Ferill 327. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 414  —  327. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um staðfestingu samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2002.

(Lögð fyrir Alþingi á 127. löggjafarþingi 2001–2002.)



    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd eftirtalda samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2002 sem gerðir voru í London 9. nóvember 2001:
     1.      Sameiginlega bókun um niðurstöður fiskveiðiviðræðna um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2002.
     2.      Bókun um sérstakar verndunarráðstafanir með tilliti til stjórnunar veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2002.
     3.      Samning milli Íslands og Færeyja um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2002.
     4.      Samkomulag milli Íslands og Noregs um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Íslands, efnahagslögsögu Noregs og fiskveiðilögsögu Jan Mayen á árinu 2002.
     5.      Samkomulag milli Íslands og Rússneska sambandsríkisins um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Íslands á árinu 2002.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á eftirtöldum samningum um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2002 sem gerðir voru í London 9. nóvember 2001: 1. sameiginlegri bókun milli Evrópubandalagsins, Færeyja, Íslands, Noregs og Rússneska sambandsríkisins um niðurstöður fiskveiðiviðræðna um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2002; 2. bókun milli Færeyja, Íslands, Noregs og Rússneska sambandsríkisins um sérstakar verndunarráðstafanir með tilliti til stjórnunar veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2002; 3. samningi milli Íslands og Færeyja um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2002; 4. samkomulagi milli Íslands og Noregs um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Íslands, efnahagslögsögu Noregs og fiskveiðilögsögu Jan Mayen á árinu 2002; og 5. samkomulagi milli Íslands og Rússneska sambandsríkisins um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Íslands á árinu 2002. Sameiginlega bókunin er prentuð sem fylgiskjal I með þingsályktunartillögu þessari, bókunin um sérstakar verndunarráðstafanir sem fylgiskjal II, samningurinn við Færeyjar sem fylgiskjal III, samkomulagið við Noreg sem fylgiskjal IV og samkomulagið við Rússneska sambandsríkið sem fylgiskjal V.
    Hinn 6. maí 1996 var undirrituð í Ósló bókun um verndun, skynsamlega nýtingu og stjórnun veiða á norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi. Aðilar eru strandríkin fjögur: Ísland, Færeyjar, Noregur og Rússland. Þau skuldbinda sig í bókuninni til að starfa saman að verndun síldarstofnsins, skynsamlegri nýtingu hans og stjórn veiða úr honum í því skyni að tryggja sjálfbæra nýtingu stofnsins til langs tíma. Önnur langtímamarkmið koma fram í bókuninni. Samkvæmt lið 6.2. skulu aðilar í viðræðum sínum um skiptingu aflaheimilda á komandi árum taka mið af breytingum sem verða á dreifingu stofnsins. Á grundvelli þessa ákvæðis var komið á fót vinnuhópi vísindamanna til að fylgjast með og meta þróun og dreifingu stofnsins í þessu skyni. Kveðið var á um skiptingu heildarafla samningsaðila fyrir árið 1996. Hins vegar náðist ekki samkomulag við Evrópubandalagið um takmarkanir á veiðum þess á árinu 1996 og ákvarðaði það sér einhliða kvóta.
    Brýnt var talið að ná samkomulagi allra aðila sem stunda veiðar úr stofninum. Eftir tvær samningalotur tókust í Ósló hinn 14. desember 1996 samningar strandríkjanna fjögurra og Evrópubandalagsins um veiðar á árinu 1997. Aðilar hafa síðan samið árlega um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum.
    Á fundi aðila í London 5.–9. nóvember 2001 náðist samkomulag um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2002. Heildaraflamarkið var ákveðið 850.000 lestir, sbr. sameiginlega bókun aðila, fylgiskjal I, og er því óbreytt frá árinu 2001. Samkvæmt sérstakri bókun er Rússland skuldbundið til þess að veiða ekki 6.800 lestir af þeim kvóta sem í þess hlut kemur, sbr. fylgiskjal II. Aflinn skiptist milli aðila í sömu hlutföllum og verið hefur og koma í hlut Íslands 132.080 lestir, í hlut Evrópubandalagsins 71.260 lestir, í hlut Færeyja 46.420 lestir, í hlut Noregs 484.500 lestir og í hlut Rússlands koma 115.740 lestir.
    Eins og fyrr er í sameiginlegu bókuninni gert ráð fyrir að aðilar komi sér í sérstökum tvíhliða samningum saman um frekara fyrirkomulag veiða, meðal annars um heimildir til veiða í lögsögu hvers annars. Í samningi milli Íslands og Færeyja er kveðið á um að skipum hvors aðila verði heimilt að veiða allan sinn hlut í lögsögu hins með sama hætti og á undanförnum árum, sbr. fylgiskjal III.
    Samkvæmt tvíhliða samningi milli Íslands og Noregs fá íslensk skip áfram ótakmarkaðan aðgang að lögsögunni við Jan Mayen og mega veiða 5.900 lestir af kvóta Íslands í efnahagslögsögunni við meginland Noregs. Norsk skip fá heimild til að veiða allt að 94.200 lestir í íslenskri lögsögu á árinu 2002, sbr. fylgiskjal IV. Samkvæmt samningi milli Íslands og Rússlands er rússneskum skipum veitt heimild til að veiða allt að 3.700 lestir á takmörkuðu svæði í austurhluta efnahagslögsögu Íslands, sbr. fylgiskjal V.
    Við ákvörðun heildaraflamarks er nú í fyrsta skipti byggt á þeirri nýtingarstefnu sem aðilar samþykktu haustið 1999 að fylgt skyldi við stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum. Heildaraflamarkið er jafnframt í samræmi við tillögu ráðgjafarnefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins.
    Sameiginlegu bókuninni og öðrum samningum skal beitt til bráðabirgða frá og með 1. janúar 2002. Bókunin og samningarnir öðlast gildi þegar allir aðilar hafa tilkynnt hver öðrum um að nauðsynlegri innlendri málsmeðferð sé lokið.

