Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 331. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 361  —  331. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um notkun Vífilsstaðaspítala fyrir aldraða hjúkrunarsjúklinga.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



     1.      Hver yrði heildarbyggingarkostnaður við notkun húsnæðis Vífilsstaðaspítala fyrir aldraða hjúkrunarsjúklinga? Óskað er eftir lýsingu á fyrirhuguðum breytingum á húsnæðinu.
     2.      Hversu vel nýtist húsnæðið sem heimili fyrir aldraða hjúkrunarsjúklinga, m.a. með tilliti til hjálparbúnaðar og vinnuaðstöðu starfsmanna?
     3.      Hvað er gert ráð fyrir mörgum vistmönnum á heimilinu og hve margir verða í eins manns, tveggja, þriggja eða fjögurra manna herbergjum?
     4.      Hver er áætlaður kostnaður við rekstur heimilisins, m.a. launakostnaður?
     5.      Hver eru leigugjöld af húsnæðinu?


Skriflegt svar óskast.





















Prentað upp.