Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 21. júlí 2004, kl. 20:10:57 (9613)

2004-07-21 20:10:57# 130. lþ. 136.1 fundur 1011. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum, brottfall eldri laga o.fl.) frv. 107/2004, Frsm. meiri hluta BjarnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 130. lþ.

[20:10]

Frsm. meiri hluta allshn. (Bjarni Benediktsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vek athygli hv. þm. á því að um þau efnisatriði sem hv. þm. Jónína Bjartmarz gerir fyrirvara um er fjallað ítarlega í fyrra nefndaráliti allshn. Þar er tekið á fjölmörgum atriðum stjórnarskrárinnar sem rætt var um. Varðandi það hvort fyrirvari hv. þm. lýtur að einu tilteknu atriði, tiltekinni grein stjórnarskrárinnar, þá er mér ekki kunnugt um það. Ég ítreka það sem ég tók áður fram, að mér þætti langeðlilegast að hv. þm. beindi fyrirspurn sinni til hv. þm. Jónínu Bjartmarz um það hvers eðlis fyrirvarar hennar eru. En það er ótvírætt að meiri hluti nefndarinnar stendur að baki báðum þessum álitum.