Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 894. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1696  —  894. mál.




Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar um fjarnám á framhaldsskólastigi.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hve margir eru í fjarnámi á framhaldsskólastigi á þessu skólaári, sundurliðað eftir skólum og námsleiðum innan hvers skóla? Hvernig skiptist nemendafjöldi hverrar námsleiðar hvers skóla eftir landshlutum miðað við lögheimili nemenda?
     2.      Hve margir sóttu um fjarnám í haust og hve mörgum þurfti að synja um fjarnám, hvort tveggja sundurliðað eftir námsleiðum, skólum og landshlutum miðað við lögheimili umsækjenda?
     3.      Hver eru áform skólanna um framboð á fjarnámi á næstu árum og hver er spá þeirra um aðsókn?

    Á vorönn 2004 voru samtals 2.007 nemendur í fjarnámi á framhaldsskólastigi. Í haust sóttu 2.320 nemendur um fjarnám en 313 var synjað. Sjá nánari suðurliðun í eftirfarandi töflum.

Nemendur í fjarnámi á framhaldsskólastigi, vorönn 2004.
Skóli Áfangar og fjöldi nemenda í fjarnámi Alls
Verkmenntaskólinn á Akureyri Áfangar í boði 170 á vorönn 2004. Kenndir áfangar 144. Alls voru 665 nemendur í fjarnámi við skólann á vorönn 2004
665
Fjölbrautaskólinn við Ármúla Í boði eru 109 áfangar og kenndir voru 98. Alls voru skráðir 750 nemendur í fjarnám. Þar af voru 200 nemendur í skólanum og 550 nemendur í öðrum skólum eða utan skóla.

750
Framhaldsskólinn í Austur- Skaftafellssýslu BÓK103 14, FJÖ103 38, FJÖ303 9 HAF101 2, ÍSL303 22, ÍSL603 24, LAN103 79, MHS103 21, SFS102 48, SHV101 45, SIT101 46, SOV46.

184
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Danska: 12. Eðlisfræði: 13. Efnafræði: 9. Enska: 35. Félagsfræði: 13. Fjölmiðlun: 2. Íslenska: 36. Jarðfræði: 10. Landafræði: 5. Listir og menning: 2. Líffræði: 14. Markaðsfræði: 2. Rekstrarhagfræði: 10. Saga: 37. Sálfræði: 12. Spænska: 11. Stærðfræði: 41. Þýska: 21. Þjóðhagfræði: 3.



139
Iðnskólinn í Reykjavík Kenndir áfangar voru 26. Alls voru 65 nemendur í fjarnámi við skólann á vorönn 2004.
65
Námsflokkar Reykjavíkur Eingöngu heilsugæslubrautir. 111
Borgarholtsskóli Upplýsinga- og fjölmiðlagreinar 29, listnámsbraut 9. 38
Fjölbrautaskólinn á Húsavík BÓK103 6, ENS103 10, ÍSL103 4, STÆ103 7. 16
Menntaskólinn í Kópavogi Skrifstofunám: 24 nemendur á vorönn 2004. 24
Kvennaskólinn í Reykjavík Fimm nemendur skólans hafa verið í utanskólanámi í vetur, þar af fjórir sem dvalið hafa erlendis. Þeir eiga allir lögheimili á höfuðborgarsvæðinu.

5
Fjölbrautaskóli Suðurnesja 10 nemendur eru í fjárnámi. Allir í sérgreinum netagerðar. 10
Samtals 2.007
Nemendur í fjarnámi skipt eftir lögheimili.



Skóli


Höfuðborgarsvæðið



Reykjanes


Vesturland


Vestfirðir

Norðurland vestra

Norðurland eystra


Austurland


Suðurland



Erlendis
Dagskólanemendur


Alls
Verkmenntaskólinn á Akureyri
118

7

71

34

56

171

35

45

17

111

665
Fjölbrautaskólinn við Ármúla
750

750
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu
15


5


21

135

8

184
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
114


8

5

3

3

6

139
Iðnskólinn í Reykjavík 32 5 3 5 4 4 6 3 3 65
Námsflokkar Reykjavíkur 96 4 1 1 1 5 3 111
Borgarholtsskóli 17 7 5 9 38
Fjölbrautaskólinn á Húsavík
16

16
Menntaskólinn í Kópavogi
7


3

6

8

24
Kvennaskólinn í Reykjavík
1

4

5
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
2

1

1

2

3

1

10
Samtals 1.145 13 106 41 69 221 187 81 33 111 2.007


Umsóknir um fjarnám haustið 2003.

Skóli

Umsóknir um fjarnám í haust

Synjað um fjarnám
Verkmenntaskólinn á Akureyri 965 300
Fjölbrautaskólinn við Ármúla 750 0
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu 184 0
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 148 9
Iðnskólinn í Reykjavík 65 0
Námsflokkar Reykjavíkur 111 0
Borgarholtsskóli 42 4
Fjölbrautaskólinn á Húsavík 16 0
Menntaskólinn í Kópavogi 24 0
Kvennaskólinn í Reykjavík 5 0
Fjölbrautaskóli Suðurnesja 10 0
Samtals 2.320 313


Áform skólanna um framboð á fjarnámi næstu ár og spá um aðsókn.

Skóli

Áform
Verkmenntaskólinn á Akureyri Reiknað er með svipuðum fjölda fjarnámsnemenda næsta skólaár.
Fjölbrautaskólinn við Ármúla Skólinn telur að á næstu missirum verði svipaður fjöldi og verið hefur í fjarnámi í FÁ, þó er hámarkinu náð. Það má því gera ráð fyrir um 750 á haust og vorönnum og 450–500 á sumrin. Stefna skólans er að auka framboð þannig að nemendur geti lokið stúdentsprófi í fjarnámi innan fárra ára.
Framhaldsskólinn í Austur- Skaftafellssýslu Reiknað er með svipuðum fjölda fjarnámsnemenda næsta skólaár.
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Skólinn stefnir að því að bjóða upp á fjarnám svipað því sem er núna á vorönn.
Iðnskólinn í Reykjavík Síðustu tvö ár hefur nemendafjöldi u.þ.b. tvöfaldast á milli anna. Búist er við áframhaldandi aukningu næstu tvö árin.
Námsflokkar Reykjavíkur Sömu aðsókn spáð næsta ár.
Borgarholtsskóli Áformað er að bjóða dreifnám í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum og á listnámsbraut. Haustið 2004 er reiknað með því að taka inn 15 nýja nemendur á hvort svið. Alls er reiknað með að haustið 2004 verði 45 nemendur í dreifnámi á lista- og upplýsingasviði. Haustið 2006 er spáð aðsókn sem svarar 30 nemendum á hvoru sviði, samtals 60 nemendum.
Fjölbrautaskólinn á Húsavík Reiknað er með svipuðum fjölda fjarnámsnemenda næsta skólaár.
Menntaskólinn í Kópavogi Skólinn mun í nánustu framtíð ekki bjóða fram fjarnám í almennum greinum en e.t.v. í einhverjum sérgreinum.
Kvennaskólinn í Reykjavík Skólinn býður ekki upp á fjarnám en hefur gefið nemendum sínum kost á að vera utan skóla tímabundið. Skólinn mun halda áfram að þróa möguleika nemenda skólans til fjarnáms til að geta boðið blöndu fjarnáms og staðbundins náms.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja Nemendur í fjarnámi hafa fyrst og fremst verið í faggreinum netagerðar og ráðgert er að bjóða það nám áfram. Aðsókn í fjárnámið hefur verið sveiflukennt – frá einum upp í 40 einstaklinga (á síðasta ári). Áformað er að efla þessa kennslu og styrkja á komandi árum.
Flensborgarskóli Innan skólans er unnið að þróun námsumhverfis og kennsluhátta með það fyrir augum að á næstu tveimur árum verði mjög auðvelt að bjóða stærsta hluta námsframboðsins jafnframt í dreif/fjarnámi. Ekki er gert ráð fyrir að fjarnám verði umfangsmikið við skólann á allra næstu árum.
Fjölbrautask í Breiðholti Ekkert fjarnám er hjá skólanum og ekki áform um að fara af stað með það.
Framhaldsskólinn að Laugum Ekki er boðið upp á fjarnám, en ljóst er að skólinn vill halda opnum möguleika á að bjóða slíkt.
Menntaskólinn á Ísafirði Við skólann er ekki boðið upp á fjarnám fyrir nemendur utan svæðis. Hins vegar eru nokrir nemendur skólans í fjarnámi í einstökum áföngum við aðra framhaldsskóla, en fjöldi þeirra er teljandi á fingrum sér.
Menntaskólinn í Reykjavík Skólinn býður nemendum að stunda fjarnám sem hluta af reglulega náminu. Boðið er upp á fjarnám í völdum námsþáttum sumra áfanga. Ákveðið hefur verið að taka upp kennslukerfi við skólann fyrir næsta skólaár. Ekki hefur verið ákveðið að bjóða upp á nám eingöngu með þessari námsleið.