Ferill 691. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1070  —  691. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um reikningsskil og bókhald fyrirtækja.

Frá Kristjáni L. Möller.



     1.      Er ráðherra hlynntur því að horfið verði frá verðbólgureikningsskilum í uppgjöri fyrirtækja?
     2.      Er ráðherra hlynntur því að íslensk fyrirtæki geti gefið út hlutabréf í erlendri mynt og skráð þau á Verðbréfaþingi Íslands?
     3.      Er ráðherra hlynntur því að íslensk fyrirtæki sem hafa umfangsmikil viðskipti erlendis geti valið um að færa bókhald og semja ársreikning í erlendri mynt eingöngu?