Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 630. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1014  —  630. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um sérstaka slysastaði í vegakerfinu.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvað er gert til að lagfæra sérstaka slysastaði, eða svokallaða „svarta bletti“, í vegakerfinu, þ.e. í
                  a.      dreifbýli og
                  b.      þéttbýli?
     2.      Hversu mikið fé rennur árlega til lagfæringa á slysastöðum og hversu hátt hlutfall er það af öllum nýframkvæmdum í vegamálum?
     3.      Gerir samgönguáætlun til 2006 ráð fyrir að unnið sé að slíkum lagfæringum?
     4.      Hefur verið lagt mat á arðsemi þess að lagfæra „svarta bletti“?
     5.      Kæmi til greina að verja ákveðnum hundraðshluta þeirrar upphæðar sem ríkisstjórnin ákvað nýverið að setja í framkvæmdir í vegamálum til lagfæringa á „svörtum blettum“ eða annarra aðgerða til að auka umferðaröryggi?


Skriflegt svar óskast.