Afb

Mánudaginn 19. mars 2001, kl. 17:48:19 (5885)

2001-03-19 17:48:19# 126. lþ. 94.94 fundur 398#B afb# (afbrigði við dagskrá), ÖJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 126. lþ.

[17:48]

Ögmundur Jónasson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta mál ber mjög brátt að. Vinstri hreyfingin -- grænt framboð mun ekki styðja inngrip í kjaradeilu sjómanna með lögum. Þessa deilu á að leysa við samningaborð en ekki með lagaboði.

Frv. ríkisstjórnarinnar er komið fram. Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs mun ekki leggjast gegn því á þessu stigi að málið komi til umræðu á Alþingi þannig að Alþingi gefist kostur á að heyra sjónarmið deiluaðila. Við munum því ekki greiða atkvæði gegn afbrigðum heldur sitja hjá við þá atkvæðagreiðslu.