Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 690. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1135  —  690. mál.




Skýrsla



samgönguráðherra um framkvæmd vegáætlunar 2002.

(Lögð fyrir Alþingi á 128. löggjafarþingi 2002–2003.)



I. FJÁRÖFLUN


    Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2002 áttu markaðir tekjustofnar til vegagerðar að viðbættum 9 m.kr. í tekjur af leyfisgjöldum flutninga að gefa 10.407 m.kr. Spá vegáætlunar gerði ráð fyrir sömu upphæð. Til viðbótar þessari upphæð komu inn á árinu 123 m.kr. vegna fjárveitinga úr ríkissjóði til flugmála. Auk þess var gert ráð fyrir 500 m.kr. viðbótarframlagi frá ríkissjóði til nýbygginga vega vegna sérstaks framkvæmdaátaks í vegagerð árin 1999–2002. Einnig var gert ráð fyrir sérstakri fjáröflun, að fjárhæð 2.300 m.kr., sem aflað skyldi m.a. með sölu ríkiseigna en á móti kom 1.616 m.kr. frestun framkvæmda, þ.e. 684 m.kr. var ætlað að afla með sölu ríkiseigna. Þegar tekið hafði verið tillit til viðbótarframlags, sérstakrar fjáröflunar, frestunar framkvæmda og lánahreyfinga milli vegasjóðs og ríkissjóðs auk umsýslugjalds sem greiðist í ríkissjóð, alls 52 m.kr., var niðurstöðutala vegáætlunar 11.359 m.kr. Fjárveitingar miðuðust við vegáætlun.
    Með fjáraukalögum komu inn 70 m.kr. framlag ríkissjóðs til nýframkvæmda vegna sölu Steinullarverksmiðju ríkisins. Niðurstöðutala vegáætlunar var þá 11.429 m.kr.
    Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Ríkisbókhaldi var innheimtan á mörkuðum tekjum, bensíngjaldi og þungaskatti 179 m.kr. minni en gert var ráð fyrir í vegáætlun og fjárveitingar á árinu gáfu til kynna. En tekjur af leyfisgjöldum flutninga voru hins vegar 8 m.kr. meiri en gert var ráð fyrir. Tekjur af mörkuðum tekjum umfram fjárveitingar síðustu ára hafa verið geymdar í vegasjóði. Inneign í vegasjóði lækkar því í árslok 2002 um 171 m.kr. frá stöðu hans í ársbyrjun.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Nokkur hluti af fjárveitingum til Vegagerðarinnar fer í greiðslur beint til ríkissjóðs. Á árinu 2002 er um að ræða afborganir og vexti af lánum vegna ferjanna Herjólfs og Baldurs samtals 263 m.kr., afborganir og vextir af lánum vegna vegtenginga Hvalfjarðarganga 40 m.kr. og umsýslugjald 52 m.kr. Í ríkisreikningi eru þessar upphæðir ekki færðar sem kostnaður hjá Vegagerðinni heldur sem lækkun á framlagi til hennar.

1.1. MARKAÐAR TEKJUR
1.1.0. Bifreiðaeign

    Samkvæmt tölum frá Skráningarstofunni hf. voru nýskráðar fólksbifreiðir 7.414 á árinu 2002 á móti 7.688 árið áður sem samsvarar 3,6% færri skráningum. Á sama tíma voru nýskráðar 75 hópferðabifreiðir á móti 96 árið áður sem samsvarar um 21,9% færri skráningum. Nýskráðar vöru- og sendibifreiðir voru 1.003 á árinu 2002 en voru 1.240 árið áður og er það um 19,1% fækkun skráninga.
    Innflutningur og nýskráning bifreiða drógst saman á árinu 2002 og hefur ekki verið minni síðan á árinu 1995. Í töflunni hér að neðan má sjá að bifreiðaeign landsmanna hefur farið vaxandi undanfarin ár, þrátt fyrir að dregið hafi úr vextinum frá árinu 2001. Fólksbifreiðaeign á hverja 1.000 íbúa er nú komin í 561 samkvæmt bráðabirgðatölum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


1.1.1. Bensíngjald

    Bensínsalan á árinu 2002 nam rúmlega 192 milljónum lítra og er salan um 0,9% meiri en á árinu 2001. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Ríkisbókhaldi voru innheimtar tekjur af bensínsölunni, þ.e. bensíngjaldið, 5.493 m.kr. árið 2002. Það er 59 m.kr. meira en tekjuspá
vegáætlunar gerði ráð fyrir eða um 1,1% meiri tekjur.
    Á síðustu fimm árum hefur bensínsala á ári verið mjög svipuð, þrátt fyrir aukningu í bifreiðaeign landsmanna. Ástæður má líklega rekja til þess að meðalakstur á bifreið fari minnkandi með aukinni bifreiðaeign og að nýjar bifreiðir eru með sparneytnari vélar en þær eldri. Aðalástæðan er samt líklega sú að dísilbifreiðum, einkum dísilfólksbifreiðum, fjölgar hlutfallslega meira en bensínbifreiðum og hefur sú þróun verið undanfarin ár. Bensínbifreiðir
eru þó enn í miklum meiri hluta á landinu og voru um 83% af bifreiðaeign í árslok 2002, en til samanburðar var þetta hlutfall 88,9% í árslok 1994.
    Bensíngjald var ekki hækkað á árinu 2002 og hefur ekkert hækkað frá 1. júní 1999. Bensíngjald er nú 28,60 kr./l. Þegar bensíngjald var hækkað síðast hefði gjaldið mátt vera 31,16 kr./l ef fylgt hefði verið breytingum á byggingarvísitölu og hefði á sama hátt mátt vera 36,72 kr./l 1. janúar 2003.
    Í ársbyrjun 2001 kostaði lítrinn af 95 okt. bensíni 92,20 kr. frá dælu á bensínstöð með fullri þjónustu. Verð á bensíni lækkaði síðan 1. mars í 91,20 kr. og var verðið stöðugt þar til 1. júní er það hækkaði í 96 kr. Verðið fór síðan hækkandi og náði það hámarki er lítrinn var kominn í 99 kr. 1. nóvember.
    Verð lækkaði síðan í 96,30 kr. 1. desember en hefur hækkað aftur síðan eða í ársbyrjun 2003 kostaði lítrinn 98,20 kr. sem jafngildir 6,5% hækkun frá byrjun árs 2002.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Eins og sjá má á töflunni hér að framan fer meðaleyðsla bensínbifreiða enn minnkandi.

1.1.2.-3. Þungaskattur

    Innheimtar tekjur af km-gjaldi námu alls 2.469 m.kr. Tekjuspá vegáætlunar hljóðaði upp á 2.499 m.kr. og var því innheimt 30 m.kr. minna en gert var ráð fyrir. Innheimt árgjald þungaskatts var um 2.257 m.kr. en tekjuspá vegáætlunar hafði gert ráð fyrir 2.465 m.kr., þannig að tekjurnar af árgjaldinu reyndust 208 m.kr. minni en áætlað var.
    Gjaldskrár þungaskatts voru ekki hækkaðar á árinu 2002. Gjaldskrá, km-gjalds þungaskatts, var lækkuð um 10% frá 11. febrúar 2001. Fast árgjald þungaskatts var síðast hækkað 1. júní 1999 og var þá gjaldskrá km-gjalds þungaskatts einnig hækkuð.

1.2. UMSÝSLUGJALD


    Umsýslugjald var 52 m.kr. árið 2002 eða 0,5% af mörkuðum tekjum og rennur það í
ríkissjóð.

1.3. AÐRAR TEKJUR


    Aðrar tekjur eru annars vegar fjárveitingar úr ríkissjóði til styrktar almenningssamgöngum eð flugi og hins vegar innheimtir Vegagerðin leyfisgjöld flutninga. Framlög ríkisins til styrktar áætlunarflugi voru 123 m.kr. árið 2002. Vegagerðin sér um útgáfu leyfa til hópferða-, sér- og vöruflutningaleyfishafa og atvinnuleyfa til leigubílstjóra og innheimtir gjald fyrir leyfin samkvæmt lögum. Innheimt leyfisgjöld námu alls um 17 m.kr. árið 2002 en gert var ráð fyrir 9 m.kr. eða 8 m.kr. minna.

