Ferill 477. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 779  —  477. mál.




Svar



dóms- og kirkjumálaráðherra við fyrirspurn Kristjáns L. Möllers um flutning fjarvinnsluverkefna og starfa út á land.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvaða fjarvinnsluverkefni og hversu mörg störf á vegum ráðuneytisins og stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins, sem heyra undir ráðuneytið, voru flutt út á land árið 2001, sundurliðað eftir ráðuneytinu, stofnunum og fyrirtækjum, svo og eftir stöðum sem verkefnin og störfin voru flutt til? Enn fremur er óskað eftir skilgreiningu á umræddum störfum.

    Árið 2001 voru hvorki verkefni né störf á vegum ráðuneytisins flutt frá höfuðborgarsvæðinu til staða utan þess. Rekstur undirstofnana ráðuneytisins á sviði dóms- og lögreglumála utan höfuðborgarsvæðisins, sem eru 22 sýslumannsembætti, sex héraðsdómstólar og þrjú fangelsi, var í svipuðu horfi og árið 2000 hvað varðar verkefni og mannahald. Þess skal þó sérstaklega getið að stöðugildum lögreglumanna fjölgaði á árinu um eitt á Sauðárkróki og eitt í Borgarnesi.