Ferill 716. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1416  —  716. mál.




Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur um NMT-farsímakerfið.

     1.      Hvernig hefur verð fyrir NMT-þjónustu þróast frá því að kerfið var sett á fót, miðað við verð á mínútu á kvöld- og helgartaxta og dagtaxta, sbr. yfirlit yfir GSM-þjónustu á bls. 28 í skýrslunni Einkavæðing og sala hlutabréfa ríkisins í Landssíma Íslands?
    NMT-þjónustan var sett á fót í júlí 1986. Á þeim 16 árum sem liðin eru hafa átta sinnum orðið verðbreytingar. Á fyrstu árum NMT-kerfisins, eða fram til ársins 1991, voru verðbreytingar fimm talsins, en frá 1991 hefur verð breyst þrisvar sinnum og haldist óbreytt síðan í júní 1998. Raunverð taxtanna hefur lækkað verulega eða um 16,2% í dagtaxta og 26,3% í nætur- og helgartaxta á þessum 13 árum sem reksturinn hefur átt sér stað. Raunverð náði hámarki 1988 og hefur farið lækkandi síðan.
    Yfirlit um verðbreytingar á verðlagi hvers árs og verðlagi í maí 2001 er að finna hér að neðan.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.







Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     2.      Hver hefur rekstrarkostnaður NMT-kerfisins verið, sundurliðað eftir árum frá því að kerfið var sett á fót?
    Yfirlit um rekstur NMT-kerfisins á árunum 1998–2000 er að finna í meðfylgjandi töflu. Ekki liggja á lausu eldri gögn um skiptingu af þessu tagi nema með umtalsverðri vinnu sem leggja þyrfti í.
    Af samantektinni má sjá að rekstrarkostnaður hefur vaxið um liðlega 42% á þessum þremur árum sem yfirlitið nær til.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     3.      Hver hefur fjárfestingarkostnaður við NMT-kerfið verið frá því að það var sett á fót?
     4.      Að hve miklu leyti er upphaflegur stofnkostnaður NMT-kerfisins afskrifaður?

    Eðli allra fjárfestinga er þannig að áður en rekstur hefst verður til stofnkostnaður (upprunaleg fjárfesting). Á meðan á rekstri stendur er endurfjárfest, t.d. vegna stækkunar kerfis, tæknibreytinga o.s.frv., og þeir fjármunir sem þannig myndast eru eignfærðir og afskrifaðir árlega.
    Í reikningshaldi Landssímans er haldið utan um uppsafnaða fjárfestingu og uppsafnaðar afskriftir ásamt endurmati þessara tveggja þátta. Um síðustu áramót var uppsöfnuð staða þessara liða eins og sést í töflunni hér á eftir.





Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Árlegar afskriftir eru 15%, sem þýðir að áætlaður líftími fjárfestinga er um 6,67 ár. Þannig má reikna með að elstu óafskrifuðu fjárfestingar, eða með öðrum sá búnaður sem tilheyrir NMT-kerfinu sem hefur eitthvert verð í bókhaldi félagsins, sé frá árinu 1995.