of EUTELSAT is to ensure that the Basic Principles set forth in this Article are observed by the Company Eutelsat S.A. namely :
    
i) public service/universal service obligations: such obligations apply to space segment and to its use to provide services connected to the public switched telephone network; audiovisual services and future services will be provided in conformity with the relevant national regulations and international agreements, in particular the provisions of the European Convention on Transfrontier Television, taking account of those applying to the universal service concept and the information society;
    ii) pan-European coverage by the satellite system: the Company Eutelsat S.A. shall, on an economic basis, seek through the pan-European coverage of its satellite system to serve all areas where there is a need for communications services in Member States;
    iii) non discrimination: services shall be provided to users on an equitable basis subject to commercial flexibility and consistent with applicable laws;
    iv) fair competition: the Company Eutelsat S.A. shall comply with all applicable laws and regulations relating to fair competition.
    b) EUTELSAT shall also have the purpose of ensuring continuity regarding rights and obligations under international law, in particular under the Radio Regulations for the use of frequencies, deriving from the operation of the EUTELSAT space segment transferred to the Company Eutelsat S.A.

ARTICLE IV
(Legal Personality)

    a) EUTELSAT shall have legal personality.
    b) EUTELSAT shall enjoy the full capacity necessary for the exercise of its functions and the achievement of its purposes, and may in particular :
    i) enter into contracts;
    ii) acquire, lease, hold and dispose of movable and immovable property;
    iii) be a party to legal proceedings;
    iv) conclude agreements with States or international organizations.

ARTICLE V
(Costs)

    a) Arrangements shall be concluded between EUTELSAT and the Company Eutelsat S.A. to meet costs and expenses of EUTELSAT, according to the Arrangement.


    b) The costs incurred in establishing and operating the Secretariat, including but not limited to rent and associated costs of maintaining office premises, salaries and emoluments of staff, cost of organizing and holding meetings of the Assembly of Parties, the costs of consultations between EUTELSAT and the Parties and other organizations and costs of applying measures taken by EUTELSAT under Article III to ensure that the Basic Principles are observed by the Company Eutelsat S.A. shall be borne by the Company Eutelsat S.A. in accordance with paragraph a) of Article V, within the relevant ceilings set forth in the Arrangement.

ARTICLE VI
(Structure of EUTELSAT)

    a) EUTELSAT shall have the following organs:
    i) the Assembly of Parties;
    ii) the Secretariat, headed by the Executive Secretary.
    b) Each organ shall act within the limits of the powers that are conferred upon it by the Convention.

ARTICLE VII
(Assembly of Parties – Composition and Meetings)

    a) The Assembly of Parties shall be composed of all the Parties.
    b) A Party may be represented by another Party in a meeting of the Assembly of Parties, but no Party may represent more than two other Parties.
    c) The first ordinary meeting of the Assembly of Parties shall be convened within one year after the date on which the Convention enters into force. Ordinary meetings shall thereafter be held every two years unless the Assembly of Parties decides at an ordinary meeting that the following meeting shall be held at a different interval.
    d) The Assembly of Parties may also hold extraordinary meetings at the request of one or more Parties supported by at least one-third of the Parties or at the request of the Company Eutelsat S.A. Such a request shall state the purpose of the meeting.
    e) Each Party shall meet its own costs of representation at meetings of the Assembly of Parties.

ARTICLE VIII
(Assembly of Parties – Procedure)

    a) Each Party shall have one vote in the Assembly of Parties. Parties abstaining from voting shall be considered as not voting.

    b) Decisions on matters of substance shall be taken by an affirmative vote cast by at least two-thirds of the Parties present or represented and voting. A Party which represents one or two other Parties under paragraph b) of Article VII of the Convention may vote separately for each Party it represents.

    c) Decisions on procedural matters shall be taken by an affirmative vote cast by a simple majority of the Parties present and voting, each having one vote.

    d) A quorum for any meeting of the Assembly of Parties shall consist of representatives of a simple majority of all the Parties, provided that no less than one-third of all the Parties are present.
    e) The Assembly of Parties shall adopt its rules of procedure, which shall be consistent with the provisions of the Convention and which, in particular, shall include provisions for:
    i) election of its Chairman and other officers;
    ii) convening of meetings;
    iii) representation and accreditation;
    iv) voting procedures.

