Þriðja kynslóð farsíma

Fimmtudaginn 06. mars 2003, kl. 21:35:04 (4558)

2003-03-06 21:35:04# 128. lþ. 90.8 fundur 659. mál: #A þriðja kynslóð farsíma# frv., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 128. lþ.

[21:35]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég bara ítreka það sem ég hef margsagt í þessari umræðu. Ástæðan fyrir því að við notum þessa aðferð, útboðsaðferð sem kennd hefur verið við fegurðarsamkeppni, er fyrst og fremst að reyna að tryggja útbreiðslu, þ.e. þjónustu um landið allt. Ég tel að þessi leið sé besti kosturinn miðað við okkar stöðu. Uppboð hefði ekki á nokkurn hátt, nema síður væri, tryggt þau markmið okkar að hafa sem útbreiðslu á þessari þriðju kynslóð farsíma sem við gerum ráð fyrir að hér verði komið upp.