Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 307. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 332  —  307. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um jaðaráhrif innan skattkerfisins.

Frá Páli Magnússyni.



     1.      Hafa markmið ríkisstjórnarinnar í stefnuyfirlýsingu hennar frá 28. maí 1999 um að draga úr jaðaráhrifum innan skattkerfisins náð fram að ganga?
     2.      Liggja fyrir tölulegar upplýsingar um jaðaráhrif innan skattkerfisins? Ef svo er, hvernig hafa þau þróast á kjörtímabilinu?
     3.      Hvernig skiptist álagning tekjuskatts hlutfallslega á einstaklinga eftir aldri, sundurliðað eftir áratugum, þ.e. 20–30 ára, 30–40 ára o.s.frv.?


Skriflegt svar óskast.