ARTICLE IX
(Assembly of Parties – Functions)

    The Assembly of Parties shall have the following functions:
    a) to consider and to review the activities of the Company Eutelsat S.A. which relate to the Basic Principles. The Company Eutelsat S.A. may make recommendations in this connection, which will be considered by the Assembly of Parties;
    
b) to ensure observance by the Company Eutelsat S.A. of the Basic Principles, in accordance with the Arrangement;
    c) to take decisions on proposed changes to the Arrangement, such changes being subject to mutual agreement of the parties to the Arrangement;

    d) to take the appropriate decisions in order to ensure continuity regarding rights and obligations under international law, in particular, under the Radio Regulations for the use of frequencies deriving from the operation of EUTELSAT Space Segment transferred to the Company Eutelsat S.A.;
    e) to take decisions on formal relations between EUTELSAT and States, whether Parties or not, or international organizations, and in particular to negotiate the Headquarters Agreement mentioned in paragraph c) of Article XII of the Convention;
    f) to take decisions on any proposal to terminate the Convention pursuant to paragraph c) of Article XIV;
    g) to consider complaints submitted to it by Parties;
    h) to take decisions under Article XIII of the Convention about the withdrawal of a Party from EUTELSAT;
    i) to decide upon any proposal for amendment to the Convention under Article XIV of the Convention, and to submit to the Company Eutelsat S.A. any proposed amendment that is liable to affect the performance of its activities;
    j) to decide upon any request for accession made in accordance with paragraph e) of Article XVIII of the Convention;
    k) as required under Article X of the Convention, to decide upon the appointment and removal from office of the Executive Secretary, and, upon the recommendation of the Executive Secretary, to determine the number, status, and terms and conditions of employment of all staff of the Secretariat with due consideration to the Arrangement;
    l) to designate a senior officer of the Secretariat to serve as Acting Executive Secretary whenever the Executive Secretary is absent or is unable to discharge duties of the office of Executive Secretary, or if this office becomes vacant;
    m) to adopt an annual or biennial budget;

    n) to approve changes in the location of the Company Eutelsat S.A. in accordance with the Arrangement.

ARTICLE X
(The Secretariat)

    a) The Secretariat shall be headed by the Executive Secretary appointed by the Assembly of Parties.
    b) The term of office of the Executive Secretary shall be four years, unless otherwise decided by the Assembly of Parties.
    c) The Assembly of Parties may remove the Executive Secretary for cause before the end of his term of office.
    d) The Executive Secretary shall be the legal representative of EUTELSAT. The Executive Secretary shall act under the direction of the Assembly of Parties and shall be directly responsible to it for the performance of all functions of the Secretariat.
    e) The Executive Secretary shall have the power to appoint all Secretariat staff subject to the approval of the Assembly under Article IX k).
    f) During any vacancy in the office of the Executive Secretary or when the Executive Secretary is absent or unable to discharge his duties, the Acting Executive Secretary, duly designated by the Assembly of Parties, shall have the capacity to exercise the powers of the Executive Secretary under the Convention.
    g) The Executive Secretary and the staff of the Secretariat shall refrain from any action incompatible with their responsibilities to EUTELSAT.

ARTICLE XI
(Rights and Obligations)

    a) The Parties shall exercise their rights and meet their obligations under the Convention in a manner fully consistent with and in furtherance of the principles and provisions of the Convention.
    b) All Parties may attend and participate in all conferences and meetings in which they are entitled to be represented under any of the provisions of the Convention, and in any other meetings called by or held under the auspices of EUTELSAT in accordance with the arrangements made by it for such meetings, regardless of where they may take place.
    c) Before any such conference or meeting is held outside the country in which the Headquarters of EUTELSAT is established, the Executive Secretary shall ensure that arrangements with the host Party for each such conference or meeting include a provision for the admission to and residence in the host country during such conference or meeting of representatives of all Parties entitled to attend.