Fylgiskjal I.


SAMEIGINLEG BÓKUN
um niðurstöður fiskveiðiviðræðna um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2002.



    1. Sendinefnd Evrópubandalagsins undir forystu Ole Tougaard, sendinefnd Færeyja undir forystu Andras Kristiansen, sendinefnd Íslands undir forystu Tómasar H. Heiðar, sendinefnd Noregs undir forystu Johán H. Williams og sendinefnd Rússneska sambandsríkisins undir forystu Yuri Arsentjev hittust í London 5.–9. nóvember 2001 til að eiga viðræður um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2002. Þessi fundur var í framhaldi af fundi sem haldinn var í Harstad 15.–17. október 2001.


    2. Formenn sendinefndanna komu sér saman um að leggja til, hver við sín yfirvöld, að því fyrirkomulagi um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2002, sem greinir í I. viðauka við bókun þessa, verði komið á. Enn fremur komu þeir sér saman um að leggja til, hver við sín yfirvöld, það endurskoðaða fyrirkomulag langtímastjórnunar sem greinir í II. viðauka.
    3. Bókun þessari, ásamt tvíhliða samningum sem tengjast framkvæmd hennar, skal beitt til bráðabirgða frá og með 1. janúar 2002 og öðlast bókunin og samningarnir gildi þegar allir aðilar hafa tilkynnt hver öðrum um að nauðsynlegri málsmeðferð sé lokið.

    Gjört í London 9. nóvember 2001 í fimm frumeintökum á ensku. Aðilar skulu koma sér saman um opinbera texta bókunar þessarar á ensku, færeysku, íslensku, norsku og rússnesku.

Fyrir sendinefnd Evrópubandalagsins
Ole Tougaard

Fyrir sendinefnd Færeyja
Andras Kristiansen

Fyrir sendinefnd Íslands
Tómas H. Heiðar

Fyrir sendinefnd Noregs
Johán H. Williams
    
Fyrir sendinefnd Rússneska sambandsríkisins
Yuri Arsentjev

I. VIÐAUKI


    1. Aðilar voru sammála um að leggja til grundvallar að leyfilegur heildarafli úr norsk-íslenska síldarstofninum verði 851.500 lestir á árinu 2002.


