Fundargerð 126. þingi, 54. fundi, boðaður 2000-12-16 23:59, stóð 18:27:12 til 18:35:11 gert 16 18:49
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

54. FUNDUR

laugardaginn 16. des.,

að loknum 53. fundi.

Dagskrá:


Afbrigði um dagskrármál.

[18:27]


Verðbréfaviðskipti, rafræn eignarskráning verðbréfa og hlutafélög, 3. umr.

Frv. efh.- og viðskn., 368. mál (safnskráning). --- Þskj. 583.

Enginn tók til máls.

[18:28]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 623).


Kosning tveggja dómenda og tveggja varadómenda í Kjaradóm til fjögurra ára frá 1. janúar 2001 til 31. desember 2004, skv. 1. gr. laga nr. 120 31. des. 1992 um Kjaradóm og kjaranefnd.

Fram kom einn listi sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosnir væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Óttar Yngvason hæstaréttarlögmaður,

Jón Sveinsson hæstaréttarlögmaður.

Varamenn:

Hólmfríður Árnadóttir viðskiptafræðingur,

Þuríður Jónsdóttir héraðsdómslögmaður.


Jólakveðjur.

[18:29]

Forseti óskaði þingmönnum og starfsliði Alþingis gleðilegra jóla og þakkaði fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Rannveig Guðmundsdóttir, 4. þm. Reykn., þakkaði fyrir hönd þingmanna og óskaði forseta gleðilegs árs.


Þingfrestun.

[18:33]

Forsætisráðherra Davíð Oddsson las forsetabréf um að þingi væri frestað til 23. janúar 2001.

Fundi slitið kl. 18:35.

---------------