ARTICLE XII
(EUTELSAT Headquarters, Privileges, Exemptions, Immunities)

    a) The Headquarters of EUTELSAT shall be in France;
    b) Within the scope of activities authorized by the Convention, EUTELSAT and its property shall be exempt in the territory of all Parties from income and direct property taxation and from customs duties.
    c) Each Party shall grant in accordance with the Protocol referred to in this paragraph the appropriate privileges, exemptions and immunities to EUTELSAT, to its officers, and to those categories of its employees specified in such Protocol, to Parties and representatives of Parties, and to persons participating in arbitration proceedings. In particular, each Party shall grant to these individuals immunity from legal process in respect of acts done or words written or spoken in the exercise of their functions and within the limits of their duties to the extent and in the cases to be provided for in the Protocol referred to in this paragraph. The Party in whose territory the Headquarters of EUTELSAT is located shall, as soon as possible, negotiate, or, as the case may be, re-negotiate with EUTELSAT a Headquarters Agreement covering privileges, exemptions and immunities. The other Parties shall also, as soon as possible, conclude a Protocol covering privileges, exemptions and immunities. The Headquarters Agreement and the Protocol shall each prescribe the conditions of its termination and shall be independent of the Convention.

ARTICLE XIII
(Withdrawal)

    a) Any Party may withdraw voluntarily from EUTELSAT at any time by written notice to the Depositary as defined in Article XXI. Such withdrawal shall take effect three months after the date of receipt of the notice by the Depositary.
    b) If a Party appears to have failed to comply with any obligation under the Convention, the Assembly of Parties, having received notice to that effect or acting on its own initiative, and having considered any representations made by the Party, may decide, if it finds that the failure to comply has occurred, that the Party be deemed to have withdrawn from EUTELSAT and, from the date of the decision, the Convention shall cease to be in force for that Party. An extraordinary meeting of the Assembly of Parties may be convened for this purpose.
    c) A Party which has withdrawn or is deemed to have withdrawn from EUTELSAT shall cease to have any right of representation in the Assembly of Parties and shall incur no obligations or responsibility after the effective date of withdrawal except for liabilities arising from acts or omissions before that date.
    d) Every notification of a withdrawal and every decision effecting a deemed withdrawal shall be communicated at once to all Parties by the Depositary.

ARTICLE XIV
(Amendments and Termination)

    a) Amendments to the Convention may be proposed by any Party and shall be communicated to the Executive Secretary who shall promptly circulate the proposals to all the Parties. The Assembly of Parties shall consider the proposed amendment not earlier than six months from its circulation, taking due account of any recommendation made by the Company Eutelsat S.A. whose views shall be solicited if the proposed amendment to the Convention is liable to affect the performance of its activities. This period may, in any particular case, be reduced by the Assembly of Parties by a decision taken in accordance with the procedure for a matter of substance.
    b) If adopted by the Assembly of Parties, the amendment shall enter into force one hundred and twenty days after the Depositary has received notices of acceptance from two-thirds of those States which, at the time of adoption by the Assembly of Parties, were Parties. Upon its entry into force, the amendment shall become binding upon all Parties.
    c) The Parties may bring EUTELSAT to an end by termination of the Convention by a two-thirds majority of all Parties.
    d) The termination of the Convention shall not affect the continued existence of the Company Eutelsat S.A.
    e) Unless otherwise agreed with the Company Eutelsat S.A., no decision to terminate EUTELSAT under paragraph c) of this article shall be taken as long as the international rights and obligations mentioned in paragraph b) of Article III have not been entirely extinguished.


ARTICLE XV
(Settlement of Disputes)

    a) All disputes arising between Parties or between EUTELSAT and a Party or Parties in connection with the interpretation or application of the Convention shall be submitted to arbitration in accordance with Annex B to the Convention, if not otherwise settled within one year of the time a party to the dispute has notified the other party of its intention to settle such a dispute amicably.
    b) All disputes arising in connection with the interpretation and application of the Convention between a Party and a State which has ceased to be a Party, or between EUTELSAT and a State which has ceased to be a Party, and which arise after the State has ceased to be a Party, shall be submitted to arbitration in accordance with the provisions of Annex B to the Convention, if not otherwise settled within one year of the time a party to the dispute has notified the other party of its intention to settle such a dispute amicably, provided that the State which has ceased to be a Party so agrees. If a State ceases to be a Party after a dispute to which it is a disputant has been submitted to arbitration under paragraph a) of this Article, the arbitration shall be continued and concluded.

