Ferill 44. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 171  —  44. mál.




Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um húshitunarkostnað.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver hefur verið kostnaður við húshitun hjá einstökum orkufyrirtækjum á árunum 1996– 2000, á núverandi verðlagi:
     a.      mælt í kr. á kWst.,
     b.      miðað við kaup á 30.000 kWst., 40.000 kWst. og 50.000 kWst. á ári?


    Bein rafhitun húsnæðis er að stærstum hluta á veitusvæðum Rafmagnsveitna ríkisins og Orkubús Vestfjarða þar sem tæp 90% notkunarinnar eru á þessum svæðum. Bein rafhitun er niðurgreidd hjá þessum veitum auk Rafveitu Reyðarfjarðar og Bæjarveitum Vestmannaeyja. Annars staðar eiga notendur kost á hitaveitu og er notkunin því ekki niðurgreidd. Niðurgreiðslur ná einungis til íbúðarhúsnæðis.

Kostnaður á orkueiningu.
    Kostnaður notenda við rafhitun hjá Rafmagnsveitum ríkisins og Orkubúi Vestfjarða undanfarin ár er eins og sýnt er í töflum 1–3 fyrir notendur sem nota 30.000 kWst., 40.000 kWst. og 50.000 kWst. Í niðurgreiðslur og afslátt reiknast niðurgreiðslur ríkisins, afsláttur Landsvirkjunar og veitnanna, endurgreiddur og lækkaður virðisaukaskattur (lækkaður virðisaukaskattur er skattur sem hefði komið til ef ekki væri um niðurgreiðslur og afslátt að ræða). Í dálkinum „Greiðsla notanda“ er orkuverðið sem notandinn greiðir og er 5,18% virðisaukaskattur innifalinn í því verði. Í töflunum hafa upphæðir verið framreiknaðar til verðlags í september 2000 með vísitölu neysluverðs. Kostnaður á orkueiningu lækkar heldur þegar notkunin vex þar sem fastagjald í gjaldskránni dreifist þá á fleiri kWst.

Tafla 1. Kostnaður við rafhitun íbúðarhúsnæðis ef notaðar eru 30.000 kWst.


hjá Rafmagnsveitum ríkisins og Orkubúi Vestfjarða á verðlagi í september 2000.



Dagsetning Rafmagnsveitur ríkisins Orkubú Vestfjarða
Greiðsla
notanda
kr./kWst.
Niðurgreiðslur
og afsláttur
kr./kWst.
Samtals

kr./kWst.
Greiðsla
notanda
kr./kWst.
Niðurgreiðslu r
og afsláttur
kr./kWst.
Samtals

kr./kWst.
1.1.1996 2,74 2,57 5,31 2,40 2,54 4,94
1.1.1997 2,77 2,60 5,37 2,43 2,56 4,99
1.1.1998 2,85 2,66 5,52 2,50 2,62 5,12
1.1.1999 2,48 2,97 5,45 2,12 2,93 5,05
1.1.2000 2,29 3,01 5,31 2,15 2,91 5,06


Prentað upp.

Tafla 2. Kostnaður við rafhitun íbúðarhúsnæðis ef notaðar eru 40.000 kWst.


hjá Rafmagnsveitum ríkisins og Orkubúi Vestfjarða á verðlagi í september 2000.



Dagsetning Rafmagnsveitur ríkisins Orkubú Vestfjarða
Greiðsla
notanda
kr./kWst.
Niðurgreiðslur
og afsláttur
kr./kWst.
Samtals

kr./kWst.
Greiðsla
notanda
kr./kWst.
Niðurgreiðslur
og afsláttur
kr./kWst.
Samtals

kr./kWst.
1.1.1996 3,14 2,02 5,16 2,81 1,99 4,80
1.1.1997 3,17 2,04 5,21 2,84 2,01 4,85
1.1.1998 3,27 2,09 5,36 2,92 2,05 4,97
1.1.1999 2,97 2,32 5,29 2,62 2,29 4,91
1.1.2000 2,26 2,89 5,16 2,11 2,81 4,92

Tafla 3. Kostnaður við rafhitun íbúðarhúsnæðis ef notaðar eru 50.000 kWst.


hjá Rafmagnsveitum ríkisins og Orkubúi Vestfjarða á verðlagi í september 2000.



