Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 639. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1035  —  639. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2002 og 165/2002, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.

(Lögð fyrir Alþingi á 128. löggjafarþingi 2002–2003.)



    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2002 og 165/2002 frá 6. desember 2002, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/12/EB frá 5. mars 2002, um breytingu á tilskipun ráðsins 79/267/EBE að því er varðar kröfu um gjaldþol líftryggingafyrirtækja, og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/13/EB frá 5. mars 2002, um breytingu á tilskipun ráðsins 73/239/EBE að því er varðar kröfu um gjaldþol skaðatryggingafyrirtækja.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


1. Inngangur.
    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2002 og 165/2002 frá 6. desember 2002, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/12/EB frá 5. mars 2002, um breytingu á tilskipun ráðsins 79/267/EBE að því er varðar kröfu um gjaldþol líftryggingafyrirtækja, og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/13/EB frá 5. mars 2002, um breytingu á tilskipun ráðsins 73/239/EBE að því er varðar kröfu um gjaldþol skaðatryggingafyrirtækja.
    Ákvarðanir þessar kalla á lagabreytingar hér á landi og voru teknar af sameiginlegu EES- nefndinni með stjórnskipulegum fyrirvara af Íslands hálfu. Í tillögu þessari er gerð nánari grein fyrir því hvað felst í slíkum fyrirvara, sbr. 103. gr. EES-samningsins. Jafnframt er gerð grein fyrir efni þeirra tilskipana sem hér um ræðir. Gerðir þessar fela ekki í sér breytingar á þeim meginreglum sem í EES-samningnum felast.
    Ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar sem hér um ræðir eru prentaðar sem fylgiskjöl með tillögu þessari ásamt gerðinni sjálfri.

2. Um stjórnskipulegan fyrirvara.
    Ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingar á viðaukum eða bókunum við EES-samninginn eru þjóðréttarsamningar. Samkvæmt samningnum er ekki gert ráð fyrir því að í ákvörðunum sé kveðið á um að gildistaka þeirra gagnvart aðildarríkjunum sé háð staðfestingu þeirra heima fyrir. Þær verða með öðrum orðum skuldbindandi fyrir aðildarríkin um leið og þær hafa verið teknar nema eitthvert aðildarríkjanna beiti heimild í 103. gr. EES- samningsins til að gera fyrirvara um að ákvörðun geti ekki orðið bindandi strax vegna stjórnskipulegra skilyrða heima fyrir. Hafa ríkin sex mánaða frest frá töku ákvörðunar í sameiginlegu nefndinni til að aflétta fyrirvaranum. Með þessu er vísað til nauðsynlegs atbeina þjóðþinga aðildarríkjanna og af hálfu Íslands hefur fyrirvara þessum því einungis verið beitt þegar ljóst er að ákvörðun kallar á lagabreytingar. Almennt hefur ekki verið leitað sérstaks samþykkis Alþingis áður en stjórnskipulegum fyrirvara er aflétt heldur látið við það sitja að Alþingi hafi samþykkt nauðsynlegar lagabreytingar vegna innleiðingar ákvarðana. Þetta felur í sér nokkurt frávik frá almennri meðferð vegna staðfestingar þjóðréttarsamninga þar sem atbeina Alþingis er krafist en á sér skýringar í sérstöðu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar meðal þjóðréttarsamninga. Hins vegar hafa nokkrir ókostir fylgt þessu fyrirkomulagi. Má þar helst nefna annars vegar að nokkuð mismunandi er með hvaða hætti það hefur komið fram í lagafrumvörpum hvernig þau tengjast tilteknum ákvörðunum sameiginlegu EES- nefndarinnar og hins vegar að með þessari aðferð hefur skort á að Alþingi hafi verið gefinn kostur á að taka beina afstöðu til staðfestingar einstakra ákvarðana nefndarinnar. Í vissum tilvikum hafa ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar kveðið á um að bætt sé við EES- samninginn tiltekinni EB-gerð sem ekki öðlast gildi innan Evrópusambandsins fyrr en einhverjum missirum eða jafnvel árum seinna. Samkvæmt EES-samningnum er Ísland skuldbundið til að taka endanlega afstöðu til þess hvort slík gerð verði hluti samningsins innan sex mánaða frá töku ákvörðunarinnar í sameiginlegu EES-nefndinni en hefur sama svigrúm og önnur aðildarríki samningsins til að innleiða viðkomandi gerð í landsrétt. Fram að þessu hefði eina leiðin verið sú að setja lög til innleiðingar þessara gerða innan sex mánaða frestsins en þau lög hefðu þá að sjálfsögðu ekki þurft að taka gildi fyrr en á ætluðum gildistökudegi gerðarinnar. Þetta er mjög óheppileg leið þar sem við undirbúning slíkrar lagasetningar er oft og tíðum horft til fordæma erlendis frá en þar er að jafnaði ekki hugað að slíkri lagasetningu fyrr en nær dregur gildistöku viðkomandi gerðar. Að þessari leið slepptri er eina leiðin til að virða samningsskuldbindingar Íslands að leita sérstaks samþykkis Alþingis í formi þingsályktunar.
    Að öllu þessu virtu hefur almenn meðferð þeirra ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar þar sem Ísland hefur gert stjórnskipulegan fyrirvara verið færð til samræmis við meðferð þjóðréttarsamninga. Í því felst að almennt er leitað sérstaklega eftir samþykki Alþingis til staðfestingar sérhverri ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar sem stjórnskipulegur fyrirvari hefur verið gerður við. Slíks samþykkis er leitað í formi þingsályktunar en viðeigandi ráðuneyti munu samhliða undirbúa nauðsynleg frumvörp til lagabreytinga. Jafnframt hefur þeirri föstu vinnureglu verið komið á, með vísan til 24. gr. laga um þingsköp Alþingis, að haft verði samráð við utanríkismálanefnd um efni þessara ákvarðana meðan þær eru á undirbúningsstigi.

3. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/12/EB frá 5. mars 2002, um breytingu á tilskipun ráðsins 79/267/EBE að því er varðar kröfu um gjaldþol líftryggingafyrirtækja.
    Í evrópurétti eru sérstakar tilskipanir um líftryggingar og aðrar um skaðatryggingar þó að mörg ákvæði séu sameiginleg með flokkunum. Sú skipting á sér ekki hefð í íslenskri löggjöf og gilda lög um vátryggingastarfsemi um allar vátryggingar. Er því leitað eftir staðfestingu tveggja ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar í þessari þingsályktunartillögu þar sem um innleiðingu þeirra og áhrif á íslenskan rétt gilda sömu sjónarmið.
    Í tilskipunum 2002/12/EB og 2002/13/EB um gjaldþol skaðatrygginga- og líftryggingafélaga eru gerðar breytingar á gjaldþolsreglum vátryggingafélaga. Með gjaldþoli vátryggingafélags er átt við eign þess að frádregnum fyrirsjáanlegum skuldum og skuldbindingum, þar á meðal vátryggingaskuld, og er gjaldþol þannig mælikvarði á fjárhagslegan styrk vátryggingafélags.
    Helstu breytingar sem tilskipunin hefur í för með sér eru þrenns konar:
     1.      Lágmarksfjárhæðir eru hækkaðar. Lágmarksgjaldþol vátryggingafélags sem stundar almenna vátryggingastarfsemi má aldrei verða lægra en 255 milljónir króna samkvæmt tilskipuninni. Samkvæmt lögum um vátryggingastarfsemi er fjárhæð þessi nú um 34 milljónir króna og er meginástæða hækkunar verðlagsbreyting frá því að fjárhæðir voru fyrst ákveðnar upp úr 1970.
     2.      Tekin verða inn bein ákvæði um matsheimildir eftirlitsstjórnvalda og skyldu þeirra til afskipta af málum telji þau réttindum vátryggingartaka stefnt í hættu.
     3.      Kröfur verða auknar vegna tiltekinna skilgreindra aðstæðna. Meðal annars er gert ráð fyrir að krafist verði aukins gjaldþols vegna ýmissa ábyrgðartrygginga þar sem uppgjör tekur hvað lengstan tíma.
    Viðskiptaráðherra hefur þegar mælt fyrir frumvarpi til innleiðingar ákvæða tilskipananna á 128. löggjafarþingi (377. mál).
    Samkvæmt efni tilskipananna er þeim ætlað að koma til framkvæmda á Evrópska efnahagssvæðinu eigi síðar en 20. september 2003.



Fylgiskjal I.


ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr. 165/2002

frá 6. desember 2002

um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn


SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR,

með hliðsjón af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, eins og hann var aðlagaður með bókun um breytingu á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist hér á eftir samningurinn, einkum 98. gr.,

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

1)        IX. viðauka við samninginn var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 103/2002 frá 12. júlí 2002 ( 1 ).

2)         Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/12/EB frá 5. mars 2002 um breytingu á tilskipun ráðsins 79/267/EBE að því er varðar kröfu um gjaldþol líftryggingafyrirtækja ( 2 ) skal felld inn í samninginn.

ÁKVEÐIÐ EFTIRFARANDI:

1. gr.