ARTICLE XVI
(Signature – Reservations)

    a) Any State whose telecommunications Administration or Recognized Private Operating Agency is, or has the right to become, a Signatory Party to the Provisional Agreement may become a Party to the Convention by:
    i) signature not subject to ratification, acceptance or approval, or
    ii) signature subject to ratification, acceptance or approval, followed by ratification, acceptance or approval, or
    iii) accession.
    b) The Convention shall be open for signature at Paris from 15 July 1982 until it enters into force and thereafter remain open for accession.
    c) No reservation may be made to the Convention.

ARTICLE XVII
(Entry into Force)

    a) The Convention shall enter into force sixty days after the date on which it has been signed, in accordance with subparagraph i) of paragraph a) of Article XVI of the Convention, or has been ratified, accepted or approved, by two-thirds of the States which, at the date on which it is opened for signature, have jurisdiction over Signatory Parties to the Provisional Agreement provided that those Signatory Parties, or their designated Signatories to the ECS Agreement, hold at least two-thirds of the financial shares under the ECS Agreement.
    b) The Convention shall not enter into force less than eight months after the date on which it is opened for signature. The Convention shall not enter into force if it has not been signed, ratified, accepted or approved under paragraph a) of this Article, within thirty six months of the date on which it is opened for signature.
    c) For a State whose instrument of ratification, acceptance, approval or accession is deposited after the date on which the Convention enters into force, the Convention shall enter into force on the date of such deposit.
    d) Upon entry into force, the Convention will be applied provisionally for any State which has signed it subject to ratification, acceptance or approval and has so requested at the time of signature or at any later time before entry into force. Provisional application shall end:
    i) upon deposit of an instrument of ratification, acceptance or approval by that State, or
    ii) at the end of two years from the date on which the Convention enters into force without having been ratified, accepted or approved by that State, or
    iii) upon notification by that State, before the end of the period mentioned in subparagraph ii) of this paragraph, of its decision not to ratify, accept or approve the Convention.
    When provisional application ends under subparagraph ii) or iii) of this paragraph, paragraph c) of Article XIII of the Convention shall govern the rights and obligations of the Party.
    e) Upon entry into force, the Convention shall replace and terminate the Provisional Agreement. However, nothing in the Convention shall affect any right or obligation of a Party acquired in its former capacity as a Signatory Party to the Provisional Agreement.

ARTICLE XVIII
(Accession)

    a) Any State whose telecommunications Administration or Recognized Private Operating Agency was, or had the right to become, a Signatory Party to the Provisional Agreement at the date on which the Convention is opened for signature, may accede to the Convention from the date on which it ceases to be open for signature, until two years after its entry into force.
    b) The provisions of paragraphs c) to e) of this Article shall apply to requests for accession by the following States:
    i) a State whose telecommunications Administration or Recognized Private Operating Agency was, or had the right to become, a Signatory Party to the Provisional Agreement at the date on which the Convention was opened for signature, which has not become a Party to the Convention in accordance with subparagraphs i) or ii) of paragraph a) of Article XVI of the Convention, or paragraph a) of this Article;
    ii) any other European State which is a member of the International Telecommunication Union wishing to accede to the Convention after its entry into force.
    c) Any State that wishes to accede to the Convention in the circumstances mentioned in paragraph a) of this Article (“the Applicant State”) shall so notify the Executive Secretary in writing and shall supply the latter with all information relevant to the application.
    d) The Executive Secretary shall receive the application of the Applicant State and shall submit the same to the Assembly of Parties.
    e) The Assembly of Parties shall take a decision on the Applicant State's request within six months following the date on which the Executive Secretary decides that he or she is in possession of all the information required under paragraph c) of this Article. The decision of the Executive Secretary shall be promptly notified to the Assembly of Parties. The decision of the Assembly of Parties shall be taken by secret vote and in accordance with the procedure for decisions on matters of substance. An extraordinary meeting of the Assembly of Parties may be convened for this purpose.
    f) The Executive Secretary shall notify the Applicant State of the conditions for accession established by the Assembly of Parties, which shall be the subject of a protocol annexed to the instrument of accession to be deposited by the said State with the Depositary.

