Samkeppnisstaða atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni

Fimmtudaginn 06. febrúar 2003, kl. 14:52:49 (3573)

2003-02-06 14:52:49# 128. lþ. 74.8 fundur 18. mál: #A samkeppnisstaða atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni# þál., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 128. lþ.

[14:52]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Í ræðu sinni áðan ræddi hv. þm. Lúðvík Bergvinsson um kjör bænda. Það er að sönnu rétt að þau eru misjöfn. Ég tel reyndar að staða kúabænda sé mjög góð um þessar mundir og því má þakka góðum búvörusamningi.

Það er von að við höfum áhyggjur af kjörum sauðfjárbænda því að þau eru ekki nægilega góð. Því vil ég spyrja hv. þm., ef hann vill gera svo lítið að hlýða á andsvar mitt (Gripið fram í.) og spurningu mína til hans: Hvaða tillögur hefur hv. þm. til að bæta kjör sauðfjárbænda? Er hann tilbúinn til að standa að auknu fjármagni til greinarinnar? Er hann tilbúinn til þess að verja greinina fyrir innflutningi landbúnaðarvara erlendis frá?