Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 432. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 569  —  432. mál.





Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um viðbragðsáætlun vegna smitsjúkdóma í búfé.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hefur verið gerð viðbragðsáætlun til að vinna eftir ef upp kemur grunur um smitsjúkdóma í búfé eða ef alvarlegur smitsjúkdómur er staðfestur?
     2.      Ef svo er, hverjar eru helstu áherslur áætlunarinnar og breytingar frá núgildandi reglum?
     3.      Hefur áætlunin verið kynnt? Ef ekki, hvernig er þá ráðgert að standa að kynningu á henni?
     4.      Hverjar eru að mati ráðherra helstu brotalamir í smitgát, viðbrögðum og heftingu smitsjúkdóma í búfé: í næsta nágrenni við sýktan eða grunaðan stað, hjá afurðastöðvum og þjónustuaðilum?


Skriflegt svar óskast.