1.4. VIÐBÓTARFÉ


    Framkvæmdaátak í vegagerð var ákveðið vorið 1999 af ríkisstjórn og skyldi verja 500 m.kr. árlega árin 1999-2002 til nýbygginga vega. Árið 2002 komu 500 m.kr. sem viðbót við markaðar tekjur ársins. Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar var um lánsfé að ræða 1999, en bein framlög hin árin, sem ekki eiga að endurgreiðast af vegáætlun.

1.5. SÉRSTÖK FJÁRÖFLUN


    Í meðförum Alþingis á þingsályktunartillögu um vegáætlun fyrir árin 2000–2004 var samþykkt breytingartillaga um sérstaka fjáröflun á árunum 2000–2004 og þá einkum árin 2002–2004. Þessari sérstöku fjáröflun er ætlað að standa undir kostnaði við jarðgangaáætlun fyrir árin 2000–2004, vegagerð á Austurlandi í tengslum við fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir þar og sérstök verkefni á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Þessa fjár verður aflað m.a. með sölu ríkiseigna. Samkvæmt vegáætlun fyrir árið 2002 var gert ráð fyrir 2.300 m.kr. með sérstakri fjáröflun en vegna frestunar framkvæmda varð þessi fjárhæð 1.616 m.kr. lægri, eða 684 m.kr. Auk þess kom 70 m.kr. fjárveiting með fjáraukalögum sem sérstök fjáröflun og var þá framlag ríkissjóðs með sérstakri fjáröflun árið 2002 samtals 754 m.kr.

1.6. FRESTUN FRAMKVÆMDA


    Með fjárlögum 2002 var gert ráð fyrir að fresta framkvæmdum fyrir 1.616 m.kr. á árinu 2002 og var þessi fjárhæð dregin frá sérstakri fjáröflun.

1.7. LÁNSFÉ


    Á árinu 2002 var greidd ein afborgun af láni, 40 m.kr., sem tekið var hjá ríkissjóði til að fjármagna síðari hluta vegtenginga við Hvalfjarðargöng. Auk þess voru greiddar afborganir og vextir af lánum vegna ferjanna Herjólfs og Baldurs samtals 263 m.kr.

II SKIPTING ÚTGJALDA


    Í eftirfarandi töflu er sýnd skipting fjárveitinga til Vegagerðarinnar á árinu 2002. Vegáætlun gerði ráð fyrir ráðstöfun 11.359 m.kr. Við afgreiðslu fjáraukalaga hækkaði sú tala um 70 m.kr.
    Fjárhæðir í töflunni eru í m.kr.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



2.0. VERÐLAGSFORSENDUR OG AFKOMA 2002 OG
YFIRLIT YFIR FJÁRMAGN TIL VEGAMÁLA

    Við gerð vegáætlunar fyrir árið 2002 var meðalvísitala vegagerðar fyrir árið 2002 áætluð 6.740 stig og hafði þá verið gert ráð fyrir um 6% hækkun milli ára. Í reynd varð hún 6.776 stig eða um 0,5% hærri en áætlað hafði verið.
    Innheimta markaðra tekna var árið 2002 10.219 m.kr. eða 179 m.kr. lægri upphæð en áætlað hafði verið við gerð vegáætlunar. Tekjur af leyfisgjöldum flutninga voru um 8 m.kr. meiri en gert var ráð fyrir. Inneign í vegasjóði lækkar því um 171 m.kr.
    Árið 2002 rann í ríkissjóð 52 m.kr. umsýslugjald af mörkuðum tekjum. Ríkissjóður lagði til 500 m.kr. viðbótarfé og 754 m.kr. sérstaka fjáröflun. Einnig fékk Vegagerðin 123 m.kr. til greiðslu styrkja til innanlandsflugs. Endurgreiðslur og afborganir lána voru samtals 303 m.kr. á árinu og engin lán voru tekin á árinu.
    Vegagerðin fékk því alls til ráðstöfunar 11.429 m.kr. sem er aðeins lægri upphæð að raungildi en árið 2001.
    Lausafjárstaða Vegagerðarinnar í árslok var góð og engin vinnulán tekin á árinu.
    Í súluritinu hér að neðan kemur fram framlag til vegamála í m.kr. árin 1964 til 2002 á föstu verðlagi 2002.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Hér á eftir má sjá framlag til vegamála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu á árunum 1964 til 2002. Sýnt er hlutfall miðað við verga landsframleiðslu í stað vergrar þjóðarframleiðslu, þar sem sú viðmiðun er orðin viðurkenndari fyrir alþjóðlegar tölfræði upplýsingar.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


2.1. REKSTUR OG ÞJÓNUSTA


    Fjárveiting í vegáætlun 2002 til reksturs og þjónustu var 3.151 m.kr.
    Starfsemi sem fellur undir þennan lið er yfirstjórn Vegagerðarinnar, stjórnsýslu-, tækni og þróunarsviðs. Þá fellur undir þennan lið upplýsingaþjónusta, umferðareftirlit og öll þjónusta á vegakerfinu að sumri og vetri. Einnig almenningssamgöngur og rannsóknir.

2.1.0. Starfsmannahald


    Fastir starfsmenn hjá Vegagerðinni voru 357 um síðustu áramót í 349,8 stöðugildum en voru 352 árið 2001. Meðal starfsmannafjöldi á árinu 2002 var 384 en var 372 árið 2001. Heildarvinnuframlag á árinu 2002 reiknað í dagvinnustundum nam 478,3 mannárum og hafði hækkað úr 469,8 frá árinu 2001. Launagreiðslur voru 1.286 m.kr. á árinu 2002 og launatengd gjöld 220 m.kr.
    Meðfylgjandi yfirlit sýnir fjölda fastra starfsmanna og skiptingu þeirra eftir starfsstéttum
og umdæmum.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


2.1.1. Yfirstjórn


    Fjárveiting í vegáætlun 2002 var 264 m.kr.
    Eftirfarandi starfsemi heyrir undir þennan lið: Yfirstjórn Vegagerðarinnar, stjórnsýslusvið, tæknisvið og þróunarsvið.
    Stjórnsýslusvið nær yfir fjárreiðudeild, hagdeild og lögfræði- og starfsmannahald með bókasafni og útgáfustarfsemi. Eftirlaunagreiðslur til fyrrverandi starfsmanna teljast einnig til þessa liðar.
    Á tæknisviði eru brúadeild, veghönnunardeild, framkvæmdadeild, rekstrardeild, tölvudeild og þjónustudeild. Á tæknisviði eru gerðar verklýsingar, staðlar, reglur og leiðbeiningar um hönnun brúa og vega, viðhald og þjónustu. Þar fer fram hönnun brúa og vega og aðstoð við umdæmi í veghönnun. Þar er einnig unnið að jarðtæknilegri hönnun vega og brúa. Haldið er utan um alla skráningu í viðhaldi og þjónustu, vinnubrögð samræmd og fjárveitingum til viðhalds, þjónustu, landsvega, safnvega, styrkvega, smábrúa og girðinga skipt milli umdæma og þjónustusvæða. Á tæknisviði eru gerðar útboðsreglur og skilmálar fyrir útboð í nýbyggingum, viðhaldi og þjónustu og haldið utan um skráningu útboða og tilboða. Þar er einnig umsjón og eftirlit með leyfisveitingum og undanþágum vegna vöru-, efnis- og fólksflutninga. Vegagerðin rekur fjóra vinnuflokka og sér tæknisvið um rekstur og verksölu þeirra til umdæma. Tölvuþjónusta er rekin í Reykjavík fyrir allar umdæmisskrifstofur og þjónustustöðvar Vegagerðarinnar. Á tæknisviði er umsjón með innkaupum og rekstri vélakosts Vegagerðarinnar, þar með talinn ferjurekstur, í samvinnu við umdæmin og einnig rekin birgðastöð. Höfð er umsjón með nýbyggingum og viðhaldi fasteigna Vegagerðarinnar. Starfsmenn tæknisviðs vinna auk þess að ýmsum þróunar- og rannsóknarverkefnum í samvinnu við starfsmenn þróunarsviðs og umdæma.
    Þróunarsvið nær yfir áætlanadeild, rannsóknadeild og umhverfisdeild. Unnið er að undirbúningi vegáætlunar, langtímaáætlunar og jarðgangaáætlunar ásamt annarri áætlanagerð. Unnið er úr umferðartalningum og slysaskýrslum og tillögur gerðar um úrbætur á hættulegum stöðum á vegakerfinu. Haldið er utan um gagnabanka og vegaskrá. Jarðfræðirannsóknir og námumál eru í umsjón þróunarsviðs. Einnig umsjón með tilraunafé ásamt innlendum og erlendum rannsókna- og þróunarverkefnum og þátttöku í þeim. Undirbúningur og umsjón með jarðgangaverkefnum. Á þróunarsviði er einnig umsjón með umhverfismálum Vegagerðarinnar og skipulagsmálum. Á þróunarsviði er haldið við skrám um þjóðvegi og lengd þeirra, en samkvæmt vegalögum er þeim skipt í fjóra flokka: stofnvegi, tengivegi, safnvegi og landsvegi. Í eftirfarandi töflu má sjá lengd þjóðvega samkvæmt þeirri
flokkun þann 1. janúar 2002.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Á þróunarsviði er haldið við skrám um umferð á þjóðvegum landsins og upplýsingum um slys á þjóðvegum, sem gerð er lögregluskýrsla um. Niðurstöður um slys eru birtar í sérstakri skýrslu. Einnig er haldið við skrám um lengd vega með bundnu slitlagi. Í árslok 2002 voru vegir með bundnu slitlagi 4.092 km, þar af 3.962 km á stofn- og tengivegum og 130 km á safn- og landsvegum. Frá árinu 1995 eru þjóðvegir í kaupstöðum og kauptúnum taldir með stofn- og tengivegum í samræmi við vegalög nr. 45/1994.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Á eftirfarandi mynd er sýnd þróun aksturs á stofn- og tengivegum frá árinu 1980. Á árinu 2002 var áætluð umferð á stofn- og tengivegum 1.849 milljónir ekinna km og hafði aukist um 4% frá árinu áður. Vakin er athygli á því að frá árinu 1995 eru þjóðvegir í kaupstöðum og kauptúnum taldir með stofn- og tengivegum. Akstur á þessum vegum er meiri en annars staðar og er sú viðbót sýnd sérstaklega árið 1994.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


2.1.2. Upplýsingaþjónusta

    Á þjónustudeild tæknisviðs er séð um upplýsingaþjónustu Vegagerðarinnar. Fjárveiting
til þess verkefnis var 56 m.kr. Í umferðarþjónustu er rekin upplýsingamiðstöð fyrir vegfarendur, en miðlun upplýsinga um veður og færð er sífellt mikilvægari þáttur fyrir vegfarendur, og er þessari þjónustu stjórnað úr miðstöð í samvinnu við umdæmin. Í upplýsingamiðstöðinni er jafnframt safnað saman fjölþættum upplýsingum frá mælitækjum á og við vegakerfið, m.a. upplýsingum um umferðarmagn, hraða, ásþunga, frost í jörðu, veður og færð og er unnið að því að flest þessara mælitækja verði sjálfvirk og gefi upplýsingar strax til þeirra sem á þeim þurfa að halda.

2.1.3. Umferðareftirlit

    Umferðareftirlit Vegagerðarinnar er deild innan þjónustudeildar tæknisviðs. Fjárveiting til þess verkefnis var 52 m.kr. Vegagerðin er samkvæmt lögum eftirlitsaðili með ökumælum, ökuritum og þungaskatti. Þá sinnir Vegagerðin einnig samkvæmt reglugerð nr. 136/95 eftirliti með aksturs- og hvíldartíma ökumanna ásamt lögreglu. Í desember 2000 var gerður sérstakur samstarfssamningur milli Vegagerðarinnar og Ríkislögreglustjórans um sameiginlegt umferðareftirlit. Er því ætlað auk verkefna umferðareftirlits Vegagerðarinnar að hafa eftirlit með stærð og þyngd ökutækja, leyfisskyldri starfsemi sem varðar fólks-, vöru- og efnisflutninga á landi, skoðun á ástandi ökutækja, ökuréttindum, ökuhraða, ölvunarakstri og öðrum þeim hefðbundnu athugunum sem hægt er að fella að verkefnum umferðareftirlits Vegagerðarinnar og lögreglunnar. Vegagerðin leggur til verkefnis þessa fjórar eftirlitsbifreiðir sem merktar eru Vegagerðinni og Ríkislögreglustjóranum. Aðilar manna bíla þessa hvor með sínum manni. Vegagerðin greiðir að auki til Ríkislögreglustjórans ársfjórðungslega fasta umsamda greiðslu vegna starfa lögreglumanna við eftirlit þetta.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


2.1.4. Þjónusta

    Verkefni sem tilheyra þjónustu eru viðhalds- og viðgerðarvinna á vegum, vegamannvirkjum og vegsvæðum sem þarf til að viðhalda því ástandi sem er fyrir og ætla má að þurfi að vera til að uppfylla þau markmið sem sett eru varðandi greiða umferð og almennt umferðaröryggi, ásamt vetrarþjónustu.
    Fjárveiting til þjónustu var 2.194 m.kr. og var skipt í 6 meginflokka þ.e. til þjónustusvæða, til vega og vegyfirborðs, til brúa og vegganga, til vegmerkinga og vegbúnaðar, til þéttbýlisvega og til vetrarþjónustu.
    Stólparitið hér að neðan sýnir þróun fjárveitinga til þjónustu þjóðvega á árunum 1992–2002. Frá árinu 2000 eru fjárveitingar til þjónustu þjóðvega í þéttbýli taldar með fjárveitingum til þjónustu í samræmi við vegáætlun. Tölurnar eru á verðlagi ársins 2002.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




    Í stólparitinu hér á eftir kemur fram þróun í kostnaði við þjónustu stofn- og tengivega frá 1992. Tölurnar eru í m.kr. á verðlagi 2002. Kostnaður vegna þjónustu þjóðvega í þéttbýli er talinn með kostnaði frá árinu 1995.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Stólparitið hér að neðan sýnir þróun í kostnaði þjónustu stofn- og tengivega í kr. á ekna 100 km á árunum 1992–2002. Kostnaður vegna þjónustu þjóðvega í þettbýli er talinn með kostnaði frá árinu 1995. Tölurnar eru á verðlagi ársins 2002.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Í eftirfarandi töflu kemur fram hvernig kostnaður við þjónustu vegakerfisins skiptist milli hinna einstöku liða þjónustunnar og milli umdæma samkvæmt bókhaldi Vegagerðarinnar árið 2002.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


2.1.4.1. Þjónustusvæði

    Fjárveiting til þessara verkefna var 300 m.kr. og var henni varið til að greiða stjórnun og ýmis sameiginleg verkefni þ.m.t. hreinsun vegsvæða og kostnað vegna vatnaskemmda o.fl. svo og upplýsingamiðlunar og eftirlits með vegum auk margs annars til að auðvelda umferðinni að komast leiðar sinnar á öruggan og þægilegan hátt.

2.1.4.2. Vegir og vegyfirborð
    

    Fjárveiting til vega og vegyfirborðs var 385 m.kr. og voru helstu kostnaðarliðir viðgerðir á tilfallandi skemmdum á slitlögum, lagfæringar á öxlum (hliðræmum), vegheflun og rykbinding. Innan þessa verkefnaflokks voru einnig unnin ýmis smærri verk eins og viðgerðir á tilfallandi skemmdum vegna aurbleytu, úrrennslis o.þ.h.
    Í eftirfarandi töflu er yfirlit yfir rykbindingu malarvega 2002.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


2.1.4.3. Brýr og veggöng

    Fjárveiting til þessa verkefnaflokks var 60 m.kr. og var henni varið til að greiða kostnað við umhirðu, lagfæringar og minni háttar viðgerðir á brúm, stærri vegræsum, veggöngum og varnargörðum.

