Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Fimmtudaginn 10. maí 2001, kl. 12:38:21 (7352)

2001-05-10 12:38:21# 126. lþ. 119.5 fundur 521. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# (sala hlutafjár ríkissjóðs) frv. 70/2001, Frsm. 1. minni hluta ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 126. lþ.

[12:38]

Frsm. 1. minni hluta efh.- og viðskn. (Össur Skarphéðinsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. formaður efh.- og viðskn. kom hingað í ræðustól áðan og sagðist vera að mæla fyrir áliti efh.- og viðskn. Ég kom í stólinn til að spyrja út í þetta tiltekna atriði. Ég heyrði ekki þegar hann nefndi þetta. Það skiptir ekki miklu máli. Hér er um að ræða gríðarlega áhrifamikið atriði sem hv. þm. er að reifa. Mér fyndist allt í lagi, áður en menn steypa sér út í umræður um það í tengslum við einkavæðingu bankanna, að nefndin fengi e.t.v. að vera með í þeim umræðum sem fara fram um það. Bersýnilega hafa átt sér stað einhverjar viðræður um þetta að baki einhverra tjalda sem við höfum ekki enn svipt opnum. En, herra forseti, ég mælist til þess þegar við erum að ræða þá vinnu sem fór fram í efh.- og viðskn. og þó að ég hafi að öðru leyti engar athugasemdir við það að hv. þm. hafi einhverjar prívatskoðanir á þessum málum, þá hefur venjan verið sú að framsögumenn greina frá því sem fram fór í nefndinni og áliti meiri hlutans en ekki prívatskoðunum sjálfs síns eða einhverra manna úti í bæ.