Ferill 226. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 484  —  226. mál.




Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Gísla S. Einarssonar um heildarskuldir sjávarútvegsins.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hverjar eru heildarskuldir sjávarútvegsins, erlendis annars vegar og innan lands hins vegar?
     2.      Hver hefur verið þróun eigna- og skuldastöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sl. fjögur ár?
    Í eftirfarandi töflu koma fram upplýsingar um heildarskuldir sjávarútvegsfyrirtækja bæði innan lands og erlendis auk upplýsinga um eignastöðu þessara fyrirtækja. Vísað er til neðanmálsgreina varðandi frekari skýringar á hverjum lið fyrir sig. Í aftasta dálki töflunnar koma svo fram upplýsingar um eiginfjárhlutfall greinarinnar.

     Eignir, skuldir og eiginfjárhlutfall sjávarútvegsfyrirtækja í árslok 1997–2000.
(Allar upphæðir í millj. kr.)


Ár

Eignir1
Skuldir innan lands Skuldir
erlendis
Heildar-
skuldir
Eiginfjár-
hlutfall
19972 170.299 46.349 78.561 124.910 26,7%
19983 188.995 45.960 96.446 142.406 24,7%
19994 219.990 65.015 105.714 170.728 22,4%
2000 255.2955 70.4206     127.6317 198.051 22,4%
Heimild: Seðlabanki Íslands.
1     Við áætlun eigna er hvorki tekið tillit til útgáfu nýs hlutafjár né greidds arðs.
2     Upplýsingar um eignir og skuldir ársins 1997 eru úr Atvinnuvegaskýrslu Þjóðhagsstofnunar fyrir árið 1997.
3    Upplýsingar um eignir og skuldir ársins 1998 eru úr handriti Atvinnuvegaskýrslu Þjóðhagsstofnunar fyrir árið 1998.
4    Eignir og skuldir ársins 1999 eru reiknaðar út frá pöruðum samanburði skulda og eigna úrtaks sjávarútvegsfyrirtækja árin 1998 og 1999.
5    Byggt á framreikningi þar sem gert er ráð fyrir að eignir aukist á milli ára um það sem nemur aukningu skulda og hreinum hagnaði auk endurmats fastafjármuna.
6      Reiknað út frá vexti skulda sjávarútvegsins við lánakerfið.
7    Samkvæmt lánakerfisuppgjöri Seðlabanka Íslands.