Nefndafundir á þingfundartíma

Miðvikudaginn 17. apríl 2002, kl. 19:54:39 (7708)

2002-04-17 19:54:39# 127. lþ. 121.93 fundur 516#B nefndafundir á þingfundartíma# (um fundarstjórn), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 127. lþ.

[19:54]

Menntamálaráðherra (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Ég vil taka það fram sérstaklega í þessu sambandi án þess að líta á það sem gagnrýni á störf forseta að mér var tjáð að fsp. til menntmrh. mundi koma á dagskrá um klukkan sjö. Ég lét þá flýta þeim viðburði sem ég var að sinna svo að ég gæti komið hingað á réttum tíma og ég hygg að ég hafi gert það. Þá var ekki komið að þeirri fsp. þannig að það er ekki að minni beiðni sem gerð hefur verið breyting á þessu máli.