Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 135. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 261  —  135. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um aðkeypta ráðgjafarþjónustu ráðuneyta og stofnana.

     1.      Hver var kostnaðurinn við aðkeypta ráðgjafarþjónustu ráðuneyta og stofnana þeirra árin 1999–2001? Svarið óskast skipt eftir árum og sundurgreint milli ráðuneyta og undirstofnana.
    Í töflunni hér á eftir eru umbeðnar upplýsingar um kaup ráðuneyta og stofnana þeirra á ráðgjafarþjónustu árin 1999–2001. Svarið er unnið í samvinnu við Fjársýslu ríkisins. Við mat á umfangi aðkeyptrar sérfræðiþjónustu var litið á eftirfarandi tegundaliði í bókhaldi ríkisins:
    Viðskiptafræðingar, endurskoðendur, rekstrarráðgjöf.
    Lögfræðingar.
    Verkfræðingar, arkitektar, tæknifræðingar.
    Sálfræðingar, félagsfræðingar.
    Náttúru- eðlis- og efnafræðingar.
    Þýðendur, túlkar.
    Önnur sérfræðiþjónusta.
    Samtals keyptu ráðuneyti og stofnanir þeirra ráðgjafarþjónustu fyrir 2.004 millj. kr. árið 1999, 2.451 millj. kr. árið 2000 og 2.944 millj. kr. árið 2001.

Aðkeypt ráðgjafarþjónustu ráðuneyta og stofnana.     
Sérfræðiþjónusta samtals
Stofnun Heiti stofnunar 1999 2000 2001
00 Æðsta stjórn ríkisins 79.033.647 54.018.350 65.747.229
00 101 Embætti forseta Íslands 2.183.580 637.061 325.766
00 201 Alþingi 7.211.003 17.347.715 16.108.364
00 205 Framkvæmdir á Alþingisreit 40.878.819 9.442.607 20.607.900
00 301 Ríkisstjórn -53.491
00 610 Umboðsmaður Alþingis 2.435.458 2.700.460 2.388.818
00 620 Ríkisendurskoðun 26.378.278 23.890.507 26.316.381
01 Forsætisráðuneyti 72.869.193 228.015.587 167.445.216
01 101 Forsætisráðuneyti, aðalskrifstofa 3.673.895 3.724.687 8.233.967
01 190 Ýmis verkefni 52.460.917 213.682.378 143.123.423
01 201 Fasteignir forsætisráðuneytis 368.860 128.138 92.851
01 211 Þjóðhagsstofnun 2.766.239 1.183.550 1.356.651
01 231 Norræna ráðherranefndin 413.608 116.061 371.882
01 241 Umboðsmaður barna 205.062 39.000 480.270
01 251 Safnahús 6.359.088 4.633.211 2.707.085
01 253 Vest-norrænt menningarhús í Kaupmannahöfn 600.600
01 261 Óbyggðanefnd 645.296 3.372.991 5.835.727
01 271 Ríkislögmaður 3.799.673 441.603 1.274.049
01 303 Kristnihátíðarsjóður 372.501
01 902 Þjóðgarðurinn á Þingvöllum 2.176.555 693.968 2.996.210
02 Menntamálaráðuneyti 387.192.326 436.166.585 480.800.207
02 101 Menntamálaráðuneyti, aðalskrifstofa 5.944.898 4.012.879 5.917.657
02 201 Háskóli Íslands 187.604.360 221.204.812 227.184.170
02 202 Tilraunastöð Háskólans að Keldum 297.113 2.603.814 853.589
02 203 Raunvísindastofnun Háskólans 2.688.202 8.810.909 8.541.057
02 204 Stofnun Sigurðar Nordals 306.746 751.282 272.248
02 205 Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi 1.968.821 2.594.049 1.075.251
02 206 Orðabók Háskólans 160.404 142.162
02 207 Íslensk málstöð 2.021.367 899.149 606.274
02 208 Örnefnastofnun Íslands 51.800 89.250 454.385
02 210 Háskólinn á Akureyri 17.892.806 22.157.882 21.529.276
02 211 Tækniskóli Íslands 844.083 1.993.463 6.154.071
02 215 Kennaraháskóli Íslands 15.793.142 21.545.984 20.565.133
02 223 Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála 13.263.203 17.817.621 10.723.368
02 231 Rannsóknarráð Íslands 3.262.829 2.682.816 9.220.570
02 235 Rannsóknir og þróun í upplýsingatækni og umhverfismálum
2.898.400

582.775

2.338.300
02 236 Vísindasjóður 2.871.000 4.662.005 5.094.850
02 237 Tæknisjóður 4.493.400 4.827.256 6.527.958
02 238 Bygginga- og tækjasjóður 547.048 203.000 272.000
02 239 Rannsóknarnámssjóður 401.000 496.000 478.400
02 269 Háskóla- og vísindastofnanir, viðhald og stofnkostnaður
1.376.415

