Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 533. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 897  —  533. mál.




Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar um veiðar á lúðu, skötu og hákarli.

     1.      Hver hefur verið árlegur skötu-, hákarls- og lúðuafli? Óskað er upplýsinga eins langt aftur og skráningar ná.
    Árlegur skötuafli á Íslandsmiðum 1906–2002 er sýndur á mynd 1 og í töflu 1. Aflatölur eru fengnar úr aflaskýrslum Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES Bulletin Statistique des Peches Maritimes (1906–1991) og Útveginum (1968–2002). Tölum um árlegan skötuafla útlendinga frá 1945 og fram til 1977 skal taka með varúð, þar sem hugsanlegt er að tindaskata sé með í þeim. Þó er líklegt að hér sé nær einvörðungu um skötu að ræða, þar sem tindaskata hefur ekki verið nýtt við Ísland fyrr en allra síðustu ár. Ekki eru til tölur um skötuafla útlendinga við Ísland eftir 1991. Skötuafli Íslendinga virðist heldur ekki hafa verið skráður árin 1906–1912.
    Að undanteknum heimsstyrjöldunum og árinu 1966 var skötuaflinn fram til ársins 1973 alltaf yfir þúsund tonnum á ári. Aflinn hefur minnkað ár frá ári og árið 1999 var hann kominn niður fyrir hundrað tonn. Skötuaflinn árið 2002 nam einungis 59 tonnum.

Mynd 1. Skata. Afli í tonnum á Íslandsmiðum 1906–2002.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Tafla 1. Skata. Afli í tonnum á Íslandsmiðum 1906–2002.

Ár Íslendingar Aðrir Samtals Ár Íslendingar Aðrir Samtals
1906 912 912 1955 65 990 1055
1907 1226 1226 1956 494 824 1318
1908 1443 1443 1957 761 977 1738
1909 2017 2017 1958 1274 1007 2281
1910 1745 1745 1959 658 710 1368
1911 1734 1734 1960 936 756 1692
1912 1482 1482 1961 470 730 1200
1913 87 1438 1525 1962 453 889 1342
1914 167 1223 1390 1963 388 746 1134
1915 143 741 884 1964 482 800 1282
1916 184 69 253 1965 334 907 1241
1917 104 20 124 1966 259 679 938
1918 187 187 1967 387 773 1160
1919 157 287 444 1968 603 684 1287
1920 168 637 805 1969 631 598 1229
1921 128 742 870 1970 471 703 1174
1922 175 1317 1492 1971 468 814 1282
1923 132 1519 1651 1972 323 780 1103
1924 102 1344 1446 1973 364 602 966
1925 73 1289 1362 1974 275 340 615
1926 129 1133 1262 1975 188 372 560
1927 115 1494 1609 1976 333 229 562
1928 105 1643 1748 1977 442 151 593
1929 119 1472 1591 1978 424 53 477
1930 102 1382 1484 1979 402 66 468
1931 145 1379 1524 1980 196 60 256
1932 87 1123 1210 1981 229 59 288
1933 76 1050 1126 1982 248 35 283
1934 85 1270 1355 1983 188 98 286
1935 101 1158 1259 1984 174 42 216
1936 86 1133 1219 1985 118 45 163
1937 72 1274 1346 1986 105 18 123
1938 127 1361 1488 1987 129 30 159
1939 135 509 644 1988 152 22 174
1940 409 477 886 1989 152 24 176
1941 338 357 695 1990 222 22 244
1942 501 211 712 1991 303 14 317
1943 236 107 343 1992 363 363
1944 186 112 298 1993 274 274
1945 110 159 269 1994 299 299
1946 186 437 623 1995 245 245
1947 113 517 630 1996 181 181
1948 281 969 1250 1997 132 132
1949 282 1453 1735 1998 108 108
1950 244 1093 1337 1999 80 80
1951 289 2248 2537 2000 98 98
1952 756 1100 1856 2001 85 85
1953 333 1122 1455 2002 59 59
1954 468 1103 1571


    Árlegur hákarlsafli á Íslandsmiðum 1968–2003 er sýndur í töflu 2 og mynd 2. Tölurnar eru úr Útveginum. Verulegar sveiflur hafa verið í aflanum. Mest veiddist árið 1976, 157 tonn, en minnst árið 1988, aðeins 19 tonn. Aflinn árið 2003 var 63 tonn.