Eftirfarandi breytingar skulu gerðar á IX. viðauka við samninginn:

1. Eftirfarandi undirliður bætist við í 11. lið (tilskipun ráðsins 79/267/EBE):

„-         32002 L 0012: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/12/EB frá 5. mars 2002 (Stjtíð. EB L 77, 20.3.2002, bls. 11).“

2. Eftirfarandi breytingar skulu gerðar á aðlögunarliðunum í 11. lið (tilskipun ráðsins 79/267EBE):

a)        Texti aðlögunarliðar a) og fyrsti, annar og sjötti undirliður aðlögunarliðar b) falli brott.

b)        Eftirfarandi aðlögunarliður komi á eftir aðlögunarlið f):

        „g)        Í 20. gr. a komi orðin „EES-vísitala neysluverðs sem tekur til allra samningsaðila“ í stað orðanna „evrópsk vísitala neysluverð sem tekur til allra aðildarríkja“.“

3. Texti aðlögunarliða a) og b) í lið 12a (tilskipun ráðsins 92/96/EBE) skal felldur brott.


2. gr.

Texti tilskipunar 2002/12/EB á íslensku og norsku, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópubandalaganna, telst fullgiltur.

3. gr.

Ákvörðun þessi öðlast gildi hinn 7. desember 2002, að því tilskildu að allar tilkynningar samkvæmt 1. mgr. 103. gr. samningsins hafi verið sendar sameiginlegu EES-nefndinni ( * ).

4. gr.

Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild og EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópubandalaganna.

Gjört í Brussel 6. desember 2002.

     Fyrir hönd sameiginlegu EES-nefndarinnar
    Formaður

    Kjartan Jóhannsson


    Ritarar
    sameiginlegu EES-nefndarinnar

    P.K. Mannes     M. Brinkmann




Fylgiskjal II.


ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr. 164/2002

frá 6. desember 2002

um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn


SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR,

með hliðsjón af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, eins og hann var aðlagaður með bókun um breytingu á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist hér á eftir samningurinn, einkum 98. gr.,

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

1)        IX. viðauka við samninginn var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 103/2002 frá 12. júlí 2002 ( 1 ).

2)         Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/13/EB frá 5. mars 2002 um breytingu á tilskipun ráðsins 73/239/EBE að því er varðar kröfu um gjaldþol skaðatryggingafyrirtækja ( 2 ) skal felld inn í samninginn.

ÁKVEÐIÐ EFTIRFARANDI:

1. gr.

Eftirfarandi breytingar skulu gerðar á IX. viðauka við samninginn:

1. Eftirfarandi undirliður bætist við í 2. lið (tilskipun ráðsins 73/239/EBE):

„-             32002 L 0013: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/13/EB frá 5. mars 2002 (Stjtíð. EB L 77, 20.3.2002, bls. 17).“

2. Eftirfarandi aðlögunarliður komi á eftir aðlögunarlið b):

„ba)        Í 17. gr. a komi orðin „EES-vísitala neysluverðs sem tekur til allra samningsaðila“ í stað orðanna „evrópsk vísitala neysluverð sem tekur til allra aðildarríkja“.“

2. gr.

Texti tilskipunar 2002/13/EB á íslensku og norsku, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópubandalaganna, telst fullgiltur.

3. gr.

Ákvörðun þessi öðlast gildi hinn 7. desember 2002, að því tilskildu að allar tilkynningar samkvæmt 1. mgr. 103. gr. samningsins hafi verið sendar sameiginlegu EES-nefndinni ( * ).

4. gr.

Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild og EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópubandalaganna.

Gjört í Brussel 6. desember 2002.

     Fyrir hönd sameiginlegu EES-nefndarinnar
    Formaður

    Kjartan Jóhannsson


    Ritarar
    sameiginlegu EES-nefndarinnar

    P.K. Mannes     M. Brinkmann




Fylgiskjal III.


TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2002/12/EB

frá 5. mars 2002

um breytingu á tilskipun ráðsins 79/267/EBE að því er varðar kröfu um gjaldþol líftryggingafyrirtækja


EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA,

með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins, einkum 2. mgr. 47. gr og 55. gr.,

með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar ( 1 ),

með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndarinnar ( 2 ),

í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 251. gr. sáttmálans ( 3 ),

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

     1)      Í aðgerðaáætluninni um fjármálaþjónustu, sem leiðtogaráðið studdi á fundum sínum í Köln 3. og 4. júní 1999 og í Lissabon 23. og 24. mars 2000, er viðurkennt mikilvægi gjaldþols vátryggingafélaga til verndar vátryggingatökum á innri markaðnum með því að tryggja að þær eiginfjárkröfur, sem gerðar eru til vátryggingafélaga, séu í samræmi við eðli þeirrar áhættu sem þau tryggja.

     2)      Fyrsta tilskipun ráðsins 79/267/EBE frá 5. mars 1979 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum um stofnun og rekstur líftryggingastarfsemi í frumtryggingu ( 4 ) gerir kröfu um að vátryggingafélög hafi gjaldþol.

     3)      Krafan um að vátryggingafélög, til viðbótar vátryggingaskuld, sem þau mynda til að standa straum af vátryggingaskuldbindingum sínum, komi sér upp gjaldþoli til að verjast niðursveiflum í starfseminni er mikilvægur þáttur í varfærniseftirlitskerfi til verndar vátryggðum og vátryggingatökum.

     4)      Núgildandi reglur um gjaldþol, sem komið var á með tilskipun 79/267/EBE, hafa í meginatriðum haldist óbreyttar í löggjöf bandalagsins sem fylgdi í kjölfarið, og í tilskipun ráðsins 92/96/EBE frá 10. nóvember 1992 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum varðandi frumtryggingar á sviði líftrygginga (þriðja tilskipun um líftryggingar) ( 5 ) er þess krafist að framkvæmdastjórnin gefi vátrygginganefndinni, sem komið var á fót samkvæmt tilskipun ráðsins 91/675/EB ( 6 ) um nauðsyn frekari samhæfingar á gjaldþoli, skýrslu.

     5)      Framkvæmdastjórnin hefur samið skýrsluna í ljósi tilmælanna í skýrslu um gjaldhæfi vátryggingafélaga sem samin var á ráðstefnu yfirvalda sem annast vátryggingaeftirlit í aðildarríkjum Evrópusambandsins.

     6)      Niðurstaða skýrslunnar var sú að þrátt fyrir að gildandi kerfi sé einfalt og traust, hafi reynst fullnægjandi, sé byggt á traustum meginreglum og sé mjög gagnsætt, hafi í einstaka tilfellum komið í ljós ákveðnir veikleikar.

     7)      Þörf er á að auka núverandi lágmarksábyrgðarsjóð, einkum vegna áhrifa verðbólgu á tjón og rekstrarkostnað frá því að krafan var upphaflega samþykkt.

     8)      Til að bæta gjaldþolið skal möguleikinn á að reikna framtíðarhagnað inn í gjaldþol takmarkaður og háður skilyrðum og skal með öllu aflagður eftir 2009.

     9)      Í því skyni að koma í veg fyrir skyndilegar og meiri háttar hækkanir á lágmarki ábyrgðarsjóðsins í framtíðinni skal koma á fót kerfi sem sér til þess að hækkanir séu í samræmi við evrópska vísitölu neysluverðs.

     10)      Við sérstakar aðstæður, þar sem réttindum vátryggingataka er ógnað, er nauðsynlegt að lögbær yfirvöld hafi vald til íhlutunar nægilega snemma en ef til slíkrar íhlutunar kemur skulu lögbær yfirvöld, í samræmi við meginreglur um góða stjórnsýsluhætti og tilhlýðilega málsmeðferð, gera viðkomandi vátryggingafélögum grein fyrir þeim ástæðum sem liggja að baki slíkum eftirlitsaðgerðum. Svo lengi sem slíkar aðstæður eru til staðar skal komið í veg fyrir að lögbær yfirvöld votti um fullnægjandi gjaldþol vátryggingafélags.

     11)      Í ljósi markaðsþróunar varðandi eðli endurtrygginga, sem keyptar eru af frumtryggjendum, er þörf á því að lögbær yfirvöld hafi heimild til að lækka niðurfærslu lágmarksgjaldþols við ákveðnar aðstæður.

     12)      Í þessari tilskipun skal mælt fyrir um lágmarksstaðla að því er varðar lágmarksgjaldþol og heimaaðildarríkjum skal heimilt að mæla fyrir um strangari reglur fyrir vátryggingafélög sem lögbær yfirvöld þeirra hafa veitt starfsleyfi.

     13)      Breyta skal tilskipun 79/267/EBE til samræmis við þetta.

SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:

1. gr.

Breytingar á tilskipun 79/267/EBE

Tilskipun 79/267/EBE er breytt sem hér segir:

1.    Í 2. lið 3. gr. komi eftirfarandi:

    „2.    gagnkvæm félög þar sem:

        —    samþykktir mæla fyrir um að fara megi fram á viðbótarframlög, lækka bætur eða óska aðstoðar frá öðrum sem samþykkt hafa að láta hana í té og

        —    þegar árlegar tekjur af framlögum vegna starfsemi, sem tilskipun þessi nær til, fara ekki yfir 5 milljón evrur þrjú ár í röð. Hafi verið farið fram úr fjárhæðinni þrjú ár í röð skal tilskipun þessi eiga við frá fjórða ári.

        Engu að síður skulu ákvæði þessarar greinar ekki koma í veg fyrir að gagnkvæm líftryggingafélög sæki um starfsleyfi eða viðhaldi starfsleyfi sínu samkvæmt þessari tilskipun“.

2.    Í stað 18., 19. og 20. gr. komi eftirfarandi:

     „18. gr.

    1.     Aðildarríki skal gera kröfu um að þau líftryggingafélög sem eru með aðalskrifstofu innan yfirráðasvæðis þess, hafi ætíð gjaldþol vegna starfseminnar í heild sem sé fullnægjandi og a.m.k. í samræmi við kröfur í þessari tilskipun.