    2. Samkvæmt framantöldu voru aðilar sammála um að takmarka veiðar sínar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2002 við 850.000 lestir á grundvelli eftirfarandi kvóta:
    Evrópubandalagið 71.260 lestir*
    Færeyjar 46.420 lestir*
    Ísland 132.080 lestir
    Noregur 484.500 lestir
    Rússneska sambandsríkið 115.740 lestir
    3. Aðilar koma sér tvíhliða saman um aðrar ráðstafanir, m.a. um heimildir til veiða hver í annars fiskveiðilögsögu og önnur skilyrði fyrir veiðum þar.

    4. Aðilar komu sér saman um að senda eftirfarandi beiðni til ICES:
    Þess er óskað að ICES láti í té upplýsingar um ástand stofnsins eins og gert er ráð fyrir í viðauka við gagnkvæma bókun ICES og NEAFC. Enn fremur er þess óskað að ICES láti í té aflaspá fyrir árið 2003 og að miðað verði við fiskveiðidánarstuðla á bilinu F = 0,08–0,15, meðal annars F = 0,125.
    Þess er einnig óskað að ICES meti líkindi þess að hrygningarstofninn verði minni en B pa sem er 5.000.000 tonn og B lim sem er 2.500.000 tonn á 5 og 10 ára tímabili miðað við mismunandi þunga sókn sem helst óbreytt út tímabilið, að því tilskildu að hrygningarstofninn sé stærri en B pa. Prófa skal sókn sem miðast meðal annars við fiskveiðidánarstuðlana F = 0,05, 0,08, 0,10, 0,125, 0,15 og 0,2.
    Að því er hverja þessara aflaspáa varðar er þess óskað að ICES meti væntanlegt meðaltal hlutfallslegra breytinga á afla frá ári til árs og væntanlegan meðalafla á sama 10 ára tímabili.
    ICES skal einkum halda áfram að meta breytilegar aðferðir til að endurreisa hrygningarstofninn ef hann verður minni en B pa sem er 5.000.000 tonn, þar á meðal skal meta kosti þess að fiskveiðidánarstuðullinn lækki í sama hlutfalli og hrygningarstofninn ef hann verður minni en B pa. Markmið hinna ýmsu aðferða við að endurreisa stofninn skulu leiða til þess að miklar líkur verði á því að komið verði í veg fyrir að stofninn verði minni en B lim og tryggja að hann stækki á ný upp fyrir B pa innan fyrirsjáanlegra tímamarka.
    Þess er óskað að ICES láti þessar upplýsingar í té fyrir 15. september 2002.


* Færeyjar og Evrópubandalagið munu í tvíhliða samningi skiptast á 2.580 lestum.

II. VIÐAUKI
Fyrirkomulag langtímastjórnunar veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum.



    Aðilar voru sammála um að framkvæma langtímastjórnunaráætlun vegna veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum sem sé í samræmi við varúðarleiðina og sé ætlað að halda nýtingu innan öruggra líffræðilegra marka og tryggja sjálfbærar veiðar. Áætlunin skal samanstanda af eftirfarandi:

