Búnaðarlög

Þriðjudaginn 29. október 2002, kl. 15:11:44 (744)

2002-10-29 15:11:44# 128. lþ. 15.8 fundur 241. mál: #A búnaðarlög# (erfðanefnd) frv., landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 128. lþ.

[15:11]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er svo heppinn að ég hef ferðast mikið um Ísland og komið víða, komið á Kárahnjúkasvæðið (Gripið fram í.) o.s.frv. Ég kann vel að lýsa fegurð Íslands og reyni að gera það upp við mig í hvert sinn þegar um framkvæmdir er að ræða hvort þær séu þess virði að fara í þær eða hvort ekki eigi að gera það. Þetta verða menn að meta.

Ég man ekki eftir einu einasta máli hér í framfaraátt á þessu kjörtímabili sem Vinstri grænir hafa stutt. Hv. þm. getur þá komið hér upp og frætt mig um það mál. Mig langar að heyra frá því.