    2.     Gjaldþol skal samanstanda af hreinum eignum tryggingafélagsins sem ekki tengjast neinum fyrirsjáanlegum skuldbindingum, að frádregnum öllum óefnislegum eignum, þ.m.t.:

    a)    innborgað hlutafé eða, ef um er að ræða gagnkvæmt líftryggingafélag, innborgað stofnfé að viðbættum reikningum félagsaðila, sem uppfylla öll eftirtalin skilyrði:

        i)    í stofnsamningi og -samþykktum skal kveðið á um að ekki sé heimilt að greiða félagsaðilum af þessum reikningum hafi það í för með sér að gjaldþol fari niður fyrir tilskilið lágmark eða, ef um er að ræða félagsslit, þá skuli fyrst gera upp allar aðrar skuldir félagsins;

        ii)    í stofnsamningi og -samþykktum skal kveðið á um að, að því er varðar greiðslur sem um getur í tölulið i) af öðrum ástæðum en við útgöngu einstakra félagsaðila, skuli lögbærum yfirvöldum tilkynnt um það með a.m.k. eins mánaðar fyrirvara og geta þau þar til sá frestur er liðinn bannað greiðslu;

        iii)    eingöngu er heimilt að breyta viðkomandi ákvæðum í stofnsamningi og -samþykktum eftir að lögbær yfirvöld hafa lýst því yfir að þau hreyfi engum andmælum við breytingunni, sbr. þó skilyrðin sem kveðið er á um í i- og ii-lið;

    b)    varasjóðir (bundnir og frjálsir) sem ekki tengjast vátryggingaskuldbindingum;

    c)    óráðstafaður hagnaður eða tap að frádregnu ójöfnuðu tapi og arðgreiðslum;

    d)    enn fremur, að því marki sem landslög heimila, ágóðasjóðir sem nota má til að mæta tapi af hvaða orsökum sem það stafar, hafi ekki þegar verið tekin ákvörðun um ráðstöfun þeirra til skírteinishafa.

    Gjaldþol skal lækkað um fjárhæð sem nemur eign líftryggingafélagsins í eigin hlutabréfum.

    3.    Til gjaldþols má einnig telja:

    a)    samanlagða fjárhæð forgangshlutafjár og víkjandi lán sem ekki mega fara yfir 50% af gjaldþoli eða lágmarksgjaldþoli, hvort sem lægra reynist, og þar af mega víkjandi lán með fastan lánstíma eða heildarfjárhæð forgangshlutafjár með fastan lánstíma ekki fara yfir 25%, að því tilskildu að ef um er að ræða gjaldþrot eða slit líftryggingafélags verði að vera til bindandi samkomulag um að víkjandi lánum eða forgangshlutabréfum sé skipað aftar kröfum allra annarra lánadrottna og verði ekki endurgreidd fyrr en allar aðrar útistandandi skuldir hafa verið greiddar.

        Víkjandi lán verður einnig að uppfylla eftirtalin skilyrði:

        i)    aðeins er heimilt að telja með innborgaðar fjárhæðir;

        ii)    upphaflegur lánstími lána með föstum lánstíma skal ekki vera skemmri en fimm ár. Eigi síðar en einu ári áður en kemur að endurgreiðslu skal líftryggingafélagið leggja fyrir lögbær yfirvöld áætlun um hvernig gjaldþoli skuli haldið eða það aukið þannig að það nái tilskildu marki á gjalddaga, nema vægi lánsins sem hluta af gjaldþoli lækki í áföngum á eigi skemmri tíma en síðustu fimm árin fyrir endurgreiðslu. Lögbær yfirvöld geta veitt heimild til að flýta endurgreiðslu slíkra lána svo fremi líftryggingafélagið sæki um það og að því tilskildu að gjaldþol fari ekki niður fyrir tilskilið lágmark;

        iii)    lán, sem eru ekki með föstum lánstíma, skulu vera með fimm ára uppsagnarfresti nema lánið teljist ekki lengur hluti af gjaldþoli eða samþykki yfirvalda þurfi til að það fáist greitt fyrr. Í síðara tilvikinu verður líftryggingafélagið að senda lögbærum yfirvöldum tilkynningu a.m.k. sex mánuðum fyrir áætlaðan greiðsludag þar sem það tilgreinir gjaldþol og lágmarksgjaldþol bæði fyrir og eftir endurgreiðsluna. Lögbær yfirvöld skulu eingöngu heimila endurgreiðslu fari gjaldþol líftryggingafélagsins ekki niður fyrir tilskilið lágmark;

        iv)    lánasamningurinn má ekki fela í sér nein þau ákvæði, sem gera ráð fyrir að lán verði við sérstakar aðstæður endurgreitt fyrr en á gjalddaga nema við slit tryggingafélagsins;

        v)    eingöngu er heimilt að breyta lánssamningnum eftir að lögbær yfirvöld hafa lýst því yfir að þau hreyfi ekki andmælum við breytingunni;

    b)    verðbréf án tiltekins lánstíma og önnur skjöl, þ.m.t. forgangshlutabréf, önnur en sem um getur í a-lið, en þau ásamt víkjandi lánum, sem um getur í a-lið mega vera allt að 50% af gjaldþoli og lágmarksgjaldþoli, hvort sem lægra reynist, að því tilskildu að þau uppfylli eftirtalin skilyrði:

        i)    óheimilt sé að endurgreiða þau að frumkvæði handhafa eða án samþykkis lögbærs yfirvalds;

        ii)    útgáfusamningurinn verður að gera líftryggingafélaginu kleift að fresta greiðslu á vöxtum af láninu;

        iii)    skipa skal kröfum lánveitanda á hendur líftryggingafélaginu aftar öllum kröfum lánardrottna sem ekki eru víkjandi;

        iv)    í skjölunum, sem gilda um útgáfu verðbréfanna, skal kveðið á um að nota megi eftirstöðvar og ógreidda vexti til að mæta tapi á meðan líftryggingafélaginu er gert kleift að halda áfram starfsemi sinni;

        v)    aðeins er heimilt að telja með innborgaðar fjárhæðir.

    4.     Samkvæmt rökstuddri umsókn fyrirtækis til lögbærs yfirvalds heimaaðildarríkis og að fengnu samþykki viðkomandi lögbærs yfirvalds má einnig telja til gjaldþols:

    a)    til 31. desember 2009, upphæð sem nemur 50% af framtíðarhagnaði félagsins en þó aldrei meira en 25% af gjaldþoli og lágmarksgjaldþoli hvort sem lægra reynist. Fjárhæð framtíðarhagnaðar fæst með því að margfalda áætlaðan árshagnað með þeim meðalárafjölda sem skírteini eiga eftir að vera í gildi. Meðalárafjöldinn má þó aldrei vera hærri en sex. Áætlaður árshagnaður skal ekki fara yfir meðalhagnað næstliðinna fimm fjárhagsára í þeim greinaflokkum sem skráðir eru í 1. lið 1. gr.

        Lögbær yfirvöld geta einungis samþykkt að slík fjárhæð sé hluti af gjaldþoli:

        i)    þegar lögð hefur verið fyrir lögbær yfirvöld tryggingafræðileg skýrsla sem rennir stoðum undir líkindi þess að slíkur hagnaður verði í framtíðinni; og

        ii)    að svo miklu leyti sem sá hluti framtíðarhagnaðar, sem verður fyrir tilstilli dulinna sjóða sem um getur í c-lið, hefur ekki enn verið tekinn til greina;

    b)    þar sem ekki er beitt Zillmer-aðferð, eða þar sem henni er beitt en miðað er við álag vegna kostnaðar við öflun líftrygginga sem er lægra en samsvarandi álag fólgið í iðgjöldum, mismuninum á líftryggingaskuld sem ekki er reiknuð samkvæmt Zillmer-aðferðinni eða líftryggingaskuld, sem reiknuð er að hluta samkvæmt Zillmer-aðferð, annars vegar og líftryggingaskuld samkvæmt Zillmer-aðferð þar sem gengið er út frá álagi á iðgjöld, sem samsvarar kostnaðinum við öflun líftrygginganna, hins vegar. Upphæðin má þó ekki fara yfir 3,5% af samanlögðum mismun á líftryggingafjárhæðum og líftryggingaskuld vegna allra skírteina þar sem unnt er að nota Zillmer-aðferð. Frá þeim mismun skal draga allan óafskrifaðan eignfærðan öflunarkostnað;

    c)    duldum sjóðum sem stafa af mati á eignum, að svo miklu leyti sem slíkir duldir sjóðir eru varanlegs eðlis;

    d)    helming óinnborgaðs hlutafjár eða stofnfjár, enda nemi hlutinn, sem greiddur hefur verið, a.m.k. 25% hlutafjár eða stofnfjár, og þessi liður verði í mesta lagi 50% af gjaldþoli eða lágmarksgjaldþoli, hvort sem lægra reynist.

    5.      Breytingar á 2., 3., og 4. mgr. til að taka tillit til þróunar sem réttlætir tæknilega aðlögun þeirra liða sem mynda mega gjaldþol, skulu samþykktar í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 2. gr. tilskipunar 91/675/EBE ( *).

    

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


( *) Stjtíð. EB L 374, 31.12.1991, bls. 32.

     19. gr.

    1.     Með fyrirvara um 20. gr. skal lágmarksgjaldþol ákveðið eins og greinir í 2.–7. gr. í samræmi við þá greinaflokka sem fyrirtækið rekur.