819.096

5.428.775
02 299 Háskóla- og rannsóknastarfsemi 230.000 400.000
02 301 Menntaskólinn í Reykjavík 382.258 259.166 138.900
02 302 Menntaskólinn á Akureyri 842.097 3.523.998 2.336.743
02 303 Menntaskólinn á Laugarvatni 530.795 433.500 305.000
02 304 Menntaskólinn við Hamrahlíð 752.541 2.550.789 4.896.228
02 305 Menntaskólinn við Sund 3.045.059 192.834 466.302
02 306 Framhaldsskóli Vestfjarða 24.439 50.825 99.713
02 307 Menntaskólinn á Egilsstöðum 1.170.972 1.484.407 2.092.126
02 308 Menntaskólinn í Kópavogi 409.766 966.692 964.999
02 309 Kvennaskólinn í Reykjavík 748.100 645.000 250.000
02 316 Fasteignir framhaldsskóla 3.529.346 4.708.103 6.637.873
02 318 Framhaldsskólar, stofnkostnaður 10.673.630 4.507.319 4.587.554
02 319 Framhaldsskólar, almennt 15.445.529 7.615.088 7.734.319
02 350 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 1.485.919 1.129.216 1.332.469
02 351 Fjölbrautaskólinn Ármúla 7.604.659 6.067.953 13.252.284
02 352 Flensborgarskóli 4.273.753 2.707.337 1.136.864
02 353 Fjölbrautaskóli Suðurnesja 1.624.599 754.605 1.272.320
02 354 Fjölbrautaskóli Vesturlands 240.247 705.615 623.405
02 355 Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum 250.000 295.051
02 356 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 417.890 722.765 298.251
02 357 Fjölbrautaskóli Suðurlands 354.967 378.917 322.690
02 358 Verkmenntaskóli Austurlands 367.762 1.330.354 449.523
02 359 Verkmenntaskólinn á Akureyri 1.846.549 5.501.552 5.306.873
02 360 Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 1.671.115 2.622.531 3.467.421
02 361 Framhaldsskólinn í A-Skaftafellssýslu 828.175 503.250 436.035
02 362 Framhaldsskólinn á Húsavík 175.930 214.856 110.729
02 363 Framhaldsskólinn á Laugum 721.670 5.860 38.090
02 365 Borgarholtsskóli 1.823.745 4.837.535 6.480.219
02 430 Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra
1.272.142

610.647

336.497
02 441 Fullorðinsfræðsla fatlaðra 10.000 241.149 301.488
02 451 Símenntun og fjarvinnsluverkefni 4.255 475.756
02 506 Vélskóli Íslands 46.000 116.500 2.146.668
02 507 Stýrimannaskólinn í Reykjavík 981.707 1.480.504 2.948.363
02 514 Iðnskólinn í Reykjavík 1.765.482 670.635 3.357.417
02 516 Iðnskólinn í Hafnarfirði 12.000 122.106
02 551 Hússtjórnarskólinn Hallormsstað 113.525
02 561 Myndlistar- og handíðaskóli Íslands 7.827.214
02 562 Leiklistarskóli Íslands 40.000 570.000
02 564 Listdansskólinn 248.670 59.819 23.018
02 610 Fasteignir héraðsskóla 387.500 1.571.313
02 720 Grunnskólar, almennt 3.394.080 1.904.763 2.872.258
02 725 Námsgagnastofnun 544.746 655.344 333.459
02 804 Kvikmyndaskoðun 25.800 45.000
02 884 Jöfnun á námskostnaði 93.686
02 902 Þjóðminjasafn Íslands 11.714.890 5.624.013 7.262.994
02 903 Þjóðskjalasafn Íslands 435.900 1.253.164 5.020.656
02 905 Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn 2.257.637 2.353.903 2.821.528
02 906 Listasafn Einars Jónssonar 260.547 25.187 20.000
02 907 Listasafn Íslands 254.932 597.876 2.807.422
02 909 Blindrabókasafn Íslands 2.272.233 3.133.304 3.965.328
02 919 Söfn, ýmis framlög 112.000
02 969 Menningarstofnanir, viðhald og stofnkostnaður 5.704.089 7.997.797 8.454.706
02 972 Íslenski dansflokkurinn 193.500 44.398 82.421
02 973 Þjóðleikhús 1.236.444
02 978 Listasjóðir 29.913
02 979 Húsafriðunarsjóður 7.723.196 11.805.044 9.401.513
02 980 Listskreytingasjóður 310.656 281.544 202.762
02 981 Kvikmyndasjóður 1.018.383 1.653.870 5.709.745
02 982 Listir, framlög 1.903.800 1.897.447 2.699.537
02 983 Ýmis fræðistörf 4.521.477 4.802.334 8.698.041
02 984 Norræn samvinna 1.689.501 1.012.440 787.995
02 985 Alþjóðleg samskipti 854.416 447.500 508.500
02 988 Æskulýðsmál 541.300 105.600 300.000
02 989 Ýmis íþróttamál 299.717 240.363 938.203
02 995 Tungutækni 741.398 2.311.600
02 996 Íslenska upplýsingasamfélagið 2.615.976 9.235.397 5.222.661
02 999 Ýmislegt 242.848 1.374.968 68.960
03 Utanríkisráðuneyti 47.298.137 53.332.181 65.042.745
03 101 Utanríkisráðuneyti, aðalskrifstofa 27.967.624 19.600.885 18.268.849
03 190 Ýmis verkefni 1.707.106 201.182 10.888.298
03 201 Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli 99.750 1.349.938 1.971.220
03 211 Flugmálastjórn Keflavíkurflugvelli 6.683.205 19.175.705 16.908.023
03 301 Sendiráð Íslands í Berlín 831.010 5.027 47.078
03 302 Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn 107.645 104.095
03 303 Sendiráð Íslands í London 102.468 105.767 43.331
03 304 Sendiráð Íslands í Moskvu 161.287 313.695 210.651
03 306 Sendiráð Íslands í París og fastanefnd hjá OECD, UNESCO og FAO
364.828

673.500

498.051
03 307 Sendiráð Íslands í Stokkhólmi 8.528
03 308 Sendiráð Íslands í Washington 894.389 300.197 174.098
03 309 Fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og aðalræðismaður Íslands í New York
61.931

536.564
03 310 Sendiráð Íslands í Brussel og hjá Evrópusambandinu
1.011.268

108.286
03 311 Fastanefnd Íslands hjá Norður-Atlantshafsbandalaginu
219.896

63.574
03 314 Sendiráð Íslands í Peking 48.073 36.822
03 315 Sendiráð Íslands í Ottawa 6.737 56.902 313.186
03 316 Sendiráð Íslands í Tókíó 4.760.430
03 320 Sendiráð, almennt 1.574.773 1.557.056 1.153.981
03 390 Þróunarsamvinnustofnun Íslands 6.330.939 7.638.406 7.314.570
03 391 Þróunarmál og alþjóðleg hjálparstarfsemi 144.000 843.480
03 401 Alþjóðastofnanir 102.480 221.500 1.800.779
04 Landbúnaðarráðuneyti 35.932.343 74.752.770 74.331.687
04 101 Landbúnaðarráðuneyti, aðalskrifstofa 907.867 969.727 3.667.666
04 190 Ýmis verkefni 2.991.307 5.852.880 5.652.115
04 211 Rannsóknastofnun landbúnaðarins 570.324 1.288.398 2.796.044
04 221 Veiðimálastofnun 40.500 4.660.901 3.006.847
04 222 Veiðimálastjóri 19.000 1.445.079
04 233 Yfirdýralæknir 67.779 37.001 1.737.465
04 236 Aðfangaeftirlit ríkisins 6.000 177.101
04 261 Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri 8.993.527 10.389.602 19.511.558
04 271 Hólaskóli á Hólum í Hjaltadal 2.237.178 6.609.874 6.030.334
04 283 Garðyrkjuskóli ríkisins 6.460.871 7.740.093 12.149.185
04 293 Hagþjónusta landbúnaðarins 2.648.553 1.989.570 2.296.718
04 311 Landgræðsla ríkisins 3.272.678 3.177.261 3.510.144
04 321 Skógrækt ríkisins 3.184.190 3.252.757 2.864.576
04 324 Landgræðslusjóður 93.688
04 331 Héraðsskógar 45.457 297.440 365.373
04 343 Landshlutabundin skógrækt 3.400 1.920.726 2.467.952
04 805 Greiðslur vegna sauðfjárframleiðslu 3.310.430 1.453.565
04 831 Jarðasjóður og Jarðeignir ríkisins 4.302.874 6.881.055 5.180.045
04 843 Fiskræktarsjóður 87.150 817.342
04 851 Greiðslur vegna riðuveiki 164.700
04 891 Sérstakar greiðslur í landbúnaði 15.393.013 19.920
05 Sjávarútvegsráðuneyti 48.599.688 66.370.389 68.726.933
05 101 Sjávarútvegsráðuneyti, aðalskrifstofa 1.905.964 3.118.175 1.664.211
05 190 Ýmis verkefni 8.268.587 6.687.922 21.180.471
05 202 Hafrannsóknastofnunin 14.108.700 21.112.852 28.804.019
05 203 Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins 7.325.111 4.280.878 5.164.170
05 204 Fiskistofa 2.993.380 7.281.194 2.411.629
05 207 Gjaldtökusjóður ólögmæts sjávarafla 1.062.778 324.746 250.435
05 208 Bygging hafrannsóknaskips 7.149.798 14.796.167 3.084.506
05 211 Kvótaþing 23.400 144.300 129.910
05 213 Verðlagsstofa skiptaverðs 1.723.550 3.164.561 3.052.461
05 272 Bygging rannsóknastofnana sjávarútvegsins 3.902.800 5.293.546 2.817.343
05 901 Skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveganna 135.620 166.048 167.778
06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti 226.147.562 298.784.477 336.018.397
06 101 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti, aðalskrifstofa 6.527.567 5.148.819 4.972.729
06 103 Lagasafn 135.200 165.600
06 111 Kosningar 148.700
06 190 Ýmis verkefni 33.210.037 31.385.445 9.832.288
06 201 Hæstiréttur 206.775 76.582 116.400
06 210 Héraðsdómstólar 303.796 934.423 1.093.415
06 231 Málskostnaður í opinberum málum 98.320.513 146.632.079 166.064.810
06 232 Opinber réttaraðstoð 61.608.275 73.963.589 68.840.994
06 235 Bætur brotaþola 838.252 202.125
06 251 Persónuvernd 254.608 26.054.396
06 301 Ríkissaksóknari 81.573 191.895 132.892
06 303 Ríkislögreglustjóri 949.288 4.080.861 3.599.704
06 305 Lögregluskóli ríkisins 190.820 402.502 1.009.500
06 311 Lögreglustjórinn í Reykjavík 1.559.266 3.149.200 3.108.320
06 321 Almannavarnir ríkisins 1.309.179 666.475 557.240
06 331 Umferðarráð 1.463.930 1.468.052 1.295.628
06 390 Ýmis löggæslumál 6.325.960 1.500.000 2.768.880
06 395 Landhelgisgæsla Íslands 3.424.236 10.164.014 22.594.664
06 397 Schengen-samstarf 461.653 971.802 3.134.133
06 398 Útlendingaeftirlitið 1.356.248 586.444 325.318
06 411 Sýslumaðurinn í Reykjavík 164.813 1.285.429 2.845.654
06 413 Sýslumaðurinn í Borgarnesi -27.677
06 416 Sýslumaðurinn á Patreksfirði 6.200
06 417 Sýslumaðurinn í Bolungarvík 9.222
06 418 Sýslumaðurinn á Ísafirði 21.000 37.500
06 420 Sýslumaðurinn á Blönduósi 61.745 -64.565
06 421 Sýslumaðurinn á Sauðárkróki 64.980 112.966 101.989
06 423 Sýslumaðurinn á Ólafsfirði 24.500
06 424 Sýslumaðurinn á Akureyri 5.000 3.500 99.011
06 425 Sýslumaðurinn á Húsavík 30.000 10.221
06 427 Sýslumaðurinn í Neskaupstað 8.280
06 428 Sýslumaðurinn á Eskifirði 20.000
06 429 Sýslumaðurinn á Höfn í Hornafirði 94.167 54.180 152.750
06 431 Sýslumaðurinn á Hvolsvelli 61.262
06 432 Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum 145.184 2.390 37.815
06 433 Sýslumaðurinn á Selfossi 9.615 31.535
06 434 Sýslumaðurinn í Keflavík 20.000
06 436 Sýslumaðurinn í Hafnarfirði 271.310 102.846 3.500
06 437 Sýslumaðurinn í Kópavogi 358.190 190.208 243.441
06 490 Ýmis rekstrarkostnaður sýslumannsembætta 211.799 1.077.864 5.466.550
06 501 Fangelsismálastofnun ríkisins 1.324.226 3.841.845 2.305.965
06 591 Fangelsisbyggingar 130.200 854.894
06 701 Biskup Íslands 5.124.440 10.067.999 8.079.399
07 Félagsmálaráðuneyti 65.659.282 84.857.621 73.306.402
07 101 Félagsmálaráðuneyti, aðalskrifstofa 8.141.497 12.622.104 5.054.917
07 190 Ýmis verkefni 2.826.392
07 302 Ríkissáttasemjari 754.412 262.592
07 311 Jafnréttisráð 1.204.648 955.960
07 313 Jafnréttisstofa 593.600 2.013.902
07 331 Vinnueftirlit ríkisins 1.486.163 3.622.338 869.473
07 400 Barnaverndarstofa 23.023.623 23.820.392 31.296.863
07 401 Barnaverndarráð 122.500 248.973 979.563
07 700 Málefni fatlaðra 152.589
07 701 Málefni fatlaðra, Reykjavík 793.067 988.999 691.974
07 702 Málefni fatlaðra, Reykjanesi 625.416 1.784.629 1.251.240
07 703 Málefni fatlaðra, Vesturlandi 121.400 189.699 46.363
07 704 Málefni fatlaðra, Vestfjörðum 146.947 497.307 529.500
07 706 Málefni fatlaðra, Norðurlandi eystra 100.000
07 707 Málefni fatlaðra, Austurlandi 440.500 780.034 1.135.792
07 708 Málefni fatlaðra, Suðurlandi 306.111 102.147 518.895
07 750 Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins 2.899.468 6.324.316 5.869.661
07 795 Framkvæmdasjóður fatlaðra 9.631.428 12.249.345 2.940.715
07 980 Vinnumálastofnun 3.399.036 2.911.086 2.865.920
07 981 Vinnumál 420.221 62.490 215.926
07 982 Ábyrgðasjóður launa 9.844.882 11.656.295 13.119.094
07 984 Atvinnuleysistryggingasjóður 1.909.243 604.395 355.000
07 996 Íslenska upplýsingasamfélagið 188.000
07 999 Félagsmál, ýmis starfsemi 388.720 4.580.920 284.623
08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti 314.189.284 287.651.701 404.323.401
08 101 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, aðalskrifstofa
16.151.533