    1. Leitast skal við eftir fremsta megni að halda hrygningarstofninum yfir hættumörkunum (B lim) 2.500.000 tonnum.
    2. Að því er árið 2002 og eftirfarandi ár varðar voru aðilar sammála um að takmarka veiðar sínar á grundvelli leyfilegs heildarafla í samræmi við fiskveiðidánarstuðul undir 0,125 fyrir viðeigandi aldurshópa eins og skilgreint er af ICES, nema vísindaráðgjöf í framtíðinni krefjist breytinga á þessum fiskveiðidánarstuðli.
    3. Skyldi hrygningarstofninn minnka niður fyrir viðmiðunarmörkin 5.000.000 tonn (B pa) skal aðlaga fiskveiðidánarstuðulinn sem getið er um í 2. mgr. í ljósi vísindalegs mats á ríkjandi aðstæðum til að tryggja að hrygningarstofninum verði með öruggum og skjótum hætti komið yfir 5.000.000 tonn. Grundvöllur slíkrar aðlögunar skal vera a.m.k. hlutfallsleg lækkun fiskveiðidánarstuðuls frá 0,125 við B pa (5.000.000 tonn) niður í 0,05 við B lim (2.500.000 tonn).
    4. Aðilar skulu, eftir því sem við á, endurskoða þessar stjórnunarráðstafanir og nýtingarstefnu á grundvelli nýrrar ráðgjafar sem ICES lætur í té.


AGREED RECORD
of Conclusions of Fisheries Consultations on the Management of the Norwegian Spring-Spawning (Atlanto-Scandian) Herring Stock in the North-East Atlantic for 2002


    1. A Delegation of the European Community, headed by Mr. Ole Tougaard, a Delegation of the Faroe Islands, headed by Mr. Andras Kristiansen, a Delegation of Iceland, headed by Mr. Tómas H. Heiðar, a Delegation of Norway, headed by Mr. Johán H. Williams, and a Delegation of the Russian Federation, headed by Mr. Yuri Arsentjev, met in London on 5–19 November 2001 to consult on the management of the Norwegian Spring-Spawning (Atlanto-Scandian) herring stock for 2002. This meeting was a continuation of a meeting held in Harstad on 15–17 October 2001.
    2. The Heads of Delegations agreed to recommend to their respective authorities the arrangement for the regulation of the Norwegian Spring-Spawning (Atlanto-Scandian) herring stock in 2002 set out in Annex I to this Agreed Record. Furthermore, they agreed to recommend to their respective authorities the revised long-term management arrangement set out in Annex II.
    3. This Agreed Record, including the bilateral arrangements related to the implementation of this Agreed Record, shall be applied provisionally from 1 January 2002 and enter into force when all Parties have notified each other of the completion of their necessary procedures.

    Done at London 9 November 2001 in five originals in English. The Parties shall agree on official texts of this Agreed Record in English, Faroese, Icelandic, Norwegian and Russian.

For the Delegation of the European Community
Ole Tougaard

For the Delegation of the Faroe Islands
Andras Kristiansen

For the Delegation of Iceland
Tómas H. Heiðar

For the Delegation of Norway
Johán H. Williams

For the Delegation of the Russian Federation
Yuri Arsentjev

ANNEX I


    1. The Parties agreed to take as a basis a TAC (total allowable catch) for the Norwegian Spring-Spawning (Atlanto-Scandian) herring stock, hereinafter referred to as herring, of 851,500 tonnes in 2002.
    2. In keeping with the above, the Parties agreed to restrict their fishing on the herring stock in 2002 to a maximum limit of 850,000 tonnes on the basis of the following quotas:
    European Community 71,260 tonnes*
    Faroe Islands 46,420 tonnes*
    Iceland 132,080 tonnes
    Norway 484,500 tonnes
    Russian Federation 115,740 tonnes
    3. Further arrangements, including arrangements for access and other conditions for fishing in the respective zones of fisheries jurisdiction of the Parties, are regulated by bilateral arrangements.
    4. The Parties agreed to submit the following request to ICES:
    ICES is requested to provide information about the stock development in accordance with the Annex of the Memorandum of Understanding with NEAFC. Furthermore, it should provide catch options for 2003 based on fishing mortalities in the range F = 0.08 to 0.15 including F = 0.125.
    ICES should evaluate the probability that the SSB will fall below B pa of 5,000,000 tonnes and B lim of 2,500,000 tonnes in a 5 and 10-year period at various levels of constant fishing mortalities while the SSB is above B pa, including values in the range of F = 0.05, 0.08, 0.10, 0.125, 0.15, 0.2.


