Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 243. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 247  —  243. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um aðild að alþjóðasamningi um verndun túnfiska í Atlantshafi.

(Lögð fyrir Alþingi á 128. löggjafarþingi 2002–2003.)




    Alþingi ályktar að heimila að Ísland gerist aðili að alþjóðasamningi um verndun túnfiska í Atlantshafi sem gerður var í Ríó de Janeiró 14. maí 1966.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til að Ísland gerist aðili að alþjóðasamningi um verndun túnfiska í Atlantshafi sem gerður var í Ríó de Janeiró 14. maí 1966, hér eftir nefndur Atlantshafstúnfiskveiðisamningurinn. Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal með tillögu þessari.
    Atlantshafstúnfiskveiðisamningurinn tekur til verndunar um 30 tegunda túnfisks og annarra áþekkra fisktegunda í Atlantshafi og aðliggjandi innhöfum með sjálfbæra hámarksnýtingu stofna þessara tegunda að markmiði. Í því skyni var með samningnum stofnað sérstakt ráð, Alþjóðaráð um verndun túnfiska í Atlantshafi, sem oftast er nefnt Atlantshafstúnfiskveiðiráðið. Heiti ráðsins á ensku er „International Commission for the Conservation of Atlantic Tunas“ og er það skammstafað ICCAT. Ráðinu er ætlað að vinna að markmiðum samningsins. Aðilar að samningnum eru alls 32, en þar á meðal er Evrópusambandið fyrir hönd sinna aðildarríkja. Skrifstofa ráðsins er í Madríd.
    Frá árinu 1995 hefur Ísland haft áheyrnaraðild að Atlantshafstúnfiskveiðiráðinu. Áheyrnaraðild fylgir málfrelsi, sem þó er háð mati fundarstjóra, á fundum ráðsins og við vinnu nefnda sem settar eru á laggirnar á þess vegum. Á vettvangi ráðsins hefur Ísland ítrekað lýst óánægju með núverandi skiptingu veiðiheimilda, sem eingöngu byggist á veiðireynslu og gefur Íslandi þannig engan veiðirétt, og lagt áherslu á að tekið verði tillit til réttar strandríkja við úthlutun aflaheimilda. Þetta sjónarmið Íslendinga nýtur nú vaxandi hljómgrunns innan ráðsins og nýverið komst vinnuhópur ráðsins um endurskoðun reglna um úthlutun veiðiheimilda að niðurstöðu þar sem segir m.a. að tillit skuli tekið til réttinda og hagsmuna strandríkja við úthlutun veiðiheimilda.
    Nú þegar þessi vinnuhópur hefur lokið verki sínu er ljóst að innan Atlantshafstúnfiskveiðiráðsins mun eiga sér stað endurúthlutun aflaheimilda. Ætli Íslendingar að stunda túnfiskveiðar í framtíðinni er mikilvægt að Ísland sé fullgildur aðili að ráðinu þegar viðræður um endurúthlutun eiga sér stað. Þær viðræður munu hefjast formlega á ársfundi ráðsins 28. október – 4. nóvember 2002.

Túnfiskveiðar í Atlantshafi.
    Í Atlantshafi eru stundaðar veiðar á um 30 tegundum túnfiska og áþekkra tegunda. Útbreiðsla flestra þeirra er bundin við hitabeltis- og heittempruð hafsvæði og eingöngu ein túnfisktegund, bláuggatúnfiskur, gengur inn á íslensk hafsvæði. Hann er mikill sundfiskur og í göngum milli hrygninga- og fæðuslóða getur sundhraðinn náð allt að 90 km á klst. Bláuggatúnfiskur er einn af helstu svokölluðum víðförulum fiskstofnum og ganga sömu fiskar til að mynda inn í lögsögu Íslands og Tyrklands. Heildarútbreiðslusvæði bláuggatúnfisks í Norður- Atlantshafi er talið ná frá Grænhöfðaeyjum til Noregs í austri og frá ströndum Brasilíu til Nýfundnalands vestan megin Atlantshafs. Talið er að um tvo stofna sé að ræða og liggur skipting þeirra um 45. lengdargráðu vestlægrar lengdar. Það svæði sem Atlantshafstúnfiskveiðiráðið stjórnar veiðum á er þó enn víðáttumeira því hinar ýmsu tegundir túnfiska veiðast ekki aðeins um allt Atlantshaf heldur einnig í aðliggjandi innhöfum eins og Miðjarðarhafi og Mexíkóflóa. Stjórnunarsvæði ráðsins er því mun stærra en svæði fiskveiðistjórnarstofnana á borð við Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndina (NEAFC) og Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðistofnunina (NAFO).
    Túnfiskur hefur ekki verið veiddur að ráði innan íslensku efnahagslögsögunnar og er reynsla Íslendinga af túnfiskveiðum því mjög takmörkuð. Túnfiskur er hins vegar með dýrari fiskafurðum og vaxtarmöguleikar íslenskrar túnfiskútgerðar því talsverðir. Um tuttugu þjóðir stunda veiðar á túnfiski í Norður-Atlantshafi og eru afkastamestir Evrópusambandið (Frakkar, Ítalir og Spánverjar), Tyrkir og Japanir, en langstærstur hluti aflans fer á markaði í Japan.
    Hafrannsóknastofnunin hefur á hverju hausti frá 1996 stundað tilraunaveiðar á túnfiski innan íslensku efnahagslögsögunnar í samvinnu við japanskar túnfiskútgerðir. Tvö til fimm japönsk túnfiskveiðiskip hafa tekið þátt í veiðunum og veitt hluta af úthlutuðum ICCAT- kvóta sínum innan íslensku lögsögunnar. Starfsmaður Hafrannsóknastofnunarinnar hefur verið um borð í hverju skipi og skráð upplýsingar um veiðarfæri og afla, auk þess að safna sýnum úr fiskunum til rannsókna í landi. Markmið veiðanna er í fyrsta lagi að fylgjast með göngum túnfisks um íslensk hafsvæði og kanna veiðanleika hans þar og í öðru lagi að afla upplýsinga um vist- og líffræði túnfisksins sem varpað gætu ljósi á göngur hans norður á bóginn. Með veiðunum hefur verið sýnt fram á að stór túnfiskur gengur inn í íslensku lögsöguna á haustin, þótt ekki sé hægt að fullyrða hvort um stöðugt fyrirbæri sé að ræða. Samhliða veiðum japönsku skipanna hefur eitt íslenskt skip stundað veiðar á túnfiski, en fleiri skip sem hafa búnað til veiðanna eru að bætast í flotann og vonir standa til þess að íslensk skip muni stunda túnfiskveiðar að staðaldri í framtíðinni.

Meginatriði Atlantshafstúnfiskveiðisamningsins.
     Markmið og gildissvið. Samkvæmt samningnum er markmið hans að samningsaðilar vinni sameiginlega að því að halda stofnum túnfisks og áþekkra fisktegunda í Atlantshafi í ástandi sem getur gefið af sér hámarkslangtímaafla til manneldis og annarra nota. Með hliðsjón af þessum sameiginlegu hagsmunum hafa samningsaðilar komið sér saman um verndun þessara auðlinda. Samningurinn tekur til svæðis sem nær yfir allt Atlantshaf og aðliggjandi innhöf.
     Atlantshafstúnfiskveiðiráðið. Í 3. gr. samningsins eru ákvæði um Atlantshafstúnfiskveiðiráðið sem starfrækt er á vegum samningsaðila til að vinna að þeim markmiðum sem að er stefnt með samningnum. Í 4. gr. er fjallað um verkefni ráðsins sem felast m.a. í athugunum á stofnum túnfisks og áþekkra fisktegunda. Slíkar athuganir fela í sér rannsóknir á stofnstærð fisktegundanna og vistfræði þeirra, svo og haffræðilegar rannsóknir á umhverfi þeirra, auk rannsókna á þeim þáttum í náttúrunni og af mannavöldum sem áhrif hafa á stærð stofnanna. Til að rækja þetta hlutverk skal ráðið, eftir því sem unnt er, nýta sér tæknilega og vísindalega þjónustu opinberra stofnana á vegum samningsaðila og upplýsingar frá þeim, en að auki getur ráðið látið gera sjálfstæðar rannsóknir. Ráðið skal þannig safna og greina talnagögn um stöðu og framvindu túnfiskveiða á samningssvæðinu, athuga og greina upplýsingar um ráðstafanir og aðgerðir sem ætlað er að ná fram markmiðum samningsins, gera tillögur til samningsaðila um athuganir og rannsóknir og gefa út skýrslur um niðurstöður sínar.
     Framkvæmdastjórn, nefndir og framkvæmdastjóri. Innan Atlantshafstúnfiskveiðiráðsins starfar sérstök framkvæmdastjórn sem annast þau verkefni sem henni eru fengin með samningnum eða falin af ráðinu. Í henni sitja formaður ráðsins og varaformenn. Ráðið getur auk þess skipað sérstakar nefndir til að ná fram markmiðum samningsins. Starfandi eru fjölmargar slíkar nefndir og gegna sumar þeirra veigamiklu hlutverki í starfi ráðsins. Mikilvægastar eru stjórnunarnefndirnar sem kveðið er á um í 6. gr. samningsins. Þær eru fjórar talsins og tekur verkaskipting þeirra mið af fisktegundum, tegundaflokkum og hafsvæðum. Hverri stjórnunarnefnd er skylt að hafa eftirlit með þeirri fisktegund, tegundaflokki eða hafsvæði sem umboð hennar nær til og safna vísindalegum og öðrum gögnum þar um. Mikilvægi stjórnunarnefndanna kemur einkum fram í því að þeim er heimilt að leggja fyrir ráðið tillögur, á grundvelli vísindalegra rannsókna, um sameiginlegar aðgerðir af hálfu allra samningsaðila, þ.e. hvernig veiðum skuli háttað. Öllum aðildarríkjum er frjálst að taka þátt í starfi þeirra stjórnunarnefnda sem þau óska.
    Auk stjórnunarnefndanna eru starfandi nokkrar fastanefndir: fjármála- og umsýslunefnd (Standing Committee on Finance and Administration, STACFAD) sem er ráðgefandi um stjórnunarhætti, fjármál, fundahöld og útgáfu á vegum ráðsins; verndunarnefnd (Permanent Working Group on ICCAT Statistics and Conservation Measures, PWG) sem hefur eftirlit með veiðum ríkja sem eru ekki aðilar að samningnum; eftirlitsnefnd (Compliance Committee) sem fylgist með því hvernig samningsaðilar framfylgja skuldbindingum sínum og loks vísindanefnd (Standing Committee on Research and Statistics, SCRS) sem hefur á sinni könnu yfirstjórn allra rannsókna og stofnstærðarathugana. Að auki eru starfandi fjölmargar undirnefndir fastanefndanna og sérstakir vinnuhópar.
    Ráðið tilnefnir jafnframt framkvæmdastjóra sem starfar samkvæmt ákvörðunum þess. Honum er m.a. ætlað að samræma rannsóknaráætlanir samningsaðila, efna til samvinnu við aðrar alþjóðlegar fiskveiðistjórnarstofnanir og vísindastofnanir og undirbúa gagnasöfnun og -vinnslu sem er nauðsynleg til að ná markmiðum samningsins.
     Fiskveiðistjórn ráðsins. Í 8. gr. samningsins er að finna helsta stjórnunartæki samningsins, en það er heimild fyrir ráðið til að gera samþykktir er gilda skulu sem reglur um nýtingu þeirra túnfiskstofna sem samningurinn tekur til. Samþykktir ráðsins um þetta efni eru bindandi fyrir alla samningsaðila. Einstök ríki geta þó mótmælt samþykktum ráðsins og eru þau þá undanþegin þeim. Ráðið fer því ekki með yfirþjóðlegt vald og fullveldisréttindi samningsaðila eru óskert. Komi meiri hluti samningsaðila á framfæri mótmælum við einhverri samþykkt ráðsins í þessum efnum tekur hún ekki gildi. Samþykktir ráðsins eru jafnan gerðar að fengnum tillögum stjórnunarnefnda ráðsins. Í 9. gr. er fjallað um þá skuldbindingu samningsaðila að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að samningnum verði framfylgt. Þar er enn fremur kveðið á um samvinnu milli ráðsins og samningsaðila um gagnaöflun vegna rannsókna á túnfiskstofnunum.
    Í samningnum eru ákvæði um þátttöku samningsaðila í kostnaði við rekstur Atlantshafstúnfiskveiðiráðsins. Hver samningsaðili greiðir hóflega upphæð árlega fyrir aðild sína að ráðinu og sömu upphæð fyrir aðild að hverri stjórnunarnefnd ráðsins sem viðkomandi samningsaðili á sæti í. Í samningnum er einnig kveðið á um samstarf við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), en framkvæmdastjóri hennar er vörsluaðili samningsins. Einnig er gert ráð fyrir að Atlantshafstúnfiskveiðiráðið eigi samstarf við aðrar alþjóðlegar fiskveiðistjórnarstofnanir og vísindastofnanir og því er að sama skapi heimilt að bjóða alþjóðasamtökum og hvaða aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sem er að senda áheyrnarfulltrúa á fundi ráðsins og nefnda þess.
     Ákvarðanataka. Hver samningsaðili fer með eitt atkvæði á fundum ráðsins og eru ákvarðanir teknar með einföldum meiri hluta, nema í sérstökum undantekningartilvikum, en þá eru þær teknar með 2/ 3 hlutum atkvæða. Fundur þar sem 2/ 3 hlutar samningsaðila eiga fulltrúa telst ályktunarhæfur. Samþykki 3/ 4 hluta samningsaðila þarf til að gera breytingar á samningnum.

Úthafsveiðisamningur Sameinuðu þjóðanna.
    Svonefndur úthafsveiðisamningur Sameinuðu þjóðanna, sem gerður var í New York 4. ágúst 1995, hefur verulega þýðingu í sambandi við aðild Íslands að Atlantshafstúnfiskveiðisamningnum. Fullt heiti fyrrnefnda samningsins er „samningur um framkvæmd ákvæða hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna frá 10. desember 1982 um verndun deilistofna og víðförulla fiskstofna og stjórnun veiða úr þeim“, en túnfiskstofnar teljast til víðförulla fiskstofna. Úthafsveiðisamningurinn var fullgiltur af Íslands hálfu 14. febrúar 1997, en Alþingi hafði heimilað fullgildingu samningsins með ályktun 19. desember 1996, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 8/1997. Samningurinn öðlaðist gildi 11. desember 2001, þrjátíu dögum eftir að þrítugasta ríkið afhenti fullgildingarskjal sitt.
    Einn meginþáttur úthafsveiðisamningsins eru reglur III. hluta hans um samstarf ríkja. Þar er gert ráð fyrir að strandríki og úthafsveiðiríki starfi saman á vettvangi svæðisbundinna fiskveiðistjórnarstofnana að verndun og nýtingu deilistofna og víðförulla fiskstofna. Ef fyrir hendi er svæðisbundin stofnun, sem er bær til að ákveða verndunar- og stjórnunarráðstafanir vegna tiltekinna stofna, skulu ríki sem veiða úr stofnunum á úthafinu og viðkomandi strandríki uppfylla samstarfsskyldu sína með því að gerast aðilar að stofnuninni, ef þau eru það ekki fyrir. Ríki sem hvorki eru aðilar að viðkomandi stofnun né fallast á að hlíta verndunar- og stjórnunarráðstöfunum er hún hefur ákveðið fá samkvæmt úthafsveiðisamningnum ekki aðgang að þeim auðlindum sem þessar ráðstafanir ná til.
    Ísland er að þjóðarétti bundið af ákvæðum úthafsveiðisamningsins og ákvæði hans vega því þungt þegar kemur að ákvörðun um aðild Íslands að Alþjóðatúnfiskveiðiráðinu. Ráðið er svæðisbundin stofnun sem er bær til að ákveða verndunar- og stjórnunarráðstafanir vegna túnfiskstofna í Atlantshafi. Aðild að ráðinu er því nauðsynlegt þjóðréttarlegt skilyrði fyrir því að íslensk fiskiskip geti í framtíðinni stundað veiðar úr stofnum sem ráðið stjórnar veiðum úr.
    Íslendingar hafa um áratugaskeið verið í fararbroddi þjóða á sviði hafréttar og ötulir talsmenn sjálfbærrar nýtingar lifandi auðlinda hafsins. Forsenda slíkrar nýtingar á fiskstofnum sem veiðast á úthafinu er að veiðum sé stjórnað af þar til bærum svæðisbundnum stofnunum sem móta sameiginlega veiðistjórnun á vísindalegum grundvelli. Ísland er nú þegar aðili að slíkum svæðisbundnum stofnunum og má þar nefna Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndina (NEAFC) og Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðistofnunina (NAFO). Eins og að framan greinir telst Atlantshafstúnfiskveiðiráðið vera bær fiskveiðistjórnarstofnun í skilningi III. kafla úthafsveiðisamningsins. Það er því rökrétt skref fyrir Ísland að gerast aðili að Atlantshafstúnfiskveiðisamningnum og í raun forsenda þess að íslensk fiskiskip geti stundað túnfiskveiðar í framtíðinni.
    Sjávarútvegsráðuneytið hefur staðfest að aðild að Atlantshafstúnfiskveiðisamningnum kalli ekki á lagabreytingar hér á landi.


Fylgiskjal.


ALÞJÓÐASAMNINGUR
UM VERNDUN TÚNFISKA
Í ATLANTSHAFI


Inngangsorð.

    Ríkisstjórnirnar, en fulltrúar þeirra með fullt umboð hafa undirritað samning þennan, sem hafa hliðsjón af sameiginlegum hagsmunum sínum af túnfiskstofnum og stofnum áþekkra fisktegunda í Atlantshafi og vilja vinna sameiginlega að því að viðhalda ástandi þessara fiskstofna þannig að unnt sé að stunda sjálfbærar hámarksveiðar til fæðuöflunar og annarra nota, ásetja sér að gera samning um verndun túnfisks og áþekkra fisktegunda í Atlantshafi og eru í því skyni ásáttar um eftirfarandi:

I. gr.

    Svæðið, sem samningur þessi tekur til, hér á eftir nefnt „samningssvæðið“, skal ná yfir allt Atlantshaf, þar með talin aðliggjandi innhöf.


II. gr.

    Ekkert í samningi þessum skal túlka með þeim hætti að hafi áhrif á réttindi, kröfur eða sjónarmið hvaða samningsaðila sem er með tilliti til landhelgismarka eða víðfeðmi fiskveiðilögsögu samkvæmt þjóðarétti.

III. gr.

1.     Samningsaðilar samþykkja hér með að koma á fót og starfrækja ráð undir heitinu Alþjóðaráð um verndun túnfiska í Atlantshafi, hér á eftir nefnt „ráðið“, sem skal vinna að markmiðum þeim sem sett eru fram í samningi þessum.

2.     Hver samningsaðili skal eiga allt að þrjá fulltrúa í ráðinu. Fulltrúar þessir mega njóta aðstoðar sérfræðinga og ráðgjafa.

3.     Ákvarðanir í ráðinu skal taka með atkvæðum meiri hluta samningsaðila þar sem hver samningsaðili hefur eitt atkvæði nema kveðið sé á um annað í samningi þessum. Tveir þriðju hlutar samningsaðila telst ályktunarbær meiri hluti.
4.     Halda ber reglulegan fund í ráðinu einu sinni á tveggja ára fresti. Heimilt er að boða til aukafundar hvenær sem er að ósk meiri hluta samningsaðila eða með ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar eins og heimilað er í V. gr.
5.     Á fyrsta fundi sínum, og síðan á hverjum reglulegum fundi, kýs ráðið sér formann, fyrsta varaformann og annan varaformann úr röðum samningsaðila og er heimilt að endurkjósa þá einu sinni.

6.     Fundi ráðsins og undirstofnana þess skal halda fyrir opnum tjöldum nema ráðið ákveði annað.

7.     Opinber tungumál ráðsins eru enska, franska og spænska.
8.     Ráðinu skal heimilt að setja sér nauðsynlegar starfsreglur og fjárhagsreglugerðir til þess að gegna hlutverki sínu.
9.     Ráðið skilar skýrslu til samningsaðila um starfsemi sína og niðurstöður á tveggja ára fresti og veitir enn fremur öllum samningsaðilum upplýsingar um hvert það málefni sem tengist markmiðum samningsins þegar þess er óskað.

IV. gr.

1.     Ráðið skal, í því skyni að ná markmiðum samnings þessa, annast athuganir á túnfiskstofnum og stofnum áþekkra fisktegunda ( Scombriformes að undanskildum ættunum Trichiuridae og Gempylidae og ættkvíslinni Scomber) og öðrum fisktegundum sem eru nýttar samhliða túnfiskveiðum á samningssvæðinu og aðrar alþjóðlegar fiskveiðistjórnarstofnanir stunda ekki rannsóknir á. Í slíkum athugunum skulu felast rannsóknir á stofnstærð, líffræðilegri tölvísi og vistfræði fiskanna, haffræðilegar rannsóknir á umhverfi þeirra og rannsóknir á áhrifum þátta í náttúrunni og þátta, sem má rekja til mannlegra athafna, á stofnstærð þeirra. Ráðið skal, í því skyni að sinna þessum skyldum sínum og eins og frekast er unnt, nýta sér tæknilega og vísindalega þjónustu opinberra stofnana samningsaðilanna og stjórnardeilda þeirra og upplýsingar frá þeim og því er heimilt, eftir því sem æskilegt er, að nýta sér fáanlega þjónustu og upplýsingar frá opinberum eða einkareknum stofnunum, samtökum eða einstaklingum og enn fremur, innan marka fjárhagsáætlunar sinnar, að ráðast í sjálfstæðar rannsóknir til viðbótar þeim rannsóknum sem ríkisstjórnir, innlendar stofnanir eða aðrar alþjóðastofnanir stunda.
2.     Í því að beita ákvæðum 1. mgr. þessarar greinar felst meðal annars:
a)    að safna og greina talnagögn um núverandi skilyrði og þróun þeirra auðlinda á samningssvæðinu sem túnfiskveiðar eru byggðar á;

b)    að kanna og leggja mat á upplýsingar um ráðstafanir og aðferðir til að tryggja að túnfiskstofnum og stofnum áþekkra fisktegunda á samningssvæðinu sé haldið við í þeim mæli sem gerir sjálfbærar hámarksveiðar mögulegar og tryggir skilvirka nýtingu þessara fisktegunda á þann hátt sem samræmist slíkum veiðum;
c)    að leggja tillögur fyrir samningsaðila um athuganir og rannsóknir;
d)    að gefa út og dreifa með öðrum hætti skýrslum um niðurstöður ráðsins og talnagögnum, ásamt líffræðilegum upplýsingum og öðrum vísindalegum upplýsingum er lúta að túnfiskveiðum á samningssvæðinu.

V. gr.

1.     Innan ráðsins skal mynda framkvæmdastjórn sem í eiga sæti formaður og varaformenn ráðsins, ásamt fulltrúum frá að minnsta kosti fjórum og allt að átta samningsaðilum. Kjósa skal um það, á hverjum reglulegum fundi ráðsins, hvaða samningsaðilar skuli eiga fulltrúa í framkvæmdastjórninni. Fari fjöldi samningsaðila yfir fjörutíu er ráðinu þó heimilt að kjósa tvo samningsaðila til viðbótar sem skulu eiga fulltrúa í framkvæmdastjórninni. Fulltrúa þeirra samningsaðila, sem formaðurinn og varaformennirnir koma frá, skal ekki kjósa í framkvæmdastjórnina. Þegar kosið er til framkvæmdastjórnar skal ráðið taka tilhlýðilegt tillit til hagsmuna einstakra samningsaðila að því er varðar landfræðilega legu þeirra og túnfiskveiðar og -vinnslu og til jafns réttar samningsaðila til setu í framkvæmdastjórninni.


2.     Framkvæmdastjórnin skal vinna þau verk sem henni eru falin með samningi þessum eða ráðið tilnefnir hana til að vinna og skal koma saman að minnsta kosti einu sinni á tímabilinu milli reglulegra funda ráðsins. Framkvæmdastjórnin skal, milli funda ráðsins, taka nauðsynlegar ákvarðanir um skyldustörf starfsmanna og gefa framkvæmdastjóranum nauðsynleg fyrirmæli. Framkvæmdastjórnin tekur ákvarðanir í samræmi við reglur sem ráðið setur.


VI. gr.

    Ráðinu er heimilt, í því skyni að ná markmiðum samnings þessa, að skipa nefndir sem hafa fisktegundir, tegundaflokka eða hafsvæði að viðfangsefni. Hver slík nefnd
a)    skal annast eftirlit með þeirri fisktegund, þeim tegundaflokki eða því hafsvæði sem er á hennar sviði og söfnun vísindalegra og annarra upplýsinga þar um;
b)    hefur heimild til að beina til ráðsins tilmælum sem eru byggð á vísindarannsóknum og fjalla um sameiginlegar aðgerðir samningsaðilanna;
c)    getur mælt með því við ráðið að fram fari nauðsynlegar athuganir og rannsóknir til að afla upplýsinga um þá fisktegund, þann tegundaflokk eða það hafsvæði sem er á verksviði hennar og að rannsóknaráætlanir samningsaðila séu samræmdar.

VII. gr.

    Ráðið skal tilnefna framkvæmdastjóra sem skal starfa samkvæmt ákvörðunum ráðsins. Framkvæmdastjórinn hefur umboð til þess að ráða og stýra starfsliði ráðsins samkvæmt þeim reglum og því verklagi sem ráðið kann að ákveða. Eftirfarandi þættir falla meðal annars undir verksvið hans, eftir því sem ráðið kann að mæla fyrir um:

a)    að samræma rannsóknaráætlanir samningsaðila;

b)    að undirbúa fjárhagsáætlanir til umfjöllunar í ráðinu;
c)    að veita greiðsluheimildir í samræmi við fjárhagsáætlun ráðsins;
d)    að annast reikningshald sjóða ráðsins;
e)    að undirbúa samvinnu við þær stofnanir sem um getur í XI. gr. samnings þessa;
f)    að undirbúa söfnun og vinnslu nauðsynlegra gagna til að ná markmiðum samningsins, einkum gagna um yfirstandandi veiðar úr túnfiskstofnum og sjálfbærar hámarksveiðar úr sömu stofnum;

g)    að ganga frá og leggja fyrir ráðið til samþykktar skýrslur frá ráðinu eða undirstofnunum þess um vísindarannsóknir, stjórnsýslu og annað.

VIII. gr.

         1. a) Ráðið getur, á grundvelli vísindagagna, lagt fram tilmæli sem miða að því að viðhalda ástandi túnfiskstofna og álíkra fiskstofna, sem er heimilt að veiða úr á samningssvæðinu, þannig að unnt sé að stunda sjálfbærar hámarksveiðar. Fyrrnefnd tilmæli skulu gilda gagnvart samningsaðilum með þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í 2. og 3. mgr. þessarar greinar.

b)    Tilmælin, sem um getur hér að framan, skulu lögð fram:
    i)        að frumkvæði ráðsins, hafi viðkomandi nefnd ekki verið skipuð, eða með samþykki að minnsta kosti tveggja þriðju hluta allra samningsaðila, hafi viðkomandi nefnd verið skipuð;
    ii)    að tillögu viðkomandi nefndar, hafi slík nefnd verið skipuð;
    iii)    að tillögu viðkomandi nefnda, fjalli viðkomandi tilmæli um fleiri en eitt hafsvæði, eina fisktegund eða einn tegundaflokk.

2.     Tilmæli skv. 1. mgr. þessarar greinar skulu taka gildi gagnvart öllum samningsaðilum sex mánuðum eftir þann dag er ráðið tilkynnir samningsaðilum um tilmælin, með fyrirvara um ákvæði 3. mgr. þessarar greinar.

         3. a) Komi samningsaðili, þegar um ræðir tilmæli skv. i-lið b-liðar 1. mgr. hér að framan, eða samningsaðili, sem á sæti í hlutaðeigandi nefnd, og þegar um ræðir tilmæli skv. ii- eða iii-lið b- liðar 1. mgr. hér að framan, á framfæri við ráðið mótmælum gegn slíkum tilmælum innan sex mánaða tímabilsins sem kveðið er á um í 2. mgr. hér að framan skulu tilmælin ekki taka gildi næstu 60 daga eftir það.

b)    Að svo búnu getur hver annar samningsaðili komið á framfæri mótmælum áður en 60 daga viðbótartímabilinu lýkur eða innan 45 daga frá þeim degi er tilkynnt er um mótmæli sem annar samningsaðili ber fram á slíku 60 daga viðbótartímabili og skal miða við þá dagsetningu sem er síðar.
c)    Tilmælin skulu taka gildi í lok viðbótartímabilsins eða -tímabilanna þegar heimilt er að bera fram mótmæli nema gagnvart þeim samningsaðilum sem hafa komið mótmælum á framfæri.
d)    Hafi aðeins einn samningsaðili eða færri en fjórði hver samningsaðili komið mótmælum á framfæri gegn tilmælum, í samræmi við a- og b- liði hér að framan, skal ráðið þó án tafar tilkynna samningsaðilanum eða -aðilunum, sem komu slíkum mótmælum á framfæri, að þau séu ekki tekin gild.
e)    Í því tilviki sem um getur í d-lið hér að framan skal hlutaðeigandi samningsaðili eða -aðilar fá 60 daga til viðbótar frá dagsetningu umræddrar tilkynningar til að ítreka mótmæli sín. Að þeim tíma liðnum skulu tilmælin taka gildi nema gagnvart þeim samningsaðilum sem hafa borið fram mótmæli og ítrekað þau innan tilgreinds frests.


f)    Hafi fleiri en fjórði hver samningsaðili, en þó ekki meiri hluti þeirra, borið fram mótmæli gegn tilmælum, í samræmi við ákvæði a- og b-liða hér að framan, skulu tilmælin taka gildi gagnvart þeim samningsaðilum sem hafa ekki komið mótmælum á framfæri.

g)    Hafi meiri hluti samningsaðila komið mótmælum á framfæri skulu tilmælin ekki taka gildi.

4.     Hverjum samningsaðila, sem hefur mótmælt tilmælum, er hvenær sem er heimilt að draga mótmæli sín til baka og skulu tilmælin þá þegar í stað taka gildi gagnvart þeim samningsaðila, séu þau þegar í gildi, eða jafnskjótt og þau kunna að taka gildi samkvæmt skilmálum þessarar greinar.

5.     Ráðið skal tilkynna öllum samningsaðilum án tafar um sérhver mótmæli sem því berast og um það þegar mótmæli eru dregin til baka og tilmæli taka gildi.

IX. gr.

1.     Samningsaðilar eru ásáttir um að grípa til allra nauðsynlegra aðgerða til þess að tryggja að samningi þessum sé framfylgt. Hver samningsaðili skal senda ráðinu, á tveggja ára fresti eða þegar ráðið kann að telja slíkt nauðsynlegt, yfirlýsingu um þær aðgerðir sem hann hefur gripið til í þeim tilgangi.
2.     Samningsaðilar eru ásáttir um:
a)    að láta í té, að beiðni ráðsins, öll fyrirliggjandi talnagögn, ásamt líffræðilegum upplýsingum og öðrum vísindalegum upplýsingum sem ráðið kann að þarfnast í því skyni að ná fram markmiðum samnings þessa;
b)    að heimila ráðinu að afla fyrrnefndra upplýsinga, fyrir atbeina samningsaðila og að eigin ákvörðun, beint frá fyrirtækjum og einstökum fiskimönnum, geti opinberar stofnanir þeirra ekki aflað þeirra og látið þær í té.
3.     Samningsaðilar skuldbinda sig til þess að vinna saman að því að koma á viðeigandi og skilvirkum ráðstöfunum til að tryggja að ákvæði samnings þessa komi til framkvæmda og einkum til að koma á fót alþjóðlegu framkvæmdarkerfi á samningssvæðinu, þó ekki innan landhelgi og á öðrum hafsvæðum, ef um þau er að ræða, þar sem ríki hefur fiskveiðilögsögu að þjóðarétti.


X. gr.

1.     Ráðið skal, að loknum hverjum reglulegum fundi, samþykkja fjárhagsáætlun til tveggja næstu ára vegna sameiginlegs kostnaðar þess.
2.     Hverjum samningsaðila ber að leggja árlega fram til reksturs ráðsins fjárhæð sem nemur:
a)    1.000 (eitt þúsund) bandaríkjadölum vegna aðildar að ráðinu;
b)    1.000 (eitt þúsund) bandaríkjadölum vegna setu í hverri nefnd;
c)    Fari framlögð fjárhagsáætlun um sameiginlegan kostnað á hvaða tveggja ára tímabili sem er fram úr heildarframlögum samningsaðila skv. a- og b- liðum þessarar málsgreinar skulu samningsaðilar leggja fram einn þriðja hluta umframkostnaðar í hlutfalli við framlög sín skv. a- og b-liðum þessarar málsgreinar. Vegna þeirra tveggja þriðju hluta sem eftir standa skal ráðið ákveða, á grundvelli nýjustu fyrirliggjandi upplýsinga:

    i)        heildarþyngd túnfiskafla og afla áþekkra fisktegunda í Atlantshafi sem er nærri lagi og nettóþyngd niðursuðuvara úr þessum fiskum fyrir hvern samningsaðila fyrir sig;
    ii)    samanlagðan heildarafla allra samningsaðila eins og hann er reiknaður skv. i-lið.
    Hverjum samningsaðila ber að leggja fram sinn skerf til þeirra tveggja þriðju hluta sem eftir standa eins og hlutfallið milli heildarafla hans skv. i-lið og samtölunnar í ii-lið segir til um. Ákveða ber þann hluta fjárhagsáætlunar, sem um getur í þessum lið, með samþykki allra samningsaðila sem eru viðstaddir og greiða atkvæði.
3.     Framkvæmdastjórnin skal taka síðari áfanga tveggja ára fjárhagsáætlunarinnar til endurskoðunar á reglulegum fundi sínum milli funda ráðsins og getur, á grundvelli yfirstandandi og fyrirsjáanlegrar þróunar, heimilað tilfærslur fjárhæða í fjárhagsáætlun ráðsins fyrir seinna árið innan ramma þeirrar heildarfjárhagsáætlunar sem ráðið hefur samþykkt.
4.     Framkvæmdastjóri ráðsins tilkynnir hverjum samningsaðila um árgjald hans. Gjalddagi framlaga er 1. janúar á því ári sem árgjaldið er kræft. Hafi framlög ekki borist fyrir 1. janúar árið á eftir teljast þau í vanskilum.

5.     Ráðið ákveður í hvaða gjaldmiðli skuli greiða framlög vegna tveggja ára fjárhagsáætlunar.

6.     Ráðið skal samþykkja, á fyrsta fundi sínum, fjárhagsáætlun sem miðar að því að ná fram reikningsjöfnuði fyrir fyrsta starfsár ráðsins og fyrir næstu tvö ár þar á eftir. Það skal senda samningsaðilum án tafar afrit af fyrrnefndum fjárhagsáætlunum og tilkynningar um árgjald hvers og eins þeirra fyrsta árið.

7.     Þaðan í frá skal framkvæmdastjórinn leggja fyrir hvern samningsaðila, á tímabili sem er eigi skemmra en 60 dagar fyrir reglulegan fund ráðsins sem er haldinn áður en hvert tveggja ára tímabil hefst, drög að fjárhagsáætlun fyrir komandi tveggja ára tímabil, ásamt yfirliti yfir væntanleg árgjöld.
8.     Ráðið getur svipt samningsaðila atkvæðisrétti tímabundið ef vanskil hans á framlögum eru jöfn eða hærri en sú fjárhæð sem honum bar að greiða fyrir tvö undangengin ár.
9.     Ráðið skal stofna rekstrarfjársjóð í því skyni að fjármagna starfsemi sína þar til árleg framlög berast og í öðrum þeim tilgangi sem ráðið kann að ákveða. Ráðið skal ákveða hversu gildur sjóðurinn skal vera, ákveða nauðsynleg lán til að unnt sé að stofnsetja hann og setja reglur um notkun sjóðsins.


10.     Ráðið skal gera ráðstafanir til þess að óháður aðili endurskoði reikningshald þess á hverju ári. Ráðið skal, eða framkvæmdastjórnin þau ár sem ráðið heldur ekki reglulegan fund, yfirfara og samþykkja skýrslur um slíka endurskoðun.
11.     Ráðinu er heimilt að taka við framlögum, öðrum en þeim sem kveðið er á um í 2. mgr. þessarar greinar, til styrktar starfsemi þess.

XI. gr.

1.     Samningsaðilar eru ásáttir um að koma beri á samstarfi milli ráðsins og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Í þessu augnamiði skal ráðið hefja samningaviðræður við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna í því skyni að gera samning skv. XIII. gr. stofnskrár stofnunarinnar. Í slíkum samningi skal meðal annars kveðið á um að aðalframkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna tilnefni fulltrúa sem taki þátt í öllum fundum ráðsins og undirstofnana þess, en án atkvæðisréttar.



2.     Samningsaðilar eru ásáttir um að koma beri á samstarfi milli ráðsins og annarra alþjóðlegra fiskveiðiráða og vísindastofnana sem gætu lagt sitt af mörkum til starfsemi ráðsins. Ráðinu er heimilt að gera samninga við slík ráð og stofnanir.


3.     Ráðinu er heimilt að bjóða alþjóðastofnunum, eftir því sem við á, og sérhverri ríkisstjórn, sem á aðild að Sameinuðu þjóðunum eða einhverri sérstofnun Sameinuðu þjóðanna og ekki á setu í ráðinu, að senda áheyrnarfulltrúa á fundi ráðsins og undirstofnana þess.


XII. gr.

1.     Samningur þessi skal gilda í tíu ár og eftir það þar til meiri hluti samningsaðila samþykkir að fella hann úr gildi.
2.     Hver samningsaðili getur hvenær sem er, að liðnum tíu árum frá þeim degi er samningur þessi öðlast gildi, sagt samningnum upp 31. desember hvaða ár sem vera skal, þar með talið tíunda árið, með skriflegri tilkynningu um uppsögn sem er afhent aðalframkvæmdastjóra Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna 31. desember árið þar á undan eða fyrir þá dagsetningu.
3.     Sérhver annar samningsaðili getur í kjölfar slíkrar uppsagnar sagt samningi þessum upp frá og með sama degi, 31. desember, með því að tilkynna skriflega um uppsögn sína til aðalframkvæmdastjóra Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna eigi síðar en einum mánuði eftir að honum bárust upplýsingar um uppsögn frá aðalframkvæmdastjóra Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, þó eigi síðar en 1. apríl á því ári.


XIII. gr.

1.     Sérhver samningsaðili eða ráðið getur gert tillögu um breytingar á samningi þessum. Aðalframkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna skal senda öllum samningsaðilum staðfest eintak af texta breytingartillögu. Breyting, sem felur ekki í sér auknar skuldbindingar, öðlast gildi að því er alla samningsaðila varðar á þrítugasta degi eftir að þrír fjórðu hlutar samningsaðila hafa staðfest hana. Breyting, sem felur í sér nýjar skuldbindingar, öðlast gildi að því er varðar hvern samningsaðila, sem staðfestir hana, á nítugasta degi eftir að þrír fjórðu hlutar samningsaðila hafa staðfest hana og eftir það öðlast hún gildi að því er alla aðra samningsaðila varðar við staðfestingu þeirra. Álíti einn samningsaðili eða fleiri að breyting feli í sér nýjar skuldbindingar telst breytingin fela í sér nýjar skuldbindingar og öðlast gildi samkvæmt því. Ríkisstjórn, sem gerist aðili að samningnum eftir að staðfestingarferli breytingar er hafið samkvæmt ákvæðum þessarar greinar, skal bundin af ákvæðum samningsins með áorðinni breytingu þegar fyrrnefnd breyting öðlast gildi.

2.     Afhenda skal aðalframkvæmdastjóra Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna breytingartillögur til vörslu. Tilkynningar um staðfestingu breytinga skal afhenda aðalframkvæmdastjóra Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna til vörslu.

XIV. gr.

1.     Samningur þessi skal liggja frammi til undirritunar af hálfu allra ríkisstjórna sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum eða einhverri sérstofnun Sameinuðu þjóðanna. Fyrrnefndum ríkisstjórnum, sem undirrita ekki samning þennan, er hvenær sem er heimilt að gerast aðilar að honum.
2.     Samningur þessi er háður fullgildingu eða samþykki undirritunarríkja í samræmi við stjórnskipan þeirra. Skjöl um fullgildingu, samþykki eða aðild skal afhenda aðalframkvæmdastjóra Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna til vörslu.
3.     Samningur þessi öðlast gildi þegar sjö ríkisstjórnir hafa afhent skjöl sín um fullgildingu, samþykki eða aðild til vörslu og öðlast gildi að því er varðar hverja ríkisstjórn, sem afhendir síðar skjal sitt um fullgildingu, samþykki eða aðild til vörslu, sama dag og slík afhending fer fram.

XV. gr.

    Aðalframkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna skal tilkynna öllum ríkisstjórnum, sem um getur í 1. mgr. XIV. gr., um afhendingu skjala um fullgildingu, samþykki eða aðild að samningnum, um gildistöku samnings þessa, breytingartillögur, tilkynningar um staðfestingu breytinga, gildistöku breytinga og tilkynningar um uppsögn samningsins.

XVI. gr.

    Frumrit samnings þessa skal falið aðalframkvæmdastjóra Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna til vörslu sem sendir staðfest afrit af honum til þeirra ríkisstjórna sem um getur í 1. mgr. XIV. gr.

    ÞESSU TIL STAÐFESTU hafa fulltrúar, sem til þess hafa fullt umboð frá ríkisstjórnum sínum, undirritað samning þennan. Gjört í Ríó de Janeiró hinn 14. maí 1966 í einu eintaki á ensku, frönsku og spænsku og eru allir þessir textar jafngildir.

INTERNATIONAL CONVENTION
FOR THE CONSERVATION OF
ATLANTIC TUNAS


Preamble

    The Governments whose duly authorized representatives have subscribed hereto, considering their mutual interest in the populations of tuna and tuna- like fishes found in the Atlantic Ocean, and desiring to co-operate in maintaining the populations of these fishes at levels which will permit the maximum sustainable catch for food and other purposes, resolve to conclude a Convention for the conservation of the resources of tuna and tuna-like fishes of the Atlantic Ocean, and to that end agree as follows:

Article I

    The area to which this Convention shall apply, hereinafter referred to as the “Convention area”, shall be all waters of the Atlantic Ocean, including the adjacent Seas.

Article II

    Nothing in this Convention shall be considered as affecting the rights, claims or views of any Contracting Party in regard to the limits of territorial waters or the extent of jurisdiction over fisheries under international law.

Article III

1.     The Contracting Parties hereby agree to establish and maintain a Commission to be known as the International Commission for the Conservation of Atlantic Tunas, hereinafter referred to as “the Commission”, which shall carry out the objectives set forth in this Convention.
2.     Each of the Contracting Parties shall be represented on the Commission by not more than three Delegates. Such Delegates may be assisted by experts and advisors.
3.     Except as may otherwise be provided in this Convention, decisions of the Commission shall be taken by a majority of the Contracting Parties, each Contracting Party having one vote. Two-thirds of the Contracting Parties shall constitute a quorum.
4.     The Commission shall hold a regular meeting once every two years. A special meeting may be called at any time at the request of a majority of the Contracting Parties or by decision of the Council as constituted in Article V.
5.     At its first meeting, and thereafter at each regular meeting, the Commission shall elect from among its Members a Chairman, a first Vice-Chairman and a second Vice-Chairman who shall not be reelected for more than one term.
6.     The meetings of the Commission and its subsidiary bodies shall be public unless the Commission otherwise decides.
7.     The official languages of the Commission shall be English, French and Spanish.
8.     The Commission shall have authority to adopt such rules of procedure and financial regulations as are necessary to carry out its functions.
9.     The Commission shall submit a report to the Contracting Parties every two years on its work and findings and shall also inform any Contracting Party, whenever requested, on any matter relating to the objectives of the Convention.