    2.     Þegar um er að ræða vátryggingastarfsemi þá sem um getur í a- og b-lið 1. mgr. 1. gr., aðra en líftryggingar tengdar fjárfestingarsjóðum og starfsemi sem um getur í 3. mgr. 1. gr., skal lágmarksgjaldþol nema samtölu eftirfarandi tveggja niðurstöðutalna:

    a)    fyrri niðurstaða:

        margfalda skal 4% af líftryggingaskuld, í frumtyggingarstarfsemi án frádráttar á hlut endurtryggjenda að viðbættri líftryggingaskuld vegna móttekinna endurtrygginga, með hlutfallinu eins og það var á næstliðnu reikningsári milli líftryggingaskuldar, að frádregnum hlut endurtryggjenda, og líftryggingaskuldar án frádráttar á hlut endurtryggjenda. Þetta hlutfall má þó aldrei vera lægra en 85%;

    b)    seinni niðurstaða:

        margfalda skal 0,3% af áhættufjárhæð skírteina, þar sem áhættufjárhæðin er ekki neikvæð, með hlutfallinu milli samanlagðrar áhættufjárhæðar í eigin áhættu fyrirtækisins eftir endurtryggingu og áhættufjárhæðarinnar án tillits til endurtrygginga eins og það var á seinasta reikningsári; hlutfall þetta má þó aldrei vera lægra en 50%.

        Þegar um er að ræða tímabundnar dánaráhættulíftryggingar, að hámarki til þriggja ára, skal reikna 0,1% af fjárhæðinni. Séu líftryggingarnar til lengri tíma en þriggja ára en skemmri en fimm ára skal reikna 0,15% af fjárhæðinni.

    3.     Þegar um er að ræða viðbótartryggingar þær sem um getur í c-lið 1. mgr. 1. gr. skal lágmarksgjaldþol nema lágmarksgjaldþoli vátryggingafélaga sem mælt er fyrir um í 16. gr. a í tilskipun 73/239/EBE, án tillits til ákvæða 17. gr. þeirrar tilskipunar.

    4.     Þegar um er að ræða sjúkratryggingar án uppsagnarréttar sem getið er í d-lið 1. mgr. 1. gr. skal tilskilið gjaldþol vera jafnt:

    a)    4% af líftryggingaskuld, reiknaðri í samræmi við skilyrði sem kveðið er á um í a-lið 2. mgr. þessarar greinar; að viðbættu

    b)    lágmarksgjaldþoli fyrir vátryggingafélög sem mælt er fyrir um í 16. gr. a í tilskipun 73/239/EBE án tillits til ákvæða 17. gr. þeirrar tilskipunar. Þó getur krafa um að skírteini séu gefin út á grundvelli hóptryggingar komið í stað kröfunnar í b-lið 6. mgr. 16. gr. a um að komið sé upp sjóði vegna hækkandi aldurs.

    5.     Þegar um er að ræða fjármögnunarstarfsemi (fjárfestingarsjóði) sem um getur í b-lið 2. mgr. 1. gr. skal lágmarksgjaldþol vera jafnt 4% af líftryggingaskuld, reiknað í samræmi við skilyrði sem kveðið er á um í a-lið 2. mgr. þessarar greinar.

    6.     Þegar um er að ræða erfðalífrentusjóði í a-lið 2. mgr. 1. gr. skal lágmarksgjaldþol vera jafnt 1% af eignum þeirra.

    7.     Þegar um er að ræða vátryggingar skv. a- og b-lið 1. mgr. 1. gr. sem tengjast fjárfestingarsjóðum og vátryggingastarfsemi sem um getur í c-, d- og e-lið 2. mgr. 1. gr. skal lágmarksgjaldþol vera jafnt og summa eftirfarandi liða:

    a)    4% af líftryggingaskuld reiknað í samræmi við skilyrði sem kveðið er á um í a-lið 2. mgr. þessarar greinar, beri líftryggingafélagið áhættu af fjárfestingu;

    b)    1% af líftryggingaskuld, reiknað í samræmi við skilyrði sem kveðið er á um í a-lið 2. mgr. þessarar greinar, beri líftryggingafélagið enga áhættu af fjárfestingu og rekstrarkostnaði sem kveðið er á um í líftryggingasamningnum, sé dreift á lengri tíma en fimm ár;

    c)    25% af nettó skrifstofu- og stjórnunarkostnaði næstliðins fjárhagsárs er lýtur að slíkri starfsemi beri líftryggingafélagið enga áhættu af fjárfestingu og ef rekstrarkostnaði er ekki dreift á lengri tíma en fimm ár;

    d)    0,3% af áhættufjárhæð sem reiknuð er í samræmi við skilyrði, sem kveðið er á um í b-lið 2. mgr. þessarar greinar, að því marki sem starfsemi tryggingafélagsins nær til dánaráhættulíftrygginga.

     20. gr.

    1.     Ábyrgðarsjóður skal nema þriðjungi lágmarksgjaldþols eins og það er tilgreint í 19. gr. Þessi sjóður skal myndaður af gjaldþolsliðum sem tilgreindir eru í 2. og 3. mgr. 18. gr. og, að fengnu samþykki lögbærs yfirvalds heimaaðildarríkis, í c-lið 4. mgr.

    2.     Ábyrgðarsjóður má þó ekki vera lægri en 3 milljónir evra.

    Aðildarríkjunum er heimilt að kveða á um lækkun um einn fjórða á lágmarki ábyrgðarsjóðs þegar um er að ræða gagnkvæm félög, hliðstæð félagsform eða erfðalífrentusjóði“.

3.     Eftirfarandi grein bætist við:

     „20. gr. a

    1.     Fjárhæðin í evrum, sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 20. gr., skal endurskoðuð árlega frá og með 20. september 2003 með hliðsjón af breytingum á evrópskri vísitölu neysluverðs sem öll aðildarríkin falla undir eins og hún er gefin út af Hagstofu Evrópubandalaganna (Eurostat).

    Fjárhæðin skal aðlöguð sjálfkrafa með því að hækka grunnfjárhæðina í evrum í hlutfalli við breytingu á vísitölunni frá gildistöku þessarar tilskipunar til dagsetningar endurskoðunar og hækkuð upp í margfeldi af 100 000 evrum. Ef breytingin frá síðustu aðlögun er undir 5% fer engin aðlögun fram.

    2.     Framkvæmdastjórnin skal ár hvert tilkynna Evrópuþinginu og ráðinu um endurskoðunina og aðlöguðu fjárhæðina sem um getur í 1. mgr.“

4.    Eftirfarandi grein bætist við:

     „24. gr. a

    1.     Aðildarríkin skulu tryggja að lögbær yfirvöld hafi vald til þess að krefjast áætlunar um fjárhagslega endurreisn fyrir vátryggingafélög þar sem lögbær yfirvöld telja að réttindum vátryggingataka sé ógnað. Áætlunin um fjárhagslega endurreisn skal að lágmarki innihalda, fyrir næstu þrjú fjárhagsár, upplýsingar eða sannanir varðandi:

    a)    áætlaðan stjórnunarkostnað, og sérstaklega almennan kostnað vegna daglegs reksturs og umboðslaun;

    b)    áætlun með nákvæmri spá um tekjur og kostnað vegna frumtryggingastarfsemi, móttöku endurtrygginga (inn-endurtrygginga) og keyptrar endurtryggingaverndar (út-endurtrygginga);

    c)    áætlaðan efnahagsreikning;

    d)    áætlaðar fjármögnunarleiðir til að mæta vátryggingaskuldbindingum og lágmarksgjaldþoli;

    e)    heildarstefnu varðandi endurtryggingar.

    2.     Þegar réttindum tryggingataka er ógnað vegna versnandi fjárhagslegrar stöðu vátryggingafélags skulu aðildarríkin tryggja að lögbær yfirvöld hafi vald til þess að skylda vátryggingafélög til þess að hafa hærra lágmarksgjaldþol í því skyni að tryggja að vátryggingafélagið sé í stakk búið til þess að uppfylla kröfur um gjaldþol í nánustu framtíð. Það skal byggt á áætluninni um fjárhagslega endurreisn, sem um getur í 1. mgr., hversu hátt þetta lágmarksgjaldþol skal vera.

    3.     Aðildarríkin skulu tryggja að lögbær yfirvöld hafi vald til þess að endurmeta til lækkunar alla þætti sem falla undir gjaldþol, einkum í þeim tilfellum þegar veruleg breyting hefur orðið á markaðsvirði þessara þátta frá lokum síðasta fjárhagsárs.

    4.     Aðildarríkin skulu tryggja að lögbær yfirvöld hafi vald til þess að lækka niðurfærslu, byggða á endurtryggingu, á gjaldþoli eins og það er skilgreint í samræmi við 19. gr. þegar:

    a)    veruleg breyting hefur orðið á eðli eða gæðum endurtryggingasamninga frá síðasta fjárhagsári;

    b)    engin eða lítil yfirfærsla vátryggingaráhættu felst í endurtryggingasamningunum.

    5.     Hafi lögbær yfirvöld krafist áætlunar um fjárhagslega endurreisn fyrir vátryggingafélag í samræmi við 1. mgr. skulu þau hvorki gefa út vottorð skv. 2. undirl. 3. mgr. 10. gr. þessarar tilskipunar, a-lið 1. mgr. 14. gr. tilskipunar ráðsins 90/619/EBE ( *) (önnur tilskipun um líftryggingar) né 2. mgr. 11. gr. tilskipunar ráðsins 92/96/EBE ( **) (þriðja tilskipun um líftryggingar) svo lengi sem þau telja að réttindum vátryggingataka sé ógnað í skilningi 1. mgr.

    

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


( *)    Stjtíð. EB L 330, 29.11.1990, bls. 50. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 92/96/EBE (Stjtíð. EB L 360, 9.12.1992, bls. 1).
    ( **)    Stjtíð. EB L 360, 9.12.1992, bls. 1. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/64/EB (Stjtíð. EB L 290, 17.11.2000, bls. 27).“

2. gr.

Aðlögunartímabil

1.     Aðildarríkjum er heimilt að veita líftryggingafélögum sem, við gildistöku þessarar tilskipunar annast vátryggingar á yfirráðasvæði þeirra í einum eða fleiri greinaflokkum sem getið er í viðaukanum við tilskipun 79/267/EBE, fimm ára frest, sem hefst daginn sem tilskipun þessi öðlast gildi, til að fullnægja kröfunum sem settar eru fram í 1. gr. þessarar tilskipunar.

2.     Aðildarríkjunum er heimilt að veita líftryggingafélögum, sem um getur í 1. mgr., er hafa ekki að fullu uppfyllt kröfur um lágmarksgjaldþol innan fimm ára, frekari frest, þó ekki lengri en til tveggja ára, til að gera svo, að því tilskildu að fyrirtækin hafi skv. 24. gr. tilskipunar 79/267/EBE lagt fyrir lögbær yfirvöld til staðfestingar tillögur um þær ráðstafanir sem þau hyggjast gera í því skyni.

3. gr.

Lögleiðing

1.     Aðildarríkin skulu samþykkja fyrir 20. september 2003 nauðsynleg lög og stjórnsýslufyrirmæli til að fara að tilskipun þessari. Þau skulu tilkynna það framkvæmdastjórninni þegar í stað.

Þegar aðildarríkin samþykkja þessar ráðstafanir skal vera í þeim tilvísun í þessa tilskipun eða þeim fylgja slík tilvísun þegar þær eru birtar opinberlega. Aðildarríkin skulu setja nánari reglur um slíka tilvísun.

2.     Aðildarríkin sjá til þess að ráðstafanirnar, sem um getur í 1. mgr., skuli fyrst gilda um eftirlit byggt á ársreikningum fyrir fjárhagsár sem hefst 1. janúar 2004 eða á því almanaksári.

3.     Aðildarríkin skulu senda framkvæmdastjórninni helstu ákvæði landslaga sem þau samþykkja um málefni sem tilskipun þessi nær til.

4.     Framkvæmdastjórnin skal, eigi síðar en 1. janúar 2007, leggja skýrslu fyrir Evrópuþingið og ráðið um beitingu þessarar tilskipunar og, ef nauðsyn krefur, um þörfina fyrir frekari samræmingu. Skýrslan skal sýna á hvern hátt aðildarríkin hafa nýtt sér möguleika þessarar tilskipunar og sérstaklega það hvort sá ákvörðunarréttur, sem innlendum eftirlitsyfirvöldum er veittur, hafi stuðlað að meiri háttar mismun milli aðildarríkja á eftirliti á innri markaðnum.

4. gr.

Gildistaka

Tilskipun þessi öðlast gildi á þeim degi sem hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópubandalaganna.

5. gr.

Viðtakendur

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.

Gjört í Brussel 5. mars 2002.

Fyrir hönd Evrópuþingsins, Fyrir hönd ráðsins,
P. COX R. DE RATO Y FIGAREDO
forseti. forseti.



Fylgiskjal IV.


TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2002/13/EB

frá 5. mars 2002

um breytingu á tilskipun ráðsins 73/239/EBE að því er varðar kröfu um gjaldþol skaðatryggingafyrirtækja


EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA,

með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins, einkum 2. mgr. 47. gr. og 55. gr.,

með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar ( 1 ),

með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndarinnar ( 2 ),

í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 251. gr. sáttmálans ( 3 ),

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

     1)      Í aðgerðaáætluninni um fjármálaþjónustu, sem leiðtogaráðið studdi á fundum sínum í Köln 3. og 4. júní 1999 og í Lissabon 23. og 24. mars 2000, er viðurkennt mikilvægi gjaldþols vátryggingafélaga til verndar vátryggingatökum á innri markaðnum með því að tryggja að þær eiginfjárkröfur, sem gerðar eru til vátryggingafélaganna, séu í samræmi við eðli þeirrar áhættu sem þau tryggja.

     2)      Fyrsta tilskipun ráðsins 73/239/EBE frá 24. júlí 1973 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum til að hefja og reka starfsemi á sviði frumtrygginga, annarra en líftrygginga ( 4 ), gerir kröfu um að vátryggingafélög hafi gjaldþol.

     3)      Krafan um að vátryggingafélög, til viðbótar vátryggingaskuld, sem þau mynda til að standa straum af vátryggingaskuldbindingum sínum, komi sér upp gjaldþoli er, til að verjast niðursveiflum í starfseminni, mikilvægur þáttur í varfærniseftirlitskerfi til verndar vátryggðum og vátryggingatökum.

     4)      Núgildandi reglur um gjaldþol, sem komið var á með tilskipun 73/239/EBE, hafa í meginatriðum haldist óbreyttar í löggjöf bandalagsins sem fylgdi í kjölfarið, og í tilskipun ráðsins 92/49/EBE frá 18. júní 1992 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum varðandi frumtryggingar, aðrar en líftryggingar (þriðja tilskipun um skaðatryggingar) ( 5 ) er þess krafist að framkvæmdastjórnin gefi vátrygginganefndinni, sem komið var á fót samkvæmt tilskipun ráðsins 91/675/EBE ( 6 ) um nauðsyn frekari samhæfingar á gjaldþoli, skýrslu.

     5)      Framkvæmdastjórnin hefur samið skýrsluna í ljósi tilmælanna í skýrslu um gjaldhæfi vátryggingafélaga sem samin var á ráðstefnu yfirvalda sem annast vátryggingaeftirlit í aðildarríkjum Evrópusambandsins.

     6)      Niðurstaða skýrslunnar var sú að þrátt fyrir að gildandi kerfi sé einfalt og traust, hafi reynst fullnægjandi og sé byggt á traustum meginreglum og sé mjög gagnsætt hafi í einstaka tilfellum komið í ljós ákveðnir veikleikar, einkum að því er varðar viðkvæma samsetningu áhættu.

     7)      Þörf er á að einfalda og auka núverandi lágmarksábyrgðarsjóð, einkum vegna áhrifa verðbólgu á tjón og rekstrarkostnað, frá því að þeir voru upphaflega samþykktir. Viðmiðunarmörkin um það hvenær beita megi lægra hlutfallinu um ákvörðun gjaldþolskröfu á grundvelli iðgjalda og tjóna skulu hækkuð til samræmis við þetta.

     8)      Í því skyni að koma í veg fyrir skyndilegar og meiri háttar hækkanir á lágmarki ábyrgðarsjóðsins og viðmiðunarmörkum í framtíðinni skal koma á fót kerfi sem sér til þess að hækkanir séu í samræmi við evrópska vísitölu neysluverðs.

     9)      Við sérstakar aðstæður, þar sem réttindum vátryggingataka er ógnað, er nauðsynlegt að lögbær yfirvöld hafi vald til íhlutunar nægilega snemma en ef til slíkrar íhlutunar kemur skulu lögbær yfirvöld, í samræmi við meginreglur um góða stjórnsýsluhætti og tilhlýðilega málsmeðferð, gera vátryggingafélögunum grein fyrir þeim ástæðum sem liggja að baki slíkum eftirlitsaðgerðum. Svo lengi sem slíkar aðstæður eru til staðar skal komið í veg fyrir að lögbær yfirvöld votti um nægjanlegt gjaldþol vátryggingafélags.

     10)      Í ljósi markaðsþróunar varðandi eðli endurtrygginga, sem keyptar eru af frumtryggjendum, er þörf á því að lögbær yfirvöld hafi umboð til að lækka niðurfærslu gjaldþols við ákveðnar aðstæður.

     11)      Ef vátryggingafélag minnkar verulega eða hættir alveg nýtryggingum er nauðsynlegt að það hafi nægjanlegt gjaldþol vegna óuppgerðra vátryggingaskuldbindinga sem metnar eru með vátryggingaskuld.

     12)      Að því er varðar sérstaka flokka skaðatrygginga og þar sem áhætta er sérlega óstöðug skal núverandi gjaldþolskrafa aukin verulega þannig að lágmarksgjaldþol sé í betra samræmi við raunverulega áhættuþætti vátrygginganna.

     13)      Vegna áhrifa mismunandi bókhaldslegra og tryggingafræðilegra aðferða er við hæfi að aðlaga á samsvarandi hátt aðferðir við útreikning á lágmarksgjaldþoli þannig að útreikningarnir séu gerðir á samsvarandi og samræmdan hátt og vátryggingafélögum þannig gert jafnhátt undir höfði.

     14)      Í þessari tilskipun skal mælt fyrir um lágmarksstaðla að því er varðar gjaldþolskröfur og heimaaðildarríkjum skal heimilt að mæla fyrir um strangari reglur fyrir vátryggingafélög sem lögbær yfirvöld þeirra hafa veitt starfsleyfi.

     15)      Breyta skal tilskipun 73/239/EBE til samræmis við þetta.

SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:

1. gr.

