Fjáraukalög 2002

Fimmtudaginn 05. desember 2002, kl. 12:08:38 (2148)

2002-12-05 12:08:38# 128. lþ. 47.1 fundur 66. mál: #A fjáraukalög 2002# frv., SvH (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 128. lþ.

[12:08]

Sverrir Hermannsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Sjálfsagt er það hlutverk framkvæmdarvaldsins í fyrsta falli að túlka þau lög sem það fær í hendur. Það hefði þess vegna átt að hafa afskipti af orðræðum hér nú og forseti hefði að sínu leyti getað sinnt því einnig.

En við túlkun laga er ekki einvörðungu farið eftir orðanna hljóðan í þeim afgreiðslum sem Alþingi gerir. Það er líka skyggnst um í umræðum um mál. Þar kunna að koma upp fleiri atriði sem skýra eðli málsins og útlistun, ég tali ekki um álit nefnda. Fyrir því er það að álit iðnn. sem hér var nefnt hlýtur að hafa afar sterk ef ekki afgerandi áhrif á túlkun afgreiðslunnar sem hér fór fram.

(Forseti (GÁS): Forseta er nú ekki alveg ljóst hvernig þetta innskot lýtur að fundarstjórn forseta.)

Hann ræður því.