Ferill 426. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 687  —  426. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um skipan gjaldeyris- og peningamála.

Frá Drífu J. Sigfúsdóttur.



     1.      Er tímabært að afnema núverandi vikmörk á gengi krónunnar og taka upp fljótandi gengi?
     2.      Væri rétt að Seðlabanki Íslands hefði aðeins eitt skýrt markmið, þ.e. stöðugt verðlag, og að honum yrði sett skýrt verðbólgumarkmið?
     3.      Á að taka ákvarðanir um stjórn peningamála af einum bankastjóra, fjölskipaðri bankastjórn eða peningastefnunefnd, eða með öðrum hætti og þá hvaða?


Skriflegt svar óskast.
























Prentað upp.