Ferill 698. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1370  —  698. mál.




Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur um kostnað Landsvirkjunar við undirbúning orkuöflunar í þágu Noral-verkefnisins.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver var kostnaður Landsvirkjunar við undirbúning orkuöflunar í þágu Noral-verkefnisins á árabilinu 1997–2002, sundurliðað eftir helstu verkþáttum og árum?

    Ráðuneytið leitaði til Landsvirkjunar um svör við fyrirspurninni.
    Kostnaður Landsvirkjunar við undirbúning orkuöflunar í þágu Noral-verkefnisins á árabilinu 1997–2002 nemur 2.576 millj. kr. á verðlagi janúar 2002. Þessi kostnaður skiptist þannig að 2.162 millj. kr. hefur verið varið til undirbúnings Kárahnjúkavirkjunar, en 155 millj. kr. til undirbúnings flutningsvirkja. Þá var kostnaður Landsvirkjunar vegna undirbúnings Fljótsdalsvirkjunar 259 millj. kr. á árunum 1997–2000.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Skipting þessa kostnaðar á verkþætti og ár er sem hér segir, í millj. kr. á verðlagi janúar 2002: