Ferill 533. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 943  —  533. mál.




Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um framhaldsskólann í Vestmannaeyjum.

     1.      Hefur farið fram athugun á húsnæði framhaldsskólans í Vestmannaeyjum með tilliti til
                  a.      nemendafjölda skólans,
                  b.      viðhalds húsnæðisins,
                  c.      þarfar á viðbótarhúsnæði?
    Stöðugt er fylgst með húsnæðismálum framhaldsskóla og skólahúsum haldið í eins góðu horfi og fjárráð leyfa á hverjum tíma.

     2.      Ef svo er, hver var niðurstaða könnunarinnar, og ef úrbóta er þörf, hvaða áætlanir hafa verið gerðar til að mæta þeim?
     a.      Í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum eru um 200 nemendur í 3.173 fermetra húsnæði þannig að nokkuð rúmt er um nemendur eða um 16 fermetrar á nemanda. Þótt húsnæðið sé rúmt í fermetrum talið nýtist það illa.
     b.      Á síðasta ári var varið um 11 millj. kr. til viðhalds og fyrirhugað er að verja um 16 millj. kr. til þeirra hluta á þessu ári. Unnið hefur verið að endurnýjun þaks og glugga og í undirbúningi er uppsetning á brunaviðvörunarkerfi. Á næsta ári verður m.a. væntanlega lokið við að steina framhlið skólahússins.
     c.      Allmörg undanfarin ár hefur íbúum heldur fækkað í Vestmannaeyjum og því bendir ekkert til að nemendum skólans fjölgi snögglega á næstunni. Viðræður hafa farið fram um viðbótarhúsnæði og endurskipulag á núverandi húsnæði og hugmyndir verið settar fram en ákvarðanir hafa ekki verið teknar um framkvæmdir.