Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 290. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 312  —  290. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um safn- og tengivegi.

Frá Jóni Bjarnasyni.



     1.      Hver er nú heildarlengd safnvega, tengivega og styrkvega á landinu?
     2.      Hvert hefur fjárframlag verið til þeirra sl. fimm ár og hver hefur verið hlutur þeirra miðað við heildarframlag til viðhalds- og stofnkostnaðar í vegamálum á landinu þessi ár að meðtöldum sérstökum fjárveitingum til stórverkefna?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að hlutur þessara vega, þ.e. sveitaveganna, verði aukinn í heildarfjárveitingum til viðhalds- og stofnkostnaðar í vegakerfi landsins?
     4.      Mun ráðherra beita sér fyrir endurskilgreiningu á heitum einstakra vegaflokka í vegalögum, svo sem styrkvega, með tilliti til breyttra aðstæðna?