Breytingar á tilskipun 73/239/EBE

Tilskipun 73/239/EBE er breytt sem hér segir:

1.     Í 1. mgr. 3. gr. komi eftirfarandi:

    „1.     Tilskipunin nær ekki til gagnkvæmra félaga sem uppfylla öll eftirfarandi skilyrði:

    a)    samþykktir þeirra hafi að geyma ákvæði er heimili að krefjast megi sérstakra viðbótarframlaga eða að skerða bætur,

    b)    starfsemi þeirra taki hvorki til ábyrgðartrygginga — nema þegar um er að ræða hliðaráhættu sbr. C-lið í viðauka — né til greiðslu- og efndavátrygginga,

    c)    árlegar tekjur vegna starfsemi, sem tilskipunin tekur til, nemi minna en fimm milljón evrum, og

    d)    minnst helmingur tekna af framlögum vegna starfsemi, sem tilskipunin tekur til, komi frá félagsaðilum.

    Tilskipun þessi gildir ekki um fyrirtæki sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:

    —    fyrirtækið rekur ekki aðra starfsemi sem fellur undir gildissvið þessarar tilskipunar en þá sem lýst er í 18. greinaflokki, lið A í viðauka,

    —    starfsemin er einungis staðbundin og bætur aðeins greiddar í fríðu, og

    —    heildarárstekjur vegna veittrar aðstoðar við aðila, sem lenda í erfiðleikum, fara ekki fram úr 200 000 evrum.

    Engu að síður skulu ákvæði þessarar greinar ekki koma í veg fyrir að gagnkvæm vátryggingafélög sæki um starfsleyfi eða viðhaldi starfsleyfi sínu samkvæmt þessari tilskipun.“

2.     Í stað 16. gr. komi eftirfarandi:

     „16. gr.

    1.     Aðildarríki skal gera kröfu um að þau vátryggingafélög, sem eru með aðalskrifstofu innan yfirráðasvæðis þess, hafi ætíð gjaldþol vegna starfseminnar í heild sem sé fullnægjandi og a.m.k. í samræmi við kröfur í þessari tilskipun.

    2.     Gjaldþol skal samanstanda af hreinum eignum vátryggingafélags sem ekki tengjast neinum fyrirsjáanlegum skuldbindingum, að frádregnum öllum óefnislegum eignum, þ.m.t.:

    a)    innborgað hlutafé eða, ef um er að ræða gagnkvæmt vátryggingafélag, innborgað stofnfé, að viðbættum reikningum félagsaðila, sem uppfylla öll eftirtalin skilyrði:

        i)    í stofnsamningi og -samþykktum skal kveðið á um að ekki sé heimilt að greiða félagsaðilum af þessum reikningum hafi það í för með sér að gjaldþol fari niður fyrir tilskilið lágmark eða, ef um er að ræða félagsslit, þá skuli fyrst gera upp allar aðrar skuldir félagsins;

        ii)    í stofnsamningi og -samþykktum skal kveðið á um að, að því er varðar greiðslur sem um getur í tölulið i) af öðrum ástæðum en við útgöngu einstakra félagsaðila, skuli lögbærum yfirvöldum tilkynnt um það með a.m.k. eins mánaðar fyrirvara og geta þau, þar til sá frestur er liðinn, bannað greiðslu;

        iii)    eingöngu er heimilt að breyta viðkomandi ákvæðum í stofnsamningi og -samþykktum eftir að lögbær yfirvöld hafa lýst því yfir að þau hreyfi engum andmælum við breytingunni, sbr. þó skilyrðin sem kveðið er á um í i) og ii) lið;

    b)    varasjóðir (bundnir og frjálsir) sem ekki tengjast vátryggingaskuldbindingum;

    c)    óráðstafaður hagnaður eða tap, að frádregnu ójöfnuðu tapi og arðgreiðslum.

    Gjaldþol skal lækkað um fjárhæð sem nemur eign vátryggingafélagsins í eigin hlutabréfum.

    Að því er þau vátryggingafélög varðar, sem núvirða eða lækka tjónaskuld til að taka mið af fjárfestingartekjum, eins og leyfilegt er skv. g-lið 1. mgr. 60 gr. tilskipunar ráðsins 91/674/EBE frá 19. desember 1991 um ársreikninga og samstæðureikninga vátryggingafélaga ( *), skal gjaldþol lækkað um mismuninn milli óafvaxtaðrar vátryggingaskuldar eða vátryggingaskuldar fyrir frádrátt, sem tilgreind er í skýringum í ársreikningi, og vátryggingaskuldar eftir núvirðingu eða lækkun. Þessi lækkun skal gerð fyrir allar tegundir áhættu, sem tilgreindar eru í A-lið viðaukans, að undanskildum þeim sem 1. og 2. greinaflokkur tekur til. Í öðrum greinaflokkum en 1. og 2. þarf ekki að gera neina aðlögun vegna afvöxtunar lífeyris sem er hluti af vátryggingaskuld.

    3.     Til gjaldþols má einnig telja:

    a)    samanlagða fjárhæð forgangshlutafjár og víkjandi lán sem ekki mega fara yfir 50% af gjaldþoli eða lágmarksgjaldþoli, hvort sem lægra reynist, og þar af mega víkjandi lán með fastan lánstíma eða heildarfjárhæð forgangshlutafjár með fastan lánstíma ekki fara yfir 25%, að því tilskildu að ef um er að ræða gjaldþrot eða slit vátryggingafélags verði að vera til bindandi samkomulag um að víkjandi lánum eða forgangshlutabréfum sé skipað aftar kröfum allra annarra lánardrottna og verði ekki endurgreidd fyrr en allar aðrar útistandandi skuldir hafa verið greiddar.

        Víkjandi lán verður einnig að uppfylla eftirtalin skilyrði:

        i)    aðeins er heimilt að telja með innborgaðar fjárhæðir;

        ii)    upphaflegur lánstími lána með föstum lánstíma skal ekki vera skemmri en fimm ár. Eigi síðar en einu ári áður en kemur að endurgreiðslufresti skal vátryggingafélagið leggja fyrir lögbær yfirvöld áætlun um hvernig gjaldþoli skuli haldið eða það aukið þannig að það nái tilskildu marki á gjalddaga, nema vægi lánsins sem hluta af gjaldþoli lækki í áföngum á eigi skemmri tíma en síðustu fimm árin fyrir endurgreiðslu. Lögbær yfirvöld geta veitt heimild til að flýta endurgreiðslu slíkra lána svo fremi vátryggingafélagið sæki um það og að því tilskildu að gjaldþol fari ekki niður fyrir tilskilið lágmark;

        iii)    lán, sem eru ekki með föstum lánstíma, skulu vera með fimm ára uppsagnarfresti nema lánið teljist ekki lengur hluti af gjaldþoli eða að samþykki yfirvalda þurfi til að það fáist greitt fyrr. Í síðara tilvikinu verður vátryggingafélagið að senda lögbærum yfirvöldum tilkynningu a.m.k. sex mánuðum fyrir áætlaðan greiðsludag þar sem það tilgreinir gjaldþol og lágmarksgjaldþol, bæði fyrir og eftir endurgreiðsluna. Lögbær yfirvöld skulu eingöngu heimila endurgreiðslu fari gjaldþol líftryggingafélagsins ekki niður fyrir tilskilið lágmark;

        iv)    lánasamningurinn má ekki fela í sér nein þau ákvæði sem gera ráð fyrir að lán verði við sérstakar aðstæður endurgreitt fyrr en á gjalddaga, nema við slit vátryggingafélagsins;

        v)    eingöngu er heimilt að breyta lánssamningnum eftir að lögbær yfirvöld hafa lýst því yfir að þau hreyfi ekki andmælum við breytingunni;

    b)    verðbréf án tiltekins lánstíma og önnur skjöl þ.m.t. forgangshlutabréf, önnur en sem um getur í a lið, en þau ásamt víkjandi lánum, sem um getur í a-lið mega vera allt að 50% af gjaldþoli og lágmarksgjaldþoli, hvort sem lægra reynist, að því tilskildu að þau uppfylli eftirtalin skilyrði:

        i)    óheimilt sé að endurgreiða þau að frumkvæði handhafa eða án samþykkis lögbærs yfirvalds;

        ii)    útgáfusamningurinn verður að gera vátryggingafélaginu kleift að fresta greiðslu á vöxtum af láninu;

        iii)    skipa skal kröfum lánveitanda á hendur vátryggingafélaginu aftar öllum öðrum kröfum lánardrottna sem ekki eru víkjandi;

        iv)    í skjölunum, sem gilda um útgáfu verðbréfanna, skal kveðið á um að nota megi eftirstöðvar og ógreidda vexti til að mæta tapi á meðan vátryggingafélaginu er gert kleift að halda áfram starfsemi sinni;

        v)    aðeins er heimilt að telja með innborgaðar fjárhæðir.