2.1.4.4. Vegmerkingar og vegbúnaður

    Fjárveiting til vegmerkinga og vegbúnaðar var 364 m.kr. og var henni varið til að greiða lýsingu meðfram vegum, yfirborðsmerkingar á vegum, endurnýjun og viðhald á kantstikum, umferðarmerkjum og vegriðum og gerð og rekstur áningarstaða meðfram vegum.

2.1.4.5. Þéttbýlisvegir

    Fjárveiting til þjónustu á þjóðvegum innan þéttbýlis var 263 m.kr. og var henni varið til almennrar þjónustu og vetrarþjónustu á þéttbýlisvegum. Samkvæmt 5. gr. vegalaga er vegamálastjóra heimilt að fela öðrum aðilum veghald einstakra vegarkafla að nokkru eða öllu leyti. Samið hefur verið við mörg sveitarfélög að þau annist þjónustu á vegum innan þeirra. Vegagerðin annast sjálf þjónustu á þjóðvegum innan nokkurra þéttbýlisstaða.

2.1.4.6. Vetrarþjónusta

    Fjárveiting til vetrarþjónustu í vegáætlun fyrir árið 2002 var 822 m.kr. Skuld frá fyrri árum var 255 m.kr., þannig að til ráðstöfunar voru 567 m.kr.
    Á undanförnum árum hefur þjónusta á vegakerfinu að vetri til stöðugt verið að aukast. Bæði er um að ræða fjölgun snjómokstursdaga og einnig er fleiri leiðum haldið opnum. Einnig hefur hreinsun vega verið bætt verulega ásamt aukinni hálkuvörn. Kostnaður við vetrarþjónustu er aftur á móti mjög háður veðurfari.
    Fyrri hluti janúarmánaðar var rigningasamur, suðlægar áttir voru ríkjandi og snjólétt. Þetta ástand leiddi til þess að mikið var um öxulþungatakmarkanir í mánuðinum. Seinni hluta janúar fór að snjóa og lokuðust þá ýmsir fjallvegir um tíma. Í febrúar gekk vont veður yfir landið með lokunum á flestum vegum bæði norðan- og sunnanlands, einnig í aprílmánuði gerði vont veður á Austurlandi svo vegir milli landshluta lokuðust. Fjallvegir opnuðust heldur fyrr en í meðalári. Haustið var snjólétt en nokkuð var um hálku á vegum. Niðurstaðan var sú að kostnaður við vetrarþjónustuna var um 778 milljónir nálægt fjárveitingu ársins en um 58 milljónum hærri en á síðasta ári. Skuld sem flyst til ársins 2003 er því um 211 m.kr.

    Í töflunni hér á eftir má sjá kostnað við vetrarþjónustu á nokkrum vegarköflum á árinu 2002.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Á töflunni hér að neðan má sjá hve lengi ýmsir fjallvegir voru lokaðir vegna snjóa á árinu 2002. Einnig kemur fram hve marga daga ársins var unnið við vetrarþjónustu á viðkomandi
fjallvegi.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


2.1.5. Almenningssamgöngur

    Fjárveiting í vegáætlun 2002 til almenningssamgangna var 750 m.kr. Undir þennan lið falla styrkir til reksturs á ferjum og flóabátum, afborganir af ferjulánum til ríkissjóðs, styrkir til áætlunarflugs til fámennra staða og styrkir til sérleyfa á landi.

2.1.5.1 Ferjur og flóabátar

    Fjárveiting í vegáætlun til þessa liðar árið 2002 var 518 m.kr. Heildarútgjöld voru hins vegar 567,5 m.kr. eða 49,5 m.kr. hærri en fjárveitingar. Stærsti hluti kostnaðar umfram fjárveitingar er til kominn vegna ákvörðunar samgönguráðherra um að fjölga ferðum Herjólfs. Frá árinu 2001 stóð eftir skuld að fjárhæð 110 m.kr. sem var að stórum hluta vegna yfirtöku á ferjufélögum á árinu 2001, þannig að eftir stendur skuld til næsta árs að fjárhæð 159,6 m.kr.
    Árið 2002 styrkti ríkið ferjurekstur á 6 ferjuleiðum en auk þess er greiddur af þessum lið styrkur vegna vetrarsamgangna við Norðurfjörð á Ströndum. Rekstrarsamningar eru í gildi milli Vegagerðarinnar og rekstraraðila ferjanna. Allar ferjuleiðir hafa verið boðnar út nema ein en það er Mjóafjarðarferja.
    Ríkið greiðir einnig afborganir og vexti af ferjulánum, sem tekin voru þegar skipin voru smíðuð eða keypt. Á árinu 2002 voru þessi lán vegna tveggja ferja. Skuldir þessar voru upphaflega allar við ríkisábyrgðasjóð, þá nær allar í erlendri mynt og stór hluti með breytilegum Libor-vöxtum. Um leið og ríkissjóður eignast skipin og yfirtekur áhvílandi skuldir eru lánin felld niður, en Vegagerðin greiðir áfram afborganir og vexti til ríkissjóðs. Í ríkisreikningi eru þessar greiðslur Vegagerðarinnar til ríkissjóðs færðar sem lækkun á framlagi til hennar.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


2.1.5.2. Áætlunarflug

    Fjárveiting í vegáætlun var 123,3 m.kr. Heildarútgjöld á árinu 2002 voru rúmlega 118 m.kr. eða 5,3 m.kr. minni en fjárveitingar, sem verða geymdar til næsta árs auk 5,5 m.kr. frá árinu 2001.
    Vegagerðinni var falin umsjón með styrktum leiðum í innanlandsflugi í maí árið 2001. Styrktar áætlunarleiðir voru 9 á árinu 2002.

    Eftirfarandi leiðir eru styrktar:
1. Reykjavík–Bíldudalur–Reykjavík, lágmark 6 ferðir á viku allt árið
2. Ísafjörður–Bíldudalur–Ísafjörður, lágmark 3 ferðir á viku, 1. desember - 30. apríl
3. Reykjavík–Gjögur–Reykjavík, lágmark 2 ferðir á viku allt árið
4. Akureyri–Grímsey–Akureyri, lágmark 3 ferðir á viku allt árið
5. Akureyri–Vopnafjörður–Akureyri, lágmark 5 ferðir á viku allt árið
6. Akureyri–Þórshöfn–Akureyri, lágmark 5 ferðir á viku allt árið
7. Akureyri–Egilsstaðir–Akureyri, lágmark 3 ferðir á viku, 1. október - 30. apríl
8. Akureyri–Ísafjörður–Akureyri, lágmark 4 ferðir á viku allt árið
9. Reykjavík–Höfn–Reykjavík, lágmark 7 ferðir á viku allt árið

2.1.5.3 Sérleyfi á landi


    Fjárveiting í vegáætlun var 109 m.kr. Heildarútgjöld voru hins vegar rúmlega 166,5 m.kr. eða 57,5 m.kr. hærri en fjárveitingar. Umframkostnaður var vegna þess að samgönguráðherra ákvað á árinu að auka styrki til sérleyfishafa. Frá árinu 2001 stóð eftir innstæða að fjárhæð 4,6 m.kr., þannig að eftir stendur skuld til næsta árs að fjárhæð 52,9 m.kr.
    Á árinu 2002 styrkti ríkið 17 sérleyfishafa til að halda uppi almenningssamgöngum á landi, sem tengja saman byggðarlög landsins og tengja þau við helstu flugvelli í landinu. Á árinu 2002 voru gerðir þjónustusamningar við 17 sérleyfishafa.
    Í september 2001 tóku gildi ný lög um fólksflutninga (nr. 73/2001), þar sem fram kemur að bjóða skuli út sérleyfisleiðir í síðasta lagi 1. ágúst 2005 en fram að þeim tíma skuli gera þjónustusamninga við sérleyfishafa.