    For each of these combinations, evaluate the expected average percentage change in catches from year to year and the expected average catches over the same ten-year period.
    ICES should particularly continue to evaluate adaptive recovery strategies, including an option with linear reduction in F, in the event SSB falls below B pa of 5,000,000 tonnes. The strategies should aim at preventing the SSB from falling below B lim with a high probability and ensure the safe recovery of the stock to above B pa at various time horizons.




    ICES is requested to provide this information before 15 September 2002.


* Within the bilateral arrangements, the Faroe Islands and the European Community will exchange 2,580 tonnes.

ANNEX II
Arrangement on the Long-Term Management of the Norwegian Spring-Spawning (Atlanto-Scandian) Herring Stock


    The Parties agreed to implement a long-term management plan for the Norwegian spring-spawning (Atlanto-Scandian) herring stock, which is consistent with a precautionary approach, intended to constrain harvesting within safe biological limits and designed to provide for sustainable fisheries. The plan shall consist of the following:
    1. Every effort shall be made to maintain a level of Spawning Stock Biomass (SSB) greater than the critical level (B lim) of 2,500,000 tonnes.
    2. For the year 2002 and subsequent years, the Parties agreed to restrict their fishing on the basis of a TAC consistent with a fishing mortality rate of less than 0.125 for appropriate age groups as defined by ICES, unless future scientific advice requires modification of this fishing mortality rate.

    3. Should the SSB fall below a reference point of 5,000,000 tonnes (B pa), the fishing mortality rate, referred to under paragraph 2, shall be adapted in the light of scientific estimates of the conditions then prevailing to ensure a safe and rapid recovery of the SSB to a level in excess of 5,000,000 tonnes. The basis for such adaptation should be at least a linear reduction in the fishing mortality rate from 0.125 at B pa (5,000,000 tonnes) to 0.05 at B lim (2,500,000 tonnes).
    4. The Parties shall, as appropriate, review and revise these management measures and strategies on the basis of any new advice provided by ICES.

Fylgiskjal II.

BÓKUN
um sérstakar verndunarráðstafanir með tilliti til stjórnunar veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2002.



    Með vísan til liðar 2.1 í bókun um verndun, skynsamlega nýtingu og stjórnun veiða á norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi og sameiginlegrar bókunar um niðurstöður fiskveiðiviðræðna um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2002 sem undirrituð var í dag.

    Rússneska sambandsríkið skal láta 6.800 lestir af kvóta sínum á árinu 2002 í efnahagslögsögu sinni í Barentshafi óveiddar í verndunarskyni.

    Gjört í London 9. nóvember 2001 í fjórum frumeintökum á ensku.

Fyrir sendinefnd Færeyja
Andras Kristiansen

Fyrir sendinefnd Íslands
Tómas H. Heiðar

Fyrir sendinefnd Noregs
Johán H. Williams

Fyrir sendinefnd Rússneska sambandsríkisins
Yuri Arsentjev


UNDERSTANDING
on Special Conservation Measures with Respect to Management of the Norwegian Spring-Spawning (Atlanto-Scandian) Herring Stock
in 2002


    With reference to Article 2.1 of the Protocol on the Conservation, Rational Utilisation and Management of Norwegian Spring-Spawning (Atlanto-Scandian) herring in the Northeast Atlantic, and with reference to the Agreed Record of Conclusions of Fisheries Consultations on the Management of the Norwegian Spring Spawning (Atlanto-Scandian) herring stock in the North-East Atlantic for 2002 signed today.

    The Russian Federation shall reserve, for conservation purposes, 6,800 tonnes of its quota for 2002 in its Exclusive Economic Zone in the Barents Sea.

    Done at London 9 November 2001 in four originals in English.

For the Delegation of the Faroe Islands
Andras Kristiansen

For the Delegation of Iceland
Tómas H. Heiðar

For the Delegation of Norway
Johán H. Williams

For the Delegation of the Russian Federation
Yuri Arsentjev

Fylgiskjal III.


Samningur
milli Íslands og Færeyja um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2002.