19.525.089

10.512.211
08 201 Tryggingastofnun ríkisins 30.568.274 32.298.269 24.018.632
08 301 Landlæknir 5.440.124 8.398.412 9.960.308
08 311 Héraðslæknir í Reykjavík 426.000 702.940
08 324 Heyrnar- og talmeinastöð Íslands 47.360 3.734 427.473
08 326 Sjónstöð Íslands 249.568 190.742 16.475
08 327 Geislavarnir ríkisins 52.215 690.284
08 330 Manneldisráð 77.750 222.009 728.831
08 358 Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri 8.532.203 19.823.727 12.483.019
08 368 Sólvangur, Hafnarfirði 906.182 629.127 833.557
08 370 Sjúkrahús með fjölþætta starfsemi 2.582.896 7.798.164 10.347.690
08 371 Ríkisspítalar 63.978.163
08 373 Landspítali, háskólasjúkrahús 3.994.500 119.603.775 240.295.904
08 375 Sjúkrahús Reykjavíkur 100.320.202
08 379 Sjúkrahús, óskipt 5.859.900
08 381 Sjúkrahús og læknisbústaðir 2.723.250 160.643
08 385 Framkvæmdasjóður aldraðra 868.372 432.740
08 393 Lyfjamál 1.200.000
08 395 Lyfjaeftirlit ríkisins 735.244 330.000
08 396 Lyfjanefnd 235.000
08 397 Lyfjastofnun 368.069
08 399 Heilbrigðismál, ýmis starfsemi 28.215.115 21.544.469 28.448.142
08 400 St. Jósefsspítali, Hafnarfirði 1.671.512 2.816.706 4.464.880
08 490 Vistun ósakhæfra afbrotamanna 1.781.140 1.234.835 1.971.175
08 495 Daggjaldastofnanir 535.161 671.569
08 500 Heilsugæslustöðvar, almennt 3.441.960 852.083 1.375.116
08 501 Sjúkraflutningar -26.460 155.725
08 505 Heilsugæsla í Reykjavík 936.114 3.580.716 4.589.605
08 510 Heilsuverndarstöðin í Reykjavík 5.561.189 6.733.999 7.700.387
08 522 Heilsugæslustöðin Borgarnesi 198.604 652.800
08 524 Heilsugæslustöðin Ólafsvík 21.807 68.600
08 525 Heilsugæslustöðin Grundarfirði 31.462
08 551 Heilsugæslustöðin Ólafsfirði 369.307 381.638 499.402
08 552 Heilsugæslustöðin Dalvík 84.204
08 558 Heilsugæslustöðin Norður-Þingeyjarsýslu 281.461
08 565 Heilsugæslustöðin Eskifirði 15.423
08 574 Heilsugæslustöðin Rangárþingi 62.800 152.162 8.000
08 576 Heilsugæslustöðin Laugarási 20.000 183.403
08 578 Heilsugæslustöðin Hveragerði 94.916 191.095 459.006
08 579 Heilsugæslustöðin Þorlákshöfn 248.354
08 582 Heilsugæslustöðin Hafnarfirði 501.936 161.800 2.662.049
08 583 Heilsugæslustöðin Garðabæ 146.507 362.100
08 584 Heilsugæsla í Kópavogi 882.401 3.122.718 587.436
08 585 Heilsugæslustöðin Seltjarnarnesi 421.446 28.916
08 586 Heilsugæslustöðin Reykjalundi 193.158 461.800 79.518
08 621 Forvarnasjóður 266.990 5.037.371 1.300.135
08 711 Heilbrigðisstofnunin Akranesi 978.322 1.845.049 2.366.604
08 721 Heilbrigðisstofnunin Patreksfirði 216.000 844.530 1.225.637
08 725 Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ 3.417.569 1.692.222 941.938
08 731 Heilbrigðisstofnunin Bolungarvík 236.055 701.186 117.880
08 735 Heilbrigðisstofnunin Hólmavík 389.903 358.367
08 741 Heilbrigðisstofnunin Hvammstanga 343.694 21.000 41.414
08 745 Heilbrigðisstofnunin Blönduósi 446.698 496.684 931.151
08 751 Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki 1.372.960 2.851.468 3.676.691
08 755 Heilbrigðisstofnunin Siglufirði 222.030 605.621 1.927.290
08 761 Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 2.304.005 2.980.158 3.987.920
08 765 Heilbrigðisstofnunin Egilsstöðum 3.593.835
08 771 Heilbrigðisstofnunin Seyðisfirði 79.824
08 775 Heilbrigðisstofnunin Neskaupstað 370.787
08 777 Heilbrigðisstofnun Austurlands 224.100 3.949.366 2.353.705
08 781 Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum 1.653.078 1.708.556 1.737.084
08 785 Heilbrigðisstofnunin Selfossi 1.264.034 290.989 218.317
08 791 Heilbrigðisstofnunin Suðurnesjum 9.302.200 8.951.481 11.409.367
08 996 Íslenska upplýsingasamfélagið 250.427 1.005.250 6.015.517
09 Fjármálaráðuneyti 159.068.052 149.172.362 289.653.348
09 101 Fjármálaráðuneyti, aðalskrifstofa 7.250.435 8.431.546 12.116.389
09 103 Ríkisbókhald 130.300 97.164 156.650
09 104 Ríkisfjárhirsla 381.819 151.944 123.100
09 201 Ríkisskattstjóri 1.376.124 1.108.891 390.489
09 202 Skattstofan í Reykjavík 10.800 15.000 3.550
09 204 Skattstofa Vestfjarða 3.500
09 207 Skattstofa Austurlands 5.664
09 208 Skattstofa Suðurlands 30.418 24.835
09 212 Skatta- og tollamál, ýmis útgjöld 75.840 3.415.878
09 214 Yfirskattanefnd 718.849 173.008 1.016.000
09 215 Skattrannsóknarstjóri ríkisins 404.078 190.000 603.938
09 250 Innheimtukostnaður 42.931.102 38.608.242 32.972.453
09 261 Ríkistollstjóri 1.937.553 1.783.840
09 262 Tollstjórinn í Reykjavík -2.400.855 -5.830.177 -6.442.519
09 402 Fasteignamat ríkisins 5.701.612 11.905.140 9.974.427
09 481 Útgjöld samkvæmt heimildarákvæðum 40.000
09 901 Framkvæmdasýsla ríkisins 8.506.785 7.383.613 5.831.843
09 905 Ríkiskaup 2.182.659 1.536.172 498.691
09 972 Lánasýsla ríkisins 3.501.447 5.535.223 4.490.418
09 980 Rekstrarfélag stjórnarráðsbygginga við Arnarhól
94.626

409.046

1.376.316
09 981 Ýmsar fasteignir ríkissjóðs 1.930.805 2.817.385 1.381.551
09 984 Fasteignir ríkissjóðs 47.861.217 26.630.091 20.796.856
09 995 Skýrsluvélakostnaður 806.662 18.400.300 172.531.305
09 996 Íslenska upplýsingasamfélagið 1.944.999
09 999 Ýmis verkefni 35.671.616 27.771.096 28.416.013
10 Samgönguráðuneyti 381.170.111 481.610.359 571.716.863
10 101 Samgönguráðuneyti, aðalskrifstofa 10.300.442 14.869.553 10.346.920
10 190 Ýmis verkefni 6.997.282 5.581.702 5.329.325
10 211 Vegagerðin 170.249.767 236.132.260 336.352.899
10 335 Siglingastofnun Íslands 7.741.972 10.445.546 15.221.902
10 471 Flugmálastjórn 153.869.413 185.146.245 184.258.696
10 481 Rannsóknanefnd flugslysa 19.750 51.600 786.880
10 512 Póst- og fjarskiptastofnunin 2.939.711 4.275.609 2.388.275
10 651 Ferðamálaráð 29.051.774 25.107.844 17.031.966
11 Iðnaðarráðuneyti, aðalskrifstofa 92.110.184 107.617.187 143.473.725
11 101 Iðnaðarráðuneyti, aðalskrifstofa 3.975.227 166.429 757.199
11 102 Einkaleyfastofan 4.726.775 3.919.190 5.710.824
11 201 Iðntæknistofnun Íslands 20.571.432 15.473.566 16.337.756
11 203 Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins 14.378.235 9.064.343 5.374.396
11 240 Iðnaðarrannsóknir og stóriðja 2.852.212 1.240.615 998.200
11 299 Iðja og iðnaður, framlög 14.087.337 18.182.065 12.705.106
11 301 Orkustofnun 27.646.054 55.833.591 94.658.693
11 399 Ýmis orkumál 3.872.912 3.737.388 4.189.451
11 411 Byggðastofnun 2.742.100
12 Viðskiptaráðuneyti 27.279.575 28.647.324 33.487.282
12 101 Viðskiptaráðuneyti, aðalskrifstofa 10.046.294 4.858.182 3.712.567
12 190 Ýmis verkefni 1.290.000 96.084 1.248.000
12 302 Löggildingarstofa 9.386.639 12.388.525 14.511.223
12 402 Fjármálaeftirlitið 2.730.360 3.649.335 4.759.618
12 902 Samkeppnisstofnun 3.826.282 7.655.198 9.255.874
13 Hagstofa Íslands 1.663.954 1.513.346 1.994.396
13 101 Hagstofa Íslands, aðalskrifstofa 1.663.954 1.513.346 1.994.396
14 Umhverfisráðuneyti 66.181.463 99.049.256 168.479.379
14 101 Umhverfisráðuneyti, aðalskrifstofa 2.167.608 10.009.243 7.969.519
14 190 Ýmis verkefni 3.557.839 4.252.898 25.231.079
14 202 Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn 1.639.078 748.100 3.525.864
14 205 Náttúruvernd ríkisins 9.649.833 6.458.292 5.697.465
14 210 Veiðistjóri 23.700 388.828
14 213 Hreindýraráð 68.331 207.624 396.633
14 221 Hollustuvernd ríkisins 3.808.466 3.155.105 3.818.411
14 281 Styrkir til fráveitna sveitarfélaga 11.482
14 283 Hreinsun umhverfis 2.838.495
14 285 Spilliefnasjóður 483.850 628.950 586.950
14 301 Skipulagsstofnun 5.402.371 4.792.062 3.696.933
14 303 Skipulagsmál sveitarfélaga 275.597
14 310 Landmælingar Íslands 5.714.488 17.061.803 43.134.039
14 321 Brunamálastofnun ríkisins 3.481.566 3.900.920 12.379.045
14 381 Ofanflóðasjóður 833.364 3.896.597 12.517.199
14 401 Náttúrufræðistofnun Íslands 1.734.587 16.004.811 21.449.221
14 407 Stofnun Vilhjálms Stefánssonar 400.000 1.613.749 5.198.896
14 410 Veðurstofa Íslands 27.228.600 26.295.402 19.375.205
Samtals 2.004.394.801 2.451.559.495 2.944.547.210

