Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 15:07:59 (3731)

2001-01-17 15:07:59# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[15:07]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Þó að þessi tvö ákvæði hafi verið felld brott þá er ekki þar með sagt að landið sé löglaust og engin lög í gildi. Þau lög sem eftir stóðu gerðu ráð fyrir því réttarástandi að það ætti að borga 51 þús. Því hafnar ríkisstjórnin og vill fá að borga 43 þús. Hins vegar er það ekki rétt hjá hæstv. forsrh. að ég hafi dregið þá ályktun að tekjutenging væri óheimil og að ég hafi haldið þeirri ályktun hér fram. Ég vil bara segja að að þessum ákvæðum brottföllnum stendur það eftir að borga á 51 þús. Það telur ríkisstjórnin ekki ásættanlegt. Hún kemur þess vegna fram með þetta frv. sem gerir ráð fyrir að tryggja einstaklingum 43 þús. Um það snýst þetta mál. Þetta er kjarni málsins.

Því til viðbótar, og ég get komið að því í ræðu síðar, á að skerða þær bætur afturvirkt með því frv. sem hér er lagt fram. En ekki er hægt að fjalla um það hér í stuttu andsvari.