Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 385. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 516  —  385. mál.




Svar



utanríkisráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur um framlög til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver voru fjárframlög Íslands til starfsemi Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna á árunum 1998–2002?

    Á árunum 1998–2001 nam framlag til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna 500 þús. kr. á ári. Framlagið var hækkað í 800 þús. kr. fyrir árið 2002. Frekari hækkun framlags til sjóðsins er til skoðunar í utanríkisráðuneytinu, m.a. með hliðsjón af kynningu á starfsemi sjóðsins og upplýsingum sem fulltrúi hans veitti á fundum með fulltrúum utanríkisráðuneytis og Þróunarsamvinnustofnunar í Reykjavík 19. nóvember sl.