    4.     Samkvæmt rökstuddri umsókn fyrirtækis til lögbærs yfirvalds heimaðildarríkis og að fengnu samþykki viðkomandi lögbærs yfirvalds má einnig telja til gjaldþols:

    a)    helming óinnborgaðs hlutafjár eða stofnfjár enda nemi hlutinn sem greiddur hefur verið a.m.k. 25% hlutafjár eða stofnfjár, og þessi liður verði í mesta lagi 50% af gjaldþoli eða lágmarksgjaldþoli, hvort sem lægra reynist;

    b)    kröfum um viðbótarframlög sem gagnkvæm félög eða félög hliðstæðrar gerðar með breytileg framlög geta gert á hendur félögum sínum á fjárhagsárinu og sem mega nema allt að helmingi mismunarins milli hámarksframlaga og þeirra framlaga sem í raun er krafist; þó getur þessi liður ekki numið meira en 50% af gjaldþoli lágmarksgjaldþoli, hvort sem lægra reynist. Lögbær, innlend yfirvöld skulu setja viðmiðunarreglur um við hvaða aðstæður heimilt er að reikna viðbótarframlög með í gjaldþoli;

    c)    duldum sjóðum sem stafa af mati á eignum, að svo miklu leyti sem slíkir duldir sjóðir eru varanlegs eðlis;

    5.     Breytingar á 2., 3., og 4. mgr til að taka tillit til þróunar sem réttlætir tæknilega aðlögun þeirra liða sem mynda mega gjaldþol, skulu samþykktar í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 2. gr. tilskipunar ráðsins 91/675/EBE ( **).“

    

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


( *)    Stjtíð. EB L 374, 31.12.1991, bls. 7.
    ( **)    Stjtíð. EB L 374, 31.12.1991, bls. 32.“

3.     Eftirfarandi grein bætist við:

     „16. gr. a

    1.     Tilskilið gjaldþol skal annaðhvort ákveðið á grundvelli árlegs iðgjaldamagns og framlaga eða á grundvelli meðaltjónakostnaðar þriggja næstliðinna reikningsára.

    Þegar um er að ræða vátryggingafélög, sem aðallega hafa með höndum eina eða fleiri tegundir áhættu sem falla undir greiðslu-, óveðurs-, hagl-, eða frostvátryggingar, skal þó miðað við sjö síðastliðin reikningsár til að finna meðaltjónakostnað.

    2.     Með fyrirvara um 17. gr skal tilskilið gjaldþol eigi vera lægra en sú niðurstöðutala sem hærri er þeirra tveggja sem koma út úr 3. og 4. mgr.

    3.     Niðurstöðutala á grundvelli iðgjalda skal reiknuð út með því að nota bókfærð iðgjöld og framlög eða brúttóiðgjöld ársins, hvort sem hærra reynist, eins og þau eru umreiknuð hér á eftir.

    Iðgjöld eða framlög í 11., 12. og 13. greinaflokki, sem taldir eru upp í A-lið viðaukans, skulu hækkuð um 50%.

    Iðgjöld og framlög (þar með talin viðbótargjöld eða viðbótarframlög) sem féllu í gjalddaga á næstliðnu reikningsári vegna frumtryggingastarfsemi skulu reiknuð.

    Þar við bætast iðgjöld fyrir allar mótteknar endurtryggingar á næstliðnu reikningsári.

    Frá þessari samtölu skal draga niðurfelld iðgjöld eða framlög á síðastliðnu reikningssári, sem og heildarfjárhæð skatta og álagðra gjalda sem innifalin eru í iðgjöldum eða framlögum og heildarfjárhæðinni.

    Fjárhæðinni, sem þannig fæst, er skipt í tvo hluta, annan, sem nemur 50 milljón evrum eða allri fjárhæðinni sé hún lægri, og hinn því sem umfram er. Reiknuð eru 18% af fyrri fjárhæðinni og 16% af þeirri síðari og þær fjárhæðir lagðar saman.

    Fjárhæðin sem þannig fæst skal margfölduð með hlutfallinu milli samanlagðra eigin tjóna þriggja síðustu ára, og samanlagðra brúttótjóna. Þetta hlutfall má þó aldrei vera lægra en 50%.

    Að fengnu samþykki lögbærra yfirvalda er heimilt að nota tölfræðilegar aðferðir til að áætla þau iðgjöld eða framlög sem teljast til flokka 11, 12 og 13.

    4. Niðurstöðutala á grundvelli tjóna skal reiknuð á eftirfarandi hátt, með tjón, vátryggingaskuld og endurheimtanlegar fjárhæðir í 11., 12. og 13. greinaflokki sem taldir eru upp í A-lið viðaukans, hækkuð um 50%.

    Bókfærð tjón í frumtryggingum (án frádráttar á hlut endurtryggjenda) á því tímabili, sem tiltekið er í 1. mgr., skulu lögð saman.

    Þar við er bætt bókfærðum tjónum í mótteknum endurtryggingum á sama tímabili og tjónaskuld í lok næstliðins reikningsárs, bæði vegna frumtryggingastarfsemi og móttekinna endurtrygginga.

    Frá þeirri samtölu skal draga upphæðir endurheimtar á þeim tímabilum sem um getur í 1. mgr.

    Frá upphæðinni, er þá stendur eftir, dregst tjónaskuld í upphafi annars reikningsárs á undan síðasta reikningsári sem reikningar eru til fyrir, bæði í frumtryggingastarfsemi og mótteknum endurtryggingum. Ef viðmiðunartímabilið, sem tilgreint í 1. mgr., er sjö ár skal draga frá tjónaskuld í upphafi sjötta reikningsárs á undan síðasta reikningssári sem reikningar eru til fyrir.

    Einum þriðja eða einum sjöunda af þeirri fjárhæð, sem þannig fæst, en það fer eftir því tímabili sem miðað er við skv. 1. mgr., er skipt í tvo hluta, annan, sem nemur 35 milljónum evra eða allri fjárhæðinni sé hún lægri, en hinn því sem umfram er; reiknuð eru 26% af fyrri fjárhæðinni og 23% af þeirri síðari og þær lagðar saman.

    Fjárhæðin, sem þannig fæst, skal margfölduð með hlutfallinu milli samanlagðra eigin tjóna þriggja síðustu ára, og samanlagðra brúttótjóna; þetta hlutfall má aldrei vera lægra en 50%.

    Að fengnu samþykki lögbærra yfirvalda er heimilt að nota tölfræðilegar aðferðir til að áætla tjón, vátryggingaskuld og endurheimtanlegar fjárhæðir sem teljast til 11., 12. og 13. greinaflokks. Hvað varðar áhættu í 18. greinaflokki í A-lið í viðauka skal fjárhæð greiddra tjóna teljast kostnaður fyrirtækisins vegna veittrar aðstoðar þegar niðurstöðutala á grundvelli tjóna er er reiknuð út. Sá kostnaður skal reiknaður samkvæmt gildandi reglum í heimaaðildarríkinu.

    5.     Ef lágmarksgjaldþol, eins og það er reiknað út í 2., 3. og 4. mgr., er lægra en lágmarksgjaldþol fyrra árs skal lágmarksgjaldþol nema a.m.k. lágmarksgjaldþoli fyrra árs, margfölduðu með hlutfalli tjónaskuldar í lok síðasta reikningsárs og tjónaskulda í byrjun síðasta reikningsárs. Í þessum útreikningum skal nota tjónaskuld að frádregnum hluta endurtryggjenda en hlutfallið skal aldrei vera hærra en 1.

    6.     Hlutföllin, sem margfaldað er með í sjöttu undirgrein 3. mgr. og sjöttu undirgrein 4. mgr., lækki í 1/ 3 ef um sjúkratryggingar er að ræða sem reknar eru á hliðstæðum tæknilegum grundvelli og líftryggingar, ef

    a)    iðgjöld eru reist á tryggingarstærðfræðilegum grunni út frá sjúkratöflum;

    b)    komið er upp sjóði vegna hækkandi aldurs;

    c)    viðbótariðgjöld eru innheimt til að koma upp hæfilegu öryggisálagi;

    d)    vátryggingafélagið getur sagt upp samningnum í síðasta lagi fyrir lok þriðja vátryggingarárs;

    e)    samningurinn gerir ráð fyrir því að hækka megi iðgjöld eða lækka bætur jafnvel þegar um er að ræða samninga sem þegar eru í gildi.“

4.     Í stað 17. gr. komi eftirfarandi:

     „17. gr.

    1.     Ábyrgðarsjóður skal nema þriðjungi lágmarksgjaldþols eins og það er tilgreint í 16. gr. a. Þessi sjóður skal myndaður af gjaldþolsliðum sem tilgreindir eru í 2. og 3. mgr. 16. gr. og, að fengnu samþykki lögbærs yfirvalds heimaaðildarríkis, í c-lið 4. mgr.

    2.     Ábyrgðarsjóðurinn má þó ekki vera lægri en 2 milljónir evra. Hann skal þó vera 3 milljónir evra þegar starfsemin nær til einhverrar eða allra tegunda áhættu sem 10.–15. greinaflokkur í A-lið viðaukans taka til.

    Aðildarríkjunum er heimilt að kveða á um lækkun um einn fjórða á lágmarki ábyrgðarsjóðs þegar um er að ræða gagnkvæm félög og hliðstæð félagsform.“

5.     Eftirfarandi grein bætist við:

     „17. gr. a

    1.     Fjárhæðirnar í evrum, sem mælt er fyrir um í 3. og 4. mgr. 16. gr. a og 2. mgr. 17. gr., skal endurskoða árlega frá og með 20. september 2003 með hliðsjón af breytingum á evrópskri vísitölu neysluverðs sem öll aðildarríkin falla undir eins og hún er gefin út af Hagstofu Evrópubandalaganna (Eurostat).

    Fjárhæðirnar skal aðlaga sjálfkrafa með því að hækka grunnfjárhæðina í evrum í hlutfalli við breytingu á vísitölunni frá gildistöku þessarar tilskipunar til dagsetningar endurskoðunar og hækkuð upp í margfeldi af 100 000 evrum. Ef breytingin frá síðustu aðlögun er undir 5% fer engin aðlögun fram.