    Ísland og Færeyjar
    vísa til niðurstöðu samningaviðræðna um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2002 milli Evrópubandalagsins, Færeyja, Íslands, Noregs og Rússlands í London 9. nóvember 2001

    og hafa komið sér saman um eftirfarandi:

1. gr.


    Ísland heimilar færeyskum veiðiskipum að veiða 46.420 tonn úr norsk-íslenska síldarstofninum innan efnahagslögsögu Íslands samkvæmt þeim reglum sem gilda um veiðar þar.
    Færeyjar heimila íslenskum veiðiskipum að veiða 132.080 tonn úr norsk-íslenska síldarstofninum innan fiskveiðilögsögu Færeyja samkvæmt þeim reglum sem gilda um veiðar þar.

2. gr.


    Hvor aðili um sig skal tilkynna lista með þeim veiðiskipum sem hyggjast stunda veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum innan lögsögu hins aðilans. Veiðiskip sem eru á listum þessum hafa ein rétt til veiða innan lögsögu þess aðila.
    Áður en veiðar hefjast skal tilkynna viðkomandi yfirvöldum um nafn skips og veita aðrar upplýsingar er máli skipta.
    Skip skal tilkynna um komu inn í lögsögu og staðarákvörðun og gefa upplýsingar um afla sem veiddur hefur verið fyrir komu inn í lögsöguna og síðan daglega tilkynna um staðarákvörðun og afla. Þegar farið er úr lögsögu skal tilkynna um áætlað aflamagn.

3. gr.


    Til að tryggja skipulegar veiðar getur landstjórn Færeyja takmarkað fjölda íslenskra skipa sem stunda samtímis veiðar innan fiskveiðilögsögu Færeyja við 25 skip og íslensk stjórnvöld takmarkað fjölda færeyskra skipa sem stunda veiðar samtímis innan efnahagslögsögu Íslands við 8 skip.

4. gr.


    Samningur þessi hefur ekki fordæmisgildi gagnvart samningum milli aðila í framtíðinni.

    Gjört í London 9. nóvember 2001 í tveimur eintökum, öðru á íslensku og hinu á færeysku.

Fyrir hönd íslensku     Fyrir hönd færeysku
sendinefndarinnar:     sendinefndarinnar:
Tómas H. Heiðar      Andras Kristiansen


Semja
millum Føroyar og Ísland um fyrisiting av várgýtandi norðurhavssildini í 2002.


    Føroyar og Ísland,
    vísa til niðurstøðu í samráðingunum, sum hava verið um fyrisiting av várgýtandi norðurhavssildini í 2002 millum Europeiska Felagsskapin, Føroyar, Ísland, Noreg og Russland í London 9. november 2001,
    hava gjørt semju um fylgjandi:

l. gr.


    Ísland loyvir føroyskum fiskiførum at veiða 46.420 tons av várgýtandi norðurhavssild á íslendska búskaparliga økinum undir teimum reglum, sum galda fyri fiskiskapi á hesum øki.
    Føroyar loyva íslendskum fiskiførum at veiða 132.080 tons av várgýtandi norðurhavssild á føroyskum fiskiøki undir teimum reglum, sum galda fyri fiskiskapi á hesum øki.

2. gr.


    Partarnir skulu fráboða ein lista yvir tey fiskifør, sum ætla at veiða norðurhavssild á økjunum hjá hvørjum øðrum. Bert tey fiskifør, sum eru á hesum lista, hava loyvi at veiða á økjunum.

    Áðrenn fiskiskapurin byrjar skulu avvarðandi myndugleikar hava boð um navn á skipi saman við øðrum upplýsingum av týdningi.
    Skipið skal boða frá, tá tað kemur á veiðiøki, uppgeva knøttstøðu og veiðinøgd, sum er veidd áðrenn komu á økið og síðani uppgeva knøttstøðu og veiðu hvønn dag. Tá skip fer av veiðiøkinum skal mett veiða verða givin upp.


3. gr.