Tafla 2. Hákarl. Afli í tonnum á Íslandsmiðum 1968–2003.

Ár Afli Ár Afli Ár Afli
1968 21 1980 48 1992 68
1969 19 1981 61 1993 39
1970 26 1982 68 1994 42
1971 51 1983 69 1995 44
1972 49 1984 54 1996 61
1973 77 1985 40 1997 73
1974 89 1986 23 1998 87
1975 60 1987 31 1999 51
1976 157 1988 19 2000 45
1977 91 1989 31 2001 57
1978 65 1990 54 2002 56
1979 42 1991 58 2003 63


Mynd 2. Hákarl. Afli í tonnum á Íslandsmiðum 1968–2003.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




    Árlegur lúðuafli á Íslandsmiðum 1906–2003 er sýndur í töflu 3 og á mynd 3. Talsverðar sveiflur voru í lúðuveiðum á öldinni sem leið. Mestur varð lúðuaflinn árið 1907, tæp 8 þúsund tonn. Síðan 1996 hefur ársaflinn ekki náð þúsund tonnum.

Tafla 3. Lúða. Afli í tonnum á Íslandsmiðum 1906–2003.

Ár Afli Ár Afli Ár Afli
1906 5425 1939 1188 1972 2325
1907 7920 1940 979 1973 2000
1908 7555 1941 847 1974 1762
1909 6006 1942 1304 1975 1894
1910 6148 1943 1063 1976 2297
1911 5782 1944 1136 1977 2326
1912 4957 1945 1593 1978 1837
1913 4252 1946 1938 1979 2047
1914 3051 1947 2638 1980 1665
1915 1316 1948 4676 1981 1198
1916 149 1949 6620 1982 1307
1917 70 1950 6917 1983 1745
1918 443 1951 6585 1984 2054
1919 1291 1952 5521 1985 1941
1920 2680 1953 4774 1986 1985
1921 2842 1954 3482 1987 2114
1922 5230 1955 2612 1988 2004
1923 7009 1956 2618 1989 1727
1924 6326 1957 4392 1990 1917
1925 6402 1958 5518 1991 2324
1926 5000 1959 5097 1992 1541
1927 5694 1960 5472 1993 1748
1928 3752 1961 4015 1994 1586
1929 2845 1962 4924 1995 1118
1930 2538 1963 4653 1996 964
1931 3049 1964 3759 1997 791
1932 2958 1965 4060 1998 628
1933 3065 1966 2647 1999 684
1934 3058 1967 2805 2000 549
1935 2818 1968 2091 2001 647
1936 2606 1969 2077 2002 754
1937 2863 1970 3212 2003 640
1938 2629 1971 3112