2.1.6. Rannsóknir

    Samkvæmt vegalögum er það fjármagn sem verja skal til rannsókna og tilrauna 1% af mörkuðum tekjum sem renna til vegagerðar. Árið 2002 nam fjárveitingin 98 m.kr. Hér á eftir eru taldir þeir verkefnaflokkar sem unnið var að á árinu og helstu verkefnin:

Vegyfirborð
    Rykbinding með Dustex trjákvoðuefni
Tæki og búnaður
    Prófanir á Forsaga-malardreifara
    Uppsetning og prófanir á hreyfilhiturum fyrir bíla
    Vegmerkingar, ástandskönnun, skilgreining gæðakrafna
    Prófanir á mismunandi efnum og aðferðum til stikuþvotta
    Mælitækni til stýringar á þungatakmörkunum
    Röra-vegrið á snjóastaði
    EE-hjólbarðanaglar
    Samnorrænar tilraunir með endurskinsefni
    Prófanir á slitblöðum á snjóplóga og snjótennur
    Millistykki til framlengingar á vegstikum
Brýr og steinsteypa
    Steinsteypunefnd
    Steinsteypa rannsökuð án sýnatöku
    Steypt slitlög
    Sjálfútleggjandi steypa í brúargerð
    Jarðskjáltasvörun Þjórsárbrúar í Suðurlandsskjálfta 2000
    Tæring – tæringarvarnir
Vatnafar, snjór, jöklar og jökulhlaup
    Breytingar á farvegi Skeiðarár í hlaupinu í nóvember 1996
    Grímsvatnahlaup: vatnsgeymir, upphaf og rennsli
    Jökulhlaupaset í farvegi Jökulsár á Fjöllum
    Landris í nágrenni Vatnajökuls
    Íssjármælingar á Kötlujökli
    Afrennslisstuðlar fyrir snjóbráð og flóð af úrkomu á frosna jörð
    Snjóflóðastaðir við helstu þjóðvegi. – Skráning, úrbætur o.fl.
    Rannsóknir á flóðum íslenskra vatnsfalla
    Þróun Grímsvatna, eldgos, jarðhiti og vatnssöfnun
    Rekstur vatnshæðarmæla
Umferðaröryggi
    Upplýsingar um náttúruvá á þjóðvegum
    Búnaður vegna hraðamyndavéla
    Þróun umferðarhraða á þjóðvegum landsins
    Áhrif Hvalfjarðarganga á umferðaröryggi
    Úttekt á óhöppum í jarðgöngum
    Óhöpp á einbreiðum brúm
    Áhrif aðvörunarljósa við einbreiðar brýr á óhappatíðni
    RANNUM – Rannsóknarráð umferðaröryggismála:
            Umferðarfræðsla í skólum
            Áhrifaþættir meiðsla í umferðarslysum: Munur á meiðslum ökumanna jeppa og fólksbifreiða
            Ástæður umferðaróhappa á þjóðvegi
            Slysatíðni breyttra jeppa
            Sálrænir þættir í umferðarslysum ungra ökumanna
            Gagn og gaman: Mat á umferðarfræðslu barna á leikskólastigi
            Könnun á skyndihjálparfræðslu í grunnskólum
            Framanákeyrslur
            Álagspunktar Hringvegar
            Ungir ökumenn: aksturshegðun og félagslegir áhættuþættir umferðaróhappa
            Ljósvaki
            Athugun á umferðaröryggi hringtorga á Íslandi
            Umferðarkannanir 1985–2001: Niðurstöður og notkun
            Slys á gatnamótum
            Ökulag á þjóðvegum metið með gögnum umferðargreina
            Mat á óstöðugleika (tognun) í hálshrygg eftir bílákeyrslur
            Landfræðileg greining umferðaróhappa
            Aksturshættir ungra ökumanna á Íslandi
            Forgangur á T gatnamótum; T-regla
            Rannsókn á bifhjólaslysum 1991–2000
            Áfengisneysla og akstur á Íslandi
            Sjálfbær upplýst umferðarmerki með endurskini
Samgöngu- og umferðarrannsóknir, arðsemi og fjármál
    Samgöngubætur og félags- og efnahagsleg þróun matsaðferða. Áfangi II
    Inntaksgildi í hermunarforrit
    Athugun á akstri út frá skráningu
    Búnaður til gjaldtöku
    Hraði þungra bíla í brekkum
    Styrking þyngdarpunktalíkans
Umhverfismál
    Endurheimt votlendis
    Votlendi og vegagerð
    Samsetning svifryksmengunar í Reykjavík
    Notkun gróðurs með vegum, gróðurhönnun í umhverfi vega
    Vegagerð og mótvægisaðgerðir
    Gagnasöfnun og samantekt varðandi auglýsingar við vegi
    Mat á umhverfisáhrifum áætlana
Jarðtækni
    Athugun á stæðni hárra fyllinga
    Athugun á fergingu vegstæðis á mýri
    Rofvarnir og styrkingar jarðvegsfláa
    Þjöppun og þjöppunarmælingar fyllinga og burðarlaga með notkun þjöppumælis
    Athugun á langtímasigi mýrarjarðvegs
Steinefni, burðarlög og slitlög
    Leiðbeiningar um vinnslu og frágang náma
    Fínefni í malarslitlög
    Þróun námukerfis – námufrágangur
    NVF-34 Samanburður á efniskröfum Norðurlanda og CEN kröfum
    Raka-, hita- og falllóðsmælingar á tilraunaköflum
    Hönnun malbiks og fl. bindiefnis skv. Superpave aðferð
    Athugun á möguleikum á uppsetningu „ódýrs“ búnaðar til að gera hraðað álagspróf á Íslandi
    HVS-Ísland: Athugun á svörunarmælingum
    Burðarþolshönnun vega með greiningaraðferðum
    Viðhaldsaðferðir
    Tilraunir með steypt slitlög á Suðurlandsvegi og Nesbraut
    Skoðun á hegðun slitlaga, lagfærðum með Repave-aðferð
    Slitmælingar 2002
    Evrópustöðlun á nýju frostþolsprófi með saltlausn
    Berggreining – leiðbeiningar og gæðaflokkun
    Samanburður þríásaprófs, stórs stálhólks og CBR-prófs
    Bikþeyta til festunar
    Bikþeyta til klæðinga
Ýmis verkefni
    Háskólasetur á Hornafirði
    Erlent rannsóknarsamstarf
    Kynningarstarf
    Söfnun blaðaefnis um vega- og brúagerð á 19. öld
    Orðanefnd byggingarverkfræðinga

    Átaksverkefni þar sem lögð var áhersla á rannsóknir á slitlögum, burðarlögum og steinefnum í samstarfi við Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, lauk að mestu í árslok 2000. Við tók umfangsmikið samstarf á sviði rannsókna umferðaröryggismála og mun Vegagerðin leggja um 1/5 hluta af tilraunafé sínu árin 2001–2005 í þann málaflokk. Rannsóknarráð umferðaröryggismála (RANNUM) var stofnað í desember 2000. Í ráðinu sitja fulltrúar þeirra aðila sem óska eftir að taka þátt í þessu samstarfi og leggja til þess fé eða faglega þekkingu. Gert er ráð fyrir að starfið standi í fimm ár og að þeim tíma liðnum verði staða mála endurmetin. Hlutverk og markmið RANNUM er að standa fyrir hvers konar rannsóknum sem nýta má til að koma í veg fyrir umferðarslys
hér á landi, að afla nýrrar þekkingar innanlands og utan og leiða saman þá aðila sem vinna
á þessu sviði og gera rannsóknir þannig faglegri og markvissari. Meðal stofnfélaga er Vegagerðin, Rauði kross Íslands, Landspítali – háskólasjúkrahús, Umferðarráð og ríkislögreglustjóri, ásamt fleiri aðilum.

2.2. VIÐHALD

    Í vegáætlun 2002 var fjárveiting til viðhalds þjóðvega 2.070 m.kr., og var henni varið til viðhalds á stofn- og tengivegum. Sú breyting var gerð á vegalögum (nr. 45/1994), sem tóku gildi við samþykkt vegáætlunar 25. febrúar 1995 að vegir í kaupstöðum og kauptúnum voru felldir inn í þjóðvegakerfið og fjárveiting til viðhalds og þjónustu þeirra gerð að sérstökum lið undir viðhaldi þjóðvega. Í vegáætlun frá og með árinu 2000 er fjárveiting til viðhalds þjóðvega innan þéttbýlis felld inn í aðrar fjárveitingar til viðhalds. Við samanburð á þeim töflum og súluritum sem sýnd eru hér á eftir þarf að hafa í huga þá breytingu á vegalögum sem tók gildi á árinu 1995.
    Fjárveitingum til viðhalds vega er skipt í sex meginflokka, sem eru endurnýjun bundinna slitlaga, endurnýjun malarslitlaga, styrkingar og endurbætur, brýr, varnargarðar og veggöng, öryggisaðgerðir og vatnaskemmdir.
    Markmið viðhalds er að varðveita þau verðmæti sem bundin eru í þjóðvegakerfinu og hæfni þess til að bera þann umferðarþunga, sem því er ætlaður. Heildarlengd stofn- og tengivega 1. janúar 2002, var 8.233 km, og var áætluð umferð á þeim árið 2002 um 1.849 milljónir ekinna km. Stólparitið hér að neðan sýnir þróun fjárveitinga til viðhalds þjóðvega á árunum 1992–2002. Tölurnar eru á verðlagi ársins 2002.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Stólparitið hér að neðan sýnir þróun í kostnaði við viðhald stofn- og tengivega á árunum 1992–2002. Tölurnar eru á verðlagi 2002.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Stólparitið hér að neðan sýnir þróun í kostnaði við viðhald stofn- og tengivega í kr. á ekna 100 km á árunum 1992–2002. Tölurnar eru á verðlagi ársins 2002.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Í eftirfarandi töflu kemur fram hvernig viðhaldskostnaður árið 2002 skiptist milli hinna einstöku liða viðhalds og milli umdæma samkvæmt bókhaldi Vegagerðarinnar.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Samkvæmt reglugerð nr. 325 frá 2. júní 1995 ber Vegagerðinni að greiða helming áætlaðs viðhaldskostnaðar girðinga með stofn- og tengivegum. Í samræmi við hana var af viðhaldsfé greiddur viðhaldskostnaður girðinga að upphæð 30,8 m.kr.
    *Samkvæmt samningi milli Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar sér Reykjavíkurborg um viðhald þjóðvega innan borgarinnar.

2.2.1. Endurnýjun bundinna slitlaga

    Fjárveiting var 860 m.kr. Lagðir voru 609 km af bundnu slitlagi sem samsvarar um 15% af heildarlengd stofn- og tengivega með bundnu slitlagi. Fyrst og fremst er um að ræða endurnýjun á klæðingu, en malbik einungis notað á umferðarmestu vegina og í þéttbýli. Endurnýjun bundinna slitlaga skiptist á tegundir og umdæmi eins og fram kemur í eftirfarandi töflu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


2.2.2. Endurnýjun malarslitlaga

    Fjárveiting til endurnýjunar malarslitlaga var 235 m.kr. Lagt var og endurbætt malarslitlag á 480 km af malarvegum. Um er að ræða ný malarslitlög og endurnýjun á eldri slitlögum.
    Í eftirfarandi töflu kemur fram hvernig þetta magn skiptist í unnið og óunnið efni og á milli umdæma.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Vinnsla efnis í slitlög og burðarlög 2002 var eins og fram kemur í eftirfarandi töflu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Hér er eingöngu talið efni sem unnið er fyrir Vegagerðina. Efni sem keypt er í einu eða öðru formi er ekki meðtalið.

2.2.3. Styrkingar og endurbætur

    Fjárveiting var 543 m.kr. Fjárveitingum er varið til styrkinga og endurbóta á vegum með bundnu slitlagi og malarvegum. Aukinn hluti fjármagns fer nú til styrkinga á vegum með bundnu slitlagi, en umferð á þeim er um 92% af umferð á stofn- og tengivegum. Um helmingur vega með bundnu slitlagi var byggður á árunum 1980–1989 og með stöðugt aukinni og þyngri umferð vex þörfin fyrir styrkingu og endurbótum á þeim. Nokkru fjármagni er einnig varið til styrkinga og endurbóta á malarvegum með lítið burðarþol sem þarf að takmarka umferðarþunga á vegna aurbleytu. Eftirfarandi tafla gefur yfirlit yfir styrkingar vega á árinu 2002.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


2.2.4. Brýr, varnargarðar og veggöng

    Fjárveiting í vegáætlun var 179 m.kr. Stærstu verkefnin voru styrking á einum stöpli Borgarfjarðarbrúar og styrking og lagfæring á allmörgum brúm á Vestfjarðavegi í Barðastrandarsýslu til að unnt væri að heimila hækkaðan ásþunga bifreiða á þeirri leið. Um 18 m.kr. var varið til rofvarna og lagfæringa og endurbóta á varnargörðum við brýr. Um 11 m.kr. var varið til endurnýjunar á 5 einbreiðum brúm með stálrörum. Unnið var við styrkingu á 12 brúm með lélegt burðarþol og var varið til þess um 44 m.kr. Alls var unnið við ríflega 80 smá og stór verkefni víðs vegar um landið.

2.2.5. Öryggisaðgerðir

    Fjárveiting í vegáætlun var 130 m.kr. Af fjárveitingum til öryggisaðgerða var 30 m.kr. varið til fyrirbyggjandi aðgerða til að koma í veg fyrir umferðarslys í samstarfi Vegagerðarinnar, Ríkislögreglustjóra og Umferðarráðs. Gerður var sérstakur samningur milli þessara aðila um árangursstjórnun til að koma í veg fyrir umferðarslys. Lagt til fjármagn til breikkunar á einbreiðri brú á Laugaá á Biskupstungnabraut með stálrörum. Lagt var til fjármagn til byggingar hringtorga á Hringvegi við Breiðholtsbraut og Skarhólabraut. Unnið var víða um land við grjóthreinsun vegsvæða til að draga úr slysahættu við útafakstur. Auk þess var unnið við lagfæringar slysastaða í samræmi við umferðaröryggisáætlun, undirbúning lagfæringa og veglýsingu við vegamót og þéttbýlisstaði.

2.2.6. Vatnaskemmdir

    Fjárveiting samkvæmt vegáætlun var 123 m.kr. Fjárveitingin er ætluð til að mæta kostnaði við óvæntar skemmdir á vegakerfinu vegna vatnavaxta eða annarra náttúruhamfara. Mikil úrkoma var á Austurlandi á árinu 2002. Í stórflóðum um miðjan júní skemmdust brýrnar á Kaldá á Hlíðarvegi í Jökulsárhlíð og Gljúfurá á Sunnudalsvegi í Vopnafirði auk annarra skemmda á vegum á Miðausturlandi. Um miðjan október gerði stórrigningar á Suðausturlandi og urðu þá miklar skemmdir á vegum og varnargörðum, sérstaklega frá Öræfum og austur í Hornafjörð. Einnig urðu þá nokkrar skemmdir vegna úrrennslis og skriðufalla á Miðausturlandi. Í lok nóvember gerði enn stórrigningar og urðu þá skemmdir frá Hornafirði og norður á Hérað. Heildarkostnaður vegna vatnaskemmda á Austurlandi var um 107 m.kr. og er þó endanlegum viðgerðum ekki lokið. Á Vestfjörðum urðu skemmdir vegna sjógangs í veðri í febrúar, en á árinu var unnið við viðgerðir vegna vatnaskemmda og skriðufalla sem urðu í nóvember 2001. Á öðrum stöðum var um minniháttar tjón að ræða.

2.3. STOFNKOSTNAÐUR


2.3.0. Fjárveitingar til stofnkostnaðar

2.3.0.1. Bráðabirgðalán

    Eins og undanfarin ár standa bráðabirgðalán undir hluta af útgjöldum til stofnkostnaðar hjá Vegagerðinni. Lausafjárstaða Vegagerðarinnar var hins vegar það góð að engin bráðabirgðalán voru tekin á árinu 2002. Tímabundinni fjárvöntun var mætt með lánum milli verkefna. Hluti eldri bráðabirgðalána var hins vegar endurlánaður.
    Bráðabirgðalán í árslok, eftir uppfærslu vaxta og verðbóta námu alls 97,3 m.kr., þar af lánuðu sveitarfélög 88,4 m.kr. en Landsvirkjun endurlánaði 8,9 m.kr.
    Lán til stofnvega voru í árslok engin, til tengivega 93,2 m.kr. og til safnvega 4,1 m.kr.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


2.3.0.2 Fjárveitingar til stofnkostnaðar

    Fjárveitingar til stofnkostnaðar voru samkvæmt vegáætlun 6.138 m.kr. þar af voru notaðar 40 m.kr. til afborgunar af láni vegna vegtenginga Hvalfjarðarganga. Ríkisstjórnin ákvað á árinu að verja hluta af söluandvirði Steinullarverksmiðjunnar, 70 m.kr., til vegaframkvæmda á Norðurlandi vestra og kom sú viðbót með afgreiðslu fjáraukalaga.
    Fjármagn til stofnkostnaðar á árinu 2002 var því 6.208 m.kr. Uppsetningu vegáætlunar var breytt fyrir árið 2002 þannig að kaflinn sem hét áður „til nýrra þjóðvega“ og náði yfir kostnað við stofn- og tengivegi, heitir nú „stofnkostnaður“ og telst nú einnig til hans kostnaður við landsvegi, safnvegi, styrkvegi og reiðvegi. Til samanburðar milli ára er sambærileg tala fyrir „til nýrra þjóðvega“ árið 2002 5.728 m.kr.
    Á meðfylgjandi súluriti má sjá heildarframlag til nýrra þjóðvega (stofn- og tengivegir) á árunum 1964–2002. Upphæðirnar eru á verðlagi ársins 2002.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


2.3.1. Stofnvegir

    Fjárveitingar til stofnvega samkvæmt vegáætlun voru 3.944 m.kr., auk þess var veitt 70 m.kr. af fjáraukalögum 2002 til stofnvega eða samtals 4.014 m.kr.

2.3.1.1. Almenn verkefni

    Fjárveitingar til almennra verkefna voru 424 m.kr. Skipting fjárveitinga á verkefni er
sýnd í fskj. I. Ráðstöfun þessa fjár kemur fram í fskj. II.

2.3.1.2. Höfuðborgarsvæðið

    Fjárveitingar til vegagerðar á höfuðborgarsvæðinu voru 1.191 m.kr. Skipting fjárveitinga á verkefni er sýnd í fskj. I. Ráðstöfun þessa fjár kemur fram í fskj. II.

2.3.1.3. Stórverkefni

    Fjárveitingar til stórverkefna voru 2.329 m.kr. Af því voru 40 m.kr. til greiðslu afborgana lána til ríkissjóðs vegna Hvalfjarðarganga. Skipting fjárveitinga á verkefni er sýnd í fskj. I. Ráðstöfun þessa fjár kemur fram í fskj. II.

2.3.2 Jarðgangaáætlun

    Fjárveitingar til jarðgangaáætlunar voru 300 m.kr. Skipting fjárveitinga á verkefni er sýnd í fskj. I. Ráðstöfun þessa fjár kemur fram í fskj. II.

2.3.3. Tengivegir

    Fjárveitingar til tengivega voru 477 m.kr. Skipting fjárveitinga á verkefni er sýnd í fskj. I. Ráðstöfun þessa fjár kemur fram í fskj. II.

2.3.4. Til brúargerðar


2.3.4.1. Brýr 10 m og lengri

    Fjárveiting til brúa 10 m og lengri var 182 m.kr. í vegáætlun og var henni skipt eins og sýnt er í fskj. I. Gerð er grein fyrir byggingu einstakra brúa í fskj. II.

2.3.4.2. Smábrýr

    Fjárveiting til smábrúa var 24 m.kr. og var henni skipt eins og sýnt er í fskj. I. Gerð er grein fyrir einstökum framkvæmdum í fskj. II.

2.3.5. Ferðamannaleiðir

    Fjárveiting til ferðamannaleiða var 346 m.kr. Skipting fjárveitinga á verkefni er sýnd í fskj. I. Ráðstöfun þessa fjár kemur fram í fskj. II.

2.3.6. Orku- og iðjuvegir á Austurlandi

    Fjárveiting til orku- og iðjuvega á Austurlandi var 370 m.kr. Skipting fjárveitinga á verkefni er sýnd í fskj. I. Ráðstöfun þessa fjár kemur fram í fskj. II.

2.3.7. Girðingar

    Fjárveiting til girðinga var 55 m.kr. Fjárveitingu var varið til að uppfylla kröfur samkvæmt lögum um girðingar. Enn er nokkuð óunnið í þeim málum. Í töflunni hér að neðan er yfirlit yfir framkvæmdir við girðingar á árinu 2002 og stöðu þessara mála í árslok.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Unnið var að uppgræðslu vegkanta fyrir hluta af nýbyggingarfé vega og sýnir taflan hér
að neðan framkvæmdir 2002 og stöðu þessa málaflokks í árslok.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


2.3.8. Landsvegir

    Fjárveiting til landsvega var 115 m.kr. og var henni skipt milli umdæma eins og sýnt er
í eftirfarandi yfirliti.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Hér á eftir er gerð grein fyrir helstu framkvæmdum við landsvegi.

     Suðurland
    Fjárveiting til landsvega á Suðurlandi var 43,2 m.kr. Unnið var við endurbætur á Fjallabaksleið nyrðri, Þórsmerkurvegi, Mýrdalsjökulsvegi og Öldufellsleið. Fjárveitingum var að öðru leyti varið til viðhalds og þjónustu landsvega.

     Reykjanes
    Fjárveiting til landsvega á Reykjanesi var 1 m.kr. og var henni varið til viðhalds og þjónustu landsvega.

     Vesturland
    Fjárveiting til landsvega á Vesturlandi var 14 m.kr. Unnið var að endurbótum og mölburði
á Kaldadalsvegi og Langjökulsvegi og lagningu bundins slitlags á Dritvíkurvegi. Að öðru leyti var fjárveitingu varið til viðhalds og þjónustu landsvega.

     Vestfirðir
    Fjárveiting til landsvega á Vestfjörðum var 9 m.kr. Gert hafði verið ráð fyrir að nota um
5 m.kr. til endurbóta á Tröllatunguvegi en þeim framkvæmdum var að hluta til frestað. Unnið var við endurbætur á Kollafjarðarheiði og Fjarðarhlíðarvegi. Að öðru leyti var fjárveitingu varið til viðhalds og þjónustu landsvega.

     Norðurland vestra
    Fjárveiting til landsvega á Norðurlandi vestra var 20 m.kr. Lokið var við lagningu á Mælifellsdalsvegi frá Blöndustíflu að Vesturheiðarvegi og sett stálræsi í Bugakvísl. Að öðru
leyti var fjárveitingu varið til viðhalds og þjónustu landsvega.

     Norðurland eystra
    Fjárveiting til landsvega á Norðurlandi eystra var 15 m.kr. Unnið var við endurbætur á
Eyjafjarðarleið. Fjárveitingu var að öðru leyti varið til viðhalds og þjónustu landsvega.

    Austurland
    Fjárveiting til landsvega á Austurlandi var 20 m.kr. Unnið var við endurbætur á Jökulvegi á Skálafellsjökul og á Kollumúlavegi. Að öðru leyti var fjárveitingu varið til viðhalds og þjónustu landsvega.

2.3.9. Safnvegir


    Fjárveitingar til safnvega voru 272 m.kr. og var þeim skipt milli héraðsnefnda eða hliðstæðra aðila í samræmi við reglugerð nr. 62/1964 eins og sýnt er í eftirfarandi töflu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


2.3.10. Styrkvegir

    Fjárveiting var 54 m.kr. og var henni varið til eftirfarandi framkvæmdaflokka.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


2.3.11. Reiðvegir

    Fjárveiting í vegáætlun var 39 m.kr. Af þeirri fjárhæð var 17 m.kr. varið til endurbóta á einstökum reiðleiðum en 22 m.kr. var skipt af Landssambandi hestamannafélaga.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Fylgiskjal I.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.














































Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal II. Greinargerð um framkvæmdir við nýbyggingu þjóðvega 2002


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Fylgiskjal III.


Landmótun við vegagerð

    Í eftirfarandi töflu og stólparitum koma fram tölur um landmótun í vegagerð árið 2002.
Þær eru teknar saman í umdæmunum og byggja að mestu á útboðsgögnum en sá hluti telst nokkuð ábyggilegur. Nokkur ónákvæmni gæti í sumum tilfellum stafað frá skiptingu milli ára í stærri verkum. Þar sem Vegagerðin kaupir jarðefni af handhöfum námuréttar, er frágangur á námum ekki skráður. Þetta á einkum við í Reykjanesumdæmi.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Notkun spilliefna í nýbyggingum og viðhaldi vega


    Birgðadeild og framkvæmdadeild taka árlega saman magntölur fyrir notkun á white spirit og aminum í slitlög og styrkingar. Notkun white spirit í klæðingar kemur fram á meðfylgjandi töflu og gröfum. Þar má einnig sjá heildarnotkun af þunnbiki og hlutfall white spirit í þunnbiki. Þetta hlutfall hefur farið lækkandi og er það árangur rannsókna og þróunar síðustu ára.
    Á árinu 2000 voru notuð 96 tonn af aminum, þar af um 27 tonn í styrkingar.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Spilliefni í vegmálningu

    Á árinu 2002 voru 2.320 km merktir með leysiefnamálningu, 1.644 km með plastspray og 15 km með vatnsmálningu, samtals 3.979 km en voru alls 3.217 km á árinu 2001. Aukning milli ár var þannig tæp 24%. Merktir voru 2.649 km í miðlínu og 1.330 km í kantlínu. Leysiefnamálningin inniheldur um 50% leysiefni og voru notaðir 127.600 lítrar af henni á árinu. Hlutfall vegkafla merkta með leysiefnamálningu var nú 58% en var 59% árið 2001.
    Gerðar voru samanburðarprófanir með vatnsmálningu sumarið 2002 auk tilrauna með plastmálningu. Vatnsmálningin er alltaf að verða samkeppnishæfari þar sem gæðin eru á við leysiefnamálninguna og verðið er orðið það sama ef ekki lægra. Árið 2003 gæti svo farið að vatnsmálningin komi að miklu leyti í stað leysiefnamálningar.

Losun á CO2 frá umferð á vegum


    Losun á CO 2 frá umferð má reikna út frá mældri og áætlaðri notkun á eldsneyti. Sala á bensíni er skattstofn og heimildir um selt magn teljast því áreiðanlegar. Sala á dísilolíu hefur verið áætluð m.a. út frá mældum og áætluðum akstri. Losun árið 2002 er metin miðað við tölur um bensínnotkun og áætlaða notkun á dísilolíu.
    Þróun í losun bifreiða á síðustu árum má lesa af línuritinu.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Ökuhraði

    Vegagerðin hefur á undanförnum árum fylgst með ökuhraða á nokkrum vegaköflum.
    Mældur er hraði fólksbíla í km/klst. þar sem akstur er óþvingaður af annarri umferð. Reiknaður er meðalhraði allra bíla og „85% hraði“, sem er sá hraði sem 85% af bílunum halda sig innan.
    Árið 1999 var þessum köflum fjölgað nokkuð og frá árinu 2000 hefur verið tekin saman
skýrsla um hraðamælingar.
    Þrátt fyrir það þykir rétt að birta hér í eftirfarandi töflu niðurstöður fyrir sömu staði og síðustu ár. Þrír þeirra eru á Hringveginum, í Þórustaðamýri í Ölfusi, á Hellisheiði og við Hvassafell í Norðurárdal. Fjórði staðurinn er á Grindavíkurvegi við Svartsengi.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Mælingarnar sýna verulega aukningu í ökuhraða. Þó eru vísbendingar um að dregið hafi úr aukningunni á allra síðustu árum. Sveiflur á milli ára á einstökum stöðum eru verulegar og má að hluta skýra þær með misjöfnu ástandi slitlaga.
    Fyrir tveimur árum hófst uppsetning á umferðargreinum við vegi. Á þeim tíma er búið að setja upp 20 greina af þremur gerðum. Einfaldasta gerðin telur fjölda bíla, mælir hraða og bil milli bíla og stærðarflokkar bíla í fjóra flokka. Þessi gerð er aðallega notuð í þéttbýli og á þeim stöðum þar sem minni kröfur eru gerðar til stærðarflokkunar á bílum. Milligerðin telur að auki fjölda öxla og stærðarflokkar bíla í 13 flokka. Greinar af þessari gerð eru á þeim stöðum þar sem mikilvægt er að stærðarflokka umferðina og telja fjölda öxla undir stærri bílum. Í flóknustu gerðinni bætist vigtun á hverjum öxli við (WIM). Einn greinir af þessari gerð er við Esjumela á Kjalarnesi.
    Síðastliðið haust var búið að setja upp umferðargreina frá Selfossi, vestur um og endað á Mývatnsöræfum, aðallega á Hringveginum. Næsta sumar er áætlað að „loka“ hringnum og setja upp greina frá Austurlandi og suður um. Síðan verða greinar settir á fleiri leiðir út frá Hringveginum og er áætlað að þeir verði alls um 60 til 70.
    Umferðargreinarnir skila miklu magni af tölfræðilegum gögnum um umferðina, hver á sínum stað. Þeir eru mjög góðir til að fylgjast með umferðinni, hraða og bili milli bíla. Það er fyrst og fremst gert út frá öryggissjónarmiðum. Auk þess er unnið að því að greina þyngd farartækja og með samanburði á stærðarflokkun umferðarinnar á að greina þungaálagið á vegakerfið. Þetta er mjög mikilvægt vegna aukinnar þungaumferðar og hraðara niðurbrots á vegum.


Orka


    Upplýsingar um orkunotkun árið 2002 eru fengnar frá orkuveitum landsins og koma fram í töflunni hér á eftir.
    Upplýsingarnar eru tengdar við staði og verða ekki auðveldlega losaðar úr þeim tengslum þar sem raforka er mæld í kWst. samkvæmt mismunandi samningum milli staða og heitt vatn er mælt í tonnum með mismunandi hitastigi milli staða. Til samanburðar milli ára á einstökum stöðum eru tölurnar þó í fullu gildi.
    Á súluritunum hér á eftir má sjá þróun í almennri raforkunotkun á síðustu árum, annars vegar á umdæmisskrifstofum Vegagerðarinnar og rekstri tengdum þeim og hins vegar í áhaldahúsum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Notkun pappírs á skrifstofum


    Fylgst er með notkun á ljósritunar- og tölvupappír. Innkaup eru skráð í bókhaldi en birgðastaða er ekki skráð og getur því mismunandi birgðastaða skekkt nokkuð niðurstöðu um ársnotkun. Á allra síðustu árum hefur notkunin staðið í stað, en innkaup síðustu ára voru eins og fram kemur í meðfylgjandi stólpariti.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Lögn nýrra bundinna slitlaga

    Á árinu 2002 var lagt bundið slitlag á hér um bil 120 km af þjóðvegum sem áður voru með malarslitlagi. Árlegur akstur á þessum vegaköflum er á sjöundu millj. km.
    Eldsneytissparnaður vegna þessa slitlags er um 130 þús. lítrar á ári og minnkun á losun kolefnistvíildis um 300 tonn á ári.

Mat á umhverfisáhrifum

    Skipulagsstofnun voru á árinu 2002 sendar 3 matsskýrslur vegna lögformlegs mats á umhverfisáhrifum fyrir eftirtalin verk:

    Reykjanesbraut, tvöföldun frá Fífuhvammsvegi að Álftanesvegi
    Reykjanesbraut, tvöföldun um Hafnarfjörð frá Álftanesvegi að Ásbraut
    Álftanesvegur og lenging Vífilsstaðavegar í Garðabæ

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Á grafinu má sjá þróun í fjölda þessara matsskýrslna frá upphafi.
    Ný lög um mat á umhverfisáhrifum sem sett voru 2000 hafa leitt til nokkurrar fækkunar á matsskýrslum fyrir vegagerð miðað við eldri lög.

    Skipulagsstofnun úrskurðaði um fyrir eftirtalin verkefni:

    Reykjanesbraut, tvöföldun um Hafnarfjörð frá Álftanesvegi að Ásbraut
    Álftanesvegur og lenging Vífilsstaðavegar í Garðabæ
    Reykjanesbraut, breikkun milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur
    Snæfellsnesvegur um Kolgrafafjörð í Eyrarsveit og Helgafellssveit
    Reykjanesbraut, tvöföldun frá Fífuhvammsvegi að Álftanesvegi