    Til tess at tryggja skipaða veiðu kunnu føroyskir myndugleikar avmarka talið av íslendskum skipum sum veiða í senn í føroyskum sjógvi til 25 skip og íslendskir myndugleikar avmarka talið av føroyskum skipum sum veiða í senn á íslendska búskaparøkinum til 8 skip.

4. gr.


    Henda avtala hevur ikki fordømisgildi fyri semjur partanna millum í framtíðini.

    Gjørd í London 9. november 2001 í tveimum eintøkum, onnur á føroyskum og hin á íslendskum.

Vegna føroysku     Vegna íslendsku
sendinevndina:     sendinevndina:
Andras Kristiansen     Tómas H. Heiðar

Fylgiskjal IV.


SAMKOMULAG
milli Íslands og Noregs um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Íslands, efnahagslögsögu Noregs og fiskveiðilögsögu Jan Mayen
á árinu 2002.


    Í samræmi við 3. tölul. I. viðauka við sameiginlega bókun frá 9. nóvember 2001 um niðurstöður fiskveiðiviðræðna milli Evrópubandalagsins, Færeyja, Íslands, Noregs og Rússneska sambandsríkisins um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2002 hafa verið gerðir sérstakir tvíhliða samningar um veiðar aðila í fiskveiðilögsögu hvers annars.


    Að því er varðar Ísland og Noreg verður fyrirkomulagið sem hér segir:
    Íslenskum fiskiskipum er á árinu 2002 heimilt að veiða allt að 132.080 lestir af síld í fiskveiðilögsögu Jan Mayen og í efnahagslögsögu Noregs norðan 62°N, þar af að hámarki 5.900 lestir í efnahagslögsögu Noregs norðan 62°N.

    Norskum fiskiskipum er heimilt að veiða allt að 94.200 lestir af síld í efnahagslögsögu Íslands á árinu 2002.
    Aðilar munu semja um nánari skilyrði varðandi veiðarnar.

Gjört í London 9. nóvember 2001.



Fyrir hönd íslensku     Fyrir hönd norsku
sendinefndarinnar:     sendinefndarinnar:
Tómas H. Heiðar     Johán H. Williams


ARRANGEMENT
between Iceland and Norway on Access to the Icelandic Economic Zone and the Norwegian Economic Zone and the Fishery Zone around Jan Mayen in 2002


    In accordance with paragraph 3 of Annex I to the Agreed Record dated 9 November 2001 of conclusions of fisheries consultations between the European Community, the Faroe Islands, Iceland, Norway and the Russian Federation on the management of the Norwegian Spring-Spawning (Atlanto-Scandian) herring stock in the North-East Atlantic for 2002, separate bilateral arrangements on access to the respective zones of fisheries jurisdiction of the Parties have been concluded.
    The following arrangement between Iceland and Norway shall apply:
    Icelandic fishing vessels are granted access in 2002 to fish 132,080 tonnes of herring in the Fishery Zone around Jan Mayen or in the Norwegian Economic Zone north of 62° N, of which a maximum of 5,900 tonnes of herring may be fished in the Norwegian Economic Zone north of 62° N.
    Norwegian fishing vessels are granted access in 2002 to fish 94,200 tonnes of herring in the Icelandic Economic Zone.
    The Parties will agree upon further provisions on the conditions of the fisheries.

Done at London 9 November 2001.



For the Icelandic     For the Norwegian
Delegation:     Delegation:
Tómas H. Heiðar     Johán H. Williams


Fylgiskjal V.


SAMKOMULAG
milli Íslands og Rússneska sambandsríkisins um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Íslands á árinu 2002.