Mynd 3. Lúða. Afli í tonnum á Íslandsmiðum 1906–2003.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     2.      Hafa verið gerðar sérstakar rannsóknir á ástandi þessara tegunda? Sé svo er óskað eftir upplýsingum um stærð og þróun stofnanna ef upplýsingar liggja fyrir.
    Engar sérstakar rannsóknir á ástandi skötu og hákarls hér við land hafa verið gerðar og því liggja engar upplýsingar fyrir um stærð og þróun stofnanna. Í stofnmælingu botnfiska að vorlagi hafa veiddar skötur árlega síðan 1985 verið 1–6 og hafa þær allar fengist fyrir norðan land og fyrir Vestfjörðum. Þessar tvær tegundir eru veiddar sem meðafli í öðrum veiðum, aðallega botnvörpuveiðum.
    Ástand lúðunnar hefur verið metið síðan 1985 þegar stofnmælingar botnfiska að vorlagi hófust á landgrunni Íslands (allt niður á 500 m dýpi). Lúðan sem veiðist er að mestu ókynþroska smálúða, 30–60 cm löng og á aldrinum 3–6 ára. Þessi rannsókn nær ekki til útbreiðslu kynþroska lúðu.
    Vísitala lúðu í stofnmælingu botnfiska 1985–2003 féll hratt fyrri hluta tímabilsins og hefur verið í lágmarki síðan 1992. Vísitalan hækkaði lítillega árin 2002 og 2003, sem hugsanlega kann að skýrast af nýliðun. Samt sem áður er lúðustofninn enn í mikilli lægð. Samfara lækkun vísitölu í stofnmælingu botnfiska hefur afli lúðu á sóknareiningu í botnvörpu og dragnót og á línu minnkað mikið.
    Í stofnmælingu botnfiska hefur einnig orðið vart við breytingu á útbreiðslu lúðunnar. Í upphafi rannsóknatímabilsins veiddist lúða allt í kringum landið en var algengust fyrir vestan land. Á tímabilinu hefur lúðan svo nánast horfið fyrir norðan og austan land og mjög lítið hefur veiðst fyrir sunnan land. Einnig hefur henni stórlega fækkað á svæðinu þar sem hún er algengust.
    Lúðan sem veiðist við Ísland er að mestu ókynþroska og veiðist sem meðafli í öðrum veiðum og þá helst í botnvörpu- og dragnótaveiðum. Bein sókn í lúðuna hefur farið minnkandi með árunum og undanfarin ár hefur lúðuafli í beinni sókn verið um 20–30% af heildaraflanum.

     3.      Hvert er mat sérfræðinga á því hvort tegundirnar séu undir of miklu veiðiálagi eða hvort staða þeirra sé viðunandi?
    Ljóst er að ástand skötu- og lúðustofna er slæmt og að veiðiálag á þá er of mikið. Lúða og skata eru langlífar tegundir sem geta orðið mjög stórar. Þessar tegundir eru löngu komnar inn í veiðina áður en þær verða kynþroska og veiðast fyrst og fremst sem meðafli í öðrum veiðum. Enn fremur er frjósemi skötunnar lítil þar sem hún eignast fá lifandi afkvæmi. Slíkum tegundum er sérstaklega hætt við ofveiði.
    Þó að engar upplýsingar liggi fyrir um þróun stofnstærðar skötu má telja víst að ástand hennar sé afar slæmt. Árlegur afli fram til ársins 1972 var á bilinu 1000–1500 tonn. Síðan hefur hann minnkað mikið og síðustu ár hefur ársaflinn verið innan við 100 tonn. Árið 2002 veiddust tæplega 60 tonn sem er minnsti skötuafli síðan farið var að taka saman tölur um árlegan afla árið 1906. Þó ber að hafa fyrirvara á að nota aflatölur sem vísbendingu um stofnstærð og þróun stofnsins, m.a. vegna breytinga á markaðsstöðum fyrir afurðir og skila á upplýsingum.
    Skata finnst víða í Norður-Atlantshafi. Alls staðar hefur henni fækkað mikið og á sumum svæðum hefur hún horfið, t.d. í Írska hafinu. Ástæðan er talin vera ofveiði.
    Vísitölur lúðu í stofnmælingu botnfiska og afli lúðu á sóknareiningu benda til þess að lúðustofninn sé í mikilli lægð og er ástandið orðið langvinnt. Hafrannsóknastofnunin hefur undanfarin ár lagt til að gripið verði til aðgerða til verndar lúðustofninum. Í skýrslu stofnunarinnar „Nytjastofnar sjávar 2002/2003 og aflahorfur fiskveiðiárið 2003/2004“ er lagt til að bann sé lagt við beinni sókn í lúðu. Jafnframt er talið nauðsynlegt að grípa til róttækari ráðstafana, eins og lokun veiðisvæða eða takmörkun á löndun lúðu. Hafrannsóknastofnunin leggur til að haft verði samráð við hagsmunaaðila um hvernig slíkum aðgerðum verði við komið.
    Ekkert er vitað um ástand hákarlastofna við Ísland.