    2.     Framkvæmdastjórnin skal ár hvert tilkynna Evrópuþinginu og ráðinu um endurskoðunina og aðlöguðu fjárhæðirnar sem um getur í 1. mgr.“

6.    Í 2. mgr. 20 gr. kemur „16. gr. a“ í stað „3. mgr. 16. gr.“

7.     Eftirfarandi grein bætist við:

     „20. gr. a

    1.     Aðildarríkin skulu tryggja að lögbær yfirvöld hafi vald til þess að krefjast áætlunar um fjárhagslega endurreisn fyrir vátryggingafélög þar sem lögbær yfirvöld telja að réttindum vátryggingataka sé ógnað. Áætlunin um fjárhagslega endurreisn skal að lágmarki innihalda, fyrir næstu þrjú fjárhagsár, upplýsingar eða sannanir varðandi:

    a)    áætlaðan stjórnunarkostnað, og sérstaklega almennan kostnað vegna daglegs reksturs og umboðslaun;

    b)    áætlun með nákvæmri spá um tekjur og kostnað vegna frumtryggingastarfsemi, móttöku endurtrygginga (inn-endurtrygginga) og keyptrar endurtryggingaverndar (út-endurtrygginga);

    c)    áætlaðan efnahagsreikning;

    d)    áætlaðar fjármögnunarleiðir til að mæta vátryggingaskuldbindingum og lágmarksgjaldþoli;

    e)    heildarstefnu varðandi endurtryggingar.

    2.     Þegar réttindum vátryggingataka er ógnað vegna versnandi fjárhagslegrar stöðu tryggingafélags skulu aðildarríkin tryggja að lögbær yfirvöld hafi vald til þess að skylda vátryggingafélög til þess að hafa hærra lágmarksgjaldþol í því skyni að tryggja að vátryggingafélagið sé í stakk búið til þess að uppfylla kröfur um gjaldþol í nánustu framtíð. Það skal byggt á áætluninni um fjárhagslega endurreisn, sem um getur í 1. mgr., hversu hátt þetta lágmarksgjaldþol skal vera.

    3.     Aðildarríkin skulu tryggja að lögbær yfirvöld hafi vald til þess að endurmeta til lækkunar alla þætti sem falla undir gjaldþol, einkum í þeim tilfellum þegar veruleg breyting hefur orðið á markaðsvirði þessara þátta frá lokum síðasta fjárhagsárs.

    4.     Aðildarríkin skulu tryggja að lögbær yfirvöld hafi vald til þess að lækka niðurfærslu, byggða á endurtryggingu, á gjaldþoli eins og það er skilgreint í samræmi við 16. gr. a, þegar:

    a)    veruleg breyting hefur orðið á eðli eða gæðum endurtryggingasamninga frá síðasta fjárhagsári;

    b)    engin eða lítil yfirfærsla vátryggingaráhættu felst í endurtryggingasamningunum.

    5.     Hafi lögbær yfirvöld krafist áætlunar um fjárhagslega endurreisn fyrir vátryggingafélag í samræmi við 1. mgr. skulu þau hvorki gefa út vottorð skv. 2. undirl. 3. mgr. 10. gr. þessarar tilskipunar, a-lið 1. mgr. 16. gr. tilskipunar ráðsins 88/357/EBE (önnur tilskipun um skaðatryggingar) ( *) né 2. mgr. 12. gr. tilskipunar ráðsins 92/49/EBE (þriðja tilskipun um skaðatryggingar) ( **) svo lengi sem þau telja að réttindum tryggingataka sé ógnað í skilningi 1. mgr.

    

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


( *)    Stjtíð. EB L 172, 4.7.1988, bls. 1. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/26/EB (Stjtíð. EB L 181, 20.7.2000, bls. 65).
    ( **)    Stjtíð. EB L 228, 11.8.1992, bls. 1. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/64/EB (Stjtíð. EB L 290, 17.11.2000, bls. 27).“

2. gr.

Aðlögunartímabil

1.     Aðildarríkjum er heimilt að veita vátryggingafélögum, sem við gildistöku þessarar tilskipunar annast vátryggingar á yfirráðasvæði þeirra í einum eða fleiri greinaflokkum sem getið er í viðaukanum við tilskipun 73/239/EBE, fimm ára aðlögunartíma, sem hefst daginn sem tilskipun þessi öðlast gildi, til að fullnægja kröfunum sem settar eru fram í 1. gr. þessarar tilskipunar.

2.     Aðildarríkjunum er heimilt að veita vátryggingafélögum, sem um getur í 1. mgr., er hafa ekki að fullu uppfyllt kröfur um lágmarksgjaldþol innan fimm ára, frekari frest, þó ekki lengri en til tveggja ára, til að gera svo, að því tilskildu að fyrirtækin hafi skv. 20. gr. tilskipunar 73/239/EBE lagt fyrir lögbær yfirvöld til staðfestingar tillögur um þær ráðstafanir sem þau hyggjast gera í því skyni.

3. gr.

Lögleiðing

1.     Aðildarríkin skulu samþykkja í síðasta lagi 20. september 2003 nauðsynleg lög og stjórnsýslufyrirmæli til að fara að tilskipun þessari. Þau skulu tilkynna það framkvæmdastjórninni þegar í stað.

Þegar aðildarríkin samþykkja þessar ráðstafanir skal vera í þeim tilvísun í þessa tilskipun eða þeim fylgja slík tilvísun þegar þær eru birtar opinberlega. Aðildarríkin skulu setja nánari reglur um slíka tilvísun.

2.     Aðildarríkin sjá til þes að ráðstafanirnar, sem um getur í 1. mgr., skuli fyrst gilda um eftirlit byggt á ársreikningum fyrir fjárhagsár sem hefjast 1. janúar 2004 eða á því almanaksári.

3.     Aðildarríkin skulu senda framkvæmdastjórninni helstu ákvæði landslaga sem þau samþykkja um málefni sem tilskipun þessi nær til.

4.     Framkvæmdastjórnin skal, eigi síðar en 1. janúar 2007, leggja skýrslu fyrir Evrópuþingið og ráðið um beitingu þessarar tilskipunar og, ef nauðsyn krefur, um þörfina fyrir frekari samræmingu. Skýrslan skal sýna á hvern hátt aðildarríkin hafa nýtt sér möguleika þessarar tilskipunar og einkum það hvort sá ákvörðunarréttur, sem innlendum eftirlitsyfirvöldum er veittur, hafi haft áhrif í átt að meiri háttar mismun milli aðildarríkja á eftirliti á innri markaðnum.

4. gr.

Gildistaka

Tilskipun þessi öðlast gildi á þeim degi sem hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópubandalaganna.

5. gr.

Viðtakendur

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.

Gjört í Brussel 5. mars 2002.

Fyrir hönd Evrópuþingsins, Fyrir hönd ráðsins,
P. COX R. DE RATO Y FIGAREDO
forseti. forseti.


Neðanmálsgrein: 1
(1)    Stjtíð. EB L 298, 31.10.2002, bls. 19 og EES-viðbætir við Stjtíð. EB nr. 54, 31.10.2002, bls. 15.
Neðanmálsgrein: 2
(2)    Stjtíð. EB L 77, 20.3.2002, bls. 11.
Neðanmálsgrein: 3
(*)    Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.
Neðanmálsgrein: 4
(1)    Stjtíð. EB L 298, 31.10.2002, bls. 19 og EES-viðbætir við Stjtíð. EB nr. 54, 31.10.2002, bls. 15.
Neðanmálsgrein: 5
(2)    Stjtíð. EB L 77, 20.3.2002, bls. 17.
Neðanmálsgrein: 6
(*)    Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.
Neðanmálsgrein: 7
(1)    Stjtíð. EB C 96 E, 27.3.2001, bls. 123.
Neðanmálsgrein: 8
(2)    Stjtíð. EB C 193, 10.7.2001, bls. 21.
Neðanmálsgrein: 9
(3)    Álit Evrópuþingsins frá 4. júlí 2001 (hefur enn ekki verið birt í Stjórnartíðindum EB) og ákvörðun ráðsins frá 14. febrúar 2002.
Neðanmálsgrein: 10
(4)    Stjtíð. EB L 63, 13.3.1979, bls. 1. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 95/26/EB (Stjtíð. EB L 168, 18.7.1995, bls. 7).
Neðanmálsgrein: 11
(5)    Stjtíð. EB L 360, 9.12.1992, bls. 1. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/64/EB Evrópuþingsins og ráðsins (Stjtíð. EB L 290, 17.11.2000, bls. 27).
Neðanmálsgrein: 12
(6)    Stjtíð. EB L 374, 31.12.1991, bls. 32.
Neðanmálsgrein: 13
(1)    Stjtíð. EB C 96 E, 27.3.2001, bls. 129.
Neðanmálsgrein: 14
(2)    Stjtíð. EB C 193, 10.7.2001, bls. 16.
Neðanmálsgrein: 15
(3)    Álit Evrópuþingsins frá 4. júlí 2001 (hefur enn ekki verið birt í Stjórnartíðindum EB) og ákvörðun ráðsins frá 14. febrúar 2002.
Neðanmálsgrein: 16
(4)    Stjtíð. EB L 228, 16.8.1973, bls. 3. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/26/EB (Stjtíð. EB L 181, 20.7.2000, bls. 65).
Neðanmálsgrein: 17
(5)    Stjtíð. EB L 228, 11.8.1992, bls. 1. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/64/EB (Stjtíð. EB L 290, 17.11.2000, bls. 27).
Neðanmálsgrein: 18
(6)    Stjtíð. EB L 374, 31.12.1991, bls. 32.