    1. Með vísan til sameiginlegrar bókunar um niðurstöður viðræðna um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2002, sem undirrituð var í dag af Evrópubandalaginu, Færeyjum, Íslandi, Noregi og Rússneska sambandsríkinu, hafa sendinefndir Íslands og Rússneska sambandsríkisins komið sér saman um að rússneskum fiskiskipum verði veitt heimild til að veiða á árinu 2002 allt að 3.700 lestir af síld innan efnahagslögsögu Íslands austan línu sem er dregin milli eftirtalinna punkta:
    A. 64°00'N–09°00'V
    B. 67°00'N–09°00'V
    C. 69°25'N–13°00'V
    2. Rússnesk yfirvöld skulu tilkynna Fiskistofu Íslands fyrir fram um hvaða fiskiskip hyggjast stunda fiskveiðar innan efnahagslögsögu Íslands og hvaða gerð veiðarfæra verði notuð. Fjöldi þeirra fiskiskipa, sem tilkynnt eru, skal ekki vera meiri en 20. Þeim er ekki heimilað að hefja fiskveiðar fyrr en Fiskistofa Íslands hefur veitt samþykki sitt fyrir veiðum þeirra.

    3. Eftirfarandi reglur gilda um tilkynningar til Landhelgisgæslu Íslands um veru rússneskra skipa innan efnahagslögsögu Íslands og veiðar þeirra þar:

    A. Öll fiskiskip skulu tilkynna, með mest 12 klukkustunda fyrirvara en minnst 6 klukkustunda fyrirvara, um komu sína inn í efnahagslögsögu Íslands og láta í té upplýsingar um aflann um borð.
    B. Öll fiskiskip skulu tilkynna daglega, milli klukkan tíu fyrir hádegi og tólf á hádegi á meðan þau eru innan efnahagslögsögu Íslands, um staðsetningu sína og láta í té upplýsingar um aflann undangengnar 24 klukkustundir.
    C. Þegar skip siglir út úr efnahagslögsögu Íslands ber að tilkynna það og láta í té upplýsingar um allan afla um borð.
    4. Fara skal að með sérstakri gát ef skip eru þétt saman að veiðum á fiskveiðisvæði. Sýna ber hringnótaskipum sérstaka tillitssemi.


London, 9. nóvember 2001.



Fyrir hönd     Fyrir hönd sendinefndar
sendinefndar Íslands:     Rússneska sambandsríkisins:
Tómas H. Heiðar     Yuri Arsentjev

ARRANGEMENT
between Iceland and the Russian Federation
on Access to the Icelandic Economic Zone
in 2002


    1. With reference to the Agreed Record of Conclusions signed today between the European Community, the Faroe Islands, Iceland, Norway and the Russian Federation on the Management of the Norwegian Spring-Spawning (Atlanto-Scandian) herring stock in the North-East Atlantic for 2002, the Delegations of Iceland and the Russian Federation have agreed that Russian fishing vessels shall be granted access in 2002 to take up to 3,700 tonnes of herring within the Icelandic Economic Zone east of a line drawn between the following points:
    A. 64°00'N–09°00'W
    B. 67°00'N–09°00'W
    C. 69°25'N–13°00'W
    2. Russian authorities shall notify the Directorate of Fisheries in Iceland in advance as to which fishing vessels intend to engage in fisheries within the Icelandic Economic Zone and the type of fishing gear to be used. The total number of fishing vessels notified shall not exceed 20. They are not authorised to commence fishing until the Directorate of Fisheries in Iceland has agreed to their fishing.
    3. Regarding notification to the Icelandic Coast Guard on the presence and fishing of Russian vessels within the Icelandic Economic Zone, the following rules shall apply:
    A. Each fishing vessel shall, at a notice of 12 hours maximum but 6 hours minimum, notify of its arrival into the Icelandic Economic Zone and provide information on the catch onboard.
    B. Each fishing vessel shall notify daily between 10 a.m. and 12 noon, while within the Icelandic Economic Zone, of the vessel's position and provide information on the last 24 hours' catch.

    C. A notification shall be given when a vessel sails out of the Icelandic Economic Zone and information shall be provided on the total catch onboard.
    4. In case of high density of fishing vessels in a fishing area, the fishing operations shall be carried out with particular caution. Special consideration shall be shown towards purse seine fishing vessels.

London, 9 November 2001.



For the Delegation     For the Delegation
of Iceland:     of the Russian Federation:
Tómas H. Heiðar     Yuri Arsentjev