     2.      Hve mörg aðkeypt ráðgjafarverkefni á þessum árum voru útboðsskyld, skipt eftir ráðuneytum og stofnunum, og hvernig var útboðsskyldunni framfylgt?
    Vorið 2001 voru samþykkt á Alþingi ný lög um opinber innkaup, nr. 94/2001, sem tóku gildi 15. júní sama ár. Með lögunum voru felld úr gildi lög nr. 52/1987 með sama heiti og reglugerð um innkaup ríkisins nr. 302/1996. Í nýju lögunum er í 12. gr. kveðið á um að ríkisaðilar skuli bjóða út öll innkaup á vörum yfir 5.000.000 kr. og kaup á þjónustu og verkum yfir 10.000.000 kr. Í fyrrgreindri reglugerð nr. 302/1996 var kveðið á um í 12. gr. að öll vörukaup og aðkeypta þjónustu yfir 3.000.000 kr. skyldi bjóða út og allar framkvæmdir yfir 5.000.000 kr.
    Í bókhaldi ríkisins er gjöldum ekki skipt á deildir/viðfangsefni og kostnaðarliði og því er ekki sundurliðun fyrir hvert ráðgjafarverkefni um sig með kerfisbundnum hætti. Kaup á ráðgjöf eru í mörgum tilfellum hluti af stærri innkaupum, svo sem við opinberar framkvæmdir, í stærri þjónustuverkefnum og í tengslum við innkaup á sérhæfðum vörum. Af þessum sökum er ráðgjafarþjónusta oft á tíðum innifalin í annars konar útboðum. Á undanförnum árum hefur verið gert átak í því að kaupa ráðgjöf samkvæmt útboði hjá stórum verkkaupendum ríkisins. Má þar sérstaklega nefna útboð á eftirliti og ráðgjöf á vegum Framkvæmdasýslu ríkisins sem hefur umsjón með opinberum framkvæmdum og Vegagerðina. Í þessum tilvikum er ráðgjöf boðin út og gerður rammasamningur við tiltekin fyrirtæki þar sem magn er ótilgreint. Samningar um einstök verkefni eru síðan gerðir á grundvelli rammasamningsins. Með þessum hætti er hægt að tryggja að markmiðum ríkisins um kaup á þjónustu sé náð en einnig er nauðsynlegur sveigjanleiki til staðar.
    Rétt er að benda á að hluti af ráðgjafarþjónustu er undanþeginn útboðsskyldu samkvæmt lögum, nr. 94/2001, sbr. einnig tilskipun 92/50/EBE sem innleidd var í íslenskan rétt með reglugerð nr. 302/1996. Má þar nefna lögfræðiþjónustu, ráðningarþjónustu, kennslu- og starfsmenntunarþjónustu og tómstunda-, menningar- og íþróttaþjónustu.
    Af fyrrgreindum ástæðum er ekki hægt að segja til um það með vissu hversu mörg ráðgjafarverkefni á árunum 1999–2001 voru útboðsskyld samkvæmt fyrrgreindum viðmiðunarmörkum.
    Útboðsskyldunni er framfylgt með tvenns konar hætti. Annars vegar með innra eftirliti af hálfu fjármálaráðuneytisins, Ríkisendurskoðunar og Ríkiskaupa. Hins vegar er um að ræða eftirlit sem snýr að réttarúrræðum til handa bjóðendum sem telja á sér brotið í opinberum innkaupum, svo sem ef talið er að um brot á útboðsskyldu sé að ræða. Með lögum nr. 53/1993 var komið á fót sérstakri kærunefnd útboðsmála sem hafði ráðgefandi hlutverk gagnvart fjármálaráðherra og fjallaði um formlegar kærur vegna ætlaðra brota á framkvæmd opinberra innkaupa. Hlutverk nefndarinnar var styrkt með lögum nr. 94/2001 og starfar hún nú sem sjálfstæð úrskurðarnefnd á stjórnsýslustigi. Á hverju ári berast nefndinni fjölmargar kærur og eru úrræði nefndarinnar m.a. þess efnis að hún getur breytt ákvörðunum verkkaupa og kveðið á um útboðsskyldu.

     3.      Hafa verið settar samræmdar leiðbeiningarreglur um kaup á ráðgjafarþjónustu, og ef svo er, hverjar eru þær?

    Á vegum fjármálaráðuneytisins var árið 1995 gefið út leiðbeiningarritið Kaup á ráðgjöf, Val á ráðgjafa. Í framhaldi af útgáfu þess mælti fjármálaráðherra fyrir í bréfi dags. 3. apríl 1995 að allar ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki legðu þær leiðbeiningar til grundvallar við kaup á ráðgjöf. Í ljósi breytinga á lagaumhverfi og örrar þróunar í málaflokknum ákvað fjármálaráðherra í samstarfi við félag sjálfstætt starfandi arkitekta, félag ráðgjafarverkfræðinga, Framkvæmdasýsluna, Landsvirkjun og Vegagerðina að vinna að nýjum leiðbeiningum um kaup á ráðgjöf. Afrakstur þessa starfs var kynntur sl. vor þegar gefið var út á vegum fjármálaráðuneytisins ritið Kaup á ráðgjöf, leiðbeiningarrit. Markmið með hinu nýja riti voru tvíþætt. Annars vegar að stuðla að vönduðum undirbúningi verkkaupa, skilgreiningu verkefna og samkeppni um verkefni, í þeim tilgangi að auka hagkvæmni við kaup á ráðgjöf. Í leiðbeiningunum er m.a. nákvæmlega lýst hvernig staðið skuli að útboði og vali á ráðgjöfum. Hins vegar eru í ritinu settar fram leiðbeiningar um ýmis atriði er taka til samskipta við ráðgjafa á hinum almenna markaði. Þrátt fyrir að leiðbeiningarnar miðist að mestu við ýmiss konar ráðgjöf við verklegar framkvæmdir, svo sem við mannvirkjagerð og í orkugeiranum, nýtist aðferðafræðin einnig við kaup á annars konar ráðgjöf eins og fram kemur í leiðbeiningunum. Í inngangsorðum leiðbeininganna kemur fram að fjármálaráðherra mælist til þess að ríkistofnanir og ríkisfyrirtæki nýti þá aðferðafræði sem þar er sett fram og hafa leiðbeiningarnar þannig gildi stjórnsýslufyrirmæla.