Dagsetning Rafmagnsveitur ríkisins Orkubú Vestfjarða
Greiðsla
notanda
kr./kWst.
Niðurgreiðslur
og afsláttur
kr./kWst.
Samtals

kr./kWst.
Greiðsla
notanda
kr./kWst.
Niðurgreiðslur
og afsláttur
kr./kWst.
Samtals

kr./kWst.
1.1.1996 3,38 1,69 5,07 3,06 1,66 4,72
1.1.1997 3,42 1,71 5,12 3,09 1,67 4,76
1.1.1998 3,52 1,75 5,27 3,18 1,71 4,89
1.1.1999 3,27 1,93 5,20 2,92 1,90 4,82
1.1.2000 2,25 2,82 5,06 2,08 2,75 4,83

Heildarkostnaður.
    Í töflunum hér að framan er sýnt það orkuverð sem notendur hafa greitt miðað við fyrrnefnda orkunotkun en í töflum 4–6 er sýndur árlegur kostnaður miðað við þessar gjaldskrár. Bæði kemur fram kostnaður sem notendur greiða og upphæð niðurgreiðslna og afsláttar. Á mynd 1 sést einnig hvernig greiðslur notenda hafa breyst fyrir notendur sem kaupa 30.000 kWst. á ári, 40.000 kWst. á ári og 50.000 kWst. á ári til hitunar íbúðarhúsa. Gjöldin hafa þá verið framreiknuð til verðlags í september árið 2000. Eins og þar kemur fram hefur kostnaðurinn lækkað mest hjá þeim sem kaupa 50.000 kWst. á ári vegna þess að í upphafi árs 2000 var þak á orkukaupum sem eru niðurgreidd hækkað úr 30.000 kWst. í 50.000 kWst. Slíkur notandi greiðir 44% af heildarkostnaðinum í upphafi árs 2000 en niðurgreiðslur og afsláttur nema 56% eins og fram kemur á mynd 2.

Tafla 4. Heildarkostnaður við rafhitun íbúðarhúsnæðis ef notaðar eru 30.000 kWst.


hjá Rafmagnsveitum ríkisins og Orkubúi Vestfjarða á verðlagi í september 2000.



Dagsetning Rafmagnsveitur ríkisins Orkubú Vestfjarða
Greiðsla
notanda
kr. á ári
Niðurgreiðslur
og afsláttur
kr. á ári
Samtals

kr. á ári
Greiðsla
notanda
kr. á ári
Niðurgreiðslur
og afsláttur
kr. á ári
Samtals

kr. á ári
1.1.1996 82.301 77.121 159.422 71.991 76.256 148.247
1.1.1997 83.099 77.912 161.011 72.800 76.858 149.658
1.1.1998 85.648 79.937 165.585 75.036 78.486 153.523
1.1.1999 74.316 89.119 163.435 63.502 88.027 151.529
1.1.2000 68.778 90.434 159.213 64.466 87.420 151.886

Tafla 5. Heildarkostnaður við rafhitun íbúðarhúsnæðis ef notaðar eru 40.000 kWst.


hjá Rafmagnsveitum ríkisins og Orkubúi Vestfjarða á verðlagi í september 2000.



Dagsetning Rafmagnsveitur ríkisins Orkubú Vestfjarða
Greiðsla
notanda
kr. á ári
Niðurgreiðslur
og afsláttur
kr. á ári
Samtals

kr. á ári
Greiðsla
notanda
kr. á ári
Niðurgreiðslur
og afsláttur
kr. á ári
Samtals

kr. á ári
1.1.1996 125.733 80.762 206.494 112.422 79.646 192.068
1.1.1997 126.971 81.591 208.562 113.613 80.281 193.894
1.1.1998 130.744 83.719 214.463 116.912 81.997 198.909
1.1.1999 118.827 92.851 211.677 104.833 91.493 196.326
1.1.2000 90.566 115.645 206.211 84.322 112.468 196.790

Tafla 6. Heildarkostnaður við rafhitun íbúðarhúsnæðis ef notaðar eru 50.000 kWst.


hjá Rafmagnsveitum ríkisins og Orkubúi Vestfjarða á verðlagi í september 2000.



Dagsetning Rafmagnsveitur ríkisins Orkubú Vestfjarða
Greiðsla
notanda
kr. á ári
Niðurgreiðslur
og afsláttur
kr. á ári
Samtals

kr. á ári
Greiðsla
notanda
kr. á ári
Niðurgreiðslur
og afsláttur
kr. á ári
Samtals

kr. á ári
1.1.1996 169.163 84.404 253.567 152.854 83.036 235.890
1.1.1997 170.843 85.271 256.114 154.428 83.703 238.131
1.1.1998 175.840 87.500 263.340 158.786 85.509 244.295
1.1.1999 163.336 96.584 259.920 146.164 94.959 241.123
1.1.2000 112.355 140.854 253.209 104.178 137.516 241.695

Mynd 1. Árlegur kostnaður þriggja misstórra notenda


hjá Rafmagnsveitum ríkisins við rafhitun íbúðarhúsnæðis


miðað við gjaldskrá í upphafi árs og á verðlagi í september 2000.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Mynd 2. Skipting kostnaðar við kaup á 50.000 kWst. á ári til hitunar íbúðarhúsa


milli niðurgreiðslna/afsláttar og greiðslu notanda miðað við gjaldskrá í upphafi árs.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.