ARTICLE XIX
(Liability)

    No Party shall be individually liable for the acts and obligations of EUTELSAT, except where such liability results from a treaty to which that Party and a State claiming compensation are parties. In that case, EUTELSAT shall indemnify the Party concerned in respect of any such liability, unless the latter has expressly undertaken to assume exclusively such liability.

ARTICLE XX
(Miscellaneous Provisions)

    a) The official and working languages of EUTELSAT shall be English and French.
    b) EUTELSAT shall, having regard to the general views of the Assembly of Parties, co-operate on matters of common interest with the United Nations and its specialized agencies, in particular the International Telecommunication Union, and other international organizations.
    c) To comply with Resolution 1721 (XVI) of the General Assembly of the United Nations, EUTELSAT shall send to the Secretary General of the United Nations, and to the specialized agencies concerned, for their information, an annual report on its activities. The annual report shall also be sent to the Company Eutelsat S.A.

ARTICLE XXI
(Depositary)

    a) The Government of the French Republic shall be the Depositary for the Convention, with which shall be deposited instruments of ratification, acceptance, approval or accession, requests for provisional application and notifications of ratification, acceptance or approval of amendments, and of decisions to withdraw from EUTELSAT or of termination of the provisional application of the Convention.
    b) The Convention shall be deposited in the archives of the Depositary. The Depositary shall send certified copies of the text of the Convention to all States that have signed it or deposited instruments of accession to it, and to the International Telecommunication Union.
    c) The Depositary shall promptly inform all States which have signed or acceded to the Convention and, if necessary, the International Telecommunication Union of:
    i) all signatures of the Convention;
    ii) the deposit of all instruments of ratification, acceptance, approval or accession;
    iii) the start of the sixty-day period referred to in paragraph a) of Article XVII of the Convention;
    iv) the entry into force of the Convention;
    v) all requests for provisional application under paragraph d) of Article XVII of the Convention;
    vi) the appointment of the Executive Secretary under paragraph a) of Article X of the Convention;
    vii) the adoption and entry into force of all amendments to the Convention;
    viii) all notifications of withdrawal;
    ix) all decisions by the Assembly of Parties under paragraph b) of Article XIII of the Convention that a Party is deemed to have withdrawn from EUTELSAT;
    x) all other notifications and communications about the Convention.

    d) Upon entry into force of the Convention, the Depositary shall send to the Secretariat of the United Nations, for registration and publication in accordance with Article 102 of the Charter of the United Nations, confirmed certified copies of the Convention.

    IN WITNESS WHEREOF the undersigned duly authorized by their respective Governments, have signed this Convention

    Opened for signature at Paris this fifteenth day of July one thousand nine hundred and eighty-two in the English and French languages, both texts being equally authentic, in a single original.

ANNEX A
(Transitional Provisions)

1. Continuity of Activities
    a) Any agreement entered into by EUTELSAT and which is in effect at the time the Company Eutelsat S.A. is established shall remain in effect, unless and until modified or terminated in accordance with the provisions of that agreement. Any decision taken by EUTELSAT and which is in effect at the time the Company Eutelsat S.A. is established shall remain in effect unless and until that decision is modified or terminated.
    b) If, at the time the Company Eutelsat S.A. is established, any organ of EUTELSAT has embarked on, but not completed, any action which it is authorized or required to take, the Executive Secretary or the first Chief Executive Officer of the Company Eutelsat S.A. within their respective powers, and in accordance with arrangements made between EUTELSAT and the Company Eutelsat S.A., shall stand in the place of that organ for the purpose of completing such action.

2. Method of transfer
    a) EUTELSAT shall enter into a transfer agreement (the “Transfer Agreement”) with the Company Eutelsat S.A. to transfer any or all of its assets and liabilities relating to its activity (as more fully set out in the Transfer Agreement) to the Company Eutelsat S.A. (the “Transfer”).
    b) The Transfer will result in a universal transfer of all right, title, interest and benefit to, and all obligations and liabilities attaching to, the assets and liabilities so transferred and the assets and liabilities so transferred shall constitute a complete and autonomous branch of activity. Such Transfer shall have the same effects as a spin off (“scission”) transfer of activity provided under Article 382 et seq. of the French law N°66-537 of 24 July 1966 relating to commercial companies, except that none of the obligations and formalities normally binding upon the transferor ( société apporteuse) under such law shall be applicable to EUTELSAT.

    c) In particular, and without prejudice to the foregoing, the Transfer shall take effect erga omnes as of the date specified in the Transfer Agreement without requiring the notification to, or the consent or approval of, any person, including any person to whom any such obligations and liabilities are owed. The Transfer shall take effect in the same manner with respect to any person with whom EUTELSAT has entered into any agreement of an intuitu personae nature.

3. Management
    a) With respect to 2 c) above, all personnel of the Executive Organ of EUTELSAT shall have the right to be transferred to the Company Eutelsat S.A. and persons exercising this right shall as at the date of their transfer enjoy terms and conditions of employment that are, so far as consistent with French law, at least equivalent to those which they enjoyed immediately prior to the date of their transfer.
    b) With respect to persons who, at the date of the Transfer, are in receipt of benefits under the Rules of the EUTELSAT Pension Scheme, such benefits shall continue to be paid in accordance with all of the relevant provisions of those Rules which were in force as at the date of Transfer.
    c) With respect to persons who, at the date of the Transfer, have acquired rights to receive benefits under the Rules of the EUTELSAT Pension Scheme, appropriate arrangements shall be made in order to preserve those rights.
    d) In accordance with paragraph 1 of this Annex, the conditions of employment of personnel in force shall continue to apply until new conditions of employment are drawn up by the Company Eutelsat S.A.
    e) Until the first Chairman of the Directorate of the Company Eutelsat S.A. and the first Executive Secretary assume office, their respective functions shall be performed by the Director General of EUTELSAT.

4. Transfer to the Company Eutelsat S.A. and to the Executive Secretary of the functions of EUTELSAT
    a) On the date of establishment of the Company Eutelsat S.A. and of the Secretariat, the Director General of EUTELSAT shall inform all concerned.
    b) The Director General of EUTELSAT shall take all measures for a timely transfer to the Company Eutelsat S.A. and the Executive Secretary of all rights and obligations acquired by EUTELSAT, in his capacity as legal representative of EUTELSAT.

ANNEX B
(Arbitration Procedure)

    1. For the purposes of adjudicating upon any dispute referred to in Article XV of the Convention, an Arbitration Tribunal shall be established in accordance with the following paragraphs.
    2. Any Party to the Convention may join either party to the dispute in the arbitration.
    3. The Arbitration Tribunal shall consist of three members. Each party to the dispute shall nominate one arbitrator within a period of two months reckoned from the date of receipt of the request by one party to refer the dispute to arbitration. Where Article XV of the Convention requires the agreement of the disputants to refer the dispute to arbitration, the period of two months shall be reckoned from the date of that agreement. The first two arbitrators shall, within a period of two months reckoned from the nomination of the second arbitrator, nominate the third arbitrator, who shall be the Chairman of the Arbitration Tribunal. If one of the two arbitrators has not been nominated within the required period, he shall, at the request of either party, be nominated by the President of the International Court of Justice or, if there is no agreement between the parties, the Secretary General of the Permanent Arbitration Court. The same procedure shall apply if the Chairman of the Arbitration Tribunal has not been nominated within the required period.
    4. The Arbitration Tribunal shall determine its seat and establish its own rules of procedure.
    5. Each party shall bear the cost relating to the arbitrator for whose nomination it is responsible, as well as the costs of being represented before the Tribunal. The expenditure relating to the Chairman of the Arbitration Tribunal shall be shared equally by the parties to the dispute.
    6. The award of the Arbitration Tribunal shall be made by a majority of its members, who may not abstain from voting. This award shall be final and binding on all parties to the dispute and no appeal shall lie against it. The parties shall comply with the award without delay. In the event of a dispute as to its meaning or scope, the Arbitration Tribunal shall interpret it at the request of any party to the dispute.