Ferill 708. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1147  —  708. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um eftirlitsgjöld á kjöti.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hver er núverandi innheimta á eftirlitsgjaldi, sundurliðað eftir kjöttegundum?
     2.      Hvernig skiptist kostnaður við eftirlit í sláturhúsum eftir:
                  a.      kjöttegundum,
                  b.      eftir kjöttegundum og
                      1.      vinnu dýralækna við heilbrigðiseftirlit,
                      2.      vinnu aðstoðarmanna dýralækna,
                      3.      sýnatöku?
     3.      Hvernig er háttað verktöku þeirra sem taka sýni til greiningar, þ.e. er óskað tilboða eða unnið í tímavinnu?
     4.      Hvernig hefur kostnaður við sýnatöku þróast síðustu fimm ár, sundurliðað eftir kjöttegundum?
     5.      Hver er núverandi innheimta á yfirkjötmatsgjaldi?
     6.      Hver er kostnaður við kjötmat, sundurliðað eftir búgreinum?


Skriflegt svar óskast.