Article IV

1.     In order to carry out the objectives of this Convention the Commission shall be responsible for the study of the populations of tuna and tuna-like fishes (the Scombriformes with the exception of the families Trichiuridae and Gempylidae and the genus Scomber) and such other species of fishes exploited in tuna fishing in the Convention area as are not under investigation by another international fishery organization. Such study shall include research on the abundance, biometry and ecology of the fishes; the oceanography of their environment; and the effects of natural and human factors upon their abundance. The Commission, in carrying out these responsibilities shall, insofar as feasible, utilise the technical and scientific services of, and information from, official agencies of the Contracting Parties and their political sub-divisions and may, when desirable, utilise the available services and information of any public or private institution, organization or individual, and may undertake within the limits of its budget independent research to supplement the research work being done by governments, national institutions or other international organizations.

2.     The carrying out of the provisions in paragraph 1 of this Article shall include:
(a)    collecting and analysing statistical information relating to the current conditions and trends of the tuna fishery resources of the Convention area;
(b)    studying and appraising information concerning measures and methods to ensure maintenance of the populations of tuna and tuna-like fishes in the Convention area at levels which will permit the maximum sustainable catch and which will ensure the effective exploitation of these fishes in a manner consistent with this catch;
(c)    recommending studies and investigations to the Contracting Parties;
(d)    publishing and otherwise disseminating reports of its findings and statistical, biological and other scientific information relative to the tuna fisheries of the Convention area.


Article V

1.     There is established within the Commission a Council which shall consist of the Chairman and the Vice-Chairmen of the Commission together with the representatives of not less than four and not more than eight Contracting Parties. The Contracting Parties represented on the Council shall be elected at each regular meeting of the Commission. However, if at any time the number of the Contracting Parties exceeds forty, the Commission may elect an additional two Contracting Parties to be represented on the Council. The Contracting Parties of which the Chairman and Vice-Chairmen are nationals shall not be elected to the Council. In elections to the Council the Commission shall give due consideration to the geographic, tuna fishing and tuna processing interests of the Contracting Parties, as well as to the equal right of the Contracting Parties to be represented on the Council.
2.     The Council shall perform such functions as are assigned to it by this Convention or are designated by the Commission, and shall meet at least once in the interim between regular meetings of the Commission. Between meetings of the Commission the Council shall make necessary decisions on the duties to be carried out by the staff and shall issue necessary instructions to the Executive Secretary. Decisions of the Council shall be made in accordance with rules to be established by the Commission.

Article VI

    To carry out the objectives of this Convention the Commission may establish Panels on the basis of species, group of species, or of geographic areas. Each Panel in such case:
(a)    shall be responsible for keeping under review the species, group of species, or geographic area under its purview, and for collecting scientific and other information relating thereto;
(b)    may propose to the Commission, upon the basis of scientific investigations, recommendations for joint action by the Contracting Parties;
(c)    may recommend to the Commission studies and investigations necessary for obtaining information relating to its species, group of species, or geographic area, as well as the coordination of programmes of investigation by the Contracting Parties.

Article VII

    The Commission shall appoint an Executive Secretary who shall serve at the pleasure of the Commission. The Executive Secretary, subject to such rules and procedures as may be determined by the Commission, shall have authority with respect to the selection and administration of the staff of the Commission. He shall also perform, inter alia, the following functions as the Commission may prescribe:
(a)    co-ordinating the programmes of investigation by the Contracting Parties;
(b)    preparing budget estimates for review by the Commission;
(c)    authorising the disbursement of funds in accordance with the Commission's budget;
(d)    accounting for the funds of the Commission;
(e)    arranging for co-operation with the organizations referred to in Article XI of this Convention;
(f)    preparing the collection and analysis of data necessary to accomplish the purposes of the Convention particularly those data relating to the current and maximum sustainable catch of tuna stocks;
(g)    preparing for approval by the Commission scientific, administrative and other reports of the Commission and its subsidiary bodies.

Article VIII

             1. (a) The Commission may, on the basis of scientific evidence, make recommendations designed to maintain the populations of tuna and tuna-like fishes that may be taken in the Convention area at levels which will permit the maximum sustainable catch. These recommendations shall be applicable to the Contracting Parties under the conditions laid down in paragraphs 2 and 3 of this Article.
(b)    The recommendations referred to above shall be made:
     (i)    at the initiative of the Commission if an appropriate Panel has not been established or with the approval of at least two-thirds of all the Contracting Parties if an appropriate Panel has been established;
     (ii)    on the proposal of an appropriate Panel if such a Panel has been established;
     (iii)    on the proposal of the appropriate Panels if the recommendation in question relates to more than one geographic area, species or group of species.
2.     Each recommendation made under paragraph 1 of this Article shall become effective for all Contracting Parties six months after the date of the notification from the Commission transmitting the recommendation to the Contracting Parties, except as provided in paragraph 3 of this Article.
             3. (a) If any Contracting Party in the case of a recommendation made under paragraph 1 (b) (i) above, or any Contracting Party member of a Panel concerned in the case of a recommendation made under paragraph 1 (b) (ii) or (iii) above, presents to the Commission an objection to such recommendation within the six months period provided for in paragraph 2 above, the recommendation shall not be come effective for an additional sixty days.
(b)    Thereupon any other Contracting Party may present an objection prior to the expiration of the additional sixty days period, or within forty-five days of the date of the notification of an objection made by another Contracting Party within such additional sixty days, whichever date shall be the later.
(c)    The recommendation shall become effective at the end of the extended period or periods for objection, except for those Contracting Parties that have presented an objection.
(d)    However, if a recommendation has met with an objection presented by only one or less than one- fourth of the Contracting Parties, in accordance with sub-paragraphs (a) and (b) above, the Commission shall immediately notify the Contracting Party or Parties having presented such objection that it is to be considered as having no effect.
(e)    In the case referred to in sub-paragraph (d) above the Contracting Party or Parties concerned shall have an additional period of sixty days from the date of said notification in which to reaffirm their objection. On the expiry of this period the recommendation shall become effective, except with respect to any Contracting Party having presented an objection and reaffirmed it within the delay provided for.
(f)    If a recommendation has met with objection from more than one-fourth but less than the majority of the Contracting Parties, in accordance with sub-paragraphs (a) and (b) above, the recommendation shall become effective for the Contracting Parties that have not presented an objection thereto.
(g)    If objections have been presented by a majority of the Contracting Parties the recommendation shall not become effective.
4.    Any Contracting Party objecting to a recommendation may at any time withdraw that objection, and the recommendation shall become effective with respect to such Contracting Party immediately if the recommendation is already in effect, or at such time as it may become effective under the terms of this Article.
5.    The Commission shall notify each Contracting Party immediately upon receipt of each objection and of each withdrawal of an objection, and of the entry into force of any recommendation.

Article IX

1.     The Contracting Parties agree to take all action necessary to ensure the enforcement of this Convention. Each Contracting Party shall transmit to the Commission, biennially or at such other times as may be required by the Commission, a statement of the action taken by it for these purposes.
2.     The Contracting Parties agree:
(a)    to furnish, on the request of the Commission, any available statistical, biological and other scientific information the Commission may need for the purposes of this Convention;

(b)    when their official agencies are unable to obtain and furnish the said information, to allow the Commission, through the Contracting Parties, to obtain it on a voluntary basis direct from companies and individual fishermen.
3.     The Contracting Parties undertake to collaborate with each other with a view to the adoption of suitable effective measures to ensure the application of the provisions of this Convention and in particular to set up a system of international enforcement to be applied to the Convention area except the territorial sea and other waters, if any, in which a state is entitled under international law to exercise jurisdiction over fisheries.

Article X

1.     The Commission shall adopt a budget for the joint expenses of the Commission for the biennium following each regular meeting.
2.     Each Contracting Party shall contribute annually to the budget of the Commission an amount equal to:
(a)    U.S. $ 1,000 (one thousand United States dollars) for Commission membership.
(b)    U.S. $ 1,000 (one thousand United States dollars) for each Panel membership.
(c)    If the proposed budget for joint expenses for any biennium should exceed the whole amount of contributions to be made by the Contracting Parties under (a) and (b) of this paragraph, one-third of the amount of such excess shall be contributed by the Contracting Parties in proportion to their contributions made under (a) and (b) of this paragraph. For the remaining two-thirds the Commission shall determine on the basis of the latest available information:
     (i)    the total of the round weight of catch of Atlantic tuna and tuna-like fishes and the net weight of canned products of such fishes for each Contracting Party;
     (ii)    the total of (i) for all Contracting Parties.

    Each Contracting Party shall contribute its share of the remaining two thirds in the same ratio that its total in (i) bears to the total in (ii). That part of the budget referred to in this subparagraph shall be set by agreement of all the Contracting Parties present and voting.

3.     The Council shall review the second half of the biennial budget at its regular meeting between Commission meetings and, on the basis of current and anticipated developments, may authorise reapportionment of amounts in the Commission budget for the second year within the total budget approved by the Commission.
4.     The Executive Secretary of the Commission shall notify each Contracting Party of its yearly assessment. The contributions shall be payable on January first of the year for which the assessment was levied. Contributions not received before January first of the succeeding year shall be considered as in arrears.
5.     Contributions to the biennial budget shall be payable in such currencies as the Commission may decide.
6.     At its first meeting the Commission shall approve a budget for the balance of the first year the Commission functions and for the following biennium. It shall immediately transmit to the Contracting Parties copies of these budgets together with notices of the respective assessments for the first annual contribution.
7.     Thereafter, within a period not less than sixty days before the regular meeting of the Commission which precedes the biennium, the Executive Secretary shall submit to each Contracting Party a draft biennial budget together with a schedule of proposed assessments.
8.     The Commission may suspend the voting rights of any Contracting Party when its arrears of contributions equal or exceed the amount due from it for the two preceding years.
9.     The Commission shall establish a Working Capital fund to finance operations of the Commission prior to receiving annual contributions, and for such other purposes as the Commission may determine. The Commission shall determine the level of the Fund, assess advances necessary for its establishment, and adopt regulations governing the use of the Fund.
10.     The Commission shall arrange an annual independent audit of the Commission's accounts. The reports of such audits shall be reviewed and approved by the Commission, or by the Council in years when there is no regular Commission meeting.
11.     The Commission may accept contributions, other than provided for in paragraph 2 of this Article, for the prosecution of its work.

Article XI

1.     The Contracting Parties agree that there should be a working relationship between the Commission and the Food and Agriculture Organization of the United Nations. To this end the Commission shall enter into negotiations with the Food and Agriculture Organization of the United Nations with a view to concluding an agreement pursuant to Article XIII of the Organization's Constitution. Such agreement should provide, inter alia, for the Director-General of the Food and Agriculture Organization of the United Nations to appoint a Representative who would participate in all meetings of the Commission and its subsidiary bodies, but without the right to vote.
2.     The Contracting Parties agree that there should be co-operation between the Commission and other international fisheries commissions and scientific organizations which might contribute to the work of the Commission. The Commission may enter into agreements with such commissions and organizations.
3. The Commission may invite any appropriate international organization and any Government which is a member of the United Nations or of any Specialized Agency of the United Nations and which is not a member of the Commission, to send observers to meetings of the Commission and its subsidiary bodies.

Article XII

1.     This Convention shall remain in force for ten years and thereafter until a majority of the Contracting Parties agree to terminate it.
2.     At any time after ten years from the date of entry into force of this Convention, any Contracting Party may withdraw from the Convention on December thirty-first of any year including the tenth year by written notification of withdrawal given on or before December thirty-first of the preceding year to the Director-General of the Food and Agriculture Organization of the United Nations.
3.     Any other Contracting Party may thereupon withdraw from this Convention with effect from the same December thirty-first by giving written notification of withdrawal to the Director-General of the Food and Agriculture Organization of the United Nations not later than one month from the date of receipt of information from the Director-General of the Food and Agriculture Organization of the United Nations concerning any withdrawal, but not later than April first of that year.

Article XIII

1.     Any Contracting Party or the Commission may propose amendments to this Convention. The Director-General of the Food and Agriculture Organization of the United Nations shall transmit a certified copy of the text of any proposed amendment to all the Contracting Parties. Any amendment not involving new obligations shall take effect for all Contracting Parties on the thirtieth day after its acceptance by three-fourths of the Contracting Parties. Any amendment involving new obligations shall take effect for each Contracting Party accepting the amendment on the ninetieth day after its acceptance by three-fourths of the Contracting Parties and thereafter for each remaining Contracting Party upon acceptance by it. Any amendment considered by one or more Contracting Parties to involve new obligations shall be deemed to involve new obligations and shall take effect accordingly. A government which becomes a Contracting Party after an amendment to this Convention has been opened for acceptance pursuant to the provisions of this Article shall be bound by the Convention as amended when the said amendment comes into force.
2.     Proposed amendments shall be deposited with the Director-General of the Food and Agriculture Organization of the United Nations. Notifications of acceptance of amendments shall be deposited with the Director-General of the Food and Agriculture Organization of the United Nations.

Article XIV

1.     This Convention shall be open for signature by any Government which is a Member of the United Nations or of any Specialized Agency of the United Nations. Any such Government which does not sign this Convention may adhere to it at any time.

2.     This Convention shall be subject to ratification or approval by signatory countries in accordance with their constitutions. Instruments of ratification, approval, or adherence shall be deposited with the Director-General of the Food and Agriculture Organization of the United Nations.
3.     This Convention shall enter into force upon the deposit of instruments of ratification, approval, or adherence by seven Governments and shall enter into force with respect to each Government which subsequently deposits an instrument of ratification, approval or adherence on the date of such deposit.

Article XVI

    The Director-General of the Food and Agriculture Organization of the United Nations shall inform all Governments referred to in paragraph 1 of Article XIV of deposits of instruments of ratification, approval or adherence, the entry into force of this Convention, proposals for amendments, notifications of acceptance of amendments, entry into force of amendments, and notifications of withdrawal.

Article XVI

    The original of this Convention shall be deposited with the Director-General of the Food and Agriculture Organization of the United Nations who shall send certified copies to the Governments referred to in paragraph 1 of Article XIV.

    IN WITNESS WHEREOF the representatives duly authorized by their respective Governments have signed the present Convention. Done at Rio de Janeiro this fourteenth day of May 1966 in a single copy in the English, French and Spanish